Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 72
32 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn
síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni
félagsliða en hann var gegn meisturun-
um frá Norður-Írlandi, Newtownabbey.
Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum
í þeim leik og unnu sannfærandi
7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö
mörk í þeim leik en það voru Fanndís
Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir
og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta
Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið
en það var beint úr aukaspyrnu og var
stórglæsilegt.
Blikastelpurnar fóru rólega inn í leikinn
en það var mjög sólríkt og heitt meðan
á leik stóð. Þrátt fyrir það réðu þær
gangi leiksins frá byrjun. Riðillinn var
spilaður í Austurríki en Breiðablik
vann hann á stórglæsilegan hátt. Liðið
skoraði fjórtán mörk í
þremur leikjum og hélt
Þóra B. Helgadóttir markinu
hreinu í öllum leikjunum.
Breiðablik hefur nú tryggt sér
sæti í milliriðli keppninnar en
leikið verður í honum 12.-19.
september og mun liðið meðal
annars mæta Evrópumeisturum
Frankfurt.
Breiðablik byrjaði keppnina á
að vinna fjögurra marka sigur á
portúgölsku meisturunum í SU
1°Dezembro og þar á eftir vann
það heimastúlkur í Neulengbach
3-0.
Markahæsti leik-
maður Breiðabliks í
riðlinum í Austurríki
var Erna Björk Sigurðardóttir en hún
skoraði sex af mörkunum fjórtán. Það er
þó ljóst að baráttan verður hörð þegar
kemur að milliriðlinum og spennandi
að sjá hvort Blikastúlkur nái að fylgja
eftir árangrinum í Austurríki og kom-
ast í átta liða úrslit keppninnar.
Auk Frankfurt og Breiðabliks
verða í milliriðlinum finnsku
meistararnir í HJK og Vitebsk
sem eru meistarar í Hvíta-
Rússlandi. Það kemur tals-
vert á óvart að Vitebsk
skuli hafa náð að
slá út ítölsku
meistarana en
þetta er frum-
raun liðsins í
Evrópukeppninni.
KVENNALIÐ BREIÐABLIKS: BURSTAÐI NORÐUR-ÍRSKU MEISTARANA OG ENDAÐI Í EFSTA SÆTI RIÐILSINS
Blikastúlkur í banastuði í Austurríki
Loksins sigur hjá Silkeborg
Danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg
vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í
Danmörku eftir fjóra tapleiki í röð. Liðið
vann Viborg, 3-2, og það eftir að hafa
lent 2-0 undir. Hörður Sveinsson og
Bjarni Ólafur Eiríksson léku að vanda
allan leikinn fyrir Silkeborg en Hörður
var nálægt því að skora í leiknum.
> Heiðar Geir í Svíþjóð
Framarinn Heiðar Geir Júlíusson er
þessa dagana staddur í Svíþjóð þar sem
hann mun æfa með toppliði Hammarby
fram á fimmtudag. Heiðar Geir, sem er
19 ára gamall, hefur verið fastamaður í
liði Fram í sumar og hittir hjá Hammar-
by fyrir fyrrum félaga sinn, Gunnar Þór
Gunnarsson. Einnig er á mála hjá félag-
inu Pétur Marteinsson en allir eru þeir
uppaldir Framarar.
Fram hefur
góða for-
ystu í 1.
deildinni
þegar enn
á eftir að
leika fjórar
umferðir.
Næst mætir
liðið Þrótti á
föstudaginn
kemur.
FÓTBOLTI Evrópumeistarar Barce-
lona léku sinn síðasta æfingaleik í
keppnisferðinni um Ameríku
þegar þeir lögðu bandaríska liðið
Red Bulls 4-1 en leikurinn fór
fram í New York í fyrrinótt.
Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir
Barcelona en hin mörkin skoruðu
hinir argentínsku Lionel Messi og
Javier Saviola. Gamla kempan
Youri Djorkaeff skoraði eina mark
Red Bulls. Eiður Smári Guðjohn-
sen lék síðari hálfleikinn í leikn-
um og lagði upp markið sem Messi
skoraði.
„Ég er ánægður með þennan
leik. Mér fannst Red Bulls spila
þetta vel, leikmenn liðsins voru
komnir með það að markmiði að
sækja og úr varð þessi skemmti-
legi leikur,“ sagði Frank Rijkaard,
þjálfari Barcelona, en hann var
ánægður með vel heppnaða
æfingaferð liðsins.
