Fréttablaðið - 22.07.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 22.07.2006, Síða 48
 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR28 Það er staðreynd að líkams-ræktarstöðar troðfyllast á haustin og aftur eftir áramót af fólki sem hyggst ná af sér auka- kílóunum. Á sérstökum átaksnám- skeiðum er þeim sem ná góðum árangri í baráttunni við aukakílóin meira að segja stundum heitið verðlaunum. Átaksnámskeið fyrir börn og unglinga hafa einnig verið í boði á síðustu árum og virðist ekki veita af því mörg börn eiga við offitu að stríða ekki síður en fullorðnir. Hluta af því vandamáli að Íslendingar eru að þyngjast kann að vera að finna í mataræði okkar, en í rannsókn manneldisráðs Íslands á mataræði Íslendinga frá árinu 2002 kemur fram að saman- borið við aðrar Norðurlandaþjóðir borða Íslendingar meira af prót- ínum og viðbættum sykri en aðrar Norðurlandaþjóðir. Þá sýnir könn- unin að grænmetis- og ávaxta- neysla á Íslandi er lægri miðað við önnur Norður- lönd. Erfðir stjórna líkamsþyngd Rannsókn sem læknarnir Sigurð- ur Thorlacius og Stefán B. Stef- ánsson gerðu ásamt Laufeyju Steingrímsdóttur næringarfræð- ingi sýnir að marktæk aukning hefur orðið á örorku í tengslum við offitu á Íslandi og allar líkur taldar benda til að fjöldi þeirra sem stríða við mikla eða sjúklega offitu hér á landi fari vaxandi og þar með að offita sé vaxandi lýð- fræðilegt vandamál sem bregðast þurfi við. Í grein sem Rachel Cooke skrif- aði í breska tímaritið Observer er því velt upp hvort offita geti verið hinn nýi kynþáttur en aðrir benda á að menn stjórni þyngd sinni en ekki kynþætti. En er það virkilega svo? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á tvíburum sýna að líkams- þyngd stjórnast að miklu leyti af erfðum og að allt að 70 prósent breytileika í líkamsþyngd megi rekja til erfðafræðilegra þátta. Í grein sinni minnist Rachel á hvort skattleggja eigi offitusjúk- linga líkt og reykingamenn þar sem þeir kosti þjóðfélagið mikla peninga vegna heilsuleysis. Rannsókn hér á landi um fjölgun of feitra öryrkja staðfestir að þetta er ein- mitt raunin. Aðrar rann- sóknir sýna að þátt fyrir þyngdaraukninu land- ans hefur tíðni krans- æðastíflu minnkað og voru tilfellin árið 2001 meira en 50 prósentum færri en tuttugu árum áður. Einhliða umræða um þyngd og heilsu Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur segir umræðuna um þyngd og heilsu hafa verið einhliða og stjórnast alfarið af þeirri hugmynd að sterkt orsakasamband sé á milli holda- fars og heilsu. „Það er heillavæn- legra að leggja áherslu á lífsvenj- ur frekar en líkamsvöxt. Holdafar er afurð margra þátta sem margir eru ekki undir persónulegri stjórn. Neikvæð umræða um holdugan vöxt er einungis til þess fallin að ala á andúð og ótta við slíkan vöxt. Andleg vanlíðan þeirra sem eru feitir er fyrst og fremst til komin vegna fordóma í samfélaginu en ekki holdafarsins sjálfs.“ Sigrún segir hugarfarið í sam- félaginu vera á þá leið að allir eigi að vera grannir og að þetta sé eins konar siðferðisleg krafa. „Við þurfum að sætta okkur við að það geta ekki allir verið grannir. Hins vegar getum viðo öll bætt heilsu okkar og líðan með heilbrigðu líferni og þá er eðlilegt að áherslan sé þar.