Tíminn - 25.01.1978, Síða 11
Miðvikudagur 25. janúar 1978.
11
Þá kemur tónlistargrein eftir
Vernharð Linnet. Þá leikrit eftir
Ninu Björk.
Siðan koma ljóöþýöingar
meiri kvæði. Myndir eftir Gunn-
ar örn og fleira og fleira og siö-
ast en ekki sizt tvö sönglög eftir
Gunnar Reyni Sveinsson.
Kommarunan og
kynlifið
Flestaf þessu fólki sem þarna
kemur fram er úr hinum rót-
tækari armi lifsins. Þetta eru
alls konar kommar, heilu
runurnar, en þaö er gaman aö
lesa eftir þetta fólk, flest og þvi
liggurmargtáhjarta. lákalli til
lesenda segja ritstjórarnir
þetta:
„Þetta er siöasta hefti Lyst-
ræningjans i þessum búningi.
Næsta hefti veröur filmusett og
þvi mun vandaöra útlits.
Lystræninginn hóf ferii sinn
sem málgagn ungra skálda og
hann hyggst halda áfram aö
birta frumsmiðar ungra höf-
unda — hversu mikiö sem hann
verður skammaður fyrir skort á
ritskoöun —■ jafnt og verk þeirra
sem eldri eru.
Viö fjöllum sem fyrr um leik-
list og tónlist, myndlist og rit-
list: enginmannleg hugverkeru
okkur óviðkomandi.
Þaö var Dagur Siguröarson
sem gaf fyrsta heftinu nafn:
Lostafulli iystræninginn, er
annaö hefti leit dagsins ljós var
fyrrihluti nafnsins týndur og
tröllum gefinn. Lystræninginn
stóð einn eftir.
N ú hyggjumst við gera
bragarbót og hefja útgáfu
erótisks ársrits sem bera mun
hið forna nafn: Lostafulii iyst-
ræninginn. Viö teljum fulla þörf
á vönduöu erótisku riti —■ þó
ekki væri nema til að vega eitt-
hvað á móti öllum þeim hroða
sem útgefin er og íslands ung-
Þannig munu vindorkustöðvarnar taka sig út á sléttum Skánar, ef tii kemur. Nokkur stálvirki verða reist með stuttu millibili.
MUNU SVÍAR HVERFA AÐ
VINDORKUSTÖÐVUM?
Svara að vænta að tveimur árum liðnum
Svarfhóll og Vindheimar —
liklega hefur þótt veðrasamt á
þeim stöðum, þar sem bæir voru
látnir svo heita. Kvartað er und-
an þvi, að næðingssamt sé i
Reykjavik, stórviðrin í Vest-
mannaeyjum, undir Eyjafjöll-
um og Hafnarfjalli og Esju eru
alkunn.
Vindar eru þó ekki aöeins til
óþurftar. Fyrst og fremst eru
þeir að sjálfsögðu einn þáttur,
og nauösynlegur þáttur, i þeim
lögmálum, sem veröld okkar
lýtur. Nú á seinni árum hefur
mönnum oröiö ljóst, að þeir
hreinsa loftiö, dreifa mengun-
inni, sem svo viöa er til ama, til
dæmis á lognværum dögum i
fjölda stórborga og iðnaðarhér-
aöa I heiminum. Og nú er farið
aö tengja viö þaö vonir, aö vind-
ar geti oröið mikill orkugjafi og
meö öllu áhættulaus i heimi,
sem horfir i senn fram á orku-
þrot og orkuvinnslu meö þeim
hætti, er hinn mesti háski getur
af stafað.
Það er auðvitað ekki nýtt af
nálinni, að menn taki vindinn i
þjónustu sina. Vindmyllur hafa
lengi snúizt i mörgum löndum
ogmalaö til dæmis korn, og einu
sinni voru meira að segja örfáar
myllurhér á landi, til dæmis viö
þá götu i Reyk javik, er siöar var
heitin Bankastræti. Það er ekki
heldur nýjung, aö reynt sé að
nota vindinn til orkufram-
leiðslu. Fyrir nokkrum áratug-
um, áður en undir þaö hyllti, að
rafmagn frá stórum orkuverum
yröi leitt um landiö þvert og
endilangt, bundu margir vonir
viö vindrafstöövar til heimilis-
nota. En þær gáfust viðast hvar
miður vel, og eru nú horfnar,
þótt allviða megi sjá þess
merki, að þeim hefur einhvern
tima verið komiö upp.
