Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 10
13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Skráning og
upplýsingar um
hlaupaleiðir á
marathon.is
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GLITNIS
19. ÁGÚST
ERTU BÚIN(N)
AÐ SKRÁ ÞIG?
Albert Einstein lét hafa það eftir
sér að í veröldinni allri væri ekk-
ert jafn torskilið eins og tekju-
skattur. Hafði honum þó tekist að
skilja ýmislegt býsna flókið um
dagana. Umræða um skatta hefur
þann leiða galla að það er ekki
hægt að standa í henni án þess að
nota tölur en það er gömul saga og
ný að talnasúpur valda þeim sem
neytir meltingartruflunum. Mér
er næst að halda að þeir sem full-
yrða aftur og aftur að allir laun-
þegar á Íslandi borgi tæplega 37%
skatt hugsi með sér sem svo: það
nennir enginn að setja sig inn í
hvernig skattkerfið er uppbyggt.
En það er staðreynd að stór hluti
launþega borgar alls ekki þessa
skattprósentu af laununum sínum.
Tökum dæmi af manni sem hefur
200.000 kónur. í mánaðarlaun. Ef
ekki er litið til lífeyrisiðgjalda eða
annarra frádrátta þá borgar hann
eða hún 44.411 krónur í skatt af
þeim launum. Það svarar til 22,2%
skatts - ekki 36,7% eins og gjarnan
er sagt.
Lágir skattar skapa velmegun
En ég hef meiri áhyggjur af þeim
sem hafa lág laun heldur en af
hinum sem hafa há laun. Ég get
síðan vel tekið undir með þeim
sem segja að fyrirtækin í landinu
verði að gæta velsæmis í launa-
greiðslum til stjórnenda. Fyrir nú
utan hitt, að það er einfaldlega
skynsamlegt fyrir fyrirtækin í
landinu að sýna sanngirni og sjást
sýna sanngirni í viðskiptum sínum
við verkamennina í víngarðinum.
En mér finnst aðrir hlutir skipta
hér meira máli. Á undanförnum
einum og hálfum áratug höfum við
Íslendingar gjörbreytt þjóðfélagi
okkar. Það er nú opnara, kraft-
meira og öflugra heldur en nokkru
sinni í sögu okkar. Þetta hefur tek-
ist með því að lækka skatta á fólk
og fyrirtæki, með einkavæðingu,
með ráðdeild í ríkisfjármálum og
með auknu frelsi í viðskiptum svo
fátt eitt sé nefnt. Mikilvægast var
að skattar á fyrirtæki voru lækk-
aðir úr nærri 50% í 18% og komið
var á 10% fjármagnstekjuskatti.
Þessi blanda, einkum lágir skattar
á fyrirtæki og fjármagn, leysti úr
læðingi gríðarlegan kraft. Og
afleiðingarnar eru öllum ljósar. Á
síðustu tíu árum eða svo hefur
kaupmáttur launanna okkar eftir
skatt vaxið alveg gríðarlega. Og
það var annað sem gerðist, gömlu
viðskiptablokkirnar sem réðu
hérna öllu feyktust í burtu og í
staðinn komu nýjar.
Hættumerki
Þessi þróun er í sjálfu sér öll mjög
jákvæð. Ísland hefur aldrei staðið
jafn vel og nú. En það eru hættu-
merki á lofti og laun nokkurra
bankastarfsmanna eru ekki það
sem veldur mér mestum áhyggj-
um. Það sem er miklu alvarlegra
er sú spurning hvort einstakar
viðskiptasamsteypur eða blokkir
séu að ná þeim tökum á samfélag-
inu okkar að hætta stafi af. Sú
hætta getur verið margvísleg.
Hún getur meðal annars birst í
gríðarlega sterkri stöðu eins fyr-
irtækis á fjölmiðlamarkaði, stöðu
sem getur haft neikvæð áhrif á
þróun lýðræðis í landinu. En hætt-
an felst einnig og ekki síður í
fákeppni og sjálftökugróða.
Frjálst markaðshagkerfi snýst
fljótt upp í andstæðu sína ef sam-
keppni er ónóg. Enn alvarlegra er
ef ekki er farið eftir þeim reglum
sem settar eru um það hvernig
menn megi hegða sér á markaðin-
um.
