Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.08.2006, Qupperneq 34
ATVINNA 14 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR Fá góða undirstöðu í tæknigreinum og fræði- greinum tengdum leiklist. Starf leikarans er afar fjöl- breytt. Hann tekur þátt í uppsetningum á leikritum í leikhúsi, ýmist sem leikari eða leikstjóri, leikur í kvik- myndum, sjónvarpsleikritum og -myndum, auglýsingum, söngleikjum, útvarps- leikritum og tekur þátt í margs konar annarri starf- semi sem krefst þess að ein- hver bregði sér í eitthvert hlutverk. Leikari kennir leiklist og framkomu. Að auki talar leikari inn á auglýsingar, teiknimyndir og ýmsa sjón- varpsþætti og segja má að talsetningar skipi stóran sess í starfi leikarans á Íslandi. Helstu vinnustaðir eru Þjóðleikhúsið, Borgar- leikhúsið, Leikfélag Akur- eyrar og sjálfstæðu leikhús- in, sjónvarp og útvarp. Auk þess vinna leikarar við kvik- myndagerð og hjá talsetn- ingarfyrirtækjum. Um námið Meginuppistaða námsins er fólgin í leiktúlkunar- kennslu. Að auki fær nem- andinn góða undirstöðu í tæknigreinum, til dæmis Alexandertækni, raddbeit- ingu, hljóðmótun, líkams- þjálfun og söng svo og eftir- töldum fræðigreinum: Leiklistarsögu, heimspeki og greiningu leikbók- mennta. Helstu námsgreinar Leiklistardeild Listahá- skóla Íslands býður upp á nám í leiklist. Um er að ræða 120 eininga nám til B.F.A. gráðu. Megináhersla er lögð á sjálfstæð vinnu- brögð nemandans með það fyrir augum að virkja sköp- unarhæfileika hans og efla þá eiginleika sem gera honum kleift að verða góður listamaður. Náminu lýkur með B.A. ritgerð og þremur lokaverkefnum í nemenda- leikhúsi. Inntökuskilyrði eru stúd- entspróf en að auki þurfa umsækjendur að þreyta inntökupróf. Inntöku- próf- ið er í fjórum áföngum og eftir hvern áfanga er fækk- að í hópi umsækjenda, fyrst í um það bil 64, þá 32, síðan í 16 og loks eru 8 umsækj- endur valdir úr til þess að hefja námið. Námið er láns- hæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Fjölmargir erlendir skólar bjóða leik- listarnám og margir Íslend- ingar hafa stundað námið erlendis. Framhaldsmenntun Fjölbreytt framhalds- nám sem snýr að leiklist og leikhúsfræðum er í boði við ýmsa erlenda háskóla. (Upplýsingar fengnar af www.idan.is) Leiktúlkun og sjálfstæð vinnubrögð Heilsaðu öllum með handabandi og leggðu nöfn þeirra og starfs- heiti á minnið. Taktu í hendina á öllum, líka þeim sem tekur á móti þér. Mundu að allflestir eru óstyrkir við þessar kringumstæð- ur. Það á við um umsækjendur og oft ekki síður þá sem taka viðtölin. Yfirleitt eru fleiri en einn aðili úr fyrirtækinu sem taka viðtalið. Láttu þá um að hefja samtalið. Horfðu á þann sem talar og svar- aðu þeim sem spyr. Hlustaðu vel á spurningarnar og spurðu ef eitthvað er óljóst. Sýndu að þú hafir áhuga á starfinu. Ekki tala niðrandi um fyrri yfirmenn eða fyrri störf. Oft er það þannig að þó umsækjandi sé vel undirbúin þarf ekki að vera að sá sem tekur viðtalið sé það. Því má búast við ýmsu, sumir tala mjög mikið en aðrir eru rólegir. Þegar viðtalinu er lokið er oft spurt hvort þú hafir einhverj- ar spurningar. Þú hefur að sjálfsögðu leyfi til þess að spyrja spurninga. Margir eru óvissir hvort þeir eigi að spyrja um laun, frí og slíka hluti í fyrsta viðtali. Engin regla er til um þetta, en þú skalt að minnsta