Tíminn - 08.02.1978, Síða 10

Tíminn - 08.02.1978, Síða 10
10 Miðvikudagur 8. febrúar 1978 Miðvikudagur 8. febrúar 1978 MÍlElí 11 Gunnar Hjaltason, gullsmiður og myndlistarmaður, opnaði á laugar- dag sýningu á málverkum og kjörgripum úr silfri f kjallara Norræna hússins. Gunnar Hjaltason er kunnur fyrir myndlistarstörf sín og gullsmiði, en hann hefur sntiðað marga gersemi um dagana. Sýning hans verður opin út þessa viku og henni lýkur á sunnudags- kvöld. JG. Stórmerk sýning að Kj arvalsstöðum Guðbergur Auðunsson opnaði um helgina málverkasýningu að Kjarvalsstöðum, og eru þá fjór- ar sýningar þar i gangi, sam- timis. Guðbergur Auðunsson er fæddur árið 1942, og stundaöi nám við Kunsthaandværkskolen i Kaupmannahöfn árið 1959-1963, vann siðan við teikni- störf i New York 1964-1965, en hefur siðan fengizt viö aug- lýsingagerð, þar til fyrir tveim árum eöa svo, aö hann snéri sér að málaralistinni. Hann var við nám i málaradeild Myndlista- og handiðaskólans, veturinn 1976-1977. bað er dálitið um það, að menn togist milli auglýsinga- teiknunar og myndlistarstarfa. Margir læra auglýsingateikn- ingu, þá stundum fyrir foreldra sina, sem vilja fá „eitthvað öruggt’’ út ur myndlistarnám- inu. Aðrir verða kennarar og kenna börnum og unglingum. bess eru nokkur dæmi, að menn úr hliðargreinum, þ.e. auglýsingum og kennsiu, komi að óvörum með góðar sýningar. Má þar minna á merkilega vatnslitasýningu Torfa Jóns- sonar um árið og fleira mætti telja. Sýning Guðbergs Guðbergur Auðunsson, gerir þetta lika, en hann gerir fleira. Hann er með mikinn farangur úr auglýsingaferli sinum, sem er óvenjulegt. Ég held að þetta sé einhver áhugaverðasta byrj- endasýning sem ég hefi séö. Guðbergur kann til verka, hann beitir verkkunnáttu aug- lýsingamannsins og gerir kröf- ur til gæða i útfærslu. Hann þekkir letur og fjölföldun, stækkun og minnkun forma út i hörgul, og lætur ekkert „kauða- legt” frá sér fara. Myndir hans eru sterkar, fágaðar og vel málaðar. bað sem sérstaka athygli vekur, er að Guöbergur Auðuns- sonerá svipaðri leið og nokkrir af yngri málurum okkar, sem gera collage-myndir úr misjöfn- um, aðfengnum snifsum. Guð- bergur Auðunsson málar aðeins fólk í listum þessar myndir, og hann sýnir okkur um leiö, að meö nægjan- legri kunnáttu, má ná sömu áhrifum og i collage-myndum á þennan hátt, en kostirnir eru þá auðvitaö þeir, að myndirnar komast i varanlegan búning, eða ljósekta, en vantrú á varan- leika limefna og aöskotahluta er aldrei of mikil. baðer ekki minnsti vafi á þvi, að Guðbergur færir sér tækni auglýsingamannsins i nyt út i hörgul. Hann yfirfærir föng sin úr einu efni i annaö. Hann gerir sér grein fyrir möguleikum letursog leturstærðar innbyrðis og myndir hans eru aldrei „billegar”. barna er þó ekki aöeins að finna myndir, sem sverja sig i ætt við collage myndir unga fólksins, og ættu að hvetja það til þess að beita penslinum meira en skærunum. barna sjá- um við venjulegar, málaðar ab- straktmyndir, sem eru vel grundvallaðar i formi og lit. Ennfremur þröng myndefni, eins og t.d. Hringur Jóhannes- son, hefur tileinkað sér upp á