Keppni í spænsku deildinni
hefst sunnudaginn 10. september
en fyrsti leikur Barcelona verður
á heimavelli gegn Osasuna. Það er
búist við miklu af Börsungum en
portúgalski miðvallarleikmaður-
inn Deco sagði í viðtali í gær að
leikmenn liðsins létu pressuna
ekki á sig fá. „Við erum vel undir-
búnir og liðið hefur styrkst frá
síðasta tímabili svo stefnan er að
sjálfsögðu að vinna alla titla sem
við eigum möguleika á,“ sagði
Deco. - egm
Æfingaferð Barcelona lauk með stórsigri gegn bandaríska liðinu Red Bulls:
Eiður lagði upp mark Messis
FAGNAÐ Eiður Smári fagnar einu af mörkunum með félögum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Hólmar Örn Rúnarsson,
knattspyrnumaður frá Keflavík,
sagði við Fréttablaðið í gær að
ekki væri spurning um hvort hann
gengi til liðs við danska úrvals-
deildarliðið Silkeborg heldur hve-
nær. Hólmar Örn hefur samið um
kaup og kjör við danska félagið en
félögin tvö eiga eftir að ná saman
um kaupverð.
Faðir Hólmars, Rúnar Arnars-
son sem einnig er formaður knatt-
spyrnudeildar Keflavíkur, sagði í
gær að boltinn væri hjá Silkeborg.
„Þeir virðast ekki vera að flýta sér
að ganga frá þessu máli og gætu
þess vegna verið að bíða eftir því
að samningur Hólmars við Kefla-
vík renni út. En það myndi þýða að
hann fengi ekki leikheimild með
liðinu fyrr en í janúar,“ sagði
Hólmar en félagaskiptaglugginn
alþjóðlegi lokar hinn 1. septem-
ber.
Keflavík á tvo leiki eftir í ágúst-
mánuði, gegn FH á sunnudag og
ÍA fimmtudaginn 24. ágúst. Liðið
er í þriðja sæti deildarinnar með
nítján stig. - esá
Hólmar Örn til Silkeborgar:
Ekki hvort
heldur hvenær
HÓLMAR ÖRN RÚNARSSON Fer til Silke-
borg, bara spurning hvenær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Nú fyrir helgi bárust þær
fregnir að norska úrvalsdeildar-
liðið Molde hefði gert Breiðabliki
tilboð í framherjann Marel Bald-
vinsson. Í gær var sagt frá því í
norskum fjölmiðlum að Molde
hefði einnig augastað á Ármanni
Smára Björnssyni, leikmanninum
fjölhæfa hjá FH, en báðir voru
þeir valdir í íslenska landsliðið
sem mætir Spáni á morgun.
Ármann Smári kannaðist ekki
við áhuga norska liðsins er Frétta-
blaðið hafði samband við hann í
gær en hann sagði aðspurður að
atvinnumennskan heillaði ef rétta
tilboðið bærist. Hann var fyrir
fjórum árum á mála hjá Brann í
Noregi í fáeina mánuði. - esá
Íslendingar vinsælir:
Molde vill
Ármann Smára
LANDSLIÐSMENNIRNIR Ármann Smári
Björnsson, FH, og Valsarinn Matthías Guð-
mundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
HANDBOLTI Viggó Sigurðsson byrj-
ar vel sem þjálfari þýska úrvals-
deildarliðsins Flensburg en liðið
vann um helgina sigur á æfinga-
móti í Þýskalandi. Liðið vann
fremur óvænt tíu marka sigur á
Lemgo í úrslitum og greinilegt að
liðið er að standa sig vonum fram-
ar undir stjórn Viggós.
Logi Geirsson skoraði ekki í
leiknum en Ásgeir Örn Hallgríms-
son skoraði eitt fyrir Lemgo.
Magdeburg varð í þriðja sæti á
mótinu eftir sigur á Grosswall-
stadt, liði Einars Hólmgeirssonar.
Skoraði hann þrjú mörk í gær.
