Tíminn - 25.01.1978, Side 7

Tíminn - 25.01.1978, Side 7
Miðvikudagur 25. janúar 1978. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. ... . ., , Blaðaprenth.f. Dökkar spár Hér i blaðinu i gær var sagt frá nýrri spá Þjóð- hagsstofnunar um verðlagshorfur á árinu 1978. Samkvæmt spánni mun verðlagshækkun á árinu verða 39-40% að meðaltali en 35-36% frá upphafi til loka ársins. Þá hefur Hagstofan áætlað, að hinn 1. marz næstkomandi hækki laun um 10% vegna visi- töluákvæða kaupgjaldssamninga. Fyrirsjáanleg er a.m.k. 6 1/2% verðbótahækkun hinn 1. júni næst- komandi, en liklegt má telja, að hún geti orðið nær 8%. í ljósi þessa og annarra atriða virðast þvi að öllu óbreyttu horfur á, að verðlagshækkun á árinu 1978 verði eins og áður sagði 39-40% að meðaltali en 35-36% milli áramóta. Tilsvarandi hækkun launa yrði samkvæmt þessu yfir 50% að meðaltali og frá upphafi til loka ársins um 40%, og er þá reiknað með verðbótum 1. desember 1978, en ekki grunn- kaupshækkun. Samkvæmt þessu eru horfur á, að verðbólgan verði enn meiri á þessu ári en hún varð á siðasta ári, ef engar ráðstafanir verða gerðar til þess að draga úr henni. Það má jafnvel gera ráð fyrir, að hún verði mun meiri en spárnar gefa til kynna, þvi að reynslan hefur oft orðið sú, að til sögunnar hafa komið ýmsar hækkanir, sem ekki voru fyrirsjáan- legar, þegar spáin var gerð. Óvæntar verðlækkanir hafa hins vegar verð ótiðari. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum, að stefnt er i hreint öngþveiti, ef verðbólgan verður látin æða eins hratt áfram og spárnar gefa til kynna að verða muni, ef ekkert verður gert til að hamla gegn henni. Það er útilokað fyrir útflutningsat- vinnuvegina að taka á sig 50% kauphækkun á þessu ári, án þess að það verði bætt með gengislækkun eða öðrum tilsvarandi aðgerðum, sem aðeins bera árangur um stundar sakir. Af þessumá vera ljóst, aðráðstafanir tilað hamla gegn verðbólgunni má ekki draga. Það er jafnt hag- ur launþegans og atvinnurekandans, eftirlauna- mannsins og sparifjáreigandans að viðnámið hefj- ist sem fyrst. Þvi lengur, sem slikar ráðstafanir dragast, verður örðugra að fást við verðbólguna og að ná tilætluðum árangri i glimunni við hana. Kosningalögin í upphafi þings upplýsti Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra að gefnu tilefni frá Gylfa Þ. Gisla- syni, að rikisstjórnin myndi beita sér fyrir þvi, að sett yrði á laggirnar nefnd þingflokkanna, sem at- hugaði möguleika á þvi að breyta kosningalögunum fyrir kosningar. Aðallega væri það tvennt, sem slik nefnd ætti að hafa i huga. Annað væri aukið vald kjósenda til að hafa bein áhrif á val þingmanna, og hitt væri jöfnun kosningaréttar, sem gæti falizt i breyttum aðferðum við úthlutun uppbótarsæta. Stjórnarflokkarnir hafa þegar tilnefnt fulltrúa sina i slika nefnd. Framsóknarflokkurinn hefur til- nefnt þá Jón Helgason og Tómas Árnason, en Sjálf- stæðisflokkurinn þá Gunnar Thoroddsen og Ingólf Jónsson.Telja má vist, að nefndin taki rösklega til starfa eftir að þing er komið saman að nýju, og kemur þvi sennilega brátt i ljós, hvort þingvilji er fyrir hendi til breytinga á kosningalögunum, sem takagddi fyrir kosningar i vor. ^ Þá er þess að geta, að fyrir þinginu liggur frum- varp frá Jóni Skaftasyni um að kjósendur raði frambjóðendum um leið og þeir kjósa. 