Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 60
 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR40 utlit@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS skeytið JA VOF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Aðavinningur er: PlayStation 2 tölva, tveir bíómiðar og Over the Hedge leikurinn! Aukavinningar eru: Bíómiðar fyrir tvo Over the Hedge tölvuleikur DVD myndir · Tölvuleikir · Varningur tengdur myndinni og margt fleira! > Við mælum með ...bikinitoppum. Það er hægt að nota bikinitoppa til annars en bara á ströndinni eða í sundlauginni. Flott er að vera í bikinitopp innan undir bolum og kjólum. Marglitur toppur setur skemmtilegan svip á einlitan bol. Spáir þú mikið í tískuna? Já, mér þykir gaman að fylgjast með tískunni. Ég dáist að fallegum og skemmtilegum hlutum. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er fjölbreyttur og fer alveg eftir stað, stund og skapi. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki: Ég fylgist helst með íslenskum fata- hönnuðum og japönskum. Á annars engan uppáhalds. Flottustu litirnir: Grænn, fjólublár og allir hinir... Hverju ertu veikust fyrir? Kjólum, skóm og fallegum efnum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Tvo kjóla í Gyllta kettinum á verði eins! Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Allir fallegu litirnir; hún er kvenleg, mjög fjölbreytt og frjálsleg. Einnig gaman að sjá hvernig öll tímabil tískusögunnar fá að njóta sín. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Er búin að vera dugleg að bæta á mig sólgleraugum, kjólum og fleira sumardóti. Er á leiðinni til Flórída og mun líklega koma heim með bikiní, sandala og annað sumardót fyrir veturinn. Uppáhaldsverslun: Að sjálfsögðu Gyllti kötturinn. Er ekki mjög dugleg að fara í búðir en kíki þó reglulega í Kolaportið, Kron Kron, Nakta apann og Rauða kross búðina. Hvað eyðir þú miklum pening- um í föt á mánuði? Er svo heppinn að fá fatapen- ing í vinnunni svo umfram það eyði ég ekki miklu, fer frekar til útlanda og missi mig þar. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Gallabuxur, striga- skór og hettupeysa eru alltaf möst. Uppáhaldsflík: Blúndu prinsessu- kjóll sem ég fékk í Gyllta kettinum, svo góður andi yfir honum. Greinilega einhver skvísa sem hefur átt hann. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Langar til Tókýó og Berlínar, annars finnur maður alltaf eitthvað skemtilegt í útlönd- um. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér: Það myndu vera bronslitaðar buxur sem ég keypti í 17. Þær hafa flækst með í Kolaportið og ég hef reynt að selja þær þar en enginn vill kaupa þær. SMEKKURINN MINN: JÓNA ELÍSABET OTTESEN VERSLUNARSTJÓRI Í GYLLTA KETTINUM Dáist að skemmtilegum hlutum og langar mest til Tókýó Þ á er loksins komið sumar. Manni líður pínulítið eins og kálfunum sem er hleypt út á vorin nú þegar sólin er farin að skína. Sumarkjólarnir eru komnir í notkun og litagleðin tekur völdin. Eftir örlítið gráan og svartan vetur er loksins kominn tími til að missa sig í litagleðinni. Lita- val manns endurspeglar skapið og því er um að gera að klæðast heiðgulu og bleiku bara til að fá bros á vör. Undangengin sumur hafa verið einhverjir tveir eða þrír litir algjör- lega ríkjandi. Hver man ekki eftir neonlitaæðinu þegar maður var í app- elsínugulum skóm og bol í stíl fyrir nokkr- um árum síðan? Hræðilegt, og búð- irnar voru svo lita- glaðar að maður fékk ofbirtu í augum þegar maður