Tíminn - 27.01.1978, Page 8
8
Föstudagur 27. janúar 1978.
HI NT-veggsamstæður
Húsgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Sími 86-900
Alternatorar
6—12 — 24 volt
35 — 100 arnpcr.
Teg: Delco Hcmy, Ford
Dodge, Motorole o.fl.
Passa í: Chevrolet,
Ford, Dodge,
VVagoneer, Land-Rover
Toyota, Datsun og m.fl.
Verð frá kr. 13.500.-
Varahluta- og viðgerðaþjónusta
Bilaraf h/f
Borgartúni 19.
Simi 24-700
Einn bíll er þegar kominn til iandsins en von er á um eitt hundraft biium I marz efta aprfl. Timamynd:
Róbert.
Innflutningur á nýjum
austurþýzkum fólks-
bíl að hefjast .
ESE — Bifreiðaumboð Ingvars
Helgasonar hefur i hyggju að
hefja innflutning á nýjum
austur-þýskum fólksbil hingað til
lands. Að sögn Ingvars Helgason-
ar hefur þessi bill, Wartburg,
reynzt mjög vel i Austur-Þýzka-
landi og eru langir biðlistar eftir
honum þar i landi. Þessi bill er
framleiddur af sömu aðilum og
Trabant en i öðrum verksmiðj-
um. Ekki er búið aö ganga frá
samningum að öllu leyti en þó er
ljóst að um 100 bilar verða fluttir
inn á ári, ef af samningum verð-
ur.
Wartburg er um 70 hö., og er
eyðslan i kring um 8,5 litrar á
hundraðið. Véhn er tvigengisvél
og viöbragðið frá 0-80 km er um 14
sek. Hámarkshraöi er 130 km á
klst. Biilinn er byggöur ofan á
heila grind og gerir það hann
mjög traustan. Wartburg er með
framhjóladrifi og þeir bilar sem
fyrirhugað er að komi hingað til
lands verða með stýrisskiptingu.
Tvær gerðir verða á boðstólum
annars vegar Wartburg de luxe,
sem er mjög rúmgóður 5 manna
bill og með mjög góðu geymslu-
rými og hins vegah Wartburg
station. Endanlegt verð er ekki
ákveðið, en að sögn Ingvars
Helgasonar mun Wartburg de
luxe trúlega kosta um 1300 þús. og
Wartburg station um 1500 þús. Að
lokum má taka fram að öll
fjöðrun i Wartburg er til fyrir-
myndar, sem ásamt tvigengisvél-
inni gera hann mjög heppilegan
tii utanbæjaraksturs.