Tíminn - 27.01.1978, Qupperneq 6
Lög um öryggis-
búnað smábáta
Pálmi Jónsson (S) mælti i gær
fyrir eigin tillögu til þings-
ályktunar um öryggisbúnaö
smábáta og er tillögugreinin
svohljóöandi: „Alþingi ályktar
aö skora á ríkisstjórnina aö
beita sér fyrir því aö þegar
verði settar reglur um öryggis-
útbúnaö og eftirlit meö opnum
smábátum
Framsaga Pálma var efnis-
lega samhljóöa greinargerö
meö tillögunni og fer hún hér á
eftir:
„Engar lágmarkskröfur hafa
enn verið geröar af hálfu opin-
berra aöila um flothæfni og
öryggisbúnað þeirra báta sem
eru 6 metra langir milli stafna
eða minni. Ofan þeirra stæröar-
marka eru skip og bátar á hinn
bóginn skoöunarskyld sam-
kvæmtlögum um Siglingamála-
stofnunun rikisins.
Bátaraf þeirri stærö sem ekki
eru skoðunarskyldir hafa alla
tið verið notaöir af okkar þjóð á
sjó, ám og vötnum i margvis-
legum tilgangi. Sú notkun
virðist fremur fara vaxandi hin
siðustu ár, ekki sizt á þann veg
að bátarnir eru notaðir sem
leiktæki, gjarnan meö mjög
kraftmiklum vélum. Einnig tið-
kast nú stofnun sérstakra
siglingaklúbba á vegum ungs
fólks, þar sem smábátar eru
notaðir og má búast við að slik
starfsemi fari vaxandi. A sama
tima hefur það gerst að trébát-
um fer fækkandi en plastbátar
koma i staðinn. Plastbátar eru
þægilegir i notkun,léttir og með-
færilegir, en þeir eru kvikir i
hreyfingum., hálir þegar þeir
blotna og afsleppir ef út af ber.
A undanförnum árum hafa
orðið hörmuleg slys hvað eftir
annað af smábátum, bæði á sjó
og vötnum. Margir hafa þó
bjargazt og sumir nauðuglega
þegar óhöpp hafa orðið. Ætla
má, að slysin hefðu orðið færri
og óhöppin ekki eins alvarleg, ef
meira öryggis heföi verið gætt I
búnaði bátanna. Skal þó
öryggisbúnaöi bátsverja sjálfra
ekki gleymt.
Þessimál hafa orðið mörgum
umhugsunarefni á undanförn-
um árum. Þau hafa t.d. komið
til umræðu hvað eftir annað á
þingum Slysavarnafélags ís-
lands. A 17. landsþingi Slysa-
varnafélags Islands 1976 var
m.a. samþykkt svofelld álykt-
un:
„17. landsþing SVFl haldið i
Reykjavik 30.4-2.5. 1976, itrekar
fyrri áskoranir sinar til stjórn-
valda um setningu sérstakrar
reglugerðar fyriropna smábáta
6 metra og styttri.
Þingið telur mál þetta hafa
dregist úr hömlu og óskar tafar-
lausra aögerða i þvi”.
Með tillögunni fylgdi eftirfar-
andi greinargerð:
„Á undanförnum árum hafa
mörgslysoröiö ásjó og vötnum,
þar sem rekja hefur mátt orsak-
ir þeirra til þess að öryggi bát-
anna hefur verið ábótavant,
enda af opinberri hálfu engar
kröfur gerðar til flothæfni
þeirra, traustleika eða búnaðar.
Þarf þvi nauðsynlega að setja
reglur þar um. Aukin smábáta-
eign gerir málið enn brýnna,
þannig aö vart er sæmandi
annað en settar verði reglur um
slika báta og notkun þeirra eins
og farið er að gera i nágranna-
löndum okkar.”
Samþykkt samhljóða.
íviðtali við dagblaðið Timann
23. ágúst s.l. ræöir Hannes Haf-
stein framkvæmdastjóri Slysa-
varnafélagsins þessi mál en
þetta viðtal er birt sem fylgi-
skjal með þessari þings-
ályktunartillögu.