19 ^ * ------------------- ' ■ ---- Spartak Beglov, APN: l/ íhlutun Carters um mál Vestur-Evrópu Hann reynir að útiloka kommúnista Arthur Goldberg og Yuri Vorontsov, a&alfulltriiar Banda- rfkjanna og Sovétrikjanna é Belgradfundinum. i rússneskum fjölmiölum er nú mikiö rætt um þá yfirlýs- ingu Bandarikjastjórnar, að hún liti alvarlegum augum, ef kommúnistar fá fulltrúa i rikisst jórnum i Vest- ur-Evrópu. Eftirfarandi grein er nokkurt sýnishorn þess, hvernig rússneskir fjölmiðlar ræða nú um þetta mál. KOMMÚNISTAR og aðrir vinstri flokkar ættu ekki að fá að taka þátt i rikisstjórnum i Vestur-Evrópu. Nú vitum viö, að þetta er hin opinbera Cart- erkenning. Það, sem áður var sagt að tjaldabaki i Washingt- on og á lægri nótunum, er nú birt sem opinber yfirlýsing bandariska utanrikisráöu- neytisins i sambandi viö stjórnmálaþróunina á ltalfu. A siðustu vikum og mánuð- um hafa komið skýrt i ljós helztu aðferðirnar, sem notaö- ar eru við framkvæmd þessar- ar kenningar I hinum ýmsu löndum og við ýmsar aðstæö- ur. Pólitiskum aðferöum er beitt, eins og ljóst er i Frakk- landi I formi beinnar og ó- beinnar ihlutunar I kosninga- baráttuna. Sú staðreynd, að Carter forseti taldi nauðsyn- legt að gefa Mitterand leið- toga sósialista, gaum, er hann staldraði við i Paris I hraöferö sinni um heiminn, sýnir aö bandarisk stjórnvöld hafa allt i einu tekið jákvæða afstöðu til þess flokks. Hin ytri merki um athygli eru litt dulbúin aövör- un. Flestir alþjóölegir frétta- skýrendur eru þessarar skoð- unar. Stjórnvöld I Washington hafa gefið i skyn að þau styöji allt sem getur stuölað að sundurþykki vinstri flokk- anna. I Portúgal hefur efnahags- legum þrýstingi verið beitt á hvað augljósastan hátt. Til þess að koma fótunum undir stjórn Soaresar og knýja hana til hægri stefnu i staö vinstri var beitt áhrifum Efnahags- bandalagsins og siöan beinum áhrifum fulltrúa Wall Street — Alþjóða gjaldeyrissjóösins. Skilmálarnir fyrir lánveitingu til Portúgal sýna ótvírætt hvers konar efnahagsstefna það er, sem fellur hinum al- þjóðlegu bankastjórum I geð: Áreiðanlega ekki sú stefna aö skeröa völd stórfyrirtækja og landeigenda i Portúgal. í STJORNMALALIFI ttallu eru sérstaklega áberandi und- irróðursaöferðir þar sem beitt er tilstyrk leyniþjónustunnar. Það er bezt aö leyfa innlendu vitni að hafa oröið. Nýveriö fullyrti timaritið Giorni, að þrem deildum bandarisku leyniþjónustunnar sem bæki- stöövar hafa I Natóherstöðv- um i ftaliu hefði veriö gefin sú fyrirskipun að koma, hvað sem þaö kostaði, i veg fyrir að áfótkæmistá ítaliu ,,viss teg- und lýðræðisþjóðfélags”. Gi- orni bendir á það að I aögerð- unum taki þátt þúsundir út- sendara upplýsingaþjónustu bandariska utanrikisráöu- neytisins, leyniþjónustu hers- ins og gagnnjósnaþjónustunn- ar. Blaðið telur, aö Italska leyniþjónustan reki svipaða starfsemi I landinu. Það er op- inbertleyndarmál segirtlma- rit aö frá 1949, er Italla gekk I Nató, hefur italska leyniþjón- ustan einkum verið notuð til eftirlits með vinstri sinnuðum samtökum i landinu, sérstak- lega Italska kommúnista- flokknum. Timaritið segir, að leyniþjónusta italska varnar- málaráðuneytisins (SID), sem