Tíminn - 17.02.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.02.1978, Blaðsíða 24
* Lífeyrir hefur hækkað um allt að 354.2% og kauptaxtar launþega um 221.7% JS —A Siöastliönum þremur og hálfu ári hefur elli- og örorkulif- eyrirhækkaö um hvorki meira né minna en 286.1%, aö meötalinni tekjutryggingu. Sé heimilisupp- bótin talin meö i dæminu hefur lifeyrir hins vegar hækkaö um 354.2%. Þessar hækkanir hafa orðiö vegna beinna aögeröa stjórnvalda til aö verja hagsmuni lifeyrisþega i landinu. A sama tima hafa kauptaxtar launþega I landinu hækkaö um 221.7%, og kauptaxtar félags- manna i Alþýöusambandinu um nokkru meira aö hlutfalli, eöa 225.5%. JANUS GUÐLAUGSSON... skoraöi sigurmark FH-inga á elleftu stunc I gærkvöidi. Islenzki dansflokkurinn frumsýnir þrjá balletta Sveinbjörg Alexanders æfir nýjan ballett með hraði milli sýninga i Köln etýður eftir Róbert Schumann. — Þessi ballett sýnir mjög vel hvernig hægt er aö tengja sam- an sigildan ballett og nútima- dans, sagöi Sveinbjörg Alex- anders. Sveinbjörg fer héöan á sunnu- dag og kemur aftur nokkrum dögum fyrir frumsýningu, svo það var unniö af kappi i æfinga- sal dansflokksins i gær. HUn hefur breytt ballettinum nokkuð fyrir flokkinn hér, þvi hann var saminn fyrir þrjá karla og þrjár konur, en hér dansa hann sex stúlkur og einn karlmaöur, örn Guðmundsson. Sveinbjörg hefur um árabil dansflokki Kölnaróperunnar og þangað fer hún til aö taka þátt i sýningum i næstu viku. — Ég held að þessi sýning Is- lenzka dansflokksins komi til meö aö takast vel, sagöi Sbein- björg. — Og þaö sem flokkurinn þarf þaö er aö fá að koma oftar fram fyrir almenning. 'Mt 18-300 Auglýsingadeild Tímans. SJ — Ég er haröánægö meö dansflokkinn. Stúlkurnar vinna vel og eru fljótar aö læra. Þaö býr mikiö i þeim. — Svo fórust Sveinbjörgu Alexanders orö i viötali viö Timann, en hún dvelzt jiú hér i vikutima, æfir og sviðsetur nýsaminn ballett meö islenzka dansflokknum, sem veröur einn dagskrárliöur af þrem á sýningu flokksins, sem frumflutt verður eftir ára- mótin. Juri Chatall ballett- meistari hefur samiö tvo ball- etta, sem einnig veröa á þessari sýningu. Aö ioknum tveim sýn- ingum i Þjóöleikhúsinu fer bali- ettflokkurinn Ur á land meö sýn- ingu þessa. Ballettar Juri Chatall heita Sumarleikir viö tónlist eftir Ravel og 1 gömlu Vinarborg viö tónlist eftir Jóhann Strauss yngri. Jochen Ulrich samdi ballett- inn, sem Sveinbjörg Alexanders stjórnar, fyrir hátiö, sem haldin var i Munchen i haust vegna 25 ára afmælis Goethestofnunar- innar. Tónlistin er Sinfóniskar Sveinbjörg Alexanders ræöir viö Júri Chatall ballettmeistara. Ökukennsla Greiðslukjör Gunnar Jónasson Sími Sýrð éik er sigild eign HUftCiQCili TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Janus Guð- laugsson færði FH — yfir Haukum — 19:18 úr vítakasti rétt fyrir leikslok i Hafnarfirði í gærkvöldi i geysilegum baráttuleik Janus Guðlaugsson tryggði FH-ingum sigur 19:18 yfir Haukum i Hafnarfiröi i gær- kvöldi I 1. deildarkeppninni i handknattleik, i einhverjum mesta baráttuleik sem Hafn- arfjarðarliðin hafa háö. Janus skoraöi sigurmarkiö úr vita- kasti, þegar 40 sek. voru til leiksloka, en Geir Hallsteins- son fiskaði vitakastiö, þegar Haukar brutu á honuin, þegar hann braust inn i horn. Þaö var mikill darraðar- dans stiginn i Firöinum — Haukar höfðu ávallt