Siglingamálastjóri hefur að
undanförnu unniö aö þvi að
kynna sér reglur sem gilda á
Norðurlöndum um öryggis-
búnað og f lothæfni skemmtibáta
i þvi skyni aö þær verði uppi-
staða i sambærilegum reglum
hér á landi. Þetta ætti að flýta
fyrir framgangi þessa
nauðsynjamáls sem dregist
hefur óhæfilega lengi. Nauðsyn-
legt er þó aö þessar reglur nái
ekki einvörðungu til skemmti-
báta heldur einnig og ekki siður
til báta sem notaðir eru i at-
vinnuskyni og ekki eru
skoðunarskyldir. Þýðingarmik-
ið er einnig að reglur af þessu
tagi séu ekki of þungar i vöfum
og ekki of kostnaöarsamar i
reynd, eigi þær aö verða virkar.
1 ábendingu Hannesar Haf-
steins sbr. fylgiskjal hér á eftir
kemur fram að á plastbátum er
nauðsyn að hafa liflinu við bæöi
borð ásamt lengri linum til þess
að snúa bátnum eða vega sig
eftir á kjöl ef honum hvolfir:
enn fremur að smábátar yfir-
leitt séu búnir talstöðvum og
málaðir áberandi litum sem
auðvelt er að koma auga á.
Þessi atriði eru naumast svo
kostnaðarsöm að ofviða séu
nokkrum þeim sem eiga að nota
báta af þessu tagi á óstæðu
vatni.
treglum þeim sem hér er lagt
til að settar veröi þurfa að vera
ákvæði um framkvæmd þeirra
oghvernig eftirliti verði háttað.
Við fyrstu sýn kann að virðast
eðlilegt að sá þáttur málsins sé i
höndum Siglingamálastofnunar
rikisins. En sé betur að gáð má
telja liklegt að af þvi mundi
hljótast óhóflegur kostnaður.
Þess vegna þarf að finna ódýr-
ari lausn. Hugsanlegt er að fela
hinum almennu löggæslumönn-
um þetta eftirlit og gera þeim
jafnframt kleift aö beita viður-
lögum, jafnvel taka báta i sina
vörzlu, sé fyrirmælum reglu-
gerðar ekki hlýtt. Þau atriði
þarfnast nánari athugunar,
m.a. viðræðna við lögregluyfir-
völd. Að ööru leyti sýnist eðli-
legt að reglur þessar séu settar i
nánu samráði við Slysavarna-
félag Islands og Siglingamála-
stofnun rikisins.
Ég legg mikla áherzlu á að
þetta mál má ekki dragast. Slys
sem orðið hafa verða ekki bætt.
En ef við getum með tiltölulega
einföldum reglum og viðráðan-
legum kostnaði komið i veg
fyrir eitthvað af slysum af þess-
um toga i framtiðinni, þá er
óverjandi að koma ekki slikum
reglum fram.”
Föstudagur 27. janúar 1978.
[ Ný þingmál:
Um velfarnað
sjómanna
Lögöhefurverið fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar um vel-
farnað sjómanna á siglingu og i
eriendum höfnum. Flutnings-
maður tiliögunnar er Benedikt
Gröndal (A).
Tillögugreinin hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að skipa þriggja
manna nefnd til að gera tillögur
um ráðstafanir til að auka vel-
farnað islenzkra sjómanna á sigl-
ingu og i erlendum höfnum.
Nefndin skal sérstaklega at-
huga eftirtalin atriöi:
1) Hvernig tryggja megi, að i is-
lenzkum skipum verði ekki að-
eins sjónvarp, heldur og
myndsegulbandstæki.
2) Hvernig unnt veröi að láta
festa á segulbönd islenzkt efni,
þar á meðal sjónvarpsdag-
skrár, og lána böndin til skipa.
3) Hvort ísland getur með þvi að
gerast aðili að norrænum eða
alþjóðlegum samtökum tryggt
sjómönnum þjónustu, þ.á m.
lán á kvikmyndum og segul-
böndum, i erlendum höfnum.
Nefndin skal skipuð þannig, að
Sjómannasamband Islands til-
nefni einn mann, Farmanna- og
fiskimannasamband Islands ann-
an, en hinn þriöji sé skipaður af
ráðherra án tilnefningar.”
Ríkisstjórnin geri
útekt á orkubúskap
Benedikt Gröndal (A) og Egg-
ert G. Þorsteinsson (A) lögöu i
gær fram á þingi þingsályktunar-
tillögu um orkusparnað og feist i
henni ályktun þess efnis aö rikis-
stjórninni skuli faliö aö láta gera
úttekt á orkubúskap Islendinga
og hefja markvissar aögerðir I
þvi skyni aö auka hagkvæmni i
orkunotkun þjóöarinnar og draga
úr henni, þar sem þess er kostur.