labbaði inn. Nú er öldin önnur ef marka má tískubúð- irnar, hvítur er einn af aðallitum sum- arsins. Með honum fylgja síðan allir grænir tónar, ferskjulitaður, bleik- ur og heiðblár. En eins og tískan er núna þá er algjört frjálsræði og það sama gildir í lit- unum. Það er enginn einn litur meira í tísku en aðrir og höfuð- máli skiptir að blanda litunum rétt saman. Allt er leyfilegt. Njótið þess. Bleikur og rauð- ur er flott sam- setning og gull og silfur saman er geggjað. alfrun@frettablaðið.is ELEY KISHIMOTO Þetta merki er þekkt fyrir mikla litagleði í hönnun sinni og flottar samsetningar. ALLIR LITIR Frábært dress frá Moschino þar sem er að finna alla regnbogans liti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES LITAGLÖÐ Stílistinn Anna Piaggi er þekkt í tískuheiminum fyrir frumlegar og skemmti- legar litablömdur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Ég ákvað að taka ærlega til í fataskápnum mínum um daginn. Ástæðan fyrir þessu leiðindaverki var að til stendur að selja gömlu fataleppana á ónefndum markaði niðri í bæ. Vinkonur mínar ýttu mér út í það enda er ég ein af þeim sem vilja frekar geyma en að henda eða gefa. Ég hef nefnilega oft skammað mömmu mína fyrir að henda eða gefa flott föt sem ég sé og girnist á gömlum myndum sem myndu vera rosalega tískuleg í dag. Tískan fer í hringi og ég vil ekki gera sömu mistök og mamma og henda öllum fötunum mínum sem gætu glatt afkomendur mína seinna meir. Mjög mikill hluti af launum mínum í gegnum tíðina hefur nefnilega farið í þessar tusk- ur og því betra að geta selt þær fyrir smápening í stað þess að liggja á þessu eins og ormur á gulli. Ég viðurkenni að það þurfti samt að tala mig til. Ég komst að því að maður hefur gott af því taka fötin sín í gegn. Þá er hægt að fara alveg niður í saumana á fatakaupum sínum. Ég fékk öll mistökin beint í hausinn meðan á þessu stóð. Ég fann meira að segja slatta af fötum sem eru ennþá með verðmiðanum á og föt sem ég hef keypt í fjótfærni bara til að svala kaupþörfum þann dag- inn og hafa ekki verið notuð nema einu sinni. Skrýtið hvað maður er góður í að tala sjálfan sig til í innkaupaferðum. Maður kann svo vel inn á sjálfan sig að það tekur ekki langan tíma að sannfærast um ágæti tiltekinnar vöru og þá stundina er maður alveg handviss um að hún sé ómissandi. Það eru örugglega margir sem kannast við það að væla um fataleysi þegar verið er að fara út á lífið. Tiltekt í fata- skápum er góð leið til að lækna þann slæma ávana. Það er gott að sjá það svona svart á hvítu. Og jú, ég ætla að reyna að hemja mig í næstu innkaupaferð því þessi tiltekt reyndist vera hin besta nafla- Fatatiltekt FERSKJULITAÐUR Litaðar gallabuxur eru svakalega mikið í tísku þessa dagana. Þessar fást í Centrum. PILS Flott heiðgrænt pils frá Spúttnikk. Allir regnbogans litir HÁIR HÆLAR Flottir grænir lakkskór frá Shoe Studio. SÆTUR Hentugur marglitur kjóll frá Gallerí sautján. TASKA Flott appelsínugul taska frá versluninni Karen Millen. KJÓLL Flottur sumarkjóll frá Spúttn- ikk þar sem bleikur og blár eru ríkjandi. FLIPPAÐAR Marglitar leggings sem eru hressandi í sólinni. Fást í Spúttnikk. TÁTILJUR Glæsilegir sumarskór frá Retró í Kringlunni. SUMARSKÓR Flottir skór frá Spúttnikk. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BLEIK Flott bleik hettupeysa frá Gallerí Sautján. Skemmtileg á svölum sumarkvöldum. SKÆRGRÆN Falleg prjónuð hettupeysa frá Centrum í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.