Fréttablaðið - 22.07.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 22.07.2006, Síða 46
 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR20 HELGARTILBOÐ Sofia sett al/tekk Borð stækkanl. 100 x 170/220 6 stólar, hallanlegir með sessu Tilboð kr. 179.000 áður 259.000 Sólbekkur kr. 29.000 áður 39.000 Sólhlíf 17.200 áður 21.500 „Ég myndi sameina ferðalög til tveggja ólíkra staða sem ég hef heim- sótt svo úr yrði hin fullkomna helgi“, segir Hólmfríður Anna Baldursdóttur, upplýsingafultrúi Unicef á Íslandi. „Ég gæti hugsa mér að fara til Mýrarsýslu og skoða fossinn Glanna, sem er við Bifröst. Að svo búnu heimsækti ég Paradísarlaut, sem kall- aður er staður elskenda og er þarna skammt frá. Síðast komst ég reyndar að því að þetta er líka rosalega góður fjölskyldustaður,“ bætir hún við og hlær. „Svo myndi ég skella mér í sund í Borgarnesi og borða á nýja Lands- námssetrinu, þar sem hægt er að skoða skemmtilega landnámssýn- ingu. Eftir það færi ég hugsanlega aftur á Mr. Skallagrímsson, sem er með betri leiksýningum sem ég hef séð. Þessi hringur er tilvalinn fyrir þá sem vilja kíkja út fyrir bæinn.“ Að sögn Önnu er hún mun duglegri að ferðast erlendis heldur en innanlands og fyndist því ekki úr vegi að enda helgina á Cat-ba-eyju í Víetnam. „Náttúrufegurðin þar er með eindæmum. Eyjan er stærst þrjú þúsund kalksteinseyja norður af Víet- nam og ein fárra sem fólk býr á. Ég færi í kajakferð á milli allra eyjanna, hefði viðkomu á afvikinni strönd og synti í fallega grænum sjónum. Auðvitað er ómögulegt að heimsækja báða staði á einni helgi, en það væri algjör draumur.“ roald@frettabladid.is DRAUMAHELGIN: Frá Borgarnesi til Víetnam Önnu finnst tilvalið að skreppa til eyjunnar Cat-ba svo helgin verði sem eftirminnilegust. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Leikstjórinn Pedro Almodóvar er einn þekktasti leikstjóri Spánverja, enda hefur hann getið sér góðs orðs utan heimalandsins með myndum á borð við Konur á barmi taugaáfalls (1988) og Allt um móður mína (1999). Almodóvar á farsælan feril að baki og hefur fengið flest verðlaun sem einum leikstjóra geta hlotnast. Hann hóf feril sinn á áttunda áratugnum, þegar einræðisherran Franco var enn við lýði, með stuttmyndum sem hann skaut á Super 8-vél, en hefur nú komið sér vel fyrir og á og rekur eigið framleiðslu- fyrirtæki. Hér eru fimm bestu myndir meistarans: 1. Vond kennsla (2004). Sagt frá tveimur gömlum vinum, sem sættu kynferðislegri misnotkun í kaþólskum drengjaskóla. Þessi grimmdarlega frá- sögn kom eins og kjaftshögg í kjölfarið á Allt um móður mína, sem vann hug og hjörtu gagnrýnenda og kvikmynda- gesta víðs vegar um heim, vegna einlægrar lýsingar á sonarmissi. 2. Bittu mig, elskaðu mig (1990). Fyrrum tukthúslimur rænir klám- myndaleikkonu, sem hann er heltekinn af, og þau fella hugi saman. Kynlífsat- riðið á milli Victoriu Abril og Antonio Banderas var skotið níu sinnum á níu klukkutímum en leikstjóranum þótti síðasta skotið nothæft vegna þess hversu sveittir leikararnir voru orðnir. 3. Kika (1993). Almodóvar í essinu sínu með mynd um snyrtifræðinginn Kiku, sem lætur aldrei deigan síga þrátt fyrir mótlæti í lífinu. Skringilegheit leikstjór- ans ná nýjum hæðum þegar Kika vekur dauðan mann, sem hún hefur fengið það hlutverk að farða, aftur til lífsins með náriðilslegri aðdáun sinni. 4. Pepi, Luci og Bom og hinar stelpurnar (1980). Það er ekki hægt að horfa framhjá þessari mynd þegar val um bestu myndir Almodóvars fer fram, meðal annars af því að þetta er fyrsta myndin sem hann gerði í fullri lengd. Skemmtilega hrá lýsing á lífi þriggja ólíkra kvenna á pönktímabilinu í Madrid. 5. Lögmál lostans (1987). Samkyn- hneigður kvikmyndagerðarmaður legg- ur líf sitt í hættu með lostafullu líferni. Sumir telja myndina hálfævisögulega þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn gerir eldfimum umfjöllunarefnum skil. Antonio Banderas vakti athygli í mynd- inni, þótt Bittu mig, elskaðu mig hafi verið sú kvikmynd sem kom honum á kortið. TOPP5: PEDRO ALMODÓVAR ������������������������������ ������������������������������������������� ����������������������������������������������������� GLÓÐinn Viltu hafa hann mjóann, stuttan, sveran eða stóran? Skiptir ekki máli allur Kjörís í brauðvormi á 150kr. Up ps öf nu ð hl us tu n 12 -3 4 ár a yf ir vi ku na sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap ríl 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.