Fréttablaðið - 14.08.2006, Side 45
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 25
Sumarbústaðaeigendur í
Skorradal mótmæla verði á
landi undir bústaði sína.
Sumarbústaðaeigendur á Dag-
verðarnesi í Skorradal hafa lýst
yfir óánægju sinni með bréf frá
eigendum jarðarinnar, þar sem
þeim er boðið að kaupa landið
undir bústöðunum á að því er þeim
finnst uppsprengdu verði.
Samkvæmt útreikningum jafn-
gildir einn hektari allt að 15 milj-
ónum króna miðað við það sem
fram kemur í bréfinu, en þar er
sumarbústaðaeigendum boðið
land á 925 krónur á fermetrann.
600 krónur bætast við fermetra-
verðið á lóðum við vatnið. Verð á
eðlilegri lóð er komið upp í 3,8
milljónir króna.
Leigusamningur er þegar í
gildi milli sumarbústaðaeigenda
og landeigenda en hann rennur út
á næstu árum. Talsmenn Dag-
verðarness ehf. segja ekki ákveðið
hvort samningurinn verður
endurnýjaður eða ekki. Þeir neita
því jafnframt að lóðirnar séu seld-
ar langt yfir markaðsverði og
segja málið í skoðun. Þetta kemur
fram á síðunni skessuhorn.is
Uppsprengt lóðaverð
Það andar köldu milli sumarbústaðaeig-
enda og landeigenda í Skorradal.
MYND/SVEINN STEINDÓRSSON
Mjódd Fasteignamiðlun
2., 3. og 4. herbergja íbúðir
Íbúðirnar eru á besta stað í bænum, steinsnar frá þjónustukjarna bæjarins. Góðar
svalir fylgja öllum íbúðum, með einstöku útsýni. Íbúðirnar afhendast tilbúnar án
gólfefna. Eldhúsinnréttingar eru úr eik, góðir skápar eru í herbergjum & anddyri.
Hjóla og vagna-geymsla er á jarðhæð, og geymslur fyrir hverja íbúð. Íbúðirnar
verða afhentar kaupendum á árinu 2006 og 2007
FFA og fasteignasalar veita allar frekari upplýsingar.
Melgerði 7, Reyðarfjörður.
Fasteignafélag Austurlands ehf. · Melgerði 7 · 730 Reyðarfjörður · Sími: 567-3400 · GSM: 896-8934
* Verðlisti miðaður við vísitölu byggingarkostnaðar fyrir mars 2006 (325,3)
Það er gott að
búa á austurlandi
567 3400 475 8000
2 herb. verð frá
KR. 12.950.000*
3 herb. verð frá
KR. 16.550.000*
4 herb. verð frá
KR. 18.750.000*
TIL SÖLU
& LEIGU
Nánari upplýsingar á netinu: www.nmedia.is/ffa