Gummersbach, undir stjórn
Alfreðs Gíslasonar, náði ekki nema
sjötta sæti á mótinu en einn þriggja
Íslendinga hjá liðinu, Guðjón Valur
Sigurðsson var markahæsti leik-
maður mótsins. Hinir tveir, Róbert
Gunnarsson og Sverre Jakobsson
spiluðu báðir í gær. - esá
Æfingamót í Þýskalandi:
Flensborg og
Viggó unnu
RÓBERT GUNNARSSON Skoraði tvö mörk
fyrir Gummersbach í gær. BONGARTS
FÓTBOLTI Svo gæti farið að Hjálm-
ar Þórarinsson yrði lánaður í
neðrideildarlið í Skotlandi en hann
er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu
Hearts. Honum var tilkynnt ekki
fyrir löngu að hann væri ekki í
framtíðaráætlun liðsins og fór þá
að líta í kringum sig. Nú síðast fór
hann til norska liðsins Aalesund á
reynslu en liðið ákvað að bjóða
honum ekki samning þar sem for-
ráðamönnum liðsins þótti hann
vera sams konar knattspyrnumað-
ur og eru fyrir hjá liðinu.
Að sögn Ólafs Garðarssonar,
umboðsmanns hans, er líklegast
að Hjálmar verði lánaður í neðri-
deildarlið í Skotlandi og verði þar
út tímabilið. - esá
Hjálmar Þórarinsson:
Lánaður í
neðri deild?
HJÁLMAR ÞÓRARINSSON Hér í leik með
Hearts en líklegt er að hann leiki í neðri
deildunum í Skotlandi í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/SNS
FÓTBOLTI Miklar vangaveltur hafa
verið undanfarið um hvort lands-
liðsfyrirliðinn, Eiður Smári Guð-
johnsen, spili með Íslandi gegn
Spáni á Laugardalsvelli annað
kvöld. Eiður Smári kom í gær-
kvöldi aftur til Barcelona eftir
æfingaferð liðsins í Mið- og
Norður-Ameríku. Geir Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri KSÍ, stað-
festi við Fréttablaðið að ekki væri
útlit fyrir annað en að Eiður Smári
kæmi til landsins í dag og spili því
leikinn á morgun.
„Barcelona sendi KSÍ bréf fyrr
í sumar þar sem þeir fóru fram á
að Eiður Smári yrði ekki valinn í
hópinn. Það var að ég held staðlað
bréf sem Barcelona sendi á fleiri
staði enda eiga þeir marga lands-
liðsmenn í sínum röðum,“ sagði
Geir. „En Eiður Smári var valinn
og það er í raun það eina sem ég
get sagt um málið. Hvort einhverj-
ar frekari óskir berist okkur í
fyrramálið (í dag) verður bara að
koma í ljós.“
Geir sagði að KSÍ hefði verið í
góðu sambandi við Eið Smára til
að skipuleggja ferð hans hingað til
lands. „Við höfum verið í sam-
bandi við hann og unnið þetta allt í
góðu samstarfi. Hann hefur sjálf-
ur aldrei minnst á annað en að
spila þennan leik en félögin setja
oft þrýsting á leikmennina, það er
alþekkt.“
Luis Aragones, landsliðsþjálf-
ari Spánar, valdi leikmenn úr
röðum Barcelona þó svo að félagið
hafi sjálfsagt farið fram á að sínir
menn yrðu hvíldir í leiknum. KSÍ
hefur þegar fært leikinn til að
koma til móts við þarfir Barcelona
og Espanyol en liðin mætast á
fimmtudag í fyrri leik liðanna um
ofurbikarinn svokallaða á Spáni,
keppni meistara meistaranna.
Upphaflega átti leikurinn að fara
fram á miðvikudag enda er það
dagurinn sem er merktur sem
landsleikjadagur á dagatali knatt-
spyrnusambands Evrópu.
Geir sagði það alls ekki ólíklegt
að Eiður Smári ferðaðist hingað til
lands með þeim leikmönnum Bar-
celona sem voru valdir í spænska
landsliðið. Fleiri íslenskir lands-
liðsmenn koma hingað til lands í
dag en þeir voru margir að leika
með sínum liðum, einkum á Norð-
urlöndunum.
Þeir landsliðsmenn sem voru
hér á landi í gær æfðu á Laugar-
dalsvelli. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
ÆFÐU Á LAUGARDALSVELLI Landsliðsmennirnir Hannes Þ. Stefánsson (til vinsti), Sigurvin
Ólafsson (í miðju) og Ólafur Ingi Skúlason. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Eiður Smári kemur í kvöld
Barcelona sendi KSÍ beiðni fyrr í sumar um að Eiður Smári Guðjohnsen yrði ekki
valinn í íslenska landsliðið sem mætir Spáni á morgun. Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, sagði að Eiður kæmi til landsins seinni partinn eða í kvöld.
Á ÆFINGU Eyjólfur Sverrisson þjálfari og
Birkir Kristinsson markmannsþjálfari.