Fréttablaðið - 14.08.2006, Page 62
14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
MERKISATBURÐIR
1784 Suðurlandsskjálftar hefjast
með þeim afleiðingum að
þrír látast og hundrað bæir
hrynja til grunna en talið
er að stærsti skjálftinn hafi
verið 7,5 stig.
1917 Kína lýsir yfir stríði á hendur
Þýskalandi og Austurríki-
Ungverjalandi.
1947 Pakistan fær sjálfstæði frá
Bretum.
1969 Breskar hersveitir eru send-
ar inn í Norður-Írland.
1982 Fyrsta svæðisútvarp Ríkis-
útvarpsins tekur til starfa
á Akureyri undir nafninu
Rúvak.
1982 Grace Kelly og Rainier fursti
af Mónakó koma til Íslands
ásamt börnum sínum,
Karólínu og Albert.
STEVE MARTIN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ
1945.
„Hvað er grín? Grín er listin að láta
fólk hlæja án þess að það kasti
upp.“
Steve Martin er bandarískur gamanleikari.
AFMÆLI
Ragnar
„skjálfti“ Stef-
ánsson jarðeðl-
isfræðingur er
68 ára.
Sævar Karl
Ólason klæð-
skeri er 59 ára.
Pétur Örn
Runólfsson er
fimmtugur.
Geir Ólafsson
er 33 ára.
Bygging dómkirkjunnar hófst árið
1248 en sama ár eyðilagðist dóm-
kirkja Kölnarbúa í eldi og ákveðið
var að líkja eftir frönskum kirkjum og
byggja kirkjuna í gotneskum stíl.
Kórinn, sá hluti kirkjunnar sem
er ætlaður kórnum, var lokið árið
1320. Bygging kirkjunnar hélt áfram
til ársins 1560 þegar að hlé var gert
á framkvæmdum. Þær hófust ekki
aftur fyrr en um miðja nítjándu öld
og var loks lokið árið 1880.
Dómkirkjan skemmdist nokkuð í loftárásum
Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni en alls
var skotið á hana fjórtán sinnum. Kirkjan hélt velli
þrátt fyrir sprengjuregnið en viðgerðum á henni
lauk á sjötta áratugnum. Kirkjan þarfnast þó frekari
lagfæringar þar sem súrt regn hefur skemmt ytra
byrði hennar.
Kölnardómkirkja er stærsta kirkja í
Norður Evrópu sem byggð er í gotnesk-
um stíl og er helsta kennileiti Kölnar
sem er fjórða stærsta borg Þýskalands.
Þegar að byggingu kirkjunnar lauk voru
kirkjuspírurnar það mannvirki sem var
hæst í heiminum þangað til Washington-
minnismerkið í Bandaríkjunum var byggt
árið 1884. Kirkjuturnarnir eru 157 metrar
á hæð og kirkjan sjálf er 144 metrar að
lengd og áttatíu og sex metrar á breidd.
Gluggar kirkjunnar eru frá fjórtándu öld og þykja
sérstaklega fallegir. Kirkjan er einnig fræg fyrir helgi-
skrín úr gulli sem þykir eitt fallegasta gulllistaverk
miðalda.
Erkibiskupinn í Köln hefur aðsetur í kirkjunni en
hún er undir stjórn kaþólsku kirkjunnar.
ÞETTA GERÐIST 14. ÁGÚST 1880
Byggingu Kölnardómkirkju lýkur
BRÚÐKAUP
Hinn 22. júlí voru þau Harpa Geirs-
dóttir og Björn Valur Ellertsson
gefin saman í Fríkirkjunni í Hafnar-
firði af séra Einari Eyjólfssyni. Þau
eru til heimilis í Hafnarfirði.
Hinn 22. júlí voru þau Birgit
Eriksen og Elfar J. Eiríksson gefin
saman í Eyrarbakkakirkju af séra
Úlfari Guðmundssyni. Þau eru til
heimilis í Hafnarfirði.
Hinn 15. júlí voru þau Guðrún
Hlín Bragadóttir og Narfi Ísak
Geirsson gefin saman í Fríkirkjunni
Kefas af Verði Traustasyni. Þau eru
til heimilis í Kópavogi.
ÚTFARIR
11.00 Eiríkur Magnússon verður
jarðsunginn frá Seljakirkju.
13.00 Albert Jónsson, Borgar-
holtsbraut 16, Kópavogi, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju.
15.00 Þorvarður A. Guðmunds-
son, skipasmíðameistari, Dalbraut
16, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju.
Í dag verður haldið nám-
skeið á vegum Skóladeildar
Akureyrar fyrir alla kenn-
ara grunnskólanna á Akur-
eyri, sem eru um 230 til 250
talsins. Viðfangsefnið á
námskeiðinu er samkyn-
hneigð, einkum með tilliti
til skólakerfisins. Skóla-
deildin og skólastjórarnir
hafa myndað sér þá stefnu
að taka upp kennslu þar
sem fjallað verður um sam-
kynhneigð og samkynhneigt
fjölskylduform eins og
hvert annað lífsform í sam-
félaginu. Fjallað verður
einnig um það kennsluefni
og þær kennsluaðferðir
sem áformað hefur verið að
taka upp.
