Tíminn - 08.02.1978, Qupperneq 9
Miðvikudagur 8. febrúar 1978
9
á víðavangi
Bragð er að . . .
Ýmsir áhugamenn um land-
búnaðarmál hafa á undan-
förnum árum látið i ljós
undrun yfir þeim ákafa sem
gripið hefur marga af forystu-
mönnum Alþýðuflokksins i
þeirri einkennilegu viðleitni
þeirra að gera islenzkan land-
búnað tortryggilegan og tor-
velda bændastéttinni að sækja
sér eðlileg lifskjör til sam-
ræmis við aðrar stéttir lands-
ins. Fullyrða má að áróður
nokkurra af foringjum
Alþýðuf lokksins hafi lagt
grunninn að þeim upphlaup-
um i þessum málum sem
öfgamenn til hægri i Sjálf-
stæðisflokknum hafa staðið
fyrir nú upp á sfðkastið, ekki
sizt i Dagbiaðinu i Reykjavik.
Nú er það að visu rétt, að
Alþýðuflokkurinn mun njóta
litils fylgis i sveitum landsins,
og er sjálfsagt I þeirri stað-
reynd að finna nokkra ástæðu
þesshvernig foringjar flokks-
ins margir hverjir hafa hagað
málfiutningi sinum.
A það skal lögð áherzla hér,
að forystumönnum Alþýðu-
fiokks eða annarra stjórn-
málafiokka verð-
ur ekki legið á hálsi fyrir það
að vilja ræða vandamál is-
lenzks landbúnaðar eða gera
tiliögur um nýjar aðferðir og
nýjar leiðir i ákvörðunum um
landbúnaðarmál. Vitaskuld er
það aðeins góðra gjalda vert
að menn vilji velta fyrir sér
framtið landbúnaðarins og
hugleiða með hverjum hætti
hún getur orðið þjóðinni allri,
efnahag hennar og bænda-
stéttinni til mestrar far-
sældar.
Finna þarf
nýjar lausnir
Þvl hefur ekki verið haldið
fram, t.d. af hálfu bændasam-
takanna, að núverandi skipu-
lag landbúnaðarmála sé hið
eina sanna og rétta kerfi.
Þvert á móti hafa málsvarar
bændastéttarinnar og þeirra
fyrirtækja, sem vinna úr land-
búnaðarafurðum, aftur og
aftur bent á það, að við tals-
verðan vanda er að etja, og að
þess er brýn þörf að fundnar
verði viðhíitandi lausnir er i
senn taki mið af réttmætum
hagsmunum bænda og þörfum
þjóðarbúsins.
Þvi miður hefur raunin ekki
orðið sú að málfiutningur
Alþýðuflokksmanna hafi
getað talizt skerfur til sllkrar
málefnalegrar umræðu um
landbúnaðarmálin. Má vera
að forsprakkar jafnaðar-
manna hafi gott eitt haft I
huga, en sé svo hefur þeim
mistekizt hrapallega og timi
til kominn að þeir leiðrétti
fyrri orð sin eins og þau hafa
verið.
t ljósi þess, sem á hefur
gengið I opinberum umræðum
um þessi mál, er það
fagnaðarefni þcgar eitt af
málgögnum Alþýðuflokksins
tekur landbúnaðarmábn upp
til skynsamlegrar umræðu.
Þetta gerðist aö nokkru leyti I
siöasta tölublaði Alþýðu-
mannsins á Akureyri, en þar
segir m.a.:
„Málefni bændastéttarinnar
hafa komið mjög við sögu að
undanförnu. Gegn bændum
hefur verið rekinn lítt Igrund-
aður áróður, þar sem þeim
hafa verið bornar á brýn hvers
konar vammir og skammir.
Sumt af þvi sem sagt hefur
veriö nálgast það að vera
sjúklegur óhróður, og er eins
og mönnum hafi ekki verið
sjálfrátt I skrifum sinum.”
