Tíminn - 12.03.1978, Page 2

Tíminn - 12.03.1978, Page 2
2 Sunnudagur 12. marz 1978 Þaö var einn mánudagsmorgun í liðnum mánuði, er lesnir voru leiðarar landsmála- blaða að venju, að lesið var úr Alþýðu- manninum, blaði Alþýðuflokksins á Akur- eyri. í leiðara Alþýðumannsins að þessu sinni var látinn i Ijós efi um að samvinnu- hreyfingin ætti framar nokkurn rétt á sér. Rök leiðarahöfundar voru þau að sam- vinnufélögin seldu vörur ekki við lægra verði en önnur fyrirtæki og greiddu ekki hærra kaup en þau. Ég verð að játa að ég fæ ekki skilið hvaða hugsunarháttur liggur á bak við þá röksemd leiðarahöfundar að 6amvinnufélög eigi ekki rétt á sér nema þau selji ódýrara eða greiði hærri laun en aðrir. Er virkilega svo komið fyrir Alþýðuflokknum, að hann einskis virði fyrir almenning í landinu að eiga sameiginleg fyrirtæki, jafnvel þó að það skili ekki betri árangri en eitthvað ann- að fyrirtæki? Er það orðin skoðun Alþýðu- f lokksins, að,að öðru jöfnu eigi fyrirtæki að vera í einkaeign? Hver er þá skoðun Alþýðuf lokksins á t.d. bæjarútgerðum? Þurfa þær ekki einnig að verzlana, sem kaupfélögin fylla, með veru- lega lægri álagningu en önnur verzlun. Þar sem Þjóðhagsstofnun aðgreinir verzlun ekki eftir rekstrarformum, verða skýrslur hennar ekki notaðar alfarið til þess að sjá álagningu hinna ýmsu rekstrarforma, en þó er skiptingin það veruleg að sja* má að tekj- ur kaupfélaganna af vörusölu eru ekki langt frá þvi að vera 20% lægri en meðal- tekjur annarrar verzlunar í landinu. Nú kann einhver að segja: Þetta er ekkert að marka. Það eru reglