Tíminn - 17.02.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.02.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 17. febrúar 1978 FRUMVARP UM KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS OG KVIKMYNDASJÓÐ A alþingi i gær mælti Vilhjálm- ur Hjálmarsson menntamálaráö- herra fyrir frumvarpi til laga um Kvikmyndasafn islands og Kvik- myndasjóð, á þessa leið: ,,Það er alllangt siðan áhuga- menn um kvikmyndagerö tóku að hugleiða sérstakar aðgerðir til að greiða fyrir islenzkri kvikmynda- gerð sérstaklega og jafnframt til þess að stuðla að söfnun og varð- veizlu islenzkra kvikmynda. Fyrir nokkru var flutt á alþingi frumvarp um þetta efni. Þvi var visað til rikisstjórnarinnar með tilmælum um, aö hún léti kanna málið nánar og semja frumvarp um þetta efni. 30. april 1976 skipaði mennta- málaráðherra nefnd til að semja frumvarp um Kvikmyndasjóð og fleira, eins og nánar er sagt frá i athugasemdum við lagafrum- varp þetta. Þessi nefnd skilaði frumvapi i april 1977. Frumvarpið er lagt fram óbreytteins og nefndin skil- aði þvi nema ákvæðin um fjár- framlög. I tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir föstu árlegu framlagi, sem framreiknast eftir verðlagsbreytingum. Er hér kveðið á um fjárhæð fyrstu fram- laga 1979, en siðan skulu árleg framlög fara eftir því sem alþingi ákveður i fjárlögum.” Lagasetning leysir ekki allan vanda „Það hefur vonandi engum dottið í hug, að fyrsta lagasetning um islenzka kvikmyndagerö leysti allan fjárhagsvanda á því sviði. Það má öllum vera ljóst, að hér er annars vegar um að ræða fjárfrekt og fyrirferðarmikið verkefni og hins vegar litið sam- félag með takmörkuð fjárráð. Allt um það vona ég að þetta frumvarp^ef að lögum verður, geti komið að nokkru gagni og tryggt islenzkri kvikmyndagerð stuðning, sem um munar, auk þess sem það gerir mögulega eða a.m.k. auðveldar söfnun og varð- veizlu islenzkra kvikynda.” Siðan vék menntamálaráð- herra að einstökum atriðum frumvarpsins og sagði: „Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um „KVIKMYNDASAFN ISLANDS”. Stofna skal Kvik- myndasafn Islands og það skal hafa aðsetur i Fræðslumynda- safni rikisins og starfa i tengslum við það, a.m.k. fyrst um sinn. Rétt þótti að hafa þennan hátt á. Fræðslumyndasafn rikisins hefur starfað i allmörgár. Þvi er nú mjög þröngur stakkur skorinn hvað snertir húsnæði og alla að- stöðu. En liklegt er að úr þvi verði bætt innan tiðar, enda er það nán- ast óhjákvæmilegt. Hugsanlegt var, að tengja starfsemi Kvik- myndasafns íslands við Rikisút- varpið, sjónvarp þvi að sjónvarp- iðhlýturalltaf aöeiga verulegtog vaxandi safn kvikmynda, sem varðveita þarf til framtiðarinnar. Af ýmsum ástæðum þótti þó eöli- legra að tengja Kvikmyndasafn Islands fræðslumyndasafninu eins og hér er lagt til. Höfuðviðfangsefni Kvikmynda-* safnsins er að safna islenzkum kvikmyndum og varðveita þær, en einnig kemur til greina aö safna eftirgerðum af vönduðum, erlendum kvikmyndum, sem hafa listrænt og kvikmyndasögu- legt gildi, eins og segir i frum- varpinu. 1 frumvarpinu eru ákvæði um, að rikissjóður kosti húsnæði, þ.e. geymslurými fyrir kvikmyndirn- ar og skal veita til þess sérstakt fjárframlag á fjárlögum. Þá er svo fyrirmælt að fræðslu- alþingi myndasafn anmst rekstur Kvik- myndasafns gegn hæfilegri borg- un a.m.k. fýrst um sinn, og að ráðinn veröi sérhæfður starfs- maður vegna Kvikmyndasafnsins i a.m.k. hálfa stöðu og greiðist þá laun hans beint úr rikissjóði. Loks er kveðið svo á, aö greiða skuli til Kvikmyndasafnsins árið 1979 5 milljónir króna og svo ár- legt framlag eftir þvi sem ákveð- ið verður í fjárlögum.” Kvikmyndasjóður „I öðrum kafla frumvarpsins er fjallað um Kvikmyndasjóð. Hann skal stofna með 30 millj. kr. framlagi úr rikissjóði árið 1979, en siðan skal greiða árlegt fram- lag til sjóðsins eftir þvi sem á- kveðið