Nú á seinustu árum hafa
verkfræðingar, visindamenn og
náttúruverndarmenn farið að
renna á ný vonarauga til vind-
rafstööva, og þá hafa þeir i huga
mikla samstæðu slikra stööva,
erframleiddu mikla orku. Þetta
mál er til umræöu i Bandarikj-
unum, þar sem forsprakki
hreyfingarinnar hefur jafnvel
verið boðaður til viðtals viö
Carter og fleiri er mikil völd
hafa, og i Sviþjóð fer nú fram
mikil rannsókn á þvi, hvort
vindurinn getur komið i staö
annarra orkugjafa, svo aö veru-
legu muni.
Þeir, sem fyrir sænsku rann-
sóknunum standa, segja nú, aö
innan tveggja ára verði unnt að
strika út spurningarnmerkiö, er
viö þaö hefur veriö sett, hvort
virkja megi vindinn i þeim
mæli, aö hann verði meðal meiri
hátta orkugjafa. Veröi þaö já,
sem kemur i stað spurningar-
merkisins, geta stjórnmála-
mennirnir fariö aö ákveöa það
áriö 1984, hvern hlut má ætla
vindorkunni, og þá er i fyrsta
lagi unnt að gera sér vonir um
að fyrsta stóra orkuveriö, sem
grundvallaö veröur á vindorku,
komi til sögu ári síöar.
Siöasta misseriö hefur áhugi
Svia á þessum rannsóknum
aukiztstórlega.ogtengist þaö aö
sumu leyti afstöðu Falldins
forsætisráöherra og flokks hans
til kjarnorkuvera. En hér kem-
ur lika til greina, aö menn telja
siggeta sýntframá.að kostnaöi
við vindorkuver megi halda i
þeim skefjum, er álitlegar
þykja.og þvi er haldið fram, aö
raforkan þurfi ekki aö vera
stórum dýrari en sú, er fæst frá
kjarnorkuverum. Viðurkennt er
þó, aö rafmagn frá vindorku-
verum, veröi sennilega aldrei
jafnódýrt og frá kjarnorkuver-
um, að minnsta kosti ekki i
Sviþjóð. En þar á móti kemur,
aö menn losna viö margs konar
áhættu og óþægindi, sem mikl-
um fjölda fólks stendur af vax-
andi stuggur. Enn er á það að
lita, aö vindar munu halda
áfram að blása um jöröina, þótt
á hinn bóginn komi timabil,
þegar svo er lygnt, aö orku-
vinnsla dettur niöur, og þaö er
einmitt mesti ágallinn við vind-
orkuver, aö ilogni verður önnur
orka að koma til. Ef vindar
blésu jafnt og þétt, væri vind-
orka sennilega ódýrasta aðferð-
in til orkuvinnslu. Reiknast Svi-
um svo til, aö kostnaður við
varaaflið muni i hæsta lagi
nema fimm til sjö aurum
sænskum á kilóvattstund, en
það eru miklir peningar, þegar
allt kemur saman.
Nefndin, sem hefur þessar
rannsóknir meb höndum, vill
reisa þrjár tilraunastöðvar — á
Gotlandi, Skáni og i Norður-
Sviþjóð við ströndina. Þaö er að
sjálfsögöu afarmikilvægt aö
velja þá staði, þar sem oftast er
vindur. Annars staðar getur
þetta ekki blessazt. Auk þess
vilja menn ekki reisa slik mann-
virki, þar sem þéttbýli er, úti-
vistarsvæöi, verndarsvæði,
náttúruminjar eða fornminjar
eða náttúrufegurð mikil og
fuglalif blómlegt. Margt annað
kemur og til greina, þegar þess-
ir staöir eru valdir.
í reglum, sem nefndin hefur
sett sér, segir, aö stöðvarnar
megi ekki vera nær ibúðar-
hverfum og stórbyggingum en
einn kilómetra. Þær mega ekki
heldur vera nær mannabústöö-
um, þar sem minnst fimm hús
standa, eöa þá kirkjum, höllum,
iþróttasvæöum, athafnasvæð-
um, f jarskiptastöövum og
varpstöðvum fugla en fjögur
hundruð metra. Einstakar
byggingar, náttúruminjar og
fornminjar verða að vera i tvö
hundruð metra fjarlægö, og
vegir i þrjú hundruö metra fjar-
lægö.
