Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 78
 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 DASH 8. 2 200. 3 Andreas Isaksson. LÁRÉTT 2 ofneysla 6 rykkorn 8 hversu 9 fugl 11 bardagi 12 heill 14 unna 16 skóli 17 andi 18 drulla 20 óreiða 21 traðk- aði. LÓÐRÉTT 1 steinmoli 3 tveir eins 4 ógætinn 5 skref 7 stilltur 10 einkar 13 suss 15 vingjarnleiki 16 flík 19 kyrrð. LAUSN „Við erum himinlifandi yfir þessu vali,“ segir Magni Þorsteinsson, hárgreiðslumaður og annar eig- andi tískuvöruverslunarinnar Kronkron, sem var valin ein af sjö flottustu búðum í heiminum í dag af hinu virta danska tískuriti Euro- woman. Í grein blaðsins kemur meðal annars fram að Kronkron er talin vera leiðandi í tísku og lífsstíl á Íslandi með flottum merkjum og fallegri og skemmtilegri hönnun. Einnig er sagt að Kronkron sé eins og sælgætisbúð þar sem öll fötin njóta sín og eru girnileg fyrir við- skiptavininn. Kronkron er sett í flokk með nokkrum af þekktustu tískuvöru- verslunum í heiminum í dag, svo sem Barneys í New York, Colette í París og 10 Corso Como í Mílanó. Það er því mikill heiður að tísku- vöruverslun á Íslandi komist inn á þennan lista. „Við vorum búin að fá fregnir af þessu en vissum ekki að þetta væri svona stórt. Núna erum við stödd á tískuvikunni í Danmörku og menn ausa yfir okkur ham- ingjuóskum, sem er alveg frá- bært,“ segir Magni en hinn eig- andi búðarinnar er kona hans, Hugrún Árnadóttir, sem gjarna er kennd við skóbúðina Kron sem þau eiga einnig. Magni er einn af eig- endum hárgreiðslustofunnar Rauðhetta og úlfurinn og segist því sjálfur vera mikið á hlaupum milli stofunnar og búðarinnar. „Auðvitað hefur þetta mikil áhrif á okkur og aðallega auðveld- ar þetta okkar vinnu til muna því í stað þess að sækjast eftir merkj- um eru merkin farin að sækjast eftir því að komast í búðina.“ Kronkron er aðeins tæplega tveggja ára gömul og byrjaði í litlu húsnæði á Laugaveginum en svo í mars 2006 var opnuð búð í stóru húsnæði á horni Laugavegs og Vitastígs. Þetta er því mikill heið- ur fyrir svona unga búð og segir Magni að mikið spennandi sé í bígerð. Því verður gaman að fylgjast með þróun verslunarinn- ar Kronkron í framtíðinni. alfrun@frettabladid.is KRONKRON: LEIÐANDI Í TÍSKU OG LÍFSSTÍL Á ÍSLANDI Valin ein af sjö flottustu búðum í heimi SÆLGÆTISBÚÐ Versluninn Kronkron var valinn ein af sjö flottustu búðum í heimin- um í dag af tískuritinu Eurowoman. STOLTIR EIGENDUR Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eiga búðina Kronkron og eru himinlifandi yfir þessum mikla heiðri. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Matargúrú Íslands, Nanna Rögn- valdsdóttir, er að hætta á Gest- gjafanum eftir farsælt starf á blaðinu, aðdáendum blaðsins til mikilla ama. Nanna hefur verið kjölfestan í blaðinu, sem er eitt mest selda tímarit landsins. Reyndar hóf Nanna störf hjá Iðunni fyrir tuttugu árum en þegar tímaritaútgáfan Fróði keypti það fyrirtæki fylgdi Nanna með í kaupunum. Í fyrstu starfaði hún sem lausapenni en hefur verið fastráðin í fimm ár. „Það má því segja að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er í lausu lofti í tvo ára- tugi,“ segir Nanna, sem segist