verður i fjárlögum. Kvikmyndasjóðnum er ætlað að styrkja islenzka kvikmyndagerð jöfnum höndum með beinum f jár- framlögum og svo með lánum til kvikmyndagerðar. Hér er einnig að finna ákvæði um stjórn fyrir Kvikmyndasjóðinn. Þetta frumvarp er fáort. Þetta yrðu rammalög og ráð fyrir þvi gert, að menntamálaráöuneytið setji reglugerð um framkvæmd laganna. Þar yrði m.a. kveðið á um samstarf Kvikmyndasafs og Fræðslumyndasafns, um úhlutun úr Kvikmyndasjóði og hversu háttað skuli reikningshaldi hans og ávöxtun. Töluverð umræða hefir orðið innan nefndarinnar og svo hjá ráðuneytum menntamála og fjár- mála um öflun tekna til Kvik- myndasjóðs. Um þaðsegir nefnd- in i sinum athugasemdum: „Nefndin velti mjög fyrir sér, hvaöan tekjur til Kvikmynda- sjóðsins skyldu fengnar. Til greina hefur komið hluti af skemmtanaskatti, sætagjaldi af kvikmyndahúsum o. fl. Eftir tals- verða könnun, upplýsingaleit og umræöur komst nefndin að þeirri niðurstöðu að beint framlag á fjárlögum væri hreinlegast og ár- vissast. Telur nefndin margs kon- ar erfiðleika á framkvæmd ann- ars konar fjáröflunar, beint i sjóðinn, þótt henni sé að sjálf- sögðu ljóst, að rikissjóður þurfi að afla þess fjár og leggi ekki dóm á innheimtuleiðir.” Þótt ég geti að vissu leyti tekið undir það álit nefndarinnar, og á- kvæði frumvarpsins eru á þvi byggð, þá vil ég ekki með öllu slá striki yíir þann möguleika að afla Kvikmyndasjóði tekna á annan hátt en hér er gert ráð fyrir. Ég skipaði á sinum tima nefnd til að endurskoða lögin um skemmtanaskatt. Ég hefþóenn ekki treyst mér til að flytja frum- varp um það efni og mun láta kanna það mál nánar. Tel ég hugsanlegt, ég segihugsanlegt4að út úr þeirri könnun kæmi, að skynsamlegt teldist að verja hluta af skemmtanaskatti til Kvikmyndasjóðs. En raunar tel ég það ekki sérstaklega sennilegt m.a. vegna þeirra mörgu verk- efna og stóru sem skemmtana- skatti er ætlað að standa undir nú þegar. 1 athugasemdum nefndarinnar segirenn fremur um þetta atriði: ,,En nefndin leggur áherzlu á, að þessi stuðningur viö Islenzka kvikmyndalist verði fastframlag á fjárlögum, endurskoðað árlega vegna verðbreytinga...” Ekki þótti fært aö leggja til, að sá háttur yrði á hafður nema kveðið væri svo á að sjóðurinn fái árlegar greiðslur. Ég vænti þess háttvirtir alþing- ismenn taki þessu frumvarpi með skilningi og séu á eitt sáttir um, að ekki megi draga öllu lengur að veita islenzkri kvikmyndagerð skipulegan stuðning. Og ég vænti þess að takast megi að afgreiða þetta frumvarp á þessu þingi. Mér er ljóst að um einstök atr- iði þessa frumvarps hljóta að verða skiptar skoðanir. Hef ég siður en s vo nokkuö viö þa ð a ð at - huga aðalþingismennskoði mál- ið frá frá öllum hliðum og breyti ef þurfa þykir. Ég vona aðeins að við getum orðið ásátt um kjarna málsins, það að móta ákveðinn stuðning við unga starfsgrein.” Ólafur Jóhannesson: Svör við fyrirspurnum Ágústs Sigurðssonar í Tímanum 31. janúar 1978 1. Hvaða innfluttar land- búnaðarvörur eru undanþegnar söluskatti? Svar: Kartöflur, nýtt græn- meti, nýir ávextir, kaffi, in- stantkaffi, te og kakaó. 2. Hvert er áætlað útsöluverð þessa innflutnings á árinu 1977? Svar: Innflutningur og áætlaö útsöluverð þeirra vara, sem framleiddar eru hér á landi i einhverjum mæli, er sem hér segir: Tonn Kartöflur 3.426 Tómatar 39 Annað nýttgrænm. 904 Grænmetisverzlun land- búnaðarins hefur einkasölu á þessum vörum undir yfirstjórn Framleiösluráðs landbúnaöar- ins en hún og Sölufélag garö- yrkjumanna annast sölu og inn- flutning. 3. Hvaða innlendar land- búnaðarafurðir eru undanþegn- ar söluskatti? Svar: Mjólk, rjómi, skyr o.fl. mjólkurvörur, smjör, ostur, kartöflur og nýtt grænmeti. 