Bragð er að þá barniö
finnur.
Kveða niður
en ekki
særa upp
Siöar I sömu grein vlkur
Alþýðumaðurinn að ýmsum
þeim vandamálum, sem upp
koma ef skyndilega er gjör-
breytt um skipulag land-
búnaðarmálanna. Það sem
blaöið segir um það efni hefur
margsinnis verið sagt hér i
Tlmanum. Þar er að sönnu
ekki um að ræða röksemdir
gegn breytingum yfirleitt,
heldur ábendingar um þaö, að
ganga verður gætilega til
verka og I áföngum, vegna
þess að skyndilegar umbylt-
ingar vekja upp fleiri
„drauga” en þær kveða niður.
Um þetta segir Alþýöu-
maðurinn m.a.:
„Til dæmis er ljóst, aö ef
blaðinu yröi snúið við i einu
vetfangi og breytt um kerfi
verðábyrgðar rikissjóðs
vegna útflutnings land-
búnaðarafurða, þannig að
útflutningsbætur lækkuöu
mjög i einni svipan, þá myndi
það hafa mjög alvarlegar
afleiðingar f för með sér fyrir
bændur.
Viðbrigöin yrðu svo mikil
og snögg, aö jafnvel enn
alvarlegri vandi myndi
skapast i iandbúnaðarmálum,
— sá vandi, að ekki yrði með
nokkru móti únnt að losna við
verulegan hluta af framleiðslu
búvara, einkum sauðfjár-
afurða, sem yröi að sjálfsögöu
mikið áfall fyrir bændastétt-
ina og myndi án efa riða bú-
skap margra bænda að fullu."
Einhver stund mun að visu
liöa áöur en Alþýðumaðurinn
verður tekinn sem áreiðanieg
heimild um hagsmunamái
islenzks landbúnaðar. Hins
vegar er þvi ekki að neita, að
tónninn iþessum skrifum hans
lofar góðu um framhaid ef
námfýsi er næg. Astæða er
ekki sizt til þess að hvetja for-
ráöamenn Alþýðuflokksins i
Reykjavik til aö fyigjast vel
með framförum Alþýðu-
mannsins á Akureyri á þessu
sviöi, ef þeim verður þá að
fagna.
JS
Smá athugasemd frá
Páli Lindal vegna
greinargerðar, sem
birtist í gær
Ég hafði satt að segja vonað,
að með greinargerð minni, sem
birtist i blaðinu i gær, væri lokið
af minni hálfu heldur
óskemmtilegum ritstörfum
varðandi mál, sem mér og min-
um nánustu hefur verið velt upp
úr siðastliðna tæpa tvo mánuði.
1 morgun kl. 11.00 barst mér
einkabréf frá Jóni G. Tómas-
syni skrifstofustjóra borgar-
stjórnar, þar sem hann segir, aö
fréttatilkynningin ásamt allri
syrpunni um mig, sem birtist i
blöðunum s.l. laugardag hafi átt
að boðsendast mér „með hraði”
eftir að borgarráðsfundi lauk kl.
15.00 s.l. föstudag. Hafi þessi
gögn verið látin I póstlúgu
heima hjá mér kl. 16.05 eöa þvi
sem næst, „þar sem hringingu
var ekki svarað”. Tengdamóðir
min, Hulda A. Stefánsdóttir, var
heima á þessum tima og varð
einskis vör, fyrr en rétt fyrir kl.
17.00, en einmitt þá kom ég heim
frá starfi minu.
Ég brá þvi við skjótt og gekk
frá kærunni á borgarendurskoö-
anda og fleiri, sem fóru i læstar
hirzlur minar og kom henni I
blöðin milli kl. 19.00-20.00. 1
þeim leiðangri sá ég alla syrp-
una, ásamt bréfi undirrituðu af
Jóni. Ég spurði, hvenær þetta
hefði komið og var mér svarað,
að það heföi verið upp úr þrjú.