siðkastið, mynd af vegvisi vest- ur i Ameriku, og fleira mætti telja, en allar eiga þessar myndir það sameiginlegt, að þær eru unnar af kunnáttu og kostgæfni. Mér kemur ekki til hugar að halda að þetta sé endanlegt framlag Guöbergs Auðunssonar til myndlistarinnar. Hér hefur veriö bent á að ýmsar ytri að- stæður, ný föng og nýja mögu- leika til myndgerðar. Hin subbulega nýlist, sem hingað hefur borizt, komin að fótum fram úr húsi Picasso, Braq og Dadaistanna, hefur nú eignazt nýja von, semsé þá, að það er lika hægt að mála þessar myndir — aðeins ef menn kunna til verka. bað er ábyrgðarhluti að skrifa illa um fólk, sem heldur sýningar Óverðskuldað lof er þó enn hættulegra ef nokkuð er bað sem hér er sagt, verður að skoða i þvi ljósi, að hér er um frumraun manns að ræða, sem lengi hefur fengizt við myndlist, — en á ööru sviði þeirrar listar. Við teljum þetta ekki endan- legt framlag, eins og áður sagði, en á hinn bóginn mjög kærkom- ið. Jónas Guðmundsson Guðbergur Auöunsson. 1 eftirfarandi grein vill undir- ritaöur gera grein fyrir viöhorf- um sinum til sumra þeirra mála landbúnaöarins, sem svo mjög hafa veriö til umræöu á siðast- liðnu ári og lengur þó. bau sjón- armiö, scm fram veröa sett, eru ekki sérstaklega svarfdælsk eöa eyfirsk. bau eru einkasjónarmiö undirritaös, sem vonar þó aö margir bændur og aðrir utan bændastéttar geti á þau fallizt. Árið 1977 var islenzkum land- búnaði hagstætt að þvi er tiðarfar snertir. A veturnóttum munu bændur landsins hafa átt fleiri fóðureiningar i hlöðum sinum og öðrum heygeymslum en áöur eru dæmi til. bó að ekki séu fyrir hendi tölu- legar upplýsingar má þó ætla, að fjárhagsafkoma margra bænda hafi verið góð. bað er hins vegar fullvist aö afkoman hefur verið ákaflega misjöfn manna á milli og e.t.v. lika héraða á milli, þótt það sé ekki eins ljóst. Ýmsir bændur hafa örugglega haft ágæta afkomu, en aðrir, og alloft margir, eiga i miklum fjárhags- erfiðleikum og berjast vonlítilli, og sumir vonlausri baráttu með skuldafarg á baki. barna er eitt af stóru vandamálum landbúnað- arins: Hvernig er unnt á hag- kvæmastan hátt að létta undir meö þeim bændum, venjulega ungum bændum, sem nú og fram- vegis hljóta að standa undir þungum byrðum stofnkostnaöar viö búskapinn? baö verður aldrei gert meö verðlagningu fram- leiðslunnar einni saman. En leiðir eru auðvitað til og þær hentug- ustu þarf að finna og það fljótt. bó að liðiö ár hafi aö mörgu leyti verið landbúnaðinum gott ár þá er alveg vist að bændur al- mennt munu ekki minnast þess með sérstakri ánægju. Astæöur þessa eru fleiri en ein og fleiri en tvær. Skal hér vikið aö sumum. A liönu ári faigu allar launa- stéttir þjóðfélagsins mjög mikla launahækkun, sem a.m.k. i bráð- ina hef ur aukiö til muna kaupgetu þeirra. bað er almenn skoðun bænda, studd óyggjandi tölum að verökerfi landbúnaöarins hafi ekki tryggt þeim samsvarandi og „lögfesta” rauntek juhækkun þannig að bilið milli þeirra og launþega hefur gleikkaö. Slikt ei ekki fallið til aö vekja ánægju. Á árinu 1977 tóku að hrannast upp svartar blikur i markaðsmál- um landbúnaðarins. Ekki