Fréttablaðið - 22.07.2006, Síða 47

Fréttablaðið - 22.07.2006, Síða 47
LAUGARDAGUR 22. júlí 2006 27 Flest brúnkukrem innihalda efnið dihydroxyacetone (DHA), en einn- ig eru til efni sem innihalda svo- kölluð „bronzers“ sem eru vatns- leysanleg litarefni. Þau síðarnefndu hafa mjög tíma- bundna virkni og það er hægt að þvo þau í burtu með vatni og sápu. Virkni brúnkukrema Brúnkukrem sem innihalda DHA verka þann hátt að DHA gengur í efnasamband við ákveðnar amínó- sýrur sem er að finna í ríkum mæli í efstu lögum húðarinnar. Við efnahvarfið myndast brún lit- arefni sem kölluð hafa verið melanoidin. Breytingar á lit húð- arinnar koma yfirleitt fram um klukkustund eftir að efnið er borið á og ná hámarki eftir 8-24 klukku- stundir. Liturinn dofnar síðan og hverfur venjulega á 5-7 dögum. Flest brúnkukrem innihalda 3- 5% DHA í bland við önnur efni. Sum kremin innihalda til dæmis önnur litarefni („bronzers“) og jafnvel sólvarnarefni. Benda má á að brúni liturinn sem myndast þegar DHA gengur í efnasamband við amínósýrur í húðinni myndar ekki vörn gegn geislum sólarinnar á sama hátt og náttúrulegur brúnn litur. Það er einnig áberandi að brúni liturinn sem myndast af brúnku- kremum er venjulega sterkari þar sem húðin er þykkari til dæmis á lófum, iljum, hnjám og olnbogum. Þess vegna er oftast mælt með því að þessi svæði, auk hársins, séu varin þegar brúnkukrem er notað. Liturinn verður einnig oft mjög ójafn hjá einstaklingum sem hafa einhverja húðsjúkdóma, eins og til dæmis exem. Mikilvægt að tryggja jafna dreifingu Í flestum apótekum og snyrtivöru- verslunum er hægt að kaupa brúnkukrem sem einstaklingar bera á sig sjálfir. Þau geta hins vegar verið vandmeðfarin og ef illa tekst til getur húðliturinn orðið býsna ójafn. Margir komast þó mjög vel upp á lagið með að nota slík krem og ná jöfnum og góðum lit. Sérfræðingar mæla venjulega með nokkrum einföldum aðferð- um sem eiga að tryggja jafnan lit þegar brúnkukrem eru sett á. Þá þykir skipta máli að skrúbba húð- ina vel til að fjarlægja dauðar húfrumur og bera svo vel á sig af rakakremi með áherslu á þurrari svæði eins og olnboga og hné. Einnig þykir gott að bera kremið á með svamphanska til að tryggja jafna dreifingu. Margar snyrtistofur bjóða einnig upp á þjónustu þar sem efnin eru borin á húðina af snyrti- fræðingi eða þeim er úðað á húð- ina í svokölluðum brúnkuklefa eftir að ákveðin svæði hafa verið hulin. Slík úðun tekur venjulega minna en eina mínútu. Vegna þess hve notkun þessara efna er mikil í Bandaríkjunum hefur lyfjaeftirlitið þar gefið út almennar ráðleggingar til þess að draga úr líkum á því að DHA kom- ist inn í líkamann. Ráðlagt er að augun séu varin og lokuð og að einstaklingurinn haldi niðri í sér andanum á meðan úðunin fer fram. Einnig ættu ófrískar konur og einstaklingar með asma eða ofnæmi að sneiða hjá slíkri úðun. Öryggi DHA og útfjólubláir geislar Lítið hefur verið gert af rann- sóknum til að meta öryggi DHA, en nú þegar notkun efnisins hefur aukist mjög mikið er nauðsynlegt að framkvæmdar verði langtíma- rannsóknir á öryggi þess. Enn sem komið er virðist þó ekkert benda til þess að efnið sé skaðlegt og er það því mikilvægur valkostur fyrir þá sem vilja hafa brúnan húðlit. Hinn valkosturinn, ljósaböð eða sólböð, hefur í för með sér aukna hættu á húðkrabbameinum. Auk þess geta útfjólubláir geislar vald- ið sólbruna og flýtt fyrir öldrun húðarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að hætta á flöguþekjukrabbameinum tengist heildargeislamagni, en sortuæxli og grunnfrumukrabbamein hafa verið tengd við óreglulega sólun. Sortuæxli hafa einnig verið tengd sólbrunum og sólböðum í æsku. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru margir tilbúnir að greiða hátt verð fyrir brúnan húðlit og fyrir þessa einstaklinga er líklegt að notkun brúnkukrema í stað ljósa- bekkja og sólbaða dragi úr hættu á húðkrabbameinum og ótímabærri öldrun. Bárður Sigurgeirsson, húðsjúk- dómalæknir Eru meiri líkur á að fá húðkrabba- mein í ljósabekkjum en í sól? Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB, en það eru einmitt UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í sólinni. Ljósa- bekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geisl- arnir. Ljósabekkir upphaflega taldir skaðlausir Þegar ljósabekkir komu fyrst til sögunnar var talið að þeir væru skaðlausir þar sem í ljósi þeirra væru ekki UVB-geislar og því óhætt að nota þá að vild án þess að því fylgdi krabbameinshætta. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til að UVA-geislarnir sem eru í ljósabekkjum séu ekki síður hættulegir en UVB-geislar og hugsanlega hættulegri. Ástæðan er sú að UVA-geislar komast dýpra inn í húðina heldur en UVB-geisl- ar og geta þannig haft víðtækari áhrif, meðal annars á frumur ónæmiskerfisins. Það er því hvorki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi, en það er nokkuð ljóst að ljósa- bekkir eru ekki hættulausir eins og áður var talið og hugsanlega eru þeir enn hættulegri en sólar- ljósið. Ekki liggja þó fyrir nægi- legar upplýsingar á þessu stigi til þess að skera úr um það. Hvernig verka brúnkukrem? BRÚNIR OG STÆLTIR Fátt prýðir stælta vöðva betur en gullinbrúnn litur að mati vaxtarræktarmanna. ������������� ��������������� Bárður Sigurgeirsson, húðsjúkdómalæknir Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi, hvað getið þið sagt mér um fall Rómaveldis, hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig, hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið ‚með lögum skal land byggja‘ og hvernig virka fjögurra blaða smárar? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www. visindavefur.hi.is Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karl- menn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur par- anna með spurningum og mæling- um á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loks- ins sofnuðu og voru því endur- nærðar þrátt fyrir styttri svefn- tíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kyn- líf. Prófessor Klösch segir niður- stöðurnar ekki koma á óvart. „Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skyn- samlegt að deila rúmi með ein- hverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með,“ segir prófessor- inn. steindor@frettabladid.is Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna UNGT PAR SEFUR VÆRT Ef kenning Gerhards Klösch og félaga stenst eru ungir menn frekar haldnir streitu eftir svefn við hlið kvenmanns. Konur þola hins vegar truflun vegna rekkjunauts mun betur. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FERÐAFRELSI Taktu Frelsið með í ferðina. Ferðafrelsið virkar alveg eins og Frelsið þitt hér heima! Símtölin eru gjaldfærð samstundis og því færðu enga bakreikninga eftir heimkomuna. Núna þarftu ekki að skrá þig sérstaklega í Ferðafrelsi Og Vodafone og þú getur notað það í flestum löndum. Kynntu þér málið á ogvodafone.is áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 29 08 07 /2 00 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.