Alls fara nú fram rannsóknir
og kannanir á vegum þessarar
vindorkunefndar á þrjátiu stöö-
um i S viþ jóð, og á næsta ári hafa
þeir varið til þeirra um sex
hundruð milljónum islenzkra
króna. Svo að þetta er allt
fyllsta alvara.
Lystræninginn
Viðsem erum á miðjum aldri
höfum lifað eitt og annað, lika i
menningarmálum og meðal
dapurlegra stunda hefur það
verið þegar menningartimaritin
veslast upp og deyja.
Við munum þega Vakikom út
Birtingur Helgafellog hvað þau
nú öll hétu en útgáfa þessara
rita var sönn menningarleg viö-
leitni og þau voru stórfróöleg
fyrir okkur sem fórum snemma
út i atvinnulif ið, þvi meö þvi að
kaupa þau og lesa auðnaðist
manni að fylgjast nokkuð með
þvi helzta.sem var aö gerast i
listum og bókmenntum.
Ég man ekki hvað það er
langt siða að Lystræninginn fór
að berast til min i pósti og ég
játa það hreinlega að mér
fannst þetta ekki vera neitt sér-
lega hrifandi rit.
Það var illa prentað, hirðu-
leysislega búiö og allt hið ve-
sældarlegasta i útliti. En það er
nú liðin tið.
Satt að segjahélt maöur að hér
væru aðeins á ferðinni ungir
menn, konur og menn, sem
vildu frelsa heiminn vitandi
ekki það hversu oft það hafði
verið reynt og hversu oft það
hefur mistekizt.
Hver kynslóð færir nefnilega
þjóðskránni örfá nöfnaf frelsur-
um til krossfestingar.
En Lystræninginn er ennþá á
lifi, þrátt fyrir daufa skoöun
undirritaðs og fær maður nú
ekki betur séð en þarna sé að
fæðast hið ágætasta rit og ég las
7. og 8. hefti mér til mikillar
ánægju —og ég reyndi að spila
löginlika, vegna þess að maöur-
inn niðri er um þessar mundir
úti i Danmörku aö tala við dótt-
ur sina.
Það er samt margt einkenni-
legt við Lystræningjann.
Hann er t.d. gefinn út i Þor-
lákshöfn, en ritstjórn annast
Fáfnir Hrafnsson, Vernharður
Linnet og Þorsteinn Marelsson
en þessi nöfn sjást nú öðru
hverju: — þeim bregður svona
fyrir.
Áttunda heftihefstá ljóði eftir
Sigurð A. Magnússon. Þá tekur
við grein eftir Jón frá Pálm-
holti: Jón Sigurösson étur á
matstofunni.
fólk í listum
lingafjöld gleypir hráan i hverri
sjoppu meðan þeir eldri nærast
á morgunblöðum: gakktu fyrir
björg þjóð min, hæhó!
Erotisk list er annað og meira
en klám, þótt þvi nafni hafi
verið klint á flest erótisk snilld-
arverk er smáborgarinn jafnt
sem ráðandi öfl heimsins
hræðast: sévakið það hugarflug
er býr i mannsskepnunni og
bælt hefur veriö niður með öfug-
snúnuuppeldi ogumhverfi ervá
fyrir dyrum gullhallanna.
Þið sem eigið I fórum ykkar
erótisk verk hafið menningar-
samband viö Lystræningjann.
Að sjálfsögðu eru fjármál
Lystræningjans i rusli: fjármál
hvaða framsækins fyrirbrigðis
eru ekki I rusli? Greiðið þvi
áskriftargjöldin strax i dag og
gleymið ekki að krækja ykkur í
útgáfubækur Lystræningjans:
þær svikja engan frekar en hann
sjálfur kýs.”
Af ofanrituðu er örðugt að
ráða hvort Lystræninginn
verður hér eftir aðeins klám-
blað eða ekki. A hitt er rétt aö
minna að þessir menn hafa
undir höndum ágætt
menningarblaö og þar heyrast
ýmsar raddir sem annars
myndu ekki heyrast.
Við fögnum þvi lika að hér
eftir á að filmusetja blaðið þvi
vélrituð timarit ná sjaldan eins
mikill þyngd og annað prentað
mál.
Forsiða ritsins er eftir
Magnús Kjartansson og birtist
hún með þessu greinar korni.
Jónas Guömundsson