hefur með höndum starfsemi leyniþjónustu og gagnnjósna- þjónustu i landinu, standi I mjög leynilegum tengslum við Nató. Þessi samtök hafa það hlutverk aö „koma i veg fyrir þaö að vinstri öflin komist til valda, hvaö sem þaö kostar, þar með taldar ofbeldisaö- gerðir og beiting áhrifa á stofnanir rikisins.” Það, að bandariski am- bassadorinn, Richard.Gardn- er, var nýverið kallaður til Washington til „viðræðna”, er þvi aðeins yfirboröshluti borgarlsjaka hinna fjölþættu pólitisku áhrifa, sem beitt er gegn Italiu handan yfir hafið. Hernaöarlegum áhrifum er beitt með hjálp Nató, og meö þvl að hamra I sifellu á „sov- ézkri ógnun” sem hefur það hlutverk að hæða þjóðir Vest- ur-Evrópu svo mjög, aö pólit- iskur vilji þeirra lamist ger- samlega. ÞESS ER vænzt að eftirfar- andi spurning stjórnvalda I Washington muni hafa sömu sálfræöilegu áhrif: „Hvernig er unnt að samræma þátttöku kommúnistaráöherra I Nató- fundum þeirri staöreynd aö heimspeki þeirra og pólitls k- ar skoöanir eru i algerri and- stöðu við hugsjónir og mark- mið Atlantshafsbandalags- ins?” Vestur-Evrópubúar gætu svarað þessari spurningu með þeirrispurningu hvort Nató og skipting Evrópu i andstæð hernaðarbandalög sé af hálfu bandarlskra stjórnvalda ætlað aðvaratil eilffðar? Sovétrikin og önnur aöildarlönd Varsjár- bandalagsins hafa ávallt veriö þvi fylgjandi að hernaðar- bandalögin verði leyst upp og að komið verði á þvi skipulagi i Evrópu,sem gerði það kleift aö binda endi á andstööuna, sem þar er nú rikjandi. Hinir bandarisku verndarar hafa þannig afhjúpað sig al- geriega. Þaö er ekki nein dul- arfull „sovézk ógnun” heldur áhugi á stööugum hugsjóna- legum og pólitiskum þrýstingi á Vestur-Evrópu sem býr að baki þeirri stefnu þeirra að viðhalda „Atlantshafstengsl- unum”. Þaö er ekki aö ástæðulausu að mörgum koma nú til hugar hin óheillavænlegu fordæmi frá Guatemala og Chile. Sam- ræmist þetta allt þeim skuld bindingum, sem Bandarikin hafa undirritað, einkanlega I Helsinki, sem banna hvers konar ihlutun um málef ni ann- arra i Evrópu? Ég vitna hér orðrétt til spurningar, sem Parisarblaðið Le Monde bar fram. Þorri almennings I höf- uðborgum Vestur-Evrópu spyr hennar einnig af rök- studdri ástæðu. Kreppa auövaldsskipulags- ins, sem sérstaklega er áber- andi I löndum eins og Italiu, er óumdeilanleg staöreynd. Vinnandi fólk,sem ber hita og þunga dagsins þekkir vel af eigin reynslu, hver er þess megnugur að verja hagsmuni þess og hvaöa pólitiskur val- kostur getur leitt þjóðirnar út úr þeirri blindgötu sem þær eru nú staddar I. Svo virðist san „mannrétt- indabaráttumennirnir” I Washington séu ekki reiðu- búnir til þess að láta Vest- ur-Evrópubúum það einum eftir að ákveða hvernig þeir eigi að greiða atkvæði. Þetta gamla form ósjálfstæðis léns- skipulagsins er bakhhðin á hinni „nýju stefnu” stjórn- valda i Washington. Þannig hefur enn sannazt réttmæti þeirra oröa, sem Le- onid Bresnjéf mælti á ráð- stefnu kommúnista- og verka- mannaflokka I Berlin i júni 1976: „Svoviröist sem heims- valdasinnaöir stjórnmála- menn.sem tala svo mikiö um lýöræöi og frelsiséu þvi aðeins fúsir til að leyfa það að völd þeirra sjálfra séu ekki I hættu.” (Þýtt APN Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.