Fréttablaðið - 22.07.2006, Page 70
22. júlí 2006 LAUGARDAGUR50
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 David Cameron.
2 Hoylake-vellinum við Liverpool.
3 Grímur Atlason.
opið alla laugardaga 11-14
Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA,
VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA
Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður
saltfi skur, skötuselur og keila.
LÁRÉTT
2 glata 6 hætta 8 tæki 9 struns 11 tveir
eins 12 skopleikrit 14 hrææta 16 skóli
17 hækkar 18 drulla 20 tveir eins 21
traðkaði.
LÓÐRÉTT
1 þræðir í vefnaði 3 bardagi 4 stjórnmál
5 einkar 7 frammistaða 10 knæpa 13 haf
15 sót 16 flík 19 holskrúfa.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 tapa, 6 vá, 8 tól, 9 ark, 11 ll, 12
farsi, 14 náæta, 16 fg, 17 rís, 18 aur, 20 kk,
21 tróð.
LÓÐRÉTT: 1 ívaf, 3 at, 4 pólitík, 5 all, 7
árangur, 10 krá, 13 sær, 15 aska, 16 fat,
19 ró.
HRÓSIÐ
... fá hjónin Bogi í Bogarúllum og
Narumon sem reka hinn frábæra
veitingastað Hliðið úti á Álfta-
nesi.
Þjóðhátíðarlagið verður frumflutt
kl. 11 í dag á útvarpsstöðinni
Bylgjunni. Lagið heitir „Ástfang-
in af þér“ og er lag og texti eftir
Magnús Eiríksson. Flytjandi lags-
ins er ung söngkona sem
heitir Hrund Ósk Árnadótt-
ir en hún hefur einna helst
unnið sér það til frægðar
að hafa unnið söngva-
keppni framhaldsskólanna
árið 2005 fyrir
Menntaskólann í
Reykjavík.
Útsetningin
er eftir
Mattías
Stefáns-
son,
sem
spilar á öll hljóðfæri í laginu ef frá
eru taldar trommurnar en á þær
spilar sonur Magnúsar Eiríksson-
ar lagahöfundar. Sagt er að lagið
sé ekki týpískt þjóðhátíðarlag
heldur er það með tyrknesku yfir-
bragði.
- snæ
Maggi Eiríks með Þjóðhátíðarlagið
UNG OG EFNILEG Hrund Ósk Árnadóttir
syngur þjóðhátíðarlagið í ár.
FRUM-
FLUTT Í
DAG
Þjóð-
hátíðarlagið
2006 verður
frumflutt á
Bylgjunni kl. 11
í dag en það er
Maggi Eiríks sem
á bæði lagið og
textann.
Magni Ásgeirsson hefur heldur
betur slegið í gegn í sjón-
varpsþættinum Rock Star:
Supernova sem sýndir eru á
Skjá einum í beinni útsend-
ingu. Fáir hafa sennilega
búist við því að sveita-
strákurinn frá Borgar-
firði eystri myndi ná
langt en Magni hefur
hins vegar skellt
skollaeyrum við öllum
gagnrýnisröddum og
neikvæðni og verið
þjóð sinni til sóma á
sviðinu í Los Angel-
es.
Aðdáendur þáttar-
ins halda úti heima-
síðunni www.
supernovafans.com þar sem
gestum býðst að taka þátt í könn-
un um hver þyki líklegastur til
að hreppa hnossið og verða
söngvari rokksveitarinnar
Supernova sem er skipuð
þeim Tommy Lee úr Möt-
ley Crüe, Jason Newsted
úr Metallicu og Gilby
Clarke úr Guns N‘
Roses. Magni hefur
undanfarnar vikur
vermt þriðja og annað
sætið en Lukas Rossi
hefur yfirleitt borið höfuð og
herðar yfir andstæðinga sína. Í
gær varð hins vegar gjörbreyt-
ing á - Magni var kominn í lang-
efsta sætið með rúmlega sjötíu
prósent atkvæða. Líklega hefur
flutningur Magna á Plush eftir
Stone Temple Pilots ráðið mestu
um þann atkvæðafjölda sem
hann hlýtur í þessari viku en
hljómsveitameðlimirnir í
Supernova héldu vart vatni yfir
frammistöðu íslenska söngvar-
ans og var hann beðinn um að
endurtaka flutninginn í atkvæða-
þættinum sem sýndur var
aðfaranótt fimmtudags. Sú sem
kemur næst Magna er Dilana
Robichaux með rúm sextán pró-
sent. - fgg
Magni slær öllum við í Rock Star
SUPERNOVA Stóðu upp fyrir Magna eftir
flutning hans á þriðjudagsnóttinni og báðu
hann um að endurtaka leikinn kvöldið eftir.
FRAMAR ÖLLUM VONUM
Væntanlega hafa ekki margir
gert sér vonir um að Magni
yrði langlífur í Rockstar-þátt-
unum en hann hefur vaxið
með hverri raun.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Talsverða athygli vakti þegar Fréttablaðið
birti í vikunni frétt
um Jónu Einarsdótt-
ur hjúkrunarfræðing
sem tekur að sér
að passa ketti fyrir
fólk meðan það
fer í sumarfrí.
