Tíminn - 27.01.1978, Qupperneq 16

Tíminn - 27.01.1978, Qupperneq 16
16 Föstudagur 27. janúar 1978. David Graham Phillips: 124 SUSANNA LENOX G JánHélgason ,ð* J — En hvað? , O-o, það var ekki neitt. — Það skiptir ekki heldur neinu máli, Einhverjir kvennaduttlungar ímynda ég mér. Sjáið þér hvernig orð min hafa raunhæfa þýðingu fyrir okkur tvö? — Haldiðáfram. Hún studdi olnbogunum á vagnhurð- ina og starði dreymandi út í rökkvaðan garðinn, sem þau óku gegnum. — Þér haf ið sjálfsagt ekki hugsað yður að vera þarna um alla framtíð fyrir tíu dali á viku? — Nei. — Eftir stuttan tíma myndi líka fara að kreppa að yður. Sýningarstúlkur láta fljótt á sjá. Það er allt of lýjandi starf. — Já, ég hef sannfærzt um það. — Og léleg leigukompa er að minnsta kosti það skásta, sem slikar stúlkur geta veitt sér. — Já, léleg leigukompa. — Jæja — og hvaðsvo? Hvað haf ið þér ætlað yður? — Ekki neitt. — Ekki neitt? Þá verðið þér að gera yður það Ijóst. Enginn kemur fótunum undir sig, nema hann setji sé eitthvert takmark. — Ég er fús til þess að vinna. Ég ætla að vinna baki brotnu. Ég er að vinna núna. — Auðvitað vinnið þér. Enginn getur lifað án þess að vinna. En þér gætuð eins vel sagt, að þér ætluðuð að anda eða borða — vinnan hefur engin áhrif á það, hvort fólk kemur undir sig fótunum eða ekki. Það er aðeins viss tegund vinnu, sem skiptir — að stef na að ákveðnu marki — vinna eftir föstum reglum. — Ég hef sett mér ákveðið markmið. En ég get ekki helgað mig þeirri baráttu strax. — Þarfnist þér peninga til þess? — Dálítilla peninga. — Eigið þér þá? — Nei, svaraði Súsanna. Ég verð að afla mér þeirra. — Með erfiðisvinnu? sagði hann háðslega, en þó græskulaust. Súsanna hló. „Það lætur skringilega í eyrum — finnst yður það ekki? sagði hún. — Nú ætla ég að segja yður annað, sem þér hafið kannski ekki tekið tillit til. Dettur yður í hug, að þér, svona falleg stúlka, getið komizt út úr myrkviðnum, án þess að greiða karlmönnunum, sem þér eigið undir högg að sækja hjá, toll af allri þessari fegurð? Nei, það getið þér reitt yður á, ástin mín. Ef þér væruð óf ríð, gætuð þér komizt upp i tuttugu eða tuttugu og f imm dali á viku með því að þræla nóg — það er að segja, ef vaxtarlagið af- myndaðist ekki áður. En við karlmennirnir látum ekki stúlku, sem er svona snotur, komast upp úr svaðinu með því móti. Skiljið þér mig? — Já. — Þetta eru ekki innantómar f ræðikenningar. Þetta er líf ið sjálft. Tökum okkur sem dæmi. Ég get orðið yður að liði — miklu liði. Ég get komið undir yður fótunum. Og ég er f ús til þess. Ef þér væruð karlmaður og mér gætizt svo vel að yður, að ég vildi hjálpa yður, myndi ég fá yður til þess að hjálpa mér. Það væri margt, sem ég myndi láta yður gera fyrir mig — sumt kannski ekki sem þokkaleg- ast, sumt jafnvel skitverk blátt áfram. Og þér mynduð gera það, sem allir ungir menn, er áfram vilja komast i heiminum, verða að gera. En nú eruð þér kona. Þá er ég f ús til þess að setja vægari kosti. En ég get ekki hjálpað yður, nema þér sýnið það, að þér virðið það einhvers við mig. Það yrðu aldrei giftudrjúg viðskipti — haldið þér það? Fá ekkert i staðinn fyrir það, sem ég léti að mörk- um, nema kannski: „O, ég þakka yður svo innilega fyrir þetta, kæri Gideon. Þetta var svo fallega gert af yður. Ég skal minnast yðar í bænum mínum. Væri það skyn- samlegt. — Nei, sagði Súsanna. — Jæja þá! Geri ég yður greiða, eigið þér að gera mér greiða á móti, ekki eitthvað sem ég kæri mig ekkert um, heldur það, sem ég óska. Er þetta ekki rétt? Skiljið þér mig? — Ég skil yður. Það var einhver hljómur, sem Gideon geðjaðist ekki meira en svo að, i svari Súsönnu, Eg vona, að þér gerið það, sagði hann harkalega. Það, sem ég segi getur gefið yður fötin utan á yður og peninga í vaxann — og öruggt brautargengi í líf inu —ef þér hagið yður rétt. — öruggt brautargnegi í lifinu, sagði Súsanna hugsandi. — Er þetta yðar svar? „Sei-sei, nei. Ég var bara að hugsa. — Um að ást sé allt, sem kona þarfnist til þess að verða hamingjusöm, gæti ég trúað? — Nei. Ást er — jæja ekki hamingja. — Af því að þér látið hana