Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 10
10 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR KJARASAMNINGAR Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tíma- riti lögfræðinga í júlí. Mannrétt- indadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi for- gang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugar- leikfimi og vangaveltur hennar. Kjarn- inn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um for- gangsákvæði, heldur útilokunar- ákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilok- unarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómur- inn gekk svona langt vegna þess að menn- irnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðis- ins. Ákvæði um forgangsréttar- ákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í við- komandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttar- félög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómur- inn hafi ekkert að segja um inn- heimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta laun- anna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús. rosag@frettabladid.is Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt Magnús Norðdahl, lögfræðingur hjá ASÍ, tekur ekki undir álit Elínar Blöndal lögfræðings um að forgangs- réttarákvæði í kjarasamningum á Íslandi kunni að brjóta í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu. MAGNÚS NORÐDAHL BANDARÍKIN, AP Reuters-fréttastof- an hefur slitið öll tengsl við ljós- myndarann Adnan Hajj í Beirút, sem varð uppvís að því að breyta tveimur ljósmyndum frá átökun- um í Líbanon. Reuters hefur eytt öllum 920 myndum ljósmyndar- ans úr gagnagrunni sínum. Ljósmyndin sem kom upp um Hajj var af afleiðingum loftárásar Ísraelshers á úthverfi í Beirút. Hajj hafði notað myndvinnslufor- rit til að láta líta út fyrir að meiri og dekkri reykur stigi upp frá byggingunum. Hajj hefur einnig unnið fyrir AP-fréttastofuna, þar sem nú eru skoðaðar allar myndir hans og leitað að fölsunum. - sgj Adnan Hajj falsaði ljósmynd af loftárásum Ísraela á Beirút: Ljósmyndari rekinn frá Reuters MIKILL MUNUR Á MYNDUNUM Til vinstri má sjá fölsuðu myndina, en til hægri má sjá myndina áður en átt var við hana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELÍN BLÖNDAL VERKAMENN AÐ STÖRFUM Magnús Norðdahl, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sé ekkert sagt um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna sem ekki séu meðlimir í stéttarfélögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FJÁRMÁL Framteljendur og fyrir- tæki landsins fengu hærri tekjur og högnuðust meira á fyrri árs- helmingi 2006 en á sama tímabili í fyrra. Skatttekjur ríkissjóðs af tekjum og hagnaði þeirra voru þar af leiðandi þriðjungi hærri. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjuskatt- sprósenta á einstaklinga hafi lækkað um seinustu áramót. Almennt verðlag hækkaði um 5,7 prósent frá því í fyrra. Tekjuskattur á fyrirtæki og aðra lögaðila tæplega tvöfaldaðist miðað við fyrri árshelming 2005 og voru tekjur ríkissjóðs vegna tekjuskatts á fyrirtæki því rúm- lega níu og hálfur milljarður. Vegna sölu Landssímans á sama tímabili í fyrra drógust aðrar rekstrartekjur ríkisins saman um 41 prósent frá ári til árs. Athygli vekur að eignarskattur var um fimm og hálfur milljarður á fyrri hluta ársins. Að sögn fjár- málaráðuneytisins er það vegna þess að stimpilgjöld flokkast undir þennan flokk og auk þeirra voru einn og hálfur milljarður eignar- skatta fyrri ára innheimtir á þessu ári. - sgj Vefrit fjármálaráðuneytisins sýnir hækkun skatttekna ríkisins á tekjur og hagnað: Skatttekjur ríkisins þriðjungi hærri EINKAVÆÐINGANEFND KYNNIR SÖLU Vegna sölu Landssímans drógust rekstrar- tekjur ríkisins saman. VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for- seti Venesúela, hótar að slíta stjórnmálasambandi Venesúela við Ísraelsríki vegna innrásarinn- ar í Líbanon. Chavez kallaði einnig heim stjórnarerindreka sinn í Ísrael og fordæmdi hernað Ísraela í Líba- non sem „þjóðarmorð“ og líkti við helför gyðinga. „Ég hef engan áhuga á að við- halda hvorki stjórnmálasambandi né viðskiptum eða nokkru öðru við ríki eins og Ísrael,“ sagði forset- inn og tók fram að hann hefði hing- að til verið vinveittur Ísrael á alþjóðavettvangi. - kóþ Forseti Venesúela um Ísrael: Vill slíta stjórn- málasambandi GRÆNLAND Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem bandarískir vísindamenn hafa gert á grundvelli gerfihnattaljós- mynda frá bandarísku geimferða- stofnuninni, NASA, og birtar eru í nýjasta heftir vísindatímaritsins Science. Í rannsókninni eru breytingar á ísnum frá mánuði til mánaðar greindar á grundvelli gerfihnatta- mynda frá tímabilinu apríl 2002 til nóvember 2005. Niðurstöðurnar benda til að um 239 rúmkílómetr- ar íss bráðni að jafnaði á ári hverju af Grænlandsjökli. Bráðnunin er mest á austurströndinni. - aa Bráðnun Grænlandsjökuls: Bráðnar hrað- ar en talið var GRÆNLANDSÍS Bráðnunin er sögð mest á austurströndinni. NOREGUR Norðmenn hafa týnt 95 þúsund vegabréfum síðan Noreg- ur hóf þátttöku í Schengen-sam- starfinu, kom fram á fréttasíðu norska blaðsins Aftenposten á fimmtudag. Veldur þetta yfirvöldum áhyggjum, því norsk vegabréf eru afar vinsæl meðal undirheima- fólks þar sem auðvelt er fyrir Norðmenn að útvega sér áritanir til hinna ýmsu landa, að sögn Tormod Ødegård hjá norsku lög- reglunni. Einkum eru Norðmenn sem leigja vegabréf sín út til fólks- smyglara til vandræða, því gómi yfirvöld fólk með slík vegabréf, þá segjast réttir eigendur þeirra einfaldlega hafa tapað skilríkjun- um. - smk 95 þúsund passar týndir: Norsk vegabréf á vergangi OKTÓBERHÁTÍÐ UNDIRBÚIN Þó enn sé hásumar í Þýskalandi er farið að undirbúa Októberhátíð á bjórkrám þar í landi. Þessir verkamenn voru að störfum í München fyrr í vikunni, en bjórhátíðin fræga hefst þar í borg laugardaginn 16. september. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.