Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 82

Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 82
Hjartaknúsarinn Johnny Depp seg- ist ætla að hætta í kvikmyndabrans- anum þegar hann verður fimmtug- ur. Telur hann víst að kynþokki hans hverfi stuttu eftir að á sextugsald- urinn er komið og því ætlar hann að draga sig í hlé á meðan aðdráttar- aflið er enn til staðar. „Fólk talar um hvað ég lít vel út miðað við aldur, en hvað gerist þegar ég missi það? Ég gæti endað sem Cliff Richard kvikmyndanna,“ segir Johnny Depp. Hann á þó enn nokkur góð ár eftir því Johnny Depp er „bara“ 43 ára. Áhugi kvenpeningsins á nýj- ustu kvikmynd kappans, Pirates of the Caribbean: Dead Man‘s Chest, sýnir líka að kynþokki Johnny Depp fær aðdáendur enn til að flykkjast í kvikmyndahúsin. Kynþokkinn hverfur fljótt HÆTTIR FIMMTUGUR Johnny Depp ætlar að hætta kvikmyndaleik áður en kynþokki hans fölnar. Leikkonan vinsæla Jennifer Aniston er ekki trúlofuð leikaran- um Vince Vaughn, segir talsmaður hennar. Þar með þaggaði hann niður í sögusögnum þess efnis að Vaughn hafi beðið Aniston í flugvél á leið frá Mexico. Slúðurblöðin sögðu meðal annars að Aniston bæri hring sem væri tvöfalt stærri en hringur- inn sem hún fékk frá fyrrverandi eiginmanni sínum Brad Pitt. Einnig hefur blaðið New York Post sagt frá því að Vaughn hafi viljað biðja Aniston áður en hann færi að taka upp nýjustu mynd sína „Into the Wild“ og að leikarinn fari næstum því að gráta þegar hann segir vinum sínum frá bónorðinu. Trúlofuð? SKÖTUHJÚIN Það er ekki auðvelt að vera frægur eins og Aniston og Vaughn hafa komist að. FRÉTTIR AF FÓLKI Hótelerfinginn og partíljónið Paris Hilton var bitin af apanum sínum á dögunum. Hilton, sem er þekkt fyrir að hafa mikið dálæti af dýrum, var bitin í hendina af apanum sínum Baby Luv. Hún var á leik við apann sem skyndilega fór í vont skap og beit hana til blóðs. Vinir Hilton fóru með hana upp á spítala þar sem sár hennar voru með- höndluð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.