einasta spillti hin ofsalega verðbólga hér á landi okkar góöa, skandi- naviska markaöi fyrir dilkakjöt, sem verið hefur útflutningsvara frá landbúnaði (fyrir utan unnar vörur úr ull og skinnum), heldur varð mikill samdráttur i innan- landssölu einkum að þvi er varö- ar smjör og kindakjöt. Hinar illu afleiöingar þessa til samans eru stóraukin þörf fyrir útflutnings- bætur úr rikissjóði og uppsöfnun birgða einkum smjörbirgða. betta er bændum mikið áhyggju- efni. Iljörtur E. bórarinsson. bá er ótalið það, sem i hugum bænda mun varpa dekkstum skugga á liðið ár. bað er aukin og ofsafengin gagnrýni ákveöinna aðila á isl. landbúnað, gagnrýni sem með réttu má likja við of- sóknir, slikar hafa öfgarnar verið. bað hefur reynt allmjög á andlegan styrk og siðferöisþrek sveitafólksins aö þurfa aö þola þá raun og þá auðmýkingu, sem i þvi felst að ósvifnir blaðaútgefendur skuli geta, meö rikisútvarpiösem þægt og þægilegt tól i höndunum, sent sinar privat, landbúnaöar- fjandsamlegu skoðanir inn á hvert heimili i landinu eins oft og dagar ársins endast til. bað er hart fyrir fólk, sem vinnur i sveita sins andlits að móöurat- vinnuvegi þjóðarinnar, og allra þjóöa, að þurfa að sæta móðgun- um og álygumfrá samborgurum, sem valiö hafa sér þægilegra og ábatasamara hlutskipti og hafa i krafti peninganna komið sér upp eigin fjölmiðli og smeygt sér fyrirhafnarlaust inn i Rikisút- varpiö með öfgar sinar og mis- túlkanir á málefnum landbún- aðar. Núerauðvitaðekkisvoað skilja að öll gagnrýni á hendur landbún- aöi sé óréttmæt eða af illum hvöt- um sprottin. Bændur hljóta að viðurkenna að ýmsu er ábótavant i atvinnuvegi þeirra. En sú gagn- rýni sem leitast við aö innpraita meö bæjarbúum þeirri skoöun að landbúnaöur sé ómagi, og það ónauösynlegur ómagi á þjóöinni, er vissulega af illum hvötum sprottinn. Hverrar ættar er óhróð- urinn? bað má vera sveitafólki til hughreystingar, og það skal und irstrikað hér, að þessi tegund gagnrýni er ekki ættuð úr röðum hins óbreytta, vinnandi manns til sjós og lands á tslandi. Hún er ættuð úr hægri kanti stjórnmál- anna i höfuðborg okkar, Reykja- vik fyrst og fremst, þar sem sumt Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn: ORÐ 1 BELG UM LANDBÚNAÐ fólk er komið svo langt frá gras- rótinni, að það veit ekki iengur hvaðan þaö fær næringuna. bað er nauðsynlegt að bændur og aðr- ir átti sig á þvi að þessi landbún- aðarfjandskapur er hluti af breið- ari stjórnmálalegri hugsun, sem er að þróast i okkar stóru höfuö- borg og þar um slóðir. Hluti af henni er það, sem kalla mætti andbyggðastefnu. Sú stefna lítur óhýru auga pólitiska viðleitni til að efla atvinnu og byggð út um land. Henni er meinilla við sam- vinnuhreyfinguna, sem á megin- styrksinn þar. Og hún hefur and- úð á þeim dreiföa smárekstri, sem heitir landbúnaður, og er snar þáttur i sannri byggða- stefnu. Náskyldþessu er og sú kalrifj- aða peningahyggja, sem kennir að lögmál samkeppninnar skuli ráða óheft i atvinnu- og viðskipta- lifi og að allur peningursé jafn- góður hvaðan sem hann kemur. Samkvæmt þeirri stefnu mælir t.d. alltmeðogekkertgegn