Eftirlitið þarf að efla
Þegar litið er um öxl sýnist mér að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki
beitt sér nægjanlega til að tryggja
að eftirlitsstofnanirnar, Samkeppn-
iseftirlitið og Fjármálaeftirlitið,
hafi það afl sem þyrfti. Ég held að
það hafi verið vegna þess að menn
óttuðust að of mikið reglufargan
kynni að drepa í fæðingu markaðs-
kerfið og betra væri að viðskipta-
lífið sjálft setti sér smám saman
reglurnar. Þessi skoðun er enn gild,
en ég tel að það verði ekki komist
hjá því að efla frekar þessar stofn-
anir og að mínu mati einkum Fjár-
málaeftirlitið. Á undraskömmum
tíma hefur fjármálastarfsemi orðið
einn höfuðatvinnuvegur þjóðarinn-
ar en Fjármálaeftirlitið hefur
engan veginn fylgt þeim öra vexti
eftir. Það er hættulegt, ekki aðeins
fyrir almenning í landinu heldur
ekki síður fyrir fjármálafyrirtækin
sjálf. Þegar til langs tíma er litið
eru það þau sem hagnast mest á öfl-
ugu fjármálaeftirliti.
Jöfn tækifæri
Það er alveg rétt sem bent hefur
verið á að fjármagnstekjuskattur-
inn er lágur, sem við tilteknar
aðstæður getur skapað ójöfnuð.
En á móti kemur að lágir skattar á
atvinnulífið hafa gagnast þjóðinni
einstaklega vel. Atvinnulífið hefur
aldrei verið jafn blómlegt og mun
fleiri eiga tækifæri á því að finna
kröftum sínum og menntun við-
nám en áður. Fátækt hefur minnk-
að með aukinni auðlegð þjóðarinn-
ar og tekjur hins opinbera hafa
vaxið gríðarlega samfara lægri
sköttum. Það eru þeir peningar
sem við getum notað og höfum
notað til þess að byggja mennta-
kerfi og heilbrigðiskerfi sem eru í
fremstu röð í heiminum. Með það
að vopni getum við barist fyrir því
að því að öll börn á Íslandi hafi
sömu tækifæri þegar þau hefja
lífsbaráttuna, óháð efnahag for-
eldranna. Það er sá jöfnuður sem
við getum náð og sá jöfnuður sem
mestu máli skiptir.
Lágir skattar - aukin velferð
Í DAG
SKATTAR
ILLUGI
GUNNARSSON
Þegar litið er um öxl sýnist mér
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
ekki beitt sér nægjanlega til
að tryggja að eftirlitsstofnan-
irnar, Samkeppniseftirlitið og
Fjármálaeftirlitið, hafi það afl
sem þyrfti.
Það er engum vafa undirorpið að heimsmyndin breyttist töluvert við atburðina í New York og Washington í sept-ember 2001. Heimsbyggðin hrökk svo sannarlega við, á því
er enginn vafi, en hins vegar verður það vafasamara eftir því
sem tíminn líður hvort viðbrögðin við þessum voðaviðburðum
síðla sumars fyrir tæpum fimm árum hafi verið rétt. Það er ekki
aðeins hér í Evrópu sem þessi hugsun verður æ áleitnari, heldur
líka í því landi þar sem atburðirnir áttu sér stað - Bandaríkjun-
um.
Uppljóstranir bresku lögreglunnar í síðustu viku urðu líka til
þess að margir hrukku við, ekki aðeins þeir sem voru á leið yfir
Atlantsahafið flugleiðis milli Bandaríkjanna og Bretlands, held-
ur heimsbyggðin öll. Enn sem komið er liggja fremur fáar stað-
reyndir opinberlega fyrir á borðinu varðandi þetta mál, að því
frátöldu að á þriðja tug manna hefur verið handtekinn og fleiri
munu vera í sigtinu. Þá hafa yfirvöld skýrt frá því að ætlunin
hafi verið að eins konar generalprufa hryðjuverkamannanna
hafi átt að vera nú um helgina og upplýst hefur verið á hvern
hátt illvirkjarnir hafi ætlað að koma áformum sínum í fram-
kvæmd. Viðbrögðin við þessum áformum létu ekki á sér standa
hvað varðar aukna öryggisgæslu í flugi, og þau eru ekki ein-
angruð við þá sem leika aðalhlutverkin í baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum, Breta og Bandaríkjamenn, heldur snertir þetta
bókstaflega alla sem ferðast flugleiðis í heiminum og reyndar
miklu fleiri. Þess vegna er það ekki óeðlilegt að fleiri vilji hafa
áhrif á og láta í ljósi skoðanir sínar á hryðjuverkum og viðbrögð-
um við þeim.