Út frá þessu og reynslu af
ýmsu fólki, sem ég hef alger-
lega treyst hingað til, taldi ég,
að Jón G. Tómasson hefði staðið
fyrir ákaflega ódrengilegu at-
ferli gagnvart mér að þessu
leyti.
Vegna gamallar vináttu og
áratugs samstarfs, féll mér
þetta sérstaklega illa.
Ég hef hins vegar ekki þá
reynslu af Jóni, aö ég telji rétt
að útmála hann ódrengilegan
mann i þessu efni, eftir að bréf-
leg skýring hans liggur fyrir.
Mér sýnist, að hér sé frekar um
að ræða mistök i útsendingu.
Þvi vona ég, að lesendur meti
Jóni G. Tómassyni þetta ekki til
ámælis. Það væri mér vissulega
móti skapi.
Allt annað, sem I greinargerö-
inni segir stendur óhaggað, að
þvi er ég tel eftir beztu sam-
vizku.
Ritvilla var I handriti minu,
sem mátti misskilja. Ljósrit af
bréfi Þorkels Valdimarssonar
fékk ég frá Úlfari Þormóössyni
blaðamanni eins og áritun á
ljósriti bar með sér, en þau ljós-
rit fóru til allra blaðanna.
Ritstörfum minum um þetta
„mál” er hér með algerlega
lokið, nema eitthvaö alveg sér-
stakt tilefni skapist.
Reykjavik, 7. febrúar 1978,
Páll Lindal
Hóffjaðrir nr. 6, 7 og 8
Sendum gegn póstkröfu
&
Stofnað 1903
Ármúla 42 — Hafnarstræti 21
Til sölu
Scania '76
Girkassi, blokk, öxlar, fram-
fjaðrarhengsli, framfjaðrir i
76-110, felgulyklar, hedd-
plönuð með ventlum, oliu-
verk i ’76, oliuverk i ’55
stýrismaskina, búkkadæla
og mótor, sturtudæla, kúpl-
ingspressa og diskur, húdd
og hliðarstykki, oliutankur,
drifsköft i sturtuúrtök, sex-
torsarmur, hurðarskrá,
vökvadrifin olnbogabóma,
ný, fyrir bilkraná.
Sfmi 3-37-00
Elliheimilið á Húsavík:
Byggt i samvinnu við
nágrannasveitarfélögin
SJ — 1 grein í sunnudagsblaði
Timans um Húsavik urðu mistök i
frásögn af verklegum fram-
kvæmdum i kaupstaönum. Elli-
heimili er þar í byggingu i sam-
vinnu við nágrannasveitarfélögin,
frá Raufarhöfn allt til Ljósa-
vatnshrepps. Gagnfræðaskólinn
er hins vegar byggöur af Húsa-
vikurbæ einum. Þá skal þess get-
iðað mynd frá höfninni, sem birt
var i blaðinu nýlega er nokkurra
ára gömul og hafa oröið talsverð-
ar breytingar á hafnarsvæðinu
siðan.
Staða
rannsóknamanns
við Hafrannsóknastofnunina er laus.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist Haf-
rannsóknastofnun fyrir 20. febrúar n.k.
Hafrannsóknastofnun
Skúlagötu 4 — Reykjavik — Simi: 20-240
Lokunarmaður
Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða lok-
unarmann.
Rafiðnaðarmenntun æskileg en annað
kemur einnig til greina.
Umsóknum skal skila á sérstökum um-
sóknareyðublöðum fyrir 14. febrúar til
Rafveitustjóra sem veitir nánari upplýs-
ingar um starfið.
Rafveita Hafnarfjarðar.
Stúlka
sem er með dreng á 3ja ári, óskar eftir að
komast á gott sveitaheimili sem ráðskona.
Simi 1-98-09, Reykjavik.