kosti ekki hafa þessar spurningar efstar á listanum. En það getur verið frekar jákvætt að spyrja að fyrra bragði um starfið, starfsemina, vinnuaðstæður, frítíma, yfirvinnu og samstarfsfólk. Fáðu uppgefið hvenær þú megir hringja til þess að fá upp- lýsingar um hvort þú hafir verið ráðin/n. Mundu eftir að hringja á þessum tíma. Nefndu að ef þú fáir ekki starfið hafir þú áhuga á að vera á skrá áfram ef skyld störf losna. Þakkaðu fyrir og kveddu alla með handabandi. (www.am.is) Í atvinnuviðtali ... og verða mikilvægur hluti af sístækkandi, samhentum og skemmtilegum hópi. Fyrirtæki ársins 2006 óskar nú eftir starfsmönnum í almenn lagerstörf í mjög fullkomnum vöruhúsum í Skútuvogi og Draghálsi þar sem mikið er lagt í aðbúnað starfsmanna. Unnið er á vöktum sem skiptast þannig: Vika 1: mán-fim 7:00-14:00 og föst 7:00-19:00. Vika 2: mán-fim 14:00-24:00 og frí á föstudögum. Reynsla af lagerstörfum og lyftarapróf er kostur. Allt duglegt fólk, konur sem karlar er hvatt til að sækja um. Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn Ingibjörnsson í síma 580-6600 eða hi@danol.is sem jafnframt tekur við umsóknum. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst. Danól er stærsta fyrirtækið á sviði matvöruinnflutnings á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Danól vill stuðla að því að starfsfólki líði vel og hafi tækifæri til að vaxa í starfi. Sölufólk okkar heimsækir reglulega verslanir, fyrirtæki og veitingahús um allt land og er sölu- og dreifingark- erfi Danól með því fullkomnasta sem gerist. Meðal þekktari vörumerkja Danól eru Nestlé, Merrild kaffi, Burton’s, Daloon, Hatting, Findus, Göteborg’s kex, Oroblu, Duni, Haribo og Mentos. Danól er til húsa við Skútuvog 3, þar sem 4500 palla vörulager okkar er staðsettur og Draghálsi 12. Viltu vinna hjá fyrirtæki ársins www.toyota.is Toyota á Íslandi Nýbýlavegi 2 - 8 200 Kópavogur Sími: 570-5070 Starfsmaður óskast í fullt starf í Vefdeild Toyota á Íslandi Starfssvið: - Almenn vinna við að setja efni inn á vefi fyrirtækisins - Myndvinnsla og uppsetning - Önnur verkefni tengd vefumsjón Hæfniskröfur: - Þekking á HTML forritun - Reynsla í notkun Photoshop og Macromedia Flash - Færni til að læra á og nýta ýmis veftengd forrit - Reynsla af vinnu við vefumsjónarkerfi er kostur Toyota á Íslandi sækist eftir einstaklingi sem er metnaðargjarn, samviskusamur, jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum. Áhugasamir sendi umsókn á atvinna@toyota.is merkt „Vefdeild“. Umsóknarfrestur rennur út 21. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Fanný Bjarnadóttir í síma 570-5070 eða á netfanginu fanny@toyota.is Komdu og keyrðu með okkur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 33 72 0 8/ 20 06 Toyota á Íslandi er innflytjandi Toyota bifreiða, vara- og aukahluta. Starfsmenn fyrirtækisins byggja gildi sín og viðmið í starfi á The Toyota Way: Stjórnunar-, þjónustu- og mannauðsstefnu Toyota. Gagnkvæm virðing og náin samvinna eru hornsteinar í daglegri starfsemi Toyota á Íslandi. Hverri áskorun er tekið fagnandi hendi og leita starfsmenn stöðugt leiða til að tryggja áframhaldandi framfarir í öllu því sem við kemur starfsemi fyrirtækisins og þjónustu gagnvart viðskiptavinum þess. HVERNIG VERÐUR MAÐUR... LEIKARI?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.