Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 67
LAUGARDAGUR 22. júlí 2006 47 G O T T F Ó LK M cC A N N FÓTBOLTI Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gerir sér vissulega grein fyrir því að allir leikmenn vilja fá að spila sem mest. Það er ekki auð- velt að komast í stjörnum prýtt Chelsea-liðið, hvað þá eftir komu manna á borð við Michael Ballack og Andriy Shevchenko. Mourinho ætlaði sér alltaf að hafa tvo heimsklassamenn í hverri stöðu og er nálægt því að hafa þann mikla kost en nú þegar er Eiður Smári Guðjohnsen farinn auk Damien Duff og Asier Del Horno, að öllum líkindum. „Sann- leikurinn er sá að þegar maður er með jafn marga háklassaleikmenn og við höfum finnst leikmönnum það erfitt þar sem allir vilja spila,“ sagði Mourinho. „Til þess að takast á við þetta munum við hafa minna lið þar sem allir fá að spila sína leiki. Á þann hátt getum við haldið öllum ánægð- um hjá Chelsea og ungir leikmenn þurfa ekki að óttast að koma til okkar og fá ekki að spila. Ég vil hafa fjölhæfa leikmenn í mínu liði, þetta er tuttugu manna lið en með fleiri möguleika fyrir hverja stöðu,“ sagði Mourinho. - hþh Jose Mourinho: Tilbúinn að minnka hópinn MOURINHO Segist aðeins ætla að kaupa einn mann til viðbótar í sumar, líklega vinstri bakvörð. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Evrópumeistarar Barce- lona hafa fengið til sín tvo sterka leikmenn frá Juventus, bak- verðina Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram. Báðir léku þeir vel á nýafstöðnu heimsmeistara- móti og voru valdir í úrvalslið mótsins. Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, var ánægður með að klófesta leikmennina frá Juventus. „Þeir eru báðir frábærir leik- menn og koma ekki bara með leikni og aukin gæði inn í liðið heldur líka mikilvæga reynslu. Þeir munu leika lykilhlutverk hjá okkur,“ sagði Rijkaard en kaup- verðið er talið nema 13,7 milljón- um punda fyrir þá báða. - hþh Barcelona: Fær Zambrotta og Thuram ZAMBROTTA Varð heimsmeistari með Ítölum í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP GOLF Bandaríkjamanninum Tiger Woods gengur vel að verja titil sinn á opna Breska meistaramót- inu í golfi sem leikið er á Hoylake- vellinum í Englandi. Woods var í öðru sæti ásamt fjórum öðrum eftir fyrsta keppnisdaginn en gerði sér lítið fyrir í gær og sló vallarmetið þegar hann endaði á 65 höggum. Ernie Els gerði reynd- ar slíkt hið sama en hann er í öðru sætinu, aðeins höggi á eftir Woods. Hann átti högg dagsins á 14. holu vallarins þegar hann lenti í miklum ógöngum eftir upphafs- högg sitt en setti boltinn á ótrúleg- an hátt ofan í holuna í öðru höggi og fékk þar með örn. „Ég setti niður nokkur svakaleg pútt og fjórtánda holan hjálpaði mikið til, augljóslega. Ég sá ekki flaggið þaðan sem ég stóð og ætlaði bara að halda boltanum beinum á móti vindinum. Ég ætlaði bara að setja boltann á flötina og ná fjórum en það var bónus að fá hana á tveim- ur,“ sagði Woods. Graeme McDowell, sem var í forystu eftir fyrsta hringinn, slakaði á klónni og endaði hring- inn á einu höggi yfir pari. „Von- andi er Tiger ekki of langt á undan mér og ég vona að ég nái að kom- ast aftur á meðal efstu manna. Pressan er farin af mér og nú get ég virkilega notið þess að spila,“ sagði McDowell, sem virkaði stressaður í gær en þriðji hringur- inn verður leikinn í dag. - hþh Spennan magnast enn á opna Breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Hoylake-vellinum í Liverpool: Tiger Woods sýndi allar sínar bestu hliðar WOODS Bíður eftir að kúlan renni ofan í holuna til að fagna. NORDICPHOTOSGETTY IMAGES FÓTBOLTI Þrátt fyrir að AC Milan hafi þvertekið fyrir það að Kaka sé til sölu segja fjölmiðlar á Spáni að Real Madrid sé að undirbúa risaboð í brasilíska miðjumann- inn. Real er tilbúið að bjóða Kaka sjö ára samning, sem yrði nærri sjö milljón punda virði fyrir hvert tímabil. Talið er að Real muni freista AC Milan með fjörutíu milljón punda gylliboði sem félagið ætti erfitt með að neita. AC Milan tekur ekki þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þarf að hafa sig alla við til að komast í keppnina á næsta ári eftir að fimmtán stig voru tekin af félaginu fyrir aðild þess í Ítalíuhneykslinu. - hþh Real Madrid: Með risaboð í Kaka?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.