„Rótin að þessu var í
raun og veru ráðstefna sem
haldin var á Akureyri fyrir
einu og hálfu ári síðan, sem
hét „Hver er sá veggur“.
Norðurlandshópur Samtak-
anna ‘78 og Norðurlands-
deild Samtaka foreldra og
aðstandenda samkyn-
hneigðra, sem ég er aðili að,
stóðu að þessari ráðstefnu
með tilstyrk ýmissa fyrir
norðan, til dæmis Háskól-
ans og skóladeildar Akur-
eyrar,“ segir Sverrir Páll
Erlendsson menntaskóla-
kennari, sem verður fundar-
stjóri á námskeiðinu. „Í
kjölfar ráðstefnunnar kall-
aði forstöðumaður skóla-
deildarinnar á okkur sem
stóðum að ráðstefnunni og
langaði að það yrði gert eitt-
hvað í því að koma fræðslu
um samkynhneigð inn í
skólana á Akureyri, enda
hefur verið stefnt að því
lengi að koma þessu inn í
námskrá grunnskólanna, þó
það hafi ekki tekist ennþá.
Á þessari ráðstefnu voru
margir kennarar og skóla-
stjórar og þeir tóku vel í að
takast á við þetta sem allra
fyrst. Við unnum í nefnd
með fulltrúum allra skól-
anna í vetur og niðurstaðan
varð áætlun um að byrja á
því að hafa fræðslu fyrir
kennara og starfsmenn
skólanna svo þeir geti verið
með kennslu og kynningar
og tekist á við þau mál sem
kunna að koma upp í kring-
um umfjöllun um samkyn-
hneigð. Það þarf að opna
umræðu og eyða þögninni
sem hefur valdið fordóm-
um og haldið mörgum inni í
skápnum,“ segir Sverrir
Páll.
„Þessu hefur verið ákaf-
lega vel tekið, þó við vitum
að ekki séu allir á einu máli
um hvernig eigi að taka á
þessum málum. Sumir vilja
fjalla um samkynhneigð í
skólum, en ekki á jákvæðu
nótunum. Það er í raun ekk-
ert við því að segja þegar
fólk hefur þessa skoðun. En
ég held þó að meirihlutinn
sé fylgjandi því að fjalla um
samkynhneigð á jákvæðan
hátt og auðvelda öllum
lífið,“ segir Sverrir Páll.
„Það er einlæg von okkar
að aðrir fylgi í kjölfarið og
ég hef fengið fregnir af því
að hugmyndir séu uppi um
það í skólakerfinu í Reykja-
vík. Mér hefur sýnst það að
þetta hljóti að vera nauð-
synlegt mál,“ segir Sverrir
Páll. „Ég hef hitt starfsfólk
leikskóla sem hefur talað
um að það vilji byrja á þess-
ari umræðu þar. Umræðan
hefur verið meiri í fram-
haldsskólum í lífsleiknitím-
um, en þetta hefur alveg
vantað í neðri skólastigin.“
steindor@frettabladid.is
SKÓLAR AKUREYRAR: FRÆÐSLA UM SAMKYNHNEIGÐ
Þögnin hefur haldið
mörgum inni í skápnum
SVERRIR PÁLL ERLENDSSON „Það þarf að búa kennara undir þá nýjung að talað verði um samkynhneigð í skólanum, en ekki þagað yfir henni skipulega.“
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
INNFLYTJENDUR Drengurinn á
myndinni horfir á mömmu sína fylla
út umsóknareyðublöð fyrir innflytj-
endur fyrir framan ráðhúsið í París.
Menntasvið Reykjavíkur-
borgar hefur gefið út bæk-
linga um tvítyngi barna í leik-
skólum sem nefnast
Tvö-þrjú-fjögur tungumál og
Leikskólinn - upplýsingar
fyrir erlenda foreldra. Bæk-
lingarnir eru gefnir út á átta
tungumálum og er ætlað að
mæta vaxandi þörf erlendra
forledra fyrir upplýsingar
um tvítyngi.
Börnum sem eiga erlenda
foreldra fjölgar ört í leikskól-
um Reykjavíkur og eru nú
um tíu prósent allra leikskóla-
barna. Börnin eru af áttatíu
og einu þjóðerni en flest eiga
þau pólska, taílenska eða fil-
ippseyska forledra.
Bæklingana er hægt að
nálgast í þjónustumiðstöðv-
um Reykjavíkurborgar sem
og á heimasíðu Mennta-
sviðs Reykjavíkur á slóð-
inni leikskólar.is.
Nýtt upplýsingaefni
LEIKSKÓLAKRAKKAR Tíu prósent
leikskólabarna í Reykjavík eru af
erlendum uppruna.