þvi að taka leigugjald fyrir herstöðvar hér. Samkvæmt henni er lika sjálfsagt að notfæra sér ódýrar umframbirgöir matvæla frá Efnahagsbandalagi Evrópu eða N-Ameríku þegar til falla. Ef þaö skyldi i leiðinni leggja að velli is- lenzkan landbúnaö, þá þaö. það hefur farið fé betra aö þeirra dómi. bað er þýðingarmikið að bændastéttin dragi af þessu rétt- ar ályktanir og hugleiði vel hvar helst mun stuðnings að vænta tii aö stettin megi njóta virðingar, öryggis og þjóöfélagslegs réttlæt- is og hvar sliks stuðnings má aldrei vænta. Markaðsvandamálin Vikjum þá að markaösmálun- um. Ennþá eigum við kost á markaði á Norðurlöndum fýrir allt dilkakjöt, sem við höfum af- lögu. Fyrir nokkrum árum var þessi markaður svo hagstæður að ekki munaði miklu aö hann gæfi okkur jafngildi innanlandsverðs (grundvallarverð) fyrir kjötið. A fáum árum hefur islenzka verð- bólgan, ásamt með vissum, norskum aðgeröum i verölags- málum, gjörspillt þessu ástandi svo, að sá markaður gefur okk- urnú ekki einu sinni hálft innan- landsverðið. Svo slæmt sem þetta er þá er hitt þó verra og óvæntara að heimamarkaðurinn hefur brugð- ist i nokkrum mæli. bjóðin hefur dregið við sig kindakjötsneyzlu. Og ekki nóg með það, hún hefur lika minnkað við sig neyzlu smjörs og nýmjólkur. Bændur standa þvi óvænt frammi fyrir miklum vanda. I stað þess sem við hefði mátt búast, að neyzla þessara vara ykist i takt við fólksfjölgun þ.e. svo sem 1,5% á ári, þá dregst hún á skömmum tima saman um margfalt það magn. Samtimis hefur fram- leiðslan aukizt verulega, einkum mjólkurframleiöslan. Allt þetta hefur óhjákvæmilega leitt til mikillar aukningar á út- flutningi bæöi á kjöt- og mjólkur- vörum og um leið á m jög aukinni þörf á útfluntingsbótum. Hvað er til ráða? Útflutningsbætur eru óvinsælar það þýðir ekkert að loka augun- um fýrir þvi. bað þarf þvi ekki að búast við að þær verði auknar frá þvi, sem nú er. Miklu fremur má búast við að þær verði lækkaðar prósentvls og/eöa fyrirkomulagi þeirra breytt. Um samdrátt i innanlands- neyzlu sumra búsafuröa hefur mikið verið rættog ritað ma. um þátt lækna og manneldisfræðinga i honum svo og hlut fjölmiðla i málinu. Rætt er um aö hefja gagnsókn og snúa þróuninni við. bó að kenningar sumra þeirra manna, sem mest tala um mann- eldismálin, séu næsta hæpin vis- indi og byggð á ótraustum grunni þá liggja þó fyrir vissar staðreyndir, sem bændur veröa að sætta sig við og reyna aö bregðast við á skynsamlegan hátt. Minnkandi eftirsókn eftir feitmeti er staðreynd og það eru hreint engar likur til að á þvi verði breyting i bráð og liklega heldur ekki i lengd. Matvæli úr dýrarikinu af hæsta gæðaflokki, og það eru islenzk matvæli óum- deilanlega, eru dýr bæði hér og annarsstaðar. bau verða þvi fyrst og harðast úti ef fólk telur sig þurfa eða vill spara. betta hefur án efa bitnað á búvörum okkar allra siðustu árin. Nú heyristoftsagt, og étur hver eftir öðrum, að i raun og veru sé ekki um að ræða neina offram- leiðslu landbúnaðarafurða á ts- landi. Meinið sé bara það að kaupgetu almennings sé haldið svo niðri að menn hafi ekki efni á að kaupa