Tíminn - 27.01.1978, Qupperneq 10

Tíminn - 27.01.1978, Qupperneq 10
10 Föstudagur 27. janúar 1978. Frj álst félagsstarf þarf að ef la -hætta verður nú þegar skattlagningu á sj álfboðastarfi Frjáls félög hafa komiö fjöl- mörgu góöu til leiöar hér á landi. Innan þeirra starfar fjöl- mennur og þróttmikill hópur einstaklinga, sem leggur sig fram um aö koma áhugamálum sinum i framkvæmd og vinna þjóöfélaginu gagn. Þar er oft starfaö langt fram á nótt án þess aö spurt sé um daglaun aö kveldi. Þar er starfaö af áhuga og brennandi löngun. Til frjálsra félaga teljast öll þau félög sem öllum er opin sem sinna vilja þvi áhugamáli sem félagsmennvinnaaö.Sem dæmi má nefna ungmenna- og Iþrótta- félög, slysavarnarfélög, hesta mannafélög, kvenfélög skáta- félög og fjölmörg önnur félög sem starfa i landinu. Mikiö hefur veriö rættum á hvern hátt bezt sé aö standa aö þessu frjálsa félagsstarfi. Sum- ir álita, aö bezt sé aö stjórn þeirra sé alfariö i höndum áhugamanna og þau fái aö starfa sem frjálsust. Aörir telja hins vegar heppilegra aö opin- berir aðilar hafi einhverja hönd i bagga og verulegt frumkvæöi aö þvi á hvern hátt unnið sé aö málum. Viö ungir framsóknarmenn teljum tvimælalaust, aö rétt stefna sé aö þetta starf sé al- fariö i höndum áhugamann- anna. A þann hátt næst mestur árangur i starfi og fórnfúst starf sjálfboöaliöanna nýtist sem bezt. Hins vegar er jafn nauðsynlegt aö opinberir aöilar styrkji félagsstarfiö bæöi á beinan og óbeinan hátt. Viöast hvar um lands- byggöina er félagsstarfiö rekiö á þennan hátt. Þar eru fjölmörg félög starfandi, og langflestir i mörgum félögum. Þar geta allir sem áhuga hafa á, fundið félagsstarf viö sitt hæfi. Alls staöar vantar áhugasama ein- staklinga til þess aö leggja góöum málum liö. En þótt viöa sé vel unniö má þó margt betur gera. Viöa stendur skilningsleysi opin- berra aöila á gildi starfsins þessu starfi fyrir þrifum, en annars staöar skortir ýmsa aö- stööu. Til aö ræöa um frjálsa félags- starfssemi boðaði Samband ungra framsóknarmanna til ráöstefnu i júnimánuði sl. Þar komu fjölmörg athyglisverð sjónarmiö fram, og var skipzt á skoöunum um á hvern hátt bezt sé aö standa aö þessu starfi, þannig að sem mestur árangur náist. í framhaldi af þessari ráðstefnu var rætt um frjálsa félagsstarfssemi á miöstjórnar- fundi SUF; sem haldinn var I haust. Þar voru menn sammála um, að málefni frjálsra félaga hafi um skeið gleymzt i hinni al- mennu þjóðfélagsumræðu, og þyrftiað taka þessimál til ræki- legrar umræöu. Samþykkt var að þetta frjálcu starf þyrfti aö efla sem mest og tU að svo mætti veröa var áherzla lögö á þrjú atriði. 1. Að stjórná öllu tómstunda- starfi veröi sem mest i höndum fólksins sjálfs. Fjárstuðningur og önnur aðstoð opinberra aöila viö tómstundastarf veröi stór- eflt. 2. Aö skólahúsnæöi veröi nýtt betur en nú er gert fyrir ýmiss konar félagsstarfssemi enda ber aö hafa i huga aukið sam- starf skólans og hinna frjálsu félaga viö byggingu skólahús- næöis i framtiöinni. 3. Aö horfiö veröi frá skatt- lagningu þeirri, er nú viögengst á starfssemi hinna frjálsu félaga sem innt er af hendi I sjálfboðavinnu af fjölmörgum einstaklingum. Stjórn Sambandsungra fram- sóknarmanna mun vinna áfram aö þessum málum og vonar aö þaö veröi til þess aö starfssemi frjálsra félaga vaxi frá þvi sem nú er. Sérstaka áherzlu verður að leggja á aö skattlagn- ingu á sjálfboöastarf veröi hætt. Með slikri skattlagningu er drepinn niður áhugi f jölmargra einstaklinga á þvi aö vinna samfélaginu mikiö gagn með sjálfboðastarfi. Dæmi eruum.aölitil leikfélög greiði hærri upphæöir til rikis- ins sem söluskatt af seldum miöum á leiksýningar en allur styrkur rikisins er til þess aö setja leikritið á svið. Þetta er gert, þótt öll vinna viö aö koma leikritinu á svið sé unnið i sjálf- boöavinnu og i flestum tilfellum er mjög öröugt aö láta andvirði seldraaögöngumiöa nægja fyrir útlögöum kostnaöi viö uppsetninguna. Þá er einnig algengt að rikið græöi meira á fjáröflunarsam- komum