drottna yfir yður í stað þess, að þér eigið að drottna yf ir henni. Er það ekki rétt? — Ef til vill. — Þaðer augljóst. Nú skal ég segja yður dálítið, Lorna min góð. Þægindi, góð kjör, innstæða í banka eign og örugg staða — þetta er grundvöllurinn. Byggið á þess'um grundvelli, og þá haf ið þér reist hús yðar á klöpp. En ef þér treystið á ást og tilf inningar, þá byggið þér á santi. Skiljið þér þetta? — Ég veit, hvað þér eigið við. Hann reyndi að taka utan um höndina á henni. Hvað segið þér þá um þetta? — Ég skal hugsa um það. — Já. En þá verðið þér að vera fljót að hugsa, góða mín. Tækifærin biða sjaldan lengi fyrir dyrum úti.... Þér treystið mér ef til vill ekki — haldið þér kannski, að ég geri svo ekki nein kaup? — Nei, ég rengi yður ekki um það. — Þér getið líka verið alveg viss um það. Ég geri það, sem ég segist ætla að gera. Þess vegna hef ég komizt áf ram. Þess vegna mun ég halda áf ram að bæta aðstöðu mína. Nú ökum við í eitthvert gistihús. Hún vatt sér við og leit nú f raman í hann í f yrsta skipti, siðan hann hóf rökræður sínar um það, hvernig fólk kemstáfram í veröldinni. Augnaráð hennar var rólegt, spyrjandi. Það hefði níst sundur næmlyndan mann, er staðið hefði andspænis hinni ósigruðu konu. 3. Um hádegisbilið næsta dag barði María Hinkel á dyr hjá Súsönnu. Þegar ekki var anzað, opnaði hún dyrnar. Súsanna sat i náttfötunum við borðið undir glugganum, með hárið í óreiðu eins og hún hefði verið byrjuð að greiða sér, en hætt við það i miðju kafi. Hún leit hirðu- leysislega á Maríu — augun voru grá og daufleg og dökk- ir baugar kringum þau. „Þú gegnir ekki, Lorna. Ég ætlaði að fara inn og skilja eftir skilaboð til þín", sagði María. Hún forðaðist að horfa á hana. „Þú ert að sækja kjólinn og hattinn. Það er þarna". Og hún benti á óbælt rúmið, þar sem hún hafði f leygt kjóln- um og hattinum frá sér. hljóðvarp Föstudagur 27. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og frettir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Maöur uppi á þaki” eftir Maj Sjö- wall og Per Wahlöö.Ólafur Jónsson byrjar lestur þýöingar sinnar. 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Upp á lif og dauöa” eftir Ragnar Þorsteinsson. Björg Arnadóttir les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Söguþáttur Umsjónar* menn: Broddi Broddasonog Gisli AgUst Gunnlaugsson. í þættinum veröur rætt um sögukennslu á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. 20.05 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar tslands i Háskólabióikvöldiö áöur, — 21.05 Gestagiuggi Hulda Valtýsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.55 Kvöldsagan: „Sagan af Dibs litla” eftir Virginiu M. Alexine. Þórir Guöbergsson les þýöingu sina (5). 22.20 Lestur Passiusálma (4) Dalla Þóröardóttir stud. theol. les. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Afangar Umsjónarmenn: Asmundur Jónsson og Guöni RUnar Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 27. janúar 1978 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Prúöu leikararnir (L) Gestur i þessum þætti er leikkonan Madeline Kahn. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maöur SigrUn Stefánsdóttir. 22.00 Hver fyrir sig og guö gegn öllum. (Jeder fur sich und Gott gegen alle) Þýsk biómynd frá árinu 1974. Höfundur handrits og leik- stjóri Werner Herzog. Aöalhlutverk Bruno S., Walter Ladengast og Brigitte Mira. Áriö 1828 fannstungurmaöur á torgi i Nurnberg. Hann gat hvorki talaö né gengiö, en hélt á bréfi, þar sem sagöi aö hon- um heföi veriö haldiö föngn- um i kjallara alla ævi, án þess aö hann heföi haft hug- mynd um heiminn fyrir ut- an. Hann gat sagt eina setn- ingu: „Mig langaraö veröa riddari eins og faöir minn var — og skrifaö nafn sitt, Kaspar Hauser. Höfundur myndarinnar, Werner Herzog, hefur látið svo um- mælt, að Kaspar Hauser sé „eini maðurinn, sem vit- aðer til að „fæðst” hafi full- oröinn. Hann hélt sig vera einan i heiminum og leit á hlekkina sem eðlilegan lik- amshluta”. Þýöandi Vetur- liöi Guönason. 23.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.