Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 32
[ ]
Þegar ekið er eftir strandlengju
Kaliforníu á þjóðvegi númer
eitt, má sjá einstaka náttúru-
fegurð, hvítar strendur og gróð-
ursæld og jafnvel hvali og seli.
Þetta er staður til að slappa af
og njóta lífsins enda vegurinn
lagður aðeins til þess að fólk
geti notið útsýnisins.
Þjóðvegur númer eitt í Kaliforníu
eða Pacific highway 1 er fyrsti
vegurinn í Ameríku sem var
byggður aðeins vegna útsýnisins,
og ekur hann enginn bara til að
komast á milli staða . Hann liggur
frá Norður-Kaliforníu til suðurs
og má sjá þrjár ólíkar hliðar á
þessu stóra fylki á leiðinni: Norð-
ur-Kaliforníu, þar sem íbúða-
byggð er dreifð, fallegar strend-
ur og himinháar risafurur;
Mið-Kaliforníu, þar sem fáir búa
og náttúran er einstök; og hina
sólríku Suður-Kaliforníu með
sólarströndum og vínekrum og
stórborgarbyggð.
Best er fyrir ferðalanga sem
koma frá Íslandi að fljúga til San
Fransiskó og hefja aksturinn þar
og keyra suður, nema fólk hafi
góðan tíma fyrir sér, þá er hægt
að keyra norður alla leiðina til
Legget, þar sem þjóðvegur 1 byrj-
ar í risafuruskógi, og keyra svo
aftur suðureftir í rólegheitunum.
Vegurinn er hreinn draumur fyrir
þá sem hafa gaman af því að
keyra, því hann beygir og sveigir
yfir hæðir og hóla og best er að
keyra veginn í blæjubíl til að
njóta hinnar stórbrotnu náttúru
til hins ýtrasta með litrík fjöll
öðrum megin en hvítar strendur
hinum megin. Enginn sem ekur
þessa leið ætti að flýta sér og best
er ef fólk hefur eina til tvær vikur
til að njóta þess alls sem leiðin
hefur upp á að bjóða, en vel er
hægt að fara hana á einum til
tveimur dögum. Nauðsynlegt er
að fylla tankinn áður en farið er
út á veginn og hafa með sér vara-
dekk, því oft getur tekið langan
tíma að komast aftur inn á hrað-
brautina og það má alls ekki
gleyma myndavélinni heima.
Göngugarpar ættu einnig að hafa
gönguskóna með sér því mikið er
um góðar gönguleiðir á leiðinni
og góð tjaldstæði sem gaman er
að gista á.
Náttúran ein ætti að vera næg
ástæða til að keyra þessa stór-
brotnu leið, en á leiðinni er einnig
að finna skemmtilega bæi sem
vert er að kíkja á. Fyrst ber að
nefna strandbæinn Santa Cruz
þar sem pastellitirnir og afslöpp-
uð brimbrettastemningin er alls-
ráðandi. Gaman er að rölta um
bæinn og fá sér tacos í Taqueria
Vallarta og leika sér svo á strönd-
inni. Monterey kemur þar næst-
ur, hálfgerð andstæða við Santa
Cruz, enda talað um að bærinn sé
snobbaður og fínn. Þar er hins
vegar að finna eitt besta sædýra-
safn Ameríku, Monterey Bay
Aquarium. Einnig er hægt að
kíkja við í bænum Carmel-By-
The-Sea þar sem Clint Eastwood
var áður bæjarstjóri, en þar býr
margt vel stætt fólk. Hjarta þjóð-
vegarins slær þó í Big Sur sem er
miðja vegu milli San Fransiskó og
Los Angeles. Þar fær náttúran að
njóta sín, og næg gisting í fjalla-
kofum með útsýni yfir hafið. Auk
þess er þar heilsulind og nánast
hver einasti gististaður býður
upp á nudd og spa, auk þess sem
matseldin er þar í hæsta gæða-
flokki. Í Big Sur er Andrew Mol-
era State Park þar sem eru marg-
ar gönguleiðir, þar er hægt að
renna fyrir fisk á nokkrum góðum
stöðum og tjaldstæðin eru góð.
Fyrsti áfangastaðurinn á suð-
urströndinni ætti að vera Santa
Barbara, sem er einstaklega fal-
legur smábær með Miðjarðar-
hafsblæ. Vínrækt er þar mikil allt
í kring og hægt að fara víða í vín-
smökkun á leið sinni. Ferðinni
lýkur svo í stórborginni Los Ang-
eles, en af þjóðveginum er ekið
inn í borgina meðfram ströndinni
inn í Santa Monica og að hinni
frægu Venice-strönd. Þá er hvíld-
in úti og tími til að njóta glamúrs-
ins í Hollywood. Þaðan er svo
nokkurra tíma akstur suður til
San Diego og Mexíkó, þar sem
ævintýrið getur haldið áfram.
Gleymdu ekki nestinu
Ekið með hvítum ströndum
Víða má sjá seli við Kaliforníustrendur.
