Tíminn - 08.02.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1978, Blaðsíða 1
Þaö var mannfátt I þingsal Alþingishússins er ijósmyndara Tlmans bar þar að slödegis I gær enda var þá Irestun á þingfundi. En búast má viö aö þingmenn flykkist I sæti sln I dag til aö hlýöa á er rikisstjórnin leggur fram frumvarp sitt um gengisbreytingu. Timamynd Róbert Tilkynningar um gengis- skráningu að vænta í dag JB—Um klukkan hálfþrjú i gær- dag lauk fundi formanna stjórn- málaflokkanna og allra þing- flokkanna þar sem lagðar voru fyrir og samþykktar tillögur rikisstjórnarinnar i gjaldeyris- málum. I framhaldi af þvi mun rikis- stjórnin i dag leggja fram á þingi frumvarp um gengismunar- skráningu og aðrar ráðstafanir viö gengisbreytingar, þ.e. beinar peningalegar afleiðingar af gengisbreytingu. Verður frum- varpið rætt á þingi i dag og af- greitt á morgun. Þá mun rikisstjórnin leggja annað frumvarp fyrir þingið á fimmtudaginn. Fjallar það um hliðarráðstafanir i efnahagsmál- um, en að öðru leyti er efni þess ekki ljóst. Frumvarp þetta verður tekið til umræðu á föstudag en ekki afgreitt fyrr en eftir helgi. Þá var fjallað um gengisskrán- inguna á fundi hjá bankaráði Seðlabankans i gær og voru þar ræddar tillögur, sem fram hafa komið i þeim efnum. Ekkert var endanlega ákveðið á fundinum i gær og mun niðurstöðu ekki aö vænta fyrr en siðar i dag. Friðrik vann Ögaard — margar liflegar skákir í gærkvöldi SSt — Margar liflegar skákir voru tefldar I fjórðu umferð Reykjavikurskákmótsins, sem tefld var I gærkveldi. Skák- mennirnir fóru rólega af staö, en þegar leiö aö 30 leikja mörkunum jókst spennanog tlmahrakiö virtist breiöast út meöal keppenda eins og smit- andi sjúkdómur. Þannig lenti Browne I afarmiklu timahraki á móti Kuzmin, en gat bjargað sér á siöustu stundu. Smejkal, sem tefldi á móti Miles, lenti einnig I taimahraki en slapp naumiega. Ögaard fór sér allt of róiega á móti Friðrik, lék iililega af sér rétt áöur en hann náöi 30 ieikj- um og gafst síðan fljótlega upp. Guðmundur Sigurjónsson tefldi fjöruga skák á móti Polu- gaevsky með nokkrum svipting- um. Guðmundur tapaði peði um miðbik skákarinnar og eftir það saumaði Polugaevsky jafnt og þétt að honum og mátti Guð- mundur gefast upp i 36. leik. Önnur úrslit i fjórðu umferð voru sem hér segir: Helgi og Hort gerðu jafntefli. Miles vann Smejkal. Þá fóru i biö skák Margeirs Péturssonar og Jóns L. Árnasonar og hefur Margeir peð yfir. Kuzmin og Browne gerðu jafntefli. Skák Lombardys og Larsens fór i bið og er Larsen talinn hafa heldur betri stöðu. Að loknum fjórum umferðum er staðan á Reykjavikurskák- mótinu þannig: • 1 Browne 3 1/2 v. 2-3 Friðrik 3 v 2-3 Miles 3 v 4-5 Polugaevsky 2 1/2 v 4-5 Hort 2 1/2 v 6-8 Larsen 2 v og biðskák 6-8 Kuzmin 2 v 6-8 Guðmundur Sigurjónsson 2 v 9 Lombardy 1 1/2 v og biðskák 10 Helgi Ólafsson 1 v 11-12 Margeir Pétursson 1/2 v og biðskák 11-12 Jón L. Arnason 1/2 vinn- ingur og biðskák 13-14 Smejkal 1/2 v og ein skák inni 13-14 Ogaard 1/2 v og ein skák inni. Verðbólgu- nefnd lýkur störfum í dag ESE — Timinn hafði samband viö Guðmund G. Þórarinsson verk- fræðing, i gær, en hann á sæti i verðbólgunefnd og spurði hann hvort hann gæti varpað einhverju ljósi á það sem fram færii verð- bólgunefnd og til hvaða ráða yrði gripið i efnahagsmálum. Guðmundur sagði að hann gæti ekki gefið upplýsingar um það. hvað verðbólgunefnd myndi leggja til, því að fundum nefndar- innar væri ekki lokið, en þó væri það ljóst aö I tillögum veröbólgu- nefndar yrði einkum tekiö tillit til, annars vegar til vanda út- flutningsatvinnuveganna og hins vegar þeirrar þarfar að færa framtiðarskipulag efnahagsmála i ákveðinn farveg. Metsala Ögra í Þýzkalandí GV — í fyrradag seldi togarinn ögri RE, 241 tonn i Þýzkalandi fyrir 451 þúsund þýzk mörk, og reiknast það vera 47.3 milljónir á siðast skráða gengi. Þetta er hæsta sala i islenzkum krónum sem farið hefur fram, að þvi er Agúst Einarsson hjá Landssam- bandi islenzkra útvegsmanna tjáði blaðinu igær. Meðalverð var 195 krónur. I gær seldi Þórunn Sveinsdóttir VE 63 tonn einnig i Þyzkalandi fyrir 105 þúsund mörk og var meðalverö 174 krónur. Alþýðusambandið hefur ekkert frá ríkisstjórninni heyrt — fulltrúi Alþýðusambandsins i verðbólgunefnd skilar séráliti ESE — Miðstjórn Alþýöusam- bands Islands kom saman til fundar i gær vegna efnahags- málanna. A fundinum var fyrir- hugað að fulltrúi Alþýðusam- bandsins I verðbólgunefnd geröi grein fyrir störfum nefndarinn- ar og þeim tillögum, sem þar hafa verið til umræðu. Timinn ræddi stuttlega viö Björn Jónsson formann Alþýöu- sambandsins fyrir fundinn og innti hann eftir þvi hvort Al- þýðusambandið hefði fengið einhverjar ákveðnar tillögur til úrlausnar frá rikisstjórninni og ef svo væri i hverju þær væru fólgnar. Björn Jónsson sagði, að rikis- stjórnin hefði ekkert samband haft við Alþýðusambandið öðru visi en I gegn um verðbólgu- nefnd en bæði Alþýöusam- bandiö og rikisstjórnin ættu full- trúa þar. Björn kvaö það ljóst vera að afstaða þeirra hjá Alþýöusam- bandinu og afstaða rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum færi ekki saman og myndi full- trúi Alþýöusambandsins i verð- bólgunefnd skila séráliti á slöasta fundi verðbólgunefndar sem veröur i dag. Miöstjórn Alþýöusambandsins á fundi I gær. Tlmamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.