Auðunn Bragi
Sveinsson katta-
vinur hreifst
mjög af framtaki
Jónu og segir
hana eiga
þakkir skildar
fyrir. Auðunn
lét eftirfarandi
vísu fylgja með:
Kærleiksrík er hún, kona þessi,
hún köttum þjónar af hreinni dyggð.
Og hennar þjónustu Herrann blessi
og henni launi sanna tryggð.
Það er alltaf nóg um að vera í Latabæ Magnúsar Scheving og hans fólks.
Upptökur standa enn yfir á annarri
þáttaröðinni og sögusagnir hafa verið
á kreiki um að
kvikmynd
verði gerð
innan tíðar.
Undanfarið
hefur nokkuð
verið um erlendar
heimsóknir á tökustað
Latabæjar og þykir
það til vitnis um að
eitthvað stórt sé í
bígerð. Þannig lak það
út um daginn að bróðir
leikarans kunna Danny
Devito hefði heimsótt
Latabæ. Nafn bróðurins
fylgdi ekki sögunni, né
heldur hvert erindi hans var
nákvæmlega.
Magnús Scheving og aðrir stjórn-endur Latabæjar hafa alls ekki
verið sáttir við að íslenskir fjölmiðlar
skuli birta fréttir um það sem fram
fer á tökustaðnum og starfsfólk hefur
fengið þau skilaboð að ræða ekki við
fjölmiðla. Fjölmiðlabannið var svo stað-
fest endanlega fyrir skemmstu þegar
spjald var hengt uppi í matsalnum á
tökustaðnum með þessum einörðu
fyrirskipunum. - hdm
Fjölskylduhefðir eru af ýmsum
toga en bræðurnir Ægir og Gísli
Eysteinssynir fara ótroðnar slóðir.
Í kvöld halda þeir stórt og mikið
Viðeyjarpartí fyrir vini og vanda-
menn sjötta árið í röð. „Fjölskylda
okkar hefur rekið Viðeyjarferjuna
undanfarin þrettán ár. Eitt sumar-
ið datt okkur bræðrum í hug að
halda gott partí í Viðey fyrir vinina
og það tókst svo vel að ákveðið var
að halda því áfram,“ segir Ægir
Þór Eysteinsson, sem er elstur
þeirra bræðra. Í fyrsta partíið
mættu ríflega sextíu manns en síð-
ustu tvö ár hafa vel yfir tvö hundr-
uð manns látið sjá sig. „Þegar við
vorum farnir að sjá alls konar
jeppa og gospabba í partíinu sem
við könnuðumst ekkert við ákváð-
um við að tímabært væri að fara að
minnka við okkur aftur. Þess vegna
ætlum við að vera strangir í ár og
hleypa bara æskilegum aðilum í
teitið. Við búumst við svona 150
velvöldum hausum í það heila,“
segir Ægir Þór.
Vatnaskil verða í sögu Viðeyjar-
partísins í ár því Ægir býst við að
draga sig í hlé frá partíundirbún-
inginum fljótlega og að yngsti
bróðirinn muni þá taka við kyndl-
inum. „Það er farið að slá í kallinn,
maður er að verða þrítugur á
næsta ári og svona. En Yngvi Þórir,
sem er átján ára, kemur þá bara
sterkur inn. Vinir Gísla geta hugs-
að sér gott til glóðarinnar þá,“
segir Ægir Þór, og á þá við mið-
bróðurinn sem er 25 ára. „Það
hefur reyndar ekki verið vanda-
mál fyrir skonsur að fá aðgang í
partíið í gegnum tíðina,“ segir
hann og brosir.
Partíin eru haldin í Viðeyjar-
naustinu í eyjunni og hefur stemn-
ingin verið með eindæmum góð í
gegnum árin að sögn þeirra
bræðra. „Til að hafa þetta sem ein-
faldast höfum við boðið upp á
skemmtilega rokktónlist en fólkið
hefur sjálft komið með djús,“ segir
Ægir. Hefð er fyrir því að teitið sé
haldið síðustu vikuna fyrir versl-
unarmannahelgi en í ár var brugð-
ið út af þeirri venju. „Vegna opin-
berar heimsóknar Andy Kadlec,
hins bandaríska og tilfinningaríka
vinar okkar, til landsins, var ákveð-
ið að flýta partíinu um viku svo
hann geti faðmað kollega sína og
vini í Viðey.“
rosag@frettabladid.is
ÆGIR, GÍSLI OG YNGVI EYSTEINSSYNIR: HALDA SJÖTTA VIÐEYJARPARTÍIÐ
Fjölskylduhefð
að halda partí í Viðey
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
ÆGIR OG GÍSLI EYSTEINSSYNIR Bræðurnir
standa að Viðeyjarpartíinu víðfræga, en á
myndina vantar yngsta bróðurinn, Yngva, sem
mun eflaust halda í hefðina næstu árin.