þau matvæli sem þeir vildu og myndu gera, ef getan væri meiri. bessi kenning er ætt- uð úr vinstri herbúðum stjórn- málanna og er þátturí áróðurs- tafli stjórnmálamanna. Rétt er það án efa að meira yrði neytt af dýrustu matvælategundunum, ef enginn þyrfti að hugsa um verðið, einkum af smjöri. Eigi að siður er þessi kenning fjarstæða. óhugs- andi er að kindakjötsneyzla myndi aukast um 60% eða meira þó tt allir heföu gnægð peninga. Arið 1977 var hún yfir 40 kg á ibúa. Sömuleiðis ervarla hugsan- legt að allri mjólkurframleiðsl- unni yrði torgað innanlands þvi neyzlan þyrfti þá að aukast um jafngildi 1-2000 tonna af osti og smjöri. bað er illa gert að ala á þeirri sjálfsblekkingu að allt væri i lagi ef aðeins kaupgeta almenn- ings væri „eðlileg”. Offramleiðsla er stað- reynd bað er reyndar vafamál hvort kindakjötsneyzla ykist að nokkru ráði þótt allir hefðu fullar hendur fjár. bað er allt eins liklegt að eftirspurnin beindist þá öllu fremur að öðrum kjöttegundum þ.á.m. og ekki sízt aö úrvals nautakjöti. Hér skal i þessu sam- bandi sett fram sú skoöun að mjög æskilegt væri að bændur i beztu mjólkurframleiösluhéruð- um (td. Suðurl., Eyjaf., Borgar- firði, Skagafiröi), sneru sér i ein- hverjum mæli og meiri en nú er, að framleiðslu nautakjöts, eink- um af holdablendingum, með- fram mjólkurframleiðslunni, en drægju að sama skapi úr sauð- fjárrækt. bað hefði a.m.k. tvennt gott i för með sér: það yki fram- boð á kjöti, sem nýtur vaxandi vinsælda og er framleitt með is- lenzku fóðri, er i sannleika is- lenzkt kjöt, og jafnframt gæfi það sauðfjárrækt i öðrum héruðum meira svigrúm. Slikt væri enn- fremur i góðu samræmi við meg- inniðurstööur gróður- og beitar- þolsrannsókna og skynsamlega landnýtingarstefnu. (Eyjafj. er þó ekki talinn ofsetinn sauðfé). Offramleiðsla landbúnaðaraf- urða er staðreynd, þaö er engum til góðs að látast ekki eða vilja ekki skilja það. bá er með orðinu offramleiðsla einfaldlega átt við að framleiðslan sé framyfir neyzluþörf þjóðarinnar sjálfrar. bað verkefni, sem framundan er, er að finna leiðir til að hemja hana og beina henni inn á heppi- legustu brautir. Að takmarka mjólkur- framleiðslu bað er skoðun undirritaðs að bráðnauösynlegt sé og öðru mikilvægara að finna leiðir til að halda mjólkurframleiðslu sem allra næst innanlandsþörfinni. betta er svo mikilvægt vegna þess að útflutningur mjólkuraf- urðamáhelst enginnveraeða svo litill að engu nemi. bað mundi gefa okkur frjálsari hendur með útflutning sauðfjárafurða. Rökin fyrir þessari skoðun eru einföld. baðerstaðreynd, sem fá- ir treysta sér til aö véfengja að ull, islenzk ull, er ásamt sauðar- gærum ómissandi hráefnisundir- staða undir afarmikilvægun og heppilegum útflutningsiðnaði. búsundir manna hafa framfæri sitt við þennan iðnað, sem fram fer i stærri eða smærri rekstrar- einingum hringinn i kring um land. Af þessari ástæðu er frá þjóðhagslegu sjónarmiði æski- íegt að sauðfjárrækt dragist ekki saman I heild. betta er sterk þjóðhagsleg réttlæting f yrir mik- illi sauðfjárrækt en jafnframt fyrir miklum útflutningi og ef þess gerist þörf, miklum