4. Hefur blessuð rikisstjórnin hugsað sér aö afnema söluskatt á öllum landbúnaöarafuröum i allra næstu framtið? Svar: Þetta hefur borið á góma I „blessaðri rikisstjórn- inni” að þvi er kjöt varðar en Áætlað Cif-verð útsöluverö millj. kr. millj.kr. 235.4 342.6 13.1 19.5 70.8 105.1 ekki er liklegt að slikt komist i framkvæmd I náinni framtiö. Hins vegar er gert ráð fyrir að auka niðurgreiðslur um 1300 millj. kr. og nær það svipuðu marki og niðurfelling söluskatts af kjöti. 5. Finnst yður sem viðskipta- málaráöherra það við hæfi, að islenzkir bændur verði aö keppa um markaðinn á þeim grund- velli að stjórnvöld beinllnis hygli erlendu samkeppnis- aðilunum á sama tima og steinn er lagður i götu islenzkra fram- leiöenda? Svar: Mér er ekki ljóst við hvaö er átt i spurningunni. 6. Hefur sú hugmynd komið til tals innan rikisstjórnarinnar, að veitt yrði fé úr rikissjóði til þess að reyna að afla markaða fyrir Islenzkar landbúnaðarafurðir á erlendri grund? Svar: Þetta hefur þegar verið gert I fjárlögum fyrir 1978 með 5 millj. króna fjárveitingu I þessu skyni. 7. Hversu mikið myndi það kosta i erlendum gjaldeyri aö flytja inn allar landbúnaðarvör- ur sem þjóðin neytir árlega miðaö við að neyzlan sé óbreytt og miðað viö verð þessara vara eins og það er á heimsmarkaöi i dag? 8. Hvað myndi fyrrnefndur innflutningur verða mörg % af heildarinnflutningi landsmanna á ársgrundvelli og hve mörg % af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar? Svar: Ég hef aldrei hugleitt þennan möguleika i alvöru, þar sem ég tel hann alls ekki koma til greina. Má nefna, aö vart virðist koma til álita að flytja inn nýmjólk. Mér er ekki kunn sérstök athugun á þessu á veg- um ábyrgra aðila hér. 9. Hvað finnst yður um þá hug- mynd að bændur semji beint viö rikisstjórnina um kjör sin i staö þess fyrirkomulags sem gilt hefur undanfarin ár? Svar: Ég er persónulega mjög I vafa um að slik leiö yrði til bóta, en vil hlusta á öll rök i þvi sambandi. 10. Ef bændur gripu til þess ráðs að stööva ullar- og gæru- sölu, a.m.k. um tima hvaða áhrif myndi það hafa á atvinnu- líf þjóðarinnar og hver yrðu ölafur Jóhannesson áhrifin á útflutningsviðskiptin ef sölustöövunin tæki t.d. til 4 mánaða? Svar: Að sjálfsögöu mundi slik aðgerð valda iönaðinum mikl- um erfiðleikum og valda at- vinnuleysi I þessum greinum, ef ekkert yröi, að gert. Innflutn- ingur á ull er frjáls og mætti e.t.v. flytja ull inn I auknum mæli til að vega á móti slikri að- gerð, þótt okkar ull sé talin betri en önnur. En út i bollaleggingar um slikt vil ég ekki fara. Vona að til sliks komi ekki. Sumar spurningarnar eru þess eölis, að erfitt er aö svara þeim og vil ég gjarnan ræða þær við þig i góðu tómi, þegar við hittumst. Finnlandi Góðir gestir frá í Dómkirkj unni FI — Hátfðarkirkjutónleikar verða i Dómkirkjunni sunnu- daginn 19. febrúar kl. 17,00 og verða flutningsmenn finnskir. Þeir eru prófcssor Tauni Aikaa organisti og Matti Tuloisela óperusöngvari. Tónlistarmenn- irnir eru meöal styrkþega úr sjóöi, sem finnska rikiö stofnaöi I tilefni af 1100 ára afmæli tslands- byggöar, en bæöi Finnar og islendingar geta fengiö styrk úr þeim sjóöi. Prófessor Tauni Aikaa er fædd- ur 1917 og hóf nám viö Tónlistar- skóla kirkiunnar i Viborg, kom fyrst fram sem organisti 1939 og sem pianóleikari 1947 og útskrif- aðist I þessum tveimur greinum frá Sibeliusarakademiunni 1950 og 1951. Hann stundaöi siðan framhaldsnám i organleik I Stut- gart hjá frægum kennurum og hélt sér jafnframt við i pianóleik. Hann hefur leikið inn á margar hljómplötur og er einn þekktasti finnski organleikarinn utan Finn- lands. Matti Tuloisela er fæddur 1931. Hann er lögfræðingur að mennt, en lagði jafnframt stund á söng- nám, og kom i fyrsta sinn fram 1953, þá i óperunni i Helsingfors, en hann hélt fyrstu sjálfstæðu hljómleika sina I Helsingfors 1955. Hefur hann einnig sungið einsöngshlutverk i óratórium og viðar og margoft sungið gesta- hlutverk við finnsku óperuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.