Baráttan gegn nasismanum og kommúnismanum tók sinn toll
og þar áttust við öflug herveldi. Hryðjuverkamennirnir vega
hins vegar úr launsátri og það hefur reynst ákaflega erfitt að
uppræta þær hreyfingar sem að baki þeim eru eða ná til höfuð-
paura þeirra, þótt mörgum sprengjum hafi verið beint að þeim.
Og þrátt fyrir að Saddam Hussein sé nú undir lás og slá halda
hryðjuverkin áfram. Það vantar kannski meiri umræðu, meiri
samskipti og meiri skilning á báða bóga til þess að einhver árang-
ur verði í hryðjuverkastríðinu. Í það minnsta virðist sem innrás-
in í Írak hafi langt í frá náð tilgangi sínum, það sýna uppljóstran-
ir bresku lögreglunnar.
Þótt við séum fámenn eyja norður í hafi hafa þessir atburðir
allir áhrif á daglegt líf okkar. Undan því verður ekki komist. Við
þurfum því að hafa varann á og vera við ýmsu búin. Þannig er
bara veröldin i dag. Við þurfum ekki bara að vera viðbúin því að
hafa hemil á fáum og tiltölulega friðsömum mótmælendum á
hálendinu, heldur að vera viðbúin verri uppákomum en það.
Vonandi þurfum við þó ekki að hafa lögreglumenn í skotheld-
um vestum og með spenntar hríðskotabyssur innan um flugfar-
þega sem eru að leggja upp í langferð, enda er spurning hvaða
tilgangi slíkur vopnaburður þjónar. Í kjölfar uppljóstrana bresku
lögreglunnar hefur mörgum líka ofboðið að sjá allan viðbúnað-
inn á flugvöllunum, ekki aðeins lögregluþjóna með alvæpni,
heldur líka hermenn í fullum skrúða koma akandi á brynvörðum
bílum og skriðdrekum að flugstöðvunum. Hvernig færi ef ein-
hverjum af þessum vopnum yrði nú beitt, hugsa margir, yrðu
það ekki fyrst og fremst saklausir borgarar sem yrðu fórnar-
lömbin, eins og reyndin hefur orðið í ófriði og styrjöldum í ald-
anna rás?
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASON
Hvernig á að bregðst við illvirkjum?
Hryðjuverkin
halda áfram
Týnd tunglganga
Fram kemur á fréttavef The Sydney
Morning Herald að starfsmönnum
bandarísku geimferðastofnunarinnar
hafi tekist að týna upp-
runalegu upptökunum
af tunglgöngu Neils
Armstrong árið 1969.
Starfsmenn stofnunar-
innar hafa engin
svör við því hvernig
þeim hafi tekist
að týna þessari
mikilvægu upptöku,
en margir þeirra sem
unnu við tilfærslur
og frágang þeirra
eru hættir störfum
eða látnir. Þeir sem
aðhyllast samsæris-
kenningar um að maðurinn hafi aldrei
farið til tunglsins eru líklega þeir einu
sem fagna þessum fréttum.
Ótroðin slóð
Andstæðingar virkjanaframkvæmda
fyrir austan gefa lítið fyrir ferðamanna-
kort af öræfunum kringum Snæfell sem
Landsvirkjun hefur gefið út. Kortið sýnir
gönguleiðir á svæðinu,
en þó er því
sleppt að
merkja inn
göngu-
leiðina að
Töfrafossi
og Kring-
ilsárrana,
þeim
stöðum
sem náttúruunnendur hafa hvað helst
harmað að muni hverfa undir Hálslón.
Að sjá ekki bjálkann
Annað sem lesendur kortsins hafa
rekið augun í er stórmerkileg heilræði
sem Landsvirkjun gefur göngumönnum
í bæklingnum sínum. Meðal heilræð-
anna eru „Eyðið ekki eða spillið gróðri“,
„Truflið ekki fugla- og dýralíf“, „Hlaðið
ekki vörður“ (ekki fylgir sögunni hvern
það skaðar) og „Spillið ekki náttúru-
minjum“.
Og síðast en ekki síst
„Munið að það er engin skömm að
því að snúa við í tíma.“
bjorgvin@frettabladid.is
steindor@frettabladid.is