einstakra félaga en félagiö sjálft fær i sinn hlut. Þvi er ekki að undra þótt fólk letjist við að leggja nótt við dag viö undirbúning undir slikar fjár- öflunarsamkomur, ef það horfir siðan á stóran hluta hagnaöar- ins renna beint i rikissjóð. Þessu þarf aö breyta og þvi fyrr sem þaö er gert því betra. MÓ Margir leggja á sig mikið sjálfboðastarf við að æfa og sýna leikrit. Rikið verður að hætta að skatt- leggja þetta sjálfboðastarf. A þessari mynd má sjá tvo félaga i Leikfélagi Sauðarkróks. — Ljós- mynd: Stefán Pedersen. Ríkisfyrirtæki á villigötu Allmikið hefir veriö rætt um það ráðslag Alafoss að keppa aö þvi aö selja litt unna ull úr landi, i stað þess að fullvinna hana hér heima. Lopa og bandútflutningur Álafoss er verulegur og nam yfir 400 milljónum fyrstu 11 mánuði s.l. árs. Formaður Félags islenzkra iðnrekenda hefir réttilega varað við þessari stefnu. Með þvi er verið að flytja atvinnu úr landi og þar að auki er verið að grafa und- an islenzkum framleiðsluvörum á þeim mörkuðum, sem byggöir hafa verið upp með ærnum kostn- aði og erfiði af ábyrgum aðilum á undanförnum árum. A sama tima sem Gefjun á Akureyri keppir að þvi marki, að fullvinna sem mest af gærum og eflir framleiðslu á pelsaskinnum og kápum, brýst Alafoss um á hæl og hnakka við að auka útflutning á lopa og prjónabandi. Ekki virð- isthirt um hvaö farsælast sé fyrir islenzkan iðnað og atvinnulif. Leitað er aöeins að þvi, hvað sé þægilegast og hver leiðin greiðust* til skyndiávinnings. Engar vegalengdir eru til hindrunar, engin leið of löng til þess að farin sé, ef hægt er að flagga með stundarhagnaði af viöskiptunum. Sala Islenzka hrá- efnisins frá Alafoss til Suður-Kór- eu er gott dæmi um flóttastefnu og skammsýni. Allir sem til þekkja vita, að mestar likur eru til þess, að islenzki lopinn komi aftur til Evrópu i flikum, sem prjónaðar hafa verið fyrir hér- umbil ekki neitt i Kóreu sam- kvæmt islenzkum fyrirmyndum. Slik vinnubrögð hafa rutt sér til rúms á ýmsum sviðum undanfar- in ár og grafið undan markaðs- stöðu trausts iðnaðar. Hvers er þá að vænta þegar efnt er til herferð- ar gegn islenzka ullariðnaöinum, eins og Alafoss stuðlar dyggilega að með framferði sinu. Afsakanir þær og mótrök, sem Álafoss for- ystan hefir borið á borð i fjölmiðl- um er léttvæg. Rökin standast ekki almenna reynslu. Framferði verksmiðjunnar er flótti frá is- lenzkri iðnaðarstefnu og raunar hættulegt frávik af réttri leið, sem hæglega getur orðið þeim til skaða, sem óhvikulir reyna að sækja á brattann. Starfsemi Ala- foss er á þessu sviði óskemmti- legur minnisvarði reistur á sjálfu ári iðnaðarins. Hvað veldur þessu háttalagi? Hvað er Álafoss og hverjir ráða stcfnu þess? Auðvelt er að svara hluta þess- ara spurninga. Álafoss er rikiseign. Alafoss er rikisfyrirtæki. En hverjir ráða stefnu þess liggur ekki ljóst fyrir. Fyrirtækið virðist hafa farið eigin leiðir i ýmsum efnum und- anfarin ár og einhvers konar sjálfstýring verið þar i notkun. Talið er að i fyrirtækið hafi verið ausið fé, stundum vegna tap- reksturs og einnig til fjárfestinga á sama tima og fjöldi iðnfyrir- tækja hefir sannarlega búið við þröngan kost. Alafoss var nánast fjölskylduhlutafélag sem rak á fjörur rikisins. Þar hefir það sog- ið sig fast og rikið situr með það. Engar teljandi upplýsingar hefir almenningur fengið um hag eða rekstur þessa rikisfyrirtækis. Ef leggja á niöur og selja rikisfyrir- tæki, hefði veriö eðlilegt að skoða Alafoss, ekki siður en Lands- smiðjuna og Siglósild. Ekki hefir heyrzt að þetta hafi verið til um- ræðu og nýtur Álafoss þess.ef til vill, að rikið hefir raunar ekki gengizt formlega við faðerni verksmiðjunnar. Þaö viröist ótvirætt aö Alaloss hefir villzt af leið I veigamiklum atriðum. Rikisfyrirtæki sæmir illa að vera i fararbroddi viö að flytja litt unnið hráefni úr landi og vinna á þann hátt i raun beint og óbeint gegn islenzkum hagsmun- um. i Skorri. Eflum islenzkan iönaö

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.