Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 56

Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 56
28 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is KR mætir ÍBV í kvöld Átta liða úrslit VISA-bikars karla klárast í kvöld þegar ÍBV mætir KR í Frostaskjól- inu. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en ÍBV vann KR í leik liðanna í Landsbanka- deild karla fyrr í sumar 2-0 á heimavelli sínum í Vestmannaeyjum. > Ólík hlutskipti landsliðanna Íslensku ungmennalandsliðið í körfubolta stóðu í ströngu í gær á Evrópumótum piltalandsliða. 20 ára lið Íslands tapaði illa fyrir Svíum í lokaleik sínum í mótinu með 36 stiga mun, 101-65. Ísland endaði þar með í tólfta sæti á mótinu sem fór fram í Portúgal en Alexander Dungal var stigahæstur í gær með fjórtán stig. 18 ára liðið gerði þó góða hluti á móti sínu í A-deild í Grikklandi þar sem það vann Slóvena 83-65 í gær en leikur gegn Ísrael í dag. Hörður Axel Vilhjálmsson fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, Hjört- ur Einarsson skoraði 13, Þröstur Jóhannsson 12 og Brynjar Björns- son 11. GOLF Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson átti skelfileg- an lokadag á Man No mótinu í Austurríki sem er hluti af áskor- endamótaröðinni. Birgir var í frábærri stöðu fyrir gærdaginn en hann hafði leikið vel fyrstu þrjá dagana og var ásamt þrem- ur öðrum kylfingum í þriðja sæti áður en leikur hans fór algjör- lega út um þúfur. Birgir gerði hver mistökin á fætur öðrum í gær og slæm byrj- un setti hann út af laginu. Hann fékk skolla og skramba á tveim- ur fyrstu holunum og leiðin lá ekki upp á við eftir það. Hann lauk keppni á fyrri níu holunum á 42 höggum, sjö höggum yfir pari, og þar með var draumur hans um að vera á meðal efstu manna fokinn út um veður og vind. Birgir rétti aðeins úr kútnum á seinni hringnum sem hann lék á einu höggi yfir pari en hann fékk tvo skolla, á 13. og 14. holu, en lagaði stöðuna með fugli á 16. holu vallarins. Hann lauk hringn- um því á átta höggum yfir pari og mótinu á tveimur höggum undir pari. Það dugði honum skammt en hann var ásamt fimm öðrum kylfingum í 49. sæti móts- ins. Spánverjinn Rafael Cabrera Bello sigraði á mótinu en hann lék á sextán höggum undir pari. Besti árangur Birgis Leifs á mótaröðinni í ár er fjórtánda sæti sem hann náði á móti í Skot- landi. Sem stendur er hann í 105. sæti á styrkleikalista áskorenda- mótaraðarinnar en mun væntan- lega hífa sig upp um nokkur sæti eftir mótið í vikunni. Birgir hefur hæst verið í sæti 85 á listanum. Fimmtán efstu kylfingar á styrkleikalistanum í lok mótar- aðarinnar fá keppnisrétt á Evr- ópumótaröðinni og því er að miklu að keppa fyrir Birgi Leif. Auk þess fá aðrir kylfingar sem eru þar rétt á eftir sæti í loka- stigi úrtökumóts sem verður fyrir Evrópumótaröðina. Til þess að komast þangað þarf Birgir að laga leik sinn en greinilegt er að stöðugleika skortir í spila- mennsku hans. Þetta er ekki fyrsta mótið þar sem hann er í góðri stöðu eftir þrjá daga en gloprar niður góðri stöðu á síð- asta deginum. - hþh Birgir Leifur Hafþórsson fór illa að ráði sínu á Áskorendamótaröðinni í Austurríki: Allan stöðugleika vantar í spilið BIRGIR LEIFUR Lék vel á þremur dögum af fjórum á mótinu í Austurríki. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, staðfesti við þýska blað- ið Bild í gær að félagið væri í við- ræðum við hollenska framherjann Ruud van Nistelrooy. Þrátt fyrir það er félagið ekki búið að ná sam- komulagi um kaupverð á fram- herjanum en félag hans, Manchest- er United, er búið að sætta sig við hann sé á förum. „Ruud bað um að fara frá okkur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Ars- enal í fyrra, síðan bað umboðs- maður hans um að hann yrði seld- ur og nú hefur Ruud ítrekað þá ósk sína í bréfi til okkar,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá ætla ég ekki að standa í vegi hans ef hann vill virkilega fara frá okkur. Ég get ekki sagt ykkur af hverju hann vill fara, allt sem ég get sagt er að hann vill fara og við höfum sætt okkur við það.