“ Megrun leiðir til þyngdar- aukningar Þegar Sigrún er spurð út í rannsókn á fjölgun öryrkja vegna offitu segir hún niðurstöðurnar samræm- ast erlendum rannsókn- um sem sýni fjölgun í hópi þeirra sem eru mjög feitir. „Við vitum þó ekki hversu mikið af þessari fjölgun má rekja til þess að nú er ríkari til- hneiging til þess að flokka offitu sem sjúkdóm. Ef mjög feitu fólki er að fjölga hér á landi má hins vegar spyrja sig hvers vegna? Ég tel að heilbrigðiskerfið hafi lengi brugðist feitu fólki með því að bjóða þeim gagnslitlar og eyðileggjandi „lausnir“ í stað raunhæfra leiða til að viðhalda heilbrigði í eigin líkama.“ Sigrún segir að þær aðferðir sem notaðar séu gegn offitu miði ekki að því að efla hæfni fólks til að lifa í eigin líkama. „Fjöldi rannsókna sýnir að megrun leið- ir til þyngdaraukningar fremur en þyngdartaps. Nýjar rann- sóknir sýna jafnframt að þeir sem eru feitir og ánægðir með sjálfa sig þyngjast síður með tímanum en þeir sem eru óánægðir með sig. Góð sjálfs- mynd og stolt skiptir miklu fyrir þær lífsvenjur sem fólk temur sér og við þurfum að auðvelda fólki af öllum stærðum að öðlast slíka reisn.“ Áróður sem elur á sjálfsandúð Sigrún segir að við þurfum að hætta að einblína á holdarfar og horfa frekar á þá þætti sem við getum lagað svo öllum geti liðið vel og fundist þess virði að hugsa vel um sig. „Það er mín skoðun að þegar kemur að ofþynd sé áróðurinn of mikill og má segja að ákveðinn heilsufasismi ráði ríkjum. Við gleymum því að heilsufar hefur almennt farið batnandi hér á landi og lífslíkur aukist.“ Sigrún segir að við höfum kennt of feitu fólki neikvætt við- horf gegn eigin líkama og að það sé sárt að búa í líkama sem þér líkar illa við og að það leiði ekki af sér sjálfsumhyggju. Feitir mæta fjandskap MEÐLIMIR KÍNVERSKRAR KVENNAHLJÓMSVEITAR Þessar ungu konur virðast sáttar við sig þrátt fyrir aukakílóin, en þess má geta að saman- lagt vega hljómsveitarmeðlimirnir meira en eitt tonn. STAÐREYNDIR UM OFFITU: ■ Á tímabilinu 1992 til 2004 hefur öryrkjum á Íslandi vegna offitu fjölgað úr þrjá- tíu og sjö í hundrað og ellefu. Í ljós kom að aukningin var 183 prósent hjá konum og 263 prósent hjá körlum. ■ Rannsóknir sýna að feitt fólk í góðu formi lifir lengur en þeir sem eru grannir og lifa kyrrsetulífi. ■ Níu af hverjum tíu megrunar- kúrum mistakast. ■ Háþrýstingur meðal feitra eykur dánarlíkur þeirra aðeins örlítið, en meðal grannra tvöfaldast líkur á ótímabærum dauða. ■ Fólk hefur minni stjórn á líkamsþyngd sinni en því er talin trú um. ■ Hreyfing og hollar neyslu- venjur hafa lækkandi áhrif á blóðfitu og blóðþrýsting þó að fólk grennist ekki. ■ Í bókinni Obesity Myth eftir Paul Campos kemur fram að minni líkur séu á að of feitir einstaklingar fái stöðuhækk- un en grannir, of feitir ein- staklingar hafi að jafnaði lægri laun en þeir sem eru í kjörþyngd og að þeir fái ekki sjúkratryggingar jafnvel þótt þeir séu heilsuhraustir. ■ Samtök offitusjúklinga í Bandaríkjunum hafa gengið svo langt að vilja banna mis- munun á fólki vegna líkams- þyngdar. „Það er heillavænlegra að leggja áherslu á lífsvenjur frek- ar en líkamsvöxt. Holdafar er afurð margra þátta sem marg- ir eru ekki undir persónulegri stjórn. Neikvæð umræða um holdugan vöxt er einungis til þess fallin að ala á andúð og ótta við slíkan vöxt.” Þó að Íslendingar séu upplýstir um hollt mataræði og mikilvægi hreyfingar er það samt sem áður staðreynd að þjóðin þyngist. Í samtali Hugrúnar Sigurjónsdóttur við Sigrúnu Daníelsdóttur sál- fræðing kom fram að áróður gegn ofþyngd sé of mikill og að svo virðist sem ákveðinn heilsufas- ismi ráði ríkjum í þjóðfélaginu. SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR SÁL- FRÆÐINGUR „Við gleymum því að heilsufar hefur almennt farið batnandi hér á landi og lífslíkur aukist.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.