opinber- um greiöslum vegna útflutts kindakjöts, sem hlýtur að fylgja mikilli gæru- og ullarframleiðslu. önnur rök eru svo þau að meö tilliti til viðhalds byggöar má alls ekki draga saman sauðfjárrækt á stórum svæöum viöa um land. baö á aö mega treysta þvi aö allir þeir, sem ekki eru haldnir annar- legri andúð á landbúnaði muni fallast á þessi rök og samþykkja að rétt sé og nauösynlegt aö búa sauðfjárræktinni tryggan tilveru- grundvöll, sem m.a. felst i tryggingu gegn skakkaföllum af of lágu markaðsveröi erlendis. Vanhirða á ull er dauða- synd. Hér verður að skjóta því inn að auðvitað fellur þessi röksemdar- færsla dauð og ómerk ef ullin er ekki hirt. Og hér verður það að segjast hreinlega að það búskap- arlag, sem enn viögengst i sum- um héruöum þessa lands, að hirða ekki ullina eða að gjörspilla henni meö haustrúningi eöa ann- arri vanhiröu er óréttlætanlegt. Fýrir slikan búskap er erfitt fyrir stéttarsamtök að gerast mál- svari. Eða hvað mundi sagt um þann kúabónda, sem hirti aðeins mjólkina en léti allt tilfallandi kjöt fara á ruslahuginn? t gild- andi verðagsgrundvelli er kjöt þó aöeins 7,5% af heildarafurðum nautgripa en ullin er 8.5% af af- urðum fjárins. Að hafa taumhald á mjólkurframleiðslunni Ef menn geta verið sammála um þessa stefnu, þ.e. að hnitmiða beri mjólkurframleiðsluna sem mest við þörf heimamarkg|)arins, þá er komið að þvi mikla álita- máli, sem bændur hafa deilt um ;nnbyrðis og ályktaö um til ým- issa átta: Hvernig á að stjórna framleiöslunni? bað vill nú svo til að það á að vera miklu þægilegra að stýra mjólkurframleiðslu til samræmis viö árlega þörf heldur en öðrum búfjárafurðum. Islenzk nautgriparækt notar nú a.m.k. 40 þús. tonn af innfluttu kjarnfóðri á ári. Fræðilega séð svarar þetta fóður til nálega allrar mjólkur sem til samlags berst i landinu. Einfaldasta leiöin til að stjórn mjólkurmagninu ætti að vera sú að hreyfa til verð þessarar rekstrarvöru. Margt mælir með að sú leiö sé farin. bess hefur lengi verið þörf en kannski ekki nauðsyn. Nú er það nauðsyn, þvi eins og komið er markaðsmálum hafa islenzkir bændur ekki efni á að veita akuryrkjubændum á meginlandi Evrópu þá atvinnu sem það er að rækta korn til aö framleiða mjólkina á tslandi og fá þvi til stuðnings stórar fjár- fúlgur úr opinberum sjóðum E.B.E. Margir halda þvi fram aö verð- hækkun kjarnfóöurs þurfi aö veröa gifurleg, 100% eða meira, til þess aö hún verki i átt til sparnaðar. bessu verður ekki trúað aö óreyndu. Hófleg verð- hækkun kjarnfóðurs ásamt þvi umtali, sem oröið er og áfram heldur, hlýtur að bera nokkurn tilætlaöan árangur og þess ber aö minnast að hér er ekki þörf stórr- ar sveiflu. Ötakmarkaður aögangur aö niðurgreiddu, erlendu kjarnfóðri er ekki blessun fyrir islenzkan landbúnað, miklu fremur hið gagnstæða. betta er sagt m.a meöþað i huga hvaða áhrif hann hlýtur að hafa á þá áherzlu eða áherzluleysi, sem bændur al- mennt leggja á fraieiðslu gæða- fóðurs af eigin jörðog ennfremur hvaöa áhrif hann hlýtur að hafa á grænfóðuriönaöinn, sem er vaxt- arbroddur i'slenzks landbúnaðar. Annaö mál er það hvernig nota