Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 30
22. júlí 2006 LAUGARDAGUR4
Sveinn Heiðar Jónsson og Erla
Oddsdóttir gátu ekki hugsað
sér á sínum tíma að festa sig
á einum stað í sumarbústað.
Í staðinn fengu þau sér húsbíl
með öllum þeim þægindum
sem þau gátu hugsað sér og
flakka um landið á honum.
„Það fer alveg einstaklega vel um
okkur í þessum bíl. Við viljum
geta ferðast um landið og reynum
að fara um hverja helgi út á land.
Við erum líka í félagi íslenskra
húsbílaeigenda og förum í ferðir
með þeim, svo sem berjaferðir,
veiðiferðir og svo er stóra sameig-
inlega ferðin núna 14. júlí“, segir
Sveinn Heiðar en hann er formað-
ur félagsins sem einnig kallast
„Flakkarar“. „Bíllinn er líka svo
rúmgóður þannig að barnabörnin
eru oft með í för og það er lítið mál
að slá upp veislu í bílnum.“
Hjónin þurfa ekki að sitja yfir
veðurfréttunum þegar ferðir eru
skipulagðar þar sem það skiptir
litlu máli hvort það rignir eða
ekki. „Í bílnum eru öll tæki og tól
til að matreiða og það er hægt að
kúra yfir sjónvarpinu í leiðinlegu
veðri. Þar að auki eru fortjöld og
skyggni utan á bílnum og þegar
þau eru dregin fram er komin góð
aðstaða til að grilla eða sitja úti á
íslenskum sumarkvöldum,“ segir
Sveinn Heiðar.
Bíllinn felur í sér margar mögu-
leika þegar ferðast er á honum. „Í
„bílskúrnum“ er vespa sem ég tek
fram þegar mig langar að skreppa
og skoða mig um. Svo er líka full-
komið baðherbergi með heitu og
köldu vatni og meira að segja
sturtu. Þannig að það er hægt að
fara nánast hvert sem er á bílnum
í ótakmarkaðan tíma,“ segir
Sveinn Heiðar og bætir við að hús-
bílaeign á Íslandi fari sívaxandi
enda henta húsbílar íslensku veð-
urfari vel og hægt er að ferðast
um allt landið.
erlabjorg@frettabladid.is
Sumarbústaður á hjólum
Í eldhúsinu er eldavél, bakara- og örbylgjuofn, ísskápur, frystiskápur og vifta. Einnig er sjón-
varp og DVD-tæki í bílnum. Hjónarúmið er í endanum og svo er hægt að leggja bekkinn
við borðið niður og breyta honum í rúm. Baðherbergið er andspænis eldhúsinu og þar er
að finna öll nauðsynleg þægindi.
Sveinn Heiðar stendur í borðstofunni en þar geta sex manns setið til borðs með góðu
móti. Þá er sætunum fram í snúið við og borðið stækkað. Þegar koma næsturgestir er
togað niður stórt hjónarúm sem er staðsett fyrir ofan bílsætin.
Sveinn Heiðar og Erla fyrir framan húsbílinn góða. Þetta er þriðji húsbíllinn þeirra á sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS
NÝTT!
Söluaðilar um land allt
Árið 1955 kepptu Stirling Moss og
Dennis Jenkinson til sigurs í Mille
Migila-kappakstrinum á Mercedes
Benz 300 SLR. Rás-
númer þeirra var 722
sem þýddi að rástími
þeirra var klukkan
7.22 að morgni.
Þannig byrjar
sagan sem endar í
2007 árgerðinni af
SLR sem hefur
fengið nafnbótina
„722 útgáfan“ og
kom á markað í
Evrópu nú í vik-
unni.
722 útgáfan er búin 650 hestafla
5,5 lítra V8 mótor, handsmíðuðum,
sem kemur bílnum frá kyrrstöðu í
hundrað á 3,5 sekúndum. Til að gera
722 útgáfuna líkari kappakstursbíl
hafa breytingar átt sér stað á fleiri
stöðum en í vélarhúsinu. Bíllinn er
til dæmis 10 mm lægri en fyrri
útgáfa, fjöðrunin er stífari og
bremsudiskarnir hafa verið
stækkaðir í 390 mm.
Markhópurinn eru
heldri menn með
ástríðu fyrir
hraða. Til að
höfða til
herramanna-
stéttarinnar
munu allir
SLR-eigendur
verða meðlimir í
sérstökum klúbbi sem mun veita
meðlimum sínum aðgang að eftir-
sóttum mannfögnuðum sem og
öðrum fríðindum.
Nýr SLR hefur
sóknina í Evrópu
Minnisvarði um meira en fimmtíu ára gamlan sigur.
Breska bílatímaritið Automag lokaði á dögunum London City
flugvellinum svo þeir gætu athugað hvaða götubíll væri hrað-
skreiðastur í London.
SLR McLaren hraðastur
Mercedes-Benz SLR McLaren mældist
hraðskreiðasti götubíllinn í London. Þessi
mynd er tekin hér á landi við tökur á
kynningarefni.
Bílarnir voru prófaðir á mílu langri
flugbraut og hámarkshraði mældur.
Þetta urðu niðurstöðurnar:
Mercedes McLaren SLR 282,7 km/klst
Ford GT 280,5 km/klst
Corvette Z06 268,7 km/klst
Porsche Turbo 261,7 km/klst
BMW M6 261,5
Vauxhall Maloo 258,8 km/klst
Shelby Daytona Cobra 257,0 km/klst
Bentley Flying Spur 253,3 km/klst
Alpina B5 250,1 km/klst
Örlitlar og vel faldar útlitsbreytingar greina
722 útgáfuna frá öðrum SLR-bílum.
������������� ��������������������
���� ����� ��� ����������
����������������������
����� ���� �����������
���������������