ekki muna eftir neinu sérstöku atviki frá þessum tíma. „Þetta hefur bara verið mjög skemmtilegt tímabil,“ útskýrir Nanna. Matargúrúið segist ekki ætla að sitja með tvær hendur tómar en viðurkennir að hún ætli sér að taka sinn tíma í að íhuga hvað taki næst við. Fjölmörg spennandi til- boð hafi komið inn á borð til sín en hún sé ákaflega þolinmóð. „Ég er að þýða stóra matreiðslubók en meira er ekki fast í hendi,“ segir hún en viðurkennir að hana langi til að skrifa fleiri bækur um mat þannig að matgæðingar Íslands þurfa engu að kvíða þrátt fyrir brotthvarf hennar af Gestgjafan- um. Fróði flutti fyrir ekki margt löngu upp á Höfða eftir að hafa lengi verið í nágrenni við miðbæ Reykjavíkur. Nanna segist því ekki munu sakna staðsetningar- innar sem slíkrar enda sé hún mikil miðbæjarmanneskja. „Ég á hins vegar eftir að sakna alls þess góða fólks sem ég vinn með hér,“ segir hún. - fgg Fleiri matarbækur á leiðinni frá Nönnu NANNA RÖGNVALDSDÓTTIR Er hætt á Gestgjafanum eftir að hafa verið þar ein aðal- kjölfestan um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HRÓSIÐ ... fær Hugleikur Dagsson, sem hefur samið við risafyrirtækið Penguin um útgáfu á bókum sínum. Í gamla Ó. Johnsson og Kaaber hús- inu skapar hópurinn Brite Theater heim þar sem kynlíf er hluti af sam- félagsskyldum hvers og eins. „Hugmyndin að baki verkinu er meðal annars það sem margir segja um að ástin sé vinna. Mér datt í hug að taka þetta konsept enn lengra og gera ástina í alvörunni að vinnu,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikstjóri verksins sem hefur feng- ið heitið Kjöt. Í heiminum sem verkið gerist í er kynlífið hluti af samfélagsskyldu hvers og eins, rétt eins og að borga skatta, og þarf að skila ákveðið mörgum tímum af kynlífi á viku til að komast hjá sekt- um. „Þetta er ráð ríkisstjórnarinn- ar gegn offitu og þunglyndi. Ef fólk fær nóg að ríða eru allir hamingju- samir,“ segir Kol- brún og bætir við að það sé að minnsta kosti hugmyndin að baki verkinu. Kjöt er frum- raun Kolbrúnar sem leikstjóra en hún hefur unnið í hópnum Rann- sóknarsvið íslenskrar þjóðmenn- ingar í skapandi sumarstarfi Hins hússins. Handritið að verkinu vann Kolbrún í sumar og sótti innblástur í vefsíðuna Einkamál.is og atvinnu- auglýsingar. „Mig langaði svolítið að blanda saman þessu atvinnu- tungumáli og hösslinu og komst að því að það er í rauninni mjög líkt.“ Ásamt textanum eru hreyfingar og dans notuð til tjáningarinnar og studdist hópurinn við brasilísku bardagaíþróttina Capoeira í hreyf- ingasmíðunum. Kolbrún segir að tjáningarmáti leikhópsins sé í stíl við groddarahátt Tarantinos. „Þetta er auðvitað um kynlíf og tilvísanir í það eru áberandi. Síðan erum við með mikið af bardagasenum þar sem Capoeira kemur inn og sviðs- slagsmál.