Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 59
LAUGARDAGUR 22. júlí 2006 39
menning@frettabladid.is
!
21. júlí – fös kl. 20 – Uppselt
27. júlí – fi m kl. 20 – laus sæti
28. júlí – fös kl. 20 – laus sæti
17. ágúst – fi m kl. 20 – laus sæti
18. ágúst – fös kl. 20 – laus sæti
Föstudag 21. júlí kl. 20 uppselt
Laugardag 22. júlí kl. 20 uppselt
Sunnudag 23. júlí kl. 15 aukasýning
Sunnudag 23. júlí kl. 20 uppselt
Föstudag 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus
Laugardag 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus
Sunnudag 30 júlí kl 15 aukasýning
Sunnudag 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus
Föstudagur 4. ágúst kl. 20
Laugardagur 5. ágúst kl 20
Sunnudagur 6. ágúst kl. 15
Sunnudag 6. ágúst kl. 20
Laugardagur 19. ágúst kl 20
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði
kr. 4300 - 4800.-
Myndlistarmaðurinn Hall-
dór Ásgeirsson hefur fengið
til liðs við sig rúmlega
fjörutíu hestamenn sem á
morgun munu fullkomna
myndverk hans sem sett
verður upp í tengslum við
Skálholtshátíð.
Verkefnið er búið að eiga sér tals-
verðan aðdraganda en Halldór
útskýrir að hann hafi snemma séð
fyrir sér hópreið hestamanna með
fána þegar hann var beðinn um að
skipuleggja myndlistarverk í
tengslum við Skálholtshátíð. „Þetta
er eins konar samblanda af samúr-
æja- og víkingasýnum,“ segir hann
sposkur en Halldór hefur starfað
mikið í Japan og kveðst vera „jójó
milli þessara tveggja eyja“.
Nú fara menn um héruð í upp-
sveitum Árnessýslu og leita að
fleiri hrossum því fjörutíu og fjög-
ur þarf til þess að bera jafnmarga
fána sem Halldór hefur hannað af
þessu tilefni. „Fánarnir eru í lík-
amsstærð og verða festir á þriggja
metra langar álstangir sem hesta-
mennirnir bera en verður síðan
komið fyrir í fánaborg fyrir neðan
kirkjuna.“ Talan fjörutíu og fjórir
vísar síðan til biskupanna sem
verið hafa í Skálholti.
Verkið hefst á gjörningnum kl.
13 á morgun þar sem hestamenn-
irnir fjörutíu og fjórir koma ríð-
andi að Skálholti með fánana við
trumbuundirleik. „Ég sá fyrir mér
japanskar trumbur, þessar risa-
vöxnu parabólur sem Steintryggur
notar og fékk þá til liðs við mig.
Þeir munu byrja að berja
trumburnar sem verða undanfari
hófadynsins og þegar hestareiðin
færist nær draga þeir úr sínum
hljóðum. Við verðum líka að passa
upp á að fæla ekki hestana.“
Halldór hefur verið að safna
myndefni á fánana og leitar víða
fanga. „Ég sæki í Íslandssöguna,
gömul tákn og skjaldarmekri, kristi-
leg og trúarleg tákn en einnig mín
eigin tákn og teikningar. Einn fán-
inn verður síðan með skjaldar-
merkjum nútímans - vörumerkj-
um,“ segir Halldór og vísar til fána
sem verður skreyttur Bónussvíninu
og hinu fræga Morgunblaðs „M-i“.
Hópreiðin verður án efa mjög
tilkomumikil en listamaðurinn
vonast vitanlega til þess að veður-
guðirnir verði til friðs. „Hesta-
mennirnir munu síðan stoppa
fyrir neðan kirkjuna þar sem
Gunnar Eyjólfsson mun lesa
Ísleifs þátt úr biskupasögunum og
síðan gengur fólk til messu inn í
kirkjunni en á meðan kem ég fán-
unum fyrir í fánaborg fyrir eðan
kirkjuna sem blasir við þegar
kirkjugestir koma út.“ Fánaborgin
mun síðan standa fram í ágúst-
mánuð svo aðrir Skálholtsgestir
geta einnig barið hana augum.
Halldór hefur í nógu að snúast
því hann á einnig óvenjulegt verk
á sumarsýningunni „Hin blíðu
hraun“ í Hafnarborg þar sem hann
glímir við óvenjulegan klump úr
vikursteini sem hann umbreytir
sjálfur með hjálp logsuðutækis.