“ - hbg Ruud van Nistelrooy: Í viðræðum við Bayern Á FÖRUM Ruud hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir United. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Brotist var inn á heimili foreldra Waynes Rooney um helg- ina og gripum stolið sem eru í eigu enska landsliðsframherjans. Meðal þess sem var stolið voru enskar landsliðstreyjur og bikar- inn sem hann hlaut fyrir að vera besti ungi leikmaður ensku úrvals- deildarinnar 2002. Almenningur hefur verið beð- inn um að setja sig í samband við lögregluna ef fólki er boðinn varn- ingurinn á netinu eða á kránni sinni. - hbg Innbrot í Liverpool: Stolið af Wayne Rooney RÆNDUR Rooney tapaði derhúfum, treyj- um og öðru í ráninu. FÓTBOLTI Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður Keflavíkur, fer í dag til reynslu hjá danska liðinu Silke- borg. Þar hittir hann fyrir Íslend- ingana Bjarna Ólaf Eiríksson og vin sin úr Keflavík, Hörð Sveins- son sem skoraði einmitt eina mark liðsins í 4-1 tapi gegn FC Kaup- mannahöfn um helgina. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur og faðir Hólmars, sagði við Frétta- blaðið í gær að miðjumaðurinn yrði líklega fram á sunnudag hjá Silkeborg en liðin hafa enn ekkert rætt sín á milli um kaupverð á Hólmari, sem er spenntur fyrir förinni samkvæmt Rúnari. - hþh Hólmar Örn Rúnarsson: Fer til Silke- borg í dag HJÓLREIÐAR Floyd Landis varð í gær þriðji Bandaríkjamaðurinn til að vinna Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, en hann lauk keppni eftir maraþonmótið 57 sek- úndum á undan Oscar Pereiro. Samtals hjólaði Landis á 89 klukku- stundum, 39 mínútum og 30 sek- úndum. Mótið varð loksins spenn- andi eftir glæstan árangur landa Landis, Lance Armstrong, en sá magnaði kappi fór með sigur af hólmi í mótinu sjö ár í röð. Hann tók ekki þátt að þessu sinni og gerði það keppnina enn meira spennandi en sigur Landis var á meðal tæpustu sigra í sögu keppn- innar. - hþh Frakklandshjólreiðarnar: Landis örugg- ur sigurvegari Íslandsmeistarar Fram í handbolta gætu misst tvo leikmenn fyrir næsta tímabil, Úkraínumanninn Sergiy Serenko og Bosníumanninn Samir Avdibegovic sem þeir sömdu við nýverið. Nýjar og hertari reglur hafa verið settar um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir leikmenn sem eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæð- isins. „Við erum búnir að undirbúa okkur og ef þetta fer á versta veg þurfum við klár- lega að styrkja hópinn okkar enn frekar ef þeir koma ekki fyrir næsta tímabil,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, varafor- maður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið í gær. Sergiy er reyndar nánast kominn með atvinnuleyfið en litlar líkur eru á því að fjölskylda hans fái dvalarleyfið. Hann og kona hans eignuðust barn nýverið. Serenko og Avdibegovic eru ekki einu leikmennirnir sem eru í vandræðum með leyfið. Nina Voronina, sem kvenna- lið Fram hefur samið við, er í sömu sporum og líklega Florentina Grecu og Tite Kalandadze hjá Stjörnunni. Vinnu- málastofnun hafa þegar borist nokkrar umsóknir um leyfi fyrir handboltamenn á Íslandi. Um næstu helgi verður dregið í Meistaradeild- inni í handbolta en Framarar verða á meðal liða í pottinum. Ný stúka sem Framarar ætla að fá sér á heima- völl sinn í Safamýrinni er enn ekki komin og líklegt er að tafir verði á afhendingu hennar. