Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 62

Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 62
 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR42 V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS skeytið JA VOF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Aðavinningur er: PlayStation 2 tölva, tveir bíómiðar og Over the Hedge leikurinn! Aukavinningar eru: Bíómiðar fyrir tvo Over the Hedge tölvuleikur DVD myndir · Tölvuleikir · Varningur tengdur myndinni og margt fleira! Benicassim er án efa sú hátíð sem ég var hvað spenntastur fyrir þegar ég lagði í þetta ferðalag. Þarna spila stórar sveitir sem ég er reyndar nú þegar búinn að sjá og því er ég lang spenntastur fyrir minni spámönnunum, enda eru þeir oftast það sem stendur upp úr. Walk- men, Mojave 3, The Organ, Lou Barlow, 12twelve, Howie Gelb, Art Brut, Yann Tiersen og fleiri eru eitthvað til þess að hlakka til. Verst samt að þessi hátíð skuli vera sú seinasta í röðinni þar sem ég er orðinn pínu þreyttur á því að þeytast um Evrópu þvera og endilanga. Að sofa í tjaldi allar helgar, burðast með tuttugu kíló á bakinu á sér dag hvern og hanga í lestum meirihluta vikunnar er ekkert sem maður hefur beint hrikalega gaman af viku eftir viku. Ég er þó langt frá því búinn að leggja árar í bát, nei nei nei. Ég á örugglega eftir að skemmta mér vel á ströndinni í Benicassim. Líkaminn er að mörgu leyti búinn að laga sig að þessum erfiðu lífsskilyrðum. Ég gæti til dæmis léttilega gengið yfir miðhálendið berfættur. Hef verið í sama skóparinu alla ferðina, sem ég keypti í Gyllta kettinum vikuna áður en ég fór út. Núna mega þeir hins vegar muna sinn fífil fegurri. Núna eru samtals fimm vegleg göt á skónum, þar á meðal er botninn byrjaður að rifna af þeim vinstri en sigginu undir iljunum er skítsama um það. Einn Kani sem ég kynntist hérna úti sagði að skórnir litu út fyrir að hafa gengið í gegnum stríð. Kannski ekki fjarri lagi þar sem tónleika- hátíðir líta oft út fyrir að vera hálfgerður vígvöllur. Ég ætla samt að halda út og ég veit að skórnir gera það líka, þrjóskan er einfaldlega of mikil. Mörg önnur skópör hefðu fyrir löngu verið búin að pakka saman og farin heim. Enn er þó ein hátíð eftir. STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON BLOGGAR FRÁ ROKKFERÐALAGI SÍNU UM EVRÓPU Þrjóskan heldur lífinu í skónum mínum GÖTÓTTIR SKÓR Líta út fyrir að hafa verið í stríði, eftir ferðalag um allar helstu tónlistar- hátíðir í Evrópu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINÞÓR Leikarinn og partídrengurinn Colin Farrell lenti í leiðinlegu atviki í spjallþætti Jay Leno á dög- unum. Farrell var að koma í þátt- inn til að kynna nýjustu mynd sína Miami Vice og á meðan hann spjallaði við Jay Leno ruddist kona upp á svið og byrjaði að blóta honum í sand og ösku. Áhorfendur héldu fyrst að um grín væri að ræða enda einkenn- ast þættirnir af alls kyns uppá- komum. Öryggisverðir náðu að koma konunni út og það síðasta sem hún öskraði var „sjáumst í réttarsalnum“ við Farrell og hann svaraði bara „þú ert galin“. Konan hefur kært Farrell áður fyrir áreiti en ekki hafa komið nein sönnunargögn í ljós sem geta sýnt fram á það. Eftir þáttinn fór Farrell á frumsýningu myndar sinnar umkringdur öryggisvörð- um. Áreittur í Jay Leno COLIN FARRELL Kona ruddist upp á svið í spjallþætti Jay Lenos þar sem hann var gestur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Dansástríðan hverfur aldrei hjá sönnum dansfíklum og nokkrir háskólanemar brugðu á það ráð að stofna dansflokk fyrir nemendur Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Nú er Stúd- entadansflokkurinn skip- aður ellefu dönsurum úr skólunum, níu stelpum og tveimur strákum, en þetta er tímafrekt áhugamál því æft er þrisvar í viku í fjóra tíma í senn yfir sumartím- ann. Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og formaður dansflokks- ins en hún er á þriðja ári í lögfræði í HR. „Ég hef verið í dansi frá því að ég var tíu ára, en þegar ég var komin í háskólann sá ég að það var ekkert fyrir mig í dansinum. Þá kviknaði áhuginn á því að stofna þennan dansflokk,“ segir Margrét Anna. Hún segir að dansararnir í flokknum komi víðsvegar að, flest- ir hafa verið í Listdansskóla Íslands en einnig eru í hópnum fólk úr öðrum ballettskólum og með bakgrunn í fimleikum og samkvæmisdönsum. „Annars er þetta allt mjög duglegt fólk. Þau koma meðal annars úr læknis- fræði, lögfræði, hagfræði, verk- fræði og viðskiptafræði. Aginn í dansinum, meðal annars í List- dansskólanum, hefur nýst manni í Háskólanum við að skipuleggja námið. Dansnámið hefur mótað mann og kennt manni mikið,“ segir Margrét. „Það getur verið svolítið erfitt að æfa svona mikið með vinnu, við æfum yfirleitt frá sex til níu eða tíu á kvöldin. En þetta er rosalega gaman,“ segir Hrefna Ingadóttir, meðlimur Stúdentadansflokksins. Hún kláraði BS í iðnaðarverk- fræði í HÍ í vor og hún vinnur nú á eignastýringasviði Landsbankans, en með fullu starfi og dansinum ætlar hún að fara í verðbréfamiðl- un í HR í haust. „Þetta datt svolítið niður í kringum prófin en í sumar tökum við þetta með hörkunni. Þetta er allt mjög metnaðargjarnt fólk,“ segir Hrefna. Hrefna var í Listdansskólanum til sextán ára aldurs og fór þá að kenna í skólan- um og hefur gert það undanfarin ár. Stúdentadansflokkurinn byrj- aði sem samstarfsverkefni skól- anna tveggja en þeir gefa dans- hópnum smá styrk fyrir grunnkostnaði. Helena Jónsdóttir, dansari og danshöfundur, er list- dansstjóri dansflokksins. Inn- gönguskilyrðið er að fólk sé í háskólunum en fjögurra tíma inn- tökuprufur voru haldnar í janúar og mun færri komust inn í flokk- inn en vildu. „Þegar við héldum prufurnar funndum við að áhug- inn fyrir dansi var talsvert meiri en við höfðum gert okkur vonir um. Til þess að mæta því ætlum við að hafa opna danstíma í vetur fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir formaður Stúdentadansflokksins, en næstu inntökuprufur verða í janúar. rosag@frettabladid.is Dansandi háskólanemar SÝNING Í NÓVEMBER Stúdentaflokkurinn vinnur nú að verki sem sýnt verður í nóvember. Á ÆFINGU Upphitunin er ýmist æfingar í djassdansi eða klassískum ballett, en einnig vinnur hópurinn mikið með spuna. MARGRÉT ANNA EINARSDÓTTIR Margrét er lögfræðinemi í HR og stofnandi flokksins. VERKFRÆÐINGUR OG DANSARI „Þetta er frábært tækifæri, það er svo lítið að gerast fyrir svona „útrunna“ dansara, fólk sem hefur hætt í dansnáminu og er í öðru háskólanámi,“ segir Hrefna Ingadóttir, sem kláraði BS í verkfræði í vor.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.