“ Aðspurð um hvort markhópur sýningarinnar sé fólk á öllum aldri segir Kolbrún að ung börn eigi ekki erindi á hana. „Við mælum kannski ekki með að börn yngri en tólf ára komi á sýninguna nema í fylgd með fullorðnum. Það er samt engin nekt í leikritinu en við erum aftur á móti með mikið af vísunum í kynlíf. Svo eru nokkur bardagaatriði sem eru kannski dálítið brútal,“ segir Kol- brún. Verkið var frumsýnt í gærkvöld á ArtFart hátíðinni. Í vikunni verða svo tvær sýningar ásamt lokasýn- ingum á menningarnótt. - at Fékk innblástur við lestur Einkamála.is KYNLÍF OG OFBELDI Groddarastíll Tarantin- os fær að njóta sín í verkinu Kjöt sem er frumsýnt á ArtFart hátíðinni í kvöld. KOLBRÚN BJÖRT SIGFÚSDÓTTIR �������� �� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ���������� � �� �� �� �� � �� �� �� �� � �������� ���������� ������������������� ���������� �������������������������� �� ��������� ���������� ������������� ���������������� �������������������������� LÁRÉTT: 2 óhóf, 6 ar, 8 hve, 9 lóa, 11 at, 12 allur, 14 elska, 16 fg, 17 sál, 18 aur, 20 rú, 21 tróð. LÓÐRÉTT: 1 vala, 3 hh, 4 óvarkár, 5 fet, 7 rólegur, 10 all, 13 uss, 15 alúð, 16 fat, 19 ró. FRÉTTIR AF FÓLKI Tónleikar breska poppgoðsins Morrissey voru í Laugardalshöll á laugardaginn og þóttu þeir heppnast með hreinum ágætum. Morrissey var nokkuð rokkaðri en aðdáendur hans höfðu búist við og lak kynþokkinn af söngvaranum sem þurfti að skipta ansi oft um föt á meðan tónleikunum stóð. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á laugardag- inn sást til Mor- rissey í Kringlunni þar sem hann verslaði föt með meintri „eiginkonu sinni“ og „barni“. Þessi frétt kom mörgum af hans dyggustu áhangendum í opna skjöldu því erlendir fjölmiðlar sem hafa reynt að fjalla um einkalíf söngvar- ans hafa haldið því fram að Morrissey sé samkynhneigður. Söngvarinn hefur aldrei tjáð sig um sitt prívatlíf en einn aðdáandi Morrissey sagðist í góðra vina hópi einu sinni hafa lesið það í erlendum fjölmiðli að Morrissey hefði „einu sinni komist í kynni við konu“. Íslendingar voru því ef til vill fyrstir til að sjá afraksturinn af þeim kynnum í Kringlunni á föstudag. Össur Skarphéðinsson gerir umdeildar lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að umtalsefni á vefsíðu sinni. „Úr fjarska hef dáðst með feiminni aðdáun að vaskleika Einars K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, þegar hann hefur farið með eldi og brennisteini gegn sjóræningjaveiðum útlenskra bar- bara á suðurmiðum Íslands,” hefur Össur mál sitt og bætir því síðan við að aðdáun hans á ráðherranum hafi vaxið til muna þegar hann las það í fréttum að... “...Einar K. Guðfinnsson biti nú í skjaldarrendur sem aldrei fyrr og vildi ólmur draga fram gömlu klippurnar úr landhelgisstríðum og skera aftan úr veiðijófunum,” skrifar Össur og bætir því við að þegar norski sjávarút- vegsráðherrann boðaði um helgina til alþjóðlegrar ráð- stefnu gegn veiðiþjófnaði í Norðurhöfum taldi hann einsýnt að þar yrði Einar K. Guðfinnsson hylltur sem ein af hetjum Norður- landa. „Undrun mín varð því eigi alllítil þegar ég sá, að í fans allra helstu sjávarútvegsráðherra veraldar vantaði Einar K. Guðfinnsson. [...] Skýring- in á fjarveru ráðherrans kom svo í fréttum helgarinnar. Í ljós kom að sjávarútvegs- ráðherrann sem hafði getið sér alþjóðlegt orð fyrir baráttu gegn veiðiþjófnaði var svo upptekinn við ólöglega lundaveiði í Gríms- ey í Steingrímsfirði að hann komst ekki á ráðstefnu kollega sinna gegn veiðiþjófnaði í Norðurhöfum.” - fgg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.