Við Big Sur á þjóðvegi 1 í Kaliforníu er mikil náttúrufegurð. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Áhugaverðir staðir á
leiðinni
■ Legget - þar stendur 96 metra há
risafura sem hægt er að keyra í gegnum.
En þar eru auk þess heilu skógarnir af
risafuru.
■ Bodega Bay - besti staðurinn til að
sjá hvali í janúar og febrúar og seli í
nóvember.
■ Golden Gate-brú - Gaman er að
labba yfir brúna og smella af mynd
hinum megin.
■ Red Rock Beach - frábær strönd sem
liggur rétt við Santa Cruz og fullkominn
staður til að ná sér í smá brúnku.
■ Monterey Bay Aquarium - Heims-
frægt sædýrasafn sem sýnir marglyttur,
neðarsjávarskóg, hákarla og risakol-
krabba.
■ Monetery Bay National Marine
Sancturary - Verndarsvæði yfir 25 dýra-
tegunda í útrýmingarhættu. Í klettunum
má sjá sæta sæotra hvíla sig.
■ Deetjen’s Big Sur Inn - Hina full-
komnu sveitasælu er hægt að finna
í þessum norsku fjallakofum, með
gistingu í öllum verðflokkum.
■ Henry Miller bóksafnið - Rithöfund-
urinn bjó þarna á árunum 1944 til 1962.
Á bókasafninu er bókabúð, listasafn og
svið undir listviðburði.
■ Tassajara Zen-fjallaklaustrið - Þetta
er fyrsta Soto Zen-klaustrið sem stofnað
var utan Japan. Það stendur við Santa
Lucia-hverina þar sem hægt er að baða
sig. Einnig er hægt að gista í klaustrinu
og fara á námskeið.
■ Hearst-kastali - Þetta er Graceland
Kaliforníu, með 165 herbergjum, 61
baðherbergi, spænsku dómkirkjulofti,
egypskum skrautmunum og endurreisn-
armálverkum. Sjón er sögu ríkari.
■ Vínsmökkun í Santa Barbara - Þeir
sem hafa séð myndina Sideways ættu
að kíkja á þetta:www.santabarbara.
com/winecountry
Lopapeysan stendur fyrir sínu. Fullkominn
ferðafélagi á svölum sumarkvöldum í tjaldi.
Vínuppskera í Rín
HEIMSFERÐIR EFNA TIL FERÐAR UM
FEGURSTU SLÓÐIR ÞÝSKALANDS
DAGANA 6. - 13. OKTÓBER.
Að ferðast á fljótandi hóteli um Rín
og Mósel hefur yfir sér ævintýraljóma.
Siglt er fram hjá mörgum fallegum
bæjum og þorpum og á milli þeirra
teygja vínekrurnar sig upp hlíðarn-
ar. Október er uppskerumánuður í
vínræktarhéruðum við Rín og Mósel
og gaman að fylgjast með vinnunni
á ökrunum, kynnast því hvernig vínin
verða til og jafnvel að smakka á
guðaveigum.
Flogið er til Hahn-flugvallar, skammt
frá Frankfurt og ekið til Trier þar sem
dvalið er fyrstu tvær næturnar.
Næst verður ekið til Köln og þaðan
hefst fjögurra daga sigling um fegurstu
hluta Rínar og Mósel. Þægilegt er að
líða áfram eftir ánni, leggja að í falleg-
um smábæjum og borgum, fara í land
og rölta um, skoða og njóta lífsins með
fararstjóra sem þekkir þetta landsvæði
vel. Helstu viðkomustaðir eru bæirnir
Andernach, Rüdesheim, sem margir
telja líflegasta bæ Þýskalands, Cochem
við Mósel, gamla höfuðborgin Bonn
og að lokum hin stórbrotna Köln með
dómkirkjunni frægu. Í lok siglingarinn-
ar verður gist í tvær nætur á hóteli á
bökkum Rínar. Nánari upplýsingar eru
á www.heimsferdir.is
Í Móseldal eru hlíðarnar þaktar vínviði.
MYND/MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR
Oberstdorf er syðsti bær Þýskalands, við rætur Alpanna og fjallsins
Nebelhorn (2.224 m) og því sannkölluð paradís útivistarfólks á öllum
aldri. Nú bjóðum við upp á vikuferð í byrjun september þar sem gist
er á hótelum og í fjallaskálum sem bjóða upp á mun meiri þægindi en
fjallaskálarnir hér heima. Gengið er upp undir 6 tíma á dag og er
farangurinn fluttur á milli gististaða, svo einungis þarf að bera
dagspoka. Sérlega fallegt landslag, þar sem einnig gefst tækifæri til
að sigrast á nokkrum tindum og fjallaskörðum í Ölpunum
Fararstjóri: Helgi Benediktsson
Verð: 134.800 kr. Mikið innifalið!
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
2. – 9. september 2006
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
í fjallasölum Alpanna
Gönguferð
Sa
m
kv
. d
ag
bó
ka
rk
ön
nu
n
G
al
lu
p
ap
ríl
2
00
6.