Tíminn - 17.02.1978, Blaðsíða 8
Föstudagur 17. febrúar 1978
8
Austur-þýzki
lúxuxbillinn
EFTIRSÓTTASTA BIFREIÐIN AUSTAN TJALDS
Sýningarbíll á staðnum
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Vonarlandi við Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-11
Margra mánaða afgreiðslufrestur til fjö/margra landa
Sterkasti fólksbíllinn á markaðinum
Verð — miðað við gengi i dag:
Sedan kr. 1.395.000 — til öryrkja 1.025.000,
Station kr. 1.545.000 — til öryrkja 1.145.000.
Hann er byggður á grind, með þriggja
hestafla tvigengisvél (gamla Saab-vélin).
Gormar á öllum hjólum og billinn þvi
dúnmjúkur.
Eiginleikar bilsins i lausamöl og á
holóttum vegi eru frábærir.
Væntanlegir i marz bæði Sedan og Station,
sem er mjög rúmgóður og bjartur.
Ingibjörg Kaldal gengur frá myndum fööur sins fyrir sýninguna.
Timamynd: Gunnar.
Liós V8
— Jón Kaldal
heiðursgestur
SKJ—„Hérsýnum við og seljum
myndir, en ekki nafn eða
ramma” sögðu ljósmyndar-
arnir sem unnu i gær að þvi að
setjaupp sýningu sina, Ljós '78
sem opnuð var i gær á Kjarvals-
stöðum og stendur til 28.
febrúar. Uppsetning sýningar-
innar er nokkuð óvenjuleg, þvi
ljósmyndararnir setja myndir
sinar ekki upp, heldur festa þær
beint á veggina með teikniból-
um. Sýningin verður nokkuð tvi-
skipt, þvi myndir heiðursgests-
ins, Jóns Kaldal, verða settar
upp eins og á klassiskri ljós-
myndasýningu.
Við uppsetningu sýningarinnar
var reynt að undirstrika and-
stæðurnar milli ljósmyndar-
anna, myndir Jóns Kaldal voru
settar upp á skilrúmin i salnum,
en myndir þeirra Kjartans
Kristjánssonar, Gunnars S.
Guðmundssonar og Pjeturs Þ.
Maack á útveggina.
„Kaldal” nær fram ótrúleg-
um áhrifum og beitir aðferðum
sem honum einum eru kunnar”,
sagði PjeturMaack er hann var
beðinnað gera stutta grein fyrir
heiðursgesti sýningarinnar.
Pjetur kvað handbragð Jóns á
stækkunum einstakt.ogveröugt
verkefni að gera myndum hans
skil á sýningu. Flestar myndir
Jóns Kaldals voru á einkasýn
ingu hans 1966, en það var fyrsta
sýning ljósmyndara á Islandi.
Jón starfaði sem ljósmyndari
frá 1925 i hart nær fimmtiu ár,
og hlaut fálkaorðuna fyrir ljós-
myndun.
Myndir Jóns hafa verið til
sýnis á Museum of Modern Art
i New York og kvaðst Pjetur
telja árangur Kaldals i leik að
ljósi jafnast á við það sem bezt
gerðist i málaralist. A sýning-
unni á Kjarvalsstöðum verða 90
myndir eftir Jón Kaldal.
Sýningin Ljós 78 er fjórða
sýning Pjeturs, Gunnars og
Kjartans, og sýna þeir nú sam-
tals 120 myndir. Pjetur fæst nær
eingöngu viðaðljósmynda vatn,
myndir Kjartans eru flestar
tengdar mannlifinu, en Gunnar
fæst við landslag og smámótif
úr nátturunni. Myndir þeirra
fást hver i 10 tölusettum eintok-
um og eru seldar á 10 þúsund
krónur. Allt er stækkað á plast-
pappir sem auðveldar um-
gengni við myndirnar og gerir
kleift að hengja þær upp með
teiknibólum. Leggja þeir þre-
menningarnir áherzlu á að ljós-
myndin sé fyrst og fremst
skreytilist en vilja leyfa hverj-
um ogeinum að setja myndirn-
ar upp og innramma eftir þvi
umhverfi sem henni er siðar
ætlað. Ljósmyndararnir taka
ekki ákvörðun um uppsetningu
fyrir kaupandann og gefa hon-
um um leið frjálsari hendur i
þvi efni.
Þjoppur
vibratorar
.-sÆt)
dælur
Ú
sayarbloö
steypusayir
1
þioppur
y'
bindivirsrullur