1 greinargerö með tillögunni
segir m.a.: „Þjóðir heims leggja
nú sivaxandi áherzlu á orku-
sparnað sem eina af þeim leiðum,
sem fara veröur til þess að mæta
áhrifum orkukreppunnar. Hafa
margvislegar aðgerðir til orku-
sparnaðar fengið forgangsröð hjá
rikisstjórnum Vesturlanda.
Hér á landi er ekki siður ástæða
til þess að hefja samræmdar að-
gerðir til orkusparnaöar. Með þvi
að skera niður orkunotkun sina
getur þjóðin bæði minnkað inn-
flutning á eldsneyti og eins dregiö
úr þörf fyrir stöðugt nýjar
virkjanir og stækkun orkuflutn-
ingskerfa. Stjórnvöld eiga og
verða að hafa virka forustu um
aðgerðir til orkusparnaðar.”
Stjórnar-
frumvarp
Lúðviks
Lúövik Jósepsson (Abl)
hefur nú lagt fram á þingi
frumvarp til laga um viö-
skiptabanka i eigu ríkisins
en áöur var frumvarpiö lagt
fram i marz 1974 og þá sem
stjórnarfrumvarp, en náöi
ekki fram aö ganga.
1 frumvarpinu felst m.a.
fækkun viöskiptabankanna
úr 3 i 2 meö sameiningu tlt-
vegsbankans og Búnaöar-
bankans. Sett veröi sam-
ræmd löggjöf um viöskipta-
bankana og gert ráö fyrir
formlegu samstarfi milli
rikisviðskiptabankanna.
Alþjóðleg gistingar-
og ferðamálasamtök:
N emendur
kynna sér
ferðamál í
hnotskurn
á íslandi
GV — Þaö er orðinn árviss at-
burður að hingað komi nemendur
um miðjan janúar úr hótel- og
feröamálaskólum i Bandaríkjun-
um til að kynna sér hótelreksturs-
og ferðamál á íslandi. Skólar
þessir eru reknir af alþjóölegum
gistingar- og ferðamálasamtök-
um, eninnan vébanda þeirra eru
um 5þúsund meðlimir (1000 nem-
endur) i 91 landi.
David C. Dorf er fræðslustjóri
þessara samtaka, og það er hans
hugmynd að Island varð fyrir
valinu. Og hversvegna ísland og
það um hávetur? kynni einhver
aðspyrja, en Dorf á svar viö þvi.
Hér er hægt að kynnast ferðamál-
um og hótelrekstri i hnotskurn.
Fargjöld hingað eru ódýrari á
vetrum, og mikið er til á prenti
um ferðamannalandið Island.
Hótel- og ferðamálafólk hefur
meiri tima á vetrum til að sinna
þessu fólki, svara spurningum
þess, sem eru margar og kenna
þvi sitt af hverju um þessi mál á
tslandi.
Þetta er fimmta árið sem þess-
ar námsferöir eru farnar og færri
1 BW
* Í 1 f j
B II ■
Nemendur og kennarar fyrir utan Loftleiöahóteliö. Óhætt er aö vera léttklæddur, en þaö kemur útlend-
ingum spánskt fyrir sjónir, aö ekki þurfi aö kappklæöa sig um hávetur ilandi noröur undir pól.
komast en vilja. Að þessu sinni
var hópurinn litið eitt frábrugðinn
þvi sem verið hefur, þvi nú voru
jarðfræðinemendur og kennarar
með i förinni. I hópnum i ár voru
45 manns og átta þeirra hafa
komiðhingað áöur. Nemendurnir
snúa svo heim með þessa ný-
fengnu reynslu sina og miðla af
henni, og ekki er það verra að
ferðin er metin inn i námið. Dorf
hafði orð á þvi. að vart væru til
betri auglýsingar en ferðasaga
sem sögð er vinum og kunningj-
um, og vist er nokkuð til i þvi.
Hver kannast ekki við það, að
þegar hann heyrir ferðasögu,
vildi hann að hann hefði verið
þarna lika? Og ef aðstæðurnar
eru hagstæðar, kemur að þvi einn
góðan veðurdag, að hann upplifir
sömu reynsíu.