Mannhæðarhár múraður stein-
kassi býður hans í Hafnarfirðin-
um en honum ætlar Halldór að
breyta í gljáandi glerung og er
kominn nokkuð áleiðis. „Ég þarf
kannski að huga að stórvirkari
tækjum,“ segir hann bjartsýnn.
Áhugasamir geta séð listamann-
inn að störfum á laugardögum í
ágústmánuði. kristrun@frettabladid.is
Fánar, trumbur
og fjölmenn reið
RÚMLEGA FJÖRUTÍU REIÐMENN BERA FJÖLSKRÚÐUGA FÁNA Tilkomumikið sjónarspil á
Skálholtshátíð á morgun. MYND/HALLDÓR ÁSGEIRSSON
Sýningunni sem hönnunartvíeykið
Stígvél stendur fyrir í Gallerí Gyllin-
æð. Í sumar hefur Stígvél rannsakað
íslenska menningu og á sýningunni
má sjá afrakstur þeirrar vinnu sem
birtist í tilraunkenndum uppákom-
um Sýningin var opnuð í gærkvöldi
klukkan 20 en opið er helgina 22-23
júlí frá 10-18.
Innsetningarverk Hreins Friðfinnson-
ar, Sögubrot og Myndir. Léttleikinn
ræður ríkjum í verkum Hreins og er
yfir þeim ljóðrænn blær. Sýningin
á verkum hans stendur yrir í gallerí
Suðsuðvestur í Reykjanesbæ en
opið er fimmtudag og föstudaga frá
klukkan 16-18 og um helgar frá 14-17.
Sýningin stendur til 20, ágúst. Nánari
upplýsingar um sýninguna má finna á
vefsíðunni www.sudvestur.is
> Ekki missa af...
Í kvöld frumsýnir leik-
hópurinn Benóný Bender
Abroad leikritið Páll
Heimir, ekki Jesúbarnið
í Sjómannasafni Íslands
við Grandagarða. Leikritið
er eftir tvo unga höfunda
sem hér þreyta frumraun
sína á því sviði, Sigurður
Unnar Birgisson og
Tyrfingur Tyrfingsson eru
á tvítugsaldri og hafa
samið verk sem hinn
síðarnefndi lýsir sem
„póstmilleniumrúnki“
en Tyrfingur er jafnframt
leikstjóri sýningarinnar.
„Verkið fjallar um Pál Heimi sem ákveður að hengja
sig. Hann er andlega dauður og kennir áhorfendun-
um um það og smásálinni líka. Smásálarhátturinn
getur drepið, ef einhver er umkringdur svo erfiðu
og leiðinlegu fólki
getur það hreinlega
drepið mann.
Svo Páll Heimir
ákveður að drepa
sig líkamlega líka.“
Í verkinu eru síðan
sagðar litlar sögur
af fyrrgreindum
Páli út frá nokkrum
sjónarhornum.
Tyrfingur útskýrir
að aðstandendur
sýningarinnar séu
allir „fyrrverandi,
núverandi og verð-
andi MH-ingar“. Um tónlistina sjá Högni Egilsson og
Guðmundur Óskar úr hljómsveitinni Hjartalín.
Fyrirhugaðar eru fimm sýningar á verkinu, hin fyrsta
í kvöld kl. 20 og síðan ein á hverju kvöldi fram á
miðvikudag.
Smásálarhátturinn drepur
KL. 21.00
Leiksýningin Penetreitor eftir
Anthony Neilson hefur fengið
góðar viðtökur og lof gagnrýnenda.
Næstu sýningar eru í kvöld klukk-
an 21 og á sama tíma á sunnu-
dagskvöldið.
Kr. 1100 fyrir fullorðna
Ferjugjald, vaffla
og kaffi/kakó
Kr. 600 fyrir börn
Ferjugjald, vaffla
og safi
Nánari
upplýsingar
www.videy.com
533 5055
Vöfflur og
Viðey
Uppgötvaðu Viðey
Kaffisala
kl. 13 – 17
Takmarkaður sýningafjöldi,
síðasta sýning í bili.
Sunnudagur 23. júlí kl. 22.00
Á Seyðisfirði
17. – 23. júlí 2006
Laugardaginn 22. júlí frá kl. 13:00
Uppskeruhátíð, Hljómsveitirnar:
Fræ, Sometime, Ampop, Biggi
Orchestra, Jeff Who?, Ghostigital, Miri,
The Foreign Monkeys, Tony The Pony,
Benny Cresbo's Gang, og ball með
Todmobile. Sjá www.lunga.is
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6