skal kjarnfóðurskatt. Augljóst er að hann kemur að mestu leyti sem álag á mjólkurframleiðslu. bvi er erfitt aö hugsa sér að hann verði notaður til að greiöa halla á útflutningi frá sauðfjárrækt. Til- laga Eyfiröinga o.fl. um að nota hann, ef til kæmi, til að greiða niður tilbúinn áburð er allrar at- hygli verð. En þá verður sauð- fjárræktin væntanlega að leggja eitthvaö samsvarandi af mörkum i sama skyni. Aðrar leiðir til takmörk- unar Kvótafyrirkomulag af ein- hverju tagi kemur vissulega lika til greina til takmörkunar mjólk- urframleiðslu og þá ekki siöur .sauöfjárframleiðslu, ef og á með- an hennar gerist þörf. Hér er ekki rúm til að ræða um þessa hlið málsins. Aðeins skal sögð sú skoðun að það væri létt og útláta- litið fyrir margan mjólkurfram- leiðandann (en alls ekki alla) að minnka framleiðsluna um segj- um 5-10%. bað mundi t.d. mega gera með nokkrum kjarnfóður- sparnaði og þó liklega öllu frem- ur með þvi að leiða í sláturhús eina eða fleiri kýr, þá eða þær kýr sem minnsta gefa eftirtekjuna. Og þó mundi hygginn bóndi lik- lega beita báðum aðferðunum i þeim hlutföllum, sem honum hentaði. Álagning verðjöfnunargjalds er alltaf opin leið sem ekki má skirr- ast við að fara, einkum gagnvart kindakjöti, þegar nauðsyn krefur. Að snúa vörn í sókn Bændur eru i dag áhyggjufullir útafþeim málum, sem héreru til umræöu. beir eru sárir og óöryggir um framtið sina og stéttarinnar ekki sizt vegna hinn- ar miskunarlausu og ofsókna- kenndu gagnrýni, sem þeir hafa mátt þola. Samt á svartsýni ekki rétt á sér. A þessu nýbyrjaða áriþarf aö snúa vörn i sókn bæði efnahags- lega ogsiðferöislega. En slik sókn stéttarinnar til bættra og jafnari kjara og aukinnar viröingar I þjóöfélaginu mun ekki bera ár- angur.nema samtök hennar sýni að þau hafi sjálf vilja og getu til aðtakastá viðinnrivandamál, en þar eru framleiðslumálin efst á blaöi. Stéttarsambandið og Framleiðsluráð verða að sýna þrek og stefnufestu þó að ósam- stillt viðbrögð hinna óbreyttu liðsmanna geri þeim erfitt fyrir. Alþingi og rikisstjórn veröa aö sinu leyti að gera þaö, sem gera þarf, til þess aö Framleiðsluræaö geti tekið nauðsynlegar ákvarð- anir. Sjálfir verða bændur, meö at- beina ráöunauta sinna, nú fremur en nokkru sinni fyrr aö beina allri athygli að hinni hagrænu hlið bú- rekstursins i þvi skyni að minnka tilkostnaðinn án þess að minnka að sama skapi nettótekjur búsins, bæta fóðurframleiðsluna, draga úr ofvélvæöingu svo það sé nefnt, sem sennilega er einna mest ábótavant. Meö hyggilegum ákvöröunum Stéttarsambands og eðlilegum stuðningistjórn,valdaaö viðbættri óhjákvæmilegri samvinnu bænda sjálfra á markaösvandinn aö geta horííð fljótt og til frambúðar. Og hvað snertir áróðursmeist- arana, sem misst hafa jarðsam- band við land sitt og vilja land- búnaö feigan, þá er það öldungis vist að þegar enginn man nöfn þeirra lengur eða kærir sig minnsta hót um að vita hvaö þeir höfðu til mála að leggja, þá held- ur landbúnaður áfrari) aö blómg- ast i islenzkum sveitum þjóðinni til hags og heilla. Janúar 1978 H.E.b.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.