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar skoðað Framheimilið og setti nokkrar athugasemdir á húsið, þar á meðal vegna áhorfendaðstöðunnar, en ekki er leyfilegt að selja í stæði heldur einungis í stúku. Auk þess var kvartað yfir perum í ljósum hússins og fjölda auglýsinga á gólfinu. „Það kemur vel til greina að við spilum okkar leiki í Laugardals- höllinni, sérstaklega ef við lendum í riðli með Íslend- ingaliðunum, en þetta verður að koma í ljós. Við viljum spila okkar leiki í Safamýr- inni en því miður er ekki víst að það hafist,“ sagði Hjálmar. ÍSLANDSMEISTARAR FRAM Í HANDBOLTA: GÆTU LENT Í LEIKMANNAVANDRÆÐUM FYRIR TÍMABILIÐ Vandamál með atvinnuleyfi í Safamýri FÓTBOLTI Búist er við því að áfrýj- unardómstóll muni í dag skera úr um hvort dómar ítölsku liðanna fjögurra verða styttir eða ekki. Öll fjögur félögin sem fengu refsing- ar fyrir að vera viðriðin Ítalíu- skandalinn áfrýjuðu dómnum en þau eru Juventus, Lazio og Fior- entina, sem dæmd voru niður í B-deildina, auk AC Milan. „Við teljum að Juventus þurfi að ná því sem nemur 80 stigum, sem jafngildir því að vinna 27 af 34 leikjum, bara til að tóra í Serie B deildinni,“ sagði Cesare Zacc- one, lögfræðingur Juventus, fyrir framan áfrýjunardómstólinn. Hann minnti einnig á að ef refs- ingunni yrði ekki breytt myndi það hafa gríðarleg áhrif á fjár- hagsstöðu félagsins. - hþh Ítalíuskandallinn: Refsingarnar linaðar í dag? ÓSÁTTIR Vieira og félagar í Juve telja dóm- inn harðan. GOLF Tiger Woods varð í gær fyrsti kylfingurinn í sextán ár sem ver titil sinn á opna Breska meistara- mótinu. Tiger var öryggið upp- málað á lokadegi mótsins á Hoylake-vellinum og tapaði aldrei forystunni sem hann hafði fyrir daginn. Tiger hefur unnið öll þau risamót sem hann hefur leitt fyrir lokadaginn. Þetta var þriðji sigur Tigers á þessu elsta risamóti golf- sins. Chris DiMarco varð annar tveim höggum á eftir Tiger og Ernie Els varð þriðji, fimm högg- um á eftir hinum stórkostlega Bandaríkjamanni. DiMarco náði um tíma að minnka muninn í eitt högg en en Tiger svaraði með góðum fuglum og sigurinn var aldrei í hættu eftir það. Þetta var ellefti risatitill Tig- ers en sá fyrsti eftir að hann missti föður sinn. Þá tók Tiger sér frí frá golfiðkun í níu vikur og þegar hann sneri til baka á opna bandaríska meistaramótið var hann heillum horfinn og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrsta sinn á risamóti. Það var allt annað upp á teningnum núna. „Stevie (kylfusveinn Tigers, innsk. blm.) sagði við mig þegar við löbbuðum upp að átjándu flöt- ina að þessi sigur væri fyrir pabba. Í kjölfarið fóru tilfinning- arnar að flæða en þær hafa verið læstar inn í mér,“ sagði Tiger auð- mjúkur en hann hræðist ekki að ræða um tilfinningar sínar. „Ég sakna föður míns svo rosa- lega mikið. Ég vildi að hann hefði verið hérna og orðið vitni að þessu. Ég reyndi að láta hann upp- lifa það í síðasta sinn að sjá mig sigra á Masters en það gekk ekki. Hann naut þess innilega að sjá mig vinna risamót og hann hefði brosað breitt hefði hann verið hér í dag.“ Þakkarræða Tigers var innileg þar sem hann þakkaði vallar- starfsmönnum fyrir þeirra hlut og hrósaði síðan DiMarco, sem varð fyrir álíka áfalli á dögunum þegar móðir hans féll frá. Tiger er nú í öðru sæti yfir þá kylfinga sem hafa unnið risamót, jafn Walt- er Hagen. Enn nokkuð í Jack Nicklaus, sem sigraði á átján risamótum á sínum ferli. henry@frettabladid.is Þessi titill var fyrir pabba Besti kylfingur heims brotnaði niður og grét eftir að hann tryggði sér sigur á opna Breska meistaramótinu. Þetta var fyrsti sigur Tigers eftir að faðir hans féll frá í upphafi sumars og hann tileinkaði föður sínum titilinn. TILFINNINGAÞRUNGIN STUND Tilfinningarnar báru Tiger Woods ofurliði eftir að hann tryggði sér sigur á opna Breska meistaramótinu í golfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.