Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 60

Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 60
 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR40 Sígild samtímatónlist Sígild samtímatónlist Sígild samtímatónlist F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 3 4 F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 3 4 F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 3 4 IÐNÓ Iðnó eða Iðnaðar- mannahúsið var reist árið 1896 af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur, eins og nafnið gefur til kynna. Arkitekt húss- ins var Einar Pálsson, sem einnig sá um byggingu þess, en það er í nýklassísk- um stíl og kostaði alls 29.000 krónur í byggingu. Leiksýningar hófust þar í byrjun árs 1897 og í lok sama árs var húsið gert að höfuðstöðvum hins nýstofnaða Leikfélags Reykjavíkur. Iðnaðarmannafélagið átti húsið til 1918 og seldi það þá norskum bakarameistara, Frans Haakanson, sem rak þar veitingasölu allt til 1928. Húsið hefur tekið nokkrum breytingum í tímans rás og til dæmis voru arkitektarnir Gunnlaugur Halldórsson og Einar Sveinsson fengnir árið 1930 til þess að lagfæra húsið. Reykjavíkurborg keypti síðan húsið árið 1992 og hófust þá miklar endurbætur á því. Í dag er þar bæði veitingasala og leikhúsrekstur. (heimild: www.leikminjasafn.is) Útlán banka vegna íbúða- kaupa náðu sögulegri lægð í síðasta mánuði. Íbúðalán bankanna námu rúmlega 3,6 milljörðum króna í júlí síðast- liðnum og hafa aldrei verið minni frá því bankarnir hófu að veita slík lán fyrir tæpum tveimur árum. Eftirspurnin eftir lánum hefur minnkað og einnig gætir tregðu hjá bönkunum til lánveit- inga þar sem þeir gera meiri kröfur til lántakenda nú en áður. Þeir lána lægra hlutfall af markaðs- virði fasteignanna og setja hámark á hvert lán. Í júlí 2005 námu útlán bankanna til íbúðakaupa rúmum 16,6 millj- örðum króna, en hæstu hæðum náðu þau í október árið 2004 er þau námu 34 milljörðum króna. Meðalupphæð í hverju láni hefur verið tæpar tíu milljónir síðasta eitt og hálfa árið, um einni milljón lægra en þegar mest var um útlán, veturinn 2004. Grein- ingardeild Landsbanka Íslands telur ekki útlit fyrir miklar breyt- ingar á fasteignaverði til ára- móta. Útlán drag- ast saman Líklega verða litlar breytingar á fasteigna- verði fram að áramótum. „Ég var nú að kaupa mér íbúð sem er í raun draumaíbúð- in mín,“ segir Einar glaður. „Þetta er 100 fermetra íbúð sem uppfyllir allar mínar kröfur um góða íbúð. Það er mikil lofthæð þar sem íbúðin er á tveimur hæðum. Svo er húsbóndaherbergi þar sem gamla skrifborðið hans langafa míns fær aðsetur,“ bætir Einar við og tilkynnir stoltur að húsbóndaherberginu verði breytt í barnaherbergi strax á næsta ári. „Ég geri kröfur um stórt og rúmgott eldhús en samt sem áður að það sé skipulagt á þann máta að auðvelt sé að teygja sig í alla hluti og legg áherslu á það að fleiri en einn geti eldað í einu,“ segir Einar hæstánægður með nýja eldhúsið sitt. „Einnig er baðherbergið fullkomið þar sem tveir komast fyrir í baðkarinu og það er hreint afskaplega þægilegt. Það besta við þessa íbúð er þó að við fengum frystikistu fyrri eiganda með í kaupunum. Þessir höfðingjar sem seldu okkur skildu eftir humar í kistunni og færi ég þeim bestu þakkir fyrir. Sá humar verður svo grillaður á stóru svölunum okkar, þar sem hópur manna getur grillað saman og notið útsýnisins suður á Reykjanes um leið.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT: EINAR ÞORSTEINSSON FRÉTTAMAÐUR Humar í frystikistunni SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 30/6- 6/7 121 7/7- 13/7 116 14/7- 20/7 126 21/7- 27/7 104 28/7- 3/8 107 4/8- 10/8 67

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.