undirtök- in ileiknum, komust fyrst I 6/2 og staðan var siöan 9:8 fyrir þá 1 lékhléi. Þeir héldu siðan áfram af fullum krafti og naöu 5 marka forskoti 15:10 um miðjan siöari hálfleik og áttu Gunnár Einarsson landsliös- markvörður, þá stórleik I markinu. FH-ingar gáfust ekki upp viö mótlætið — Janus jafnaöi 17:17 þegar 4 min. voru til leiksloka og siöan jöfnuðu FH- ingar aftur 18:18. Janus skor- aði siðan sigurmarkiö rétt fyr- ir leikslok, eins og fyrr segir. FH-liðið átti mjög misjafn- an leik og var vörn þeirra oft galopin. Haukar tóku Geir úr umferð allan leikinn og haföi þaö lamandi áhrif á sóknar- leik FH. Janus náöi sér ekki á strik fyrr en undir lokin og nægöi þaö FH-ingum til sig- Stefán Jónsson var bezti maður leiksins — hann var klettur i vörn Hauka og þá skoraði hann 6 mörk, með langskotum og gegnumbrot- um. Gunnar Einarsson varði mjög vel í marki Hauka. —SSt/—SOS Dunbar 33 stig — Stúdentar lögðu Fram í gærkvöldi Bandarikjamaöurinn Dirk Dunbar skoraði 33 stig fyrir Stúdenta, þegar þeir unnu sig- ur —99:74 yfir Fram i 1. deild- arkeppninni i körfuknattleik i gærkvöldi. Stúdentar tóku leikinn strax i sinar hendur og var sigur þeirra aldrei i hættu. Jón Héðinsson skoraöi 19 stig fyrir stúdenta og Kolbeinn Kristinsson 16. Slmon ólafs- son var stigahæstur hjá Fram — meö 18 stig, en Þorvaldur Geirsson skoraði 16 stig. —SOS, 'JV <? t$m Föstudagur 17. febrúar 1978 ískyggilega horf ir í atvinnumál' um í Arnessýslu A sameiginlegum fundi stjórn- ar Alþýðusambands Suðurlands og formanna verkalýösfélaganna á félagssvæði þess, sem haldinn var 11. febrúar sl. á Selfossi voru geröar nokkrar ályktanir um at- vinnumál, en funduririn taldi horfur i þeim málum mjög Iskyggilegar i sjávarþorpum i Arnessýslu. Bendir fundurinn á, aö samfara sfminnkandi afla á hefðbundnum fiskimiöum þess- ara verstööva komi stjórnvalda- aðgerðir, er loka fyrir fjármála- lega fyrirgreiðslu til Utgerðar- og fiskvinnslustöðva, svo leggja verði fiskiskipunum og loka frystihúsunum. Asakar fundurinn þá rikisstjórn er þannig heldur á málum og væntir þess, að stjórn- völd og þingmenn kjördæmisins hefjist nU þegar handa um aukna fyrirgreiöslu i atvinnumálum við- komandi sjávarþorpa svo hjól at- vinnulifsins geti aftur farið að snúast með eðlilegum hætti. 1 framhaldi af þessu skorar fundurinn á þingmenn kjördæm- isins og rikisstjórn, að hlutast til um að undirbúningur brúar á ölfusá verði hafinn og byrji eigi siöar en á þessu ári og bendir á aö bygging brúarinnar er svo brýnt hagsmunamál sjávarþorpanna austan ölfusár, að framkvæmdin getur beinlinis ráöiö úrslitum um tilveru þeirra, og brúin myndi auk þess vera héraðinu öllu mikill ávinningur. Þá skorar fundurinn á stjórn Utgeröarfélagsins Arborgar h.f., að láta nú þegar hefja löndun á afla skuttogarans Bjarna Herjólfssonar I Þorláks- höfn. Að siðustu var á fundinum gerð samþykkt um að skora á stjórn- völd að hefja nú þegar aðgerðir er miði að auknum atvinnumögu- leikum i Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu og vill i þvi sam- bandi minna á, að nú um áramót- in var lóranstöðin á Reynisfjalli i Mýrdal lögö niður og aö i báöum þessum sýslum sé vinna mjög árstiðabundin og hefði ungt fólk litla sem enga atvinnumöguleika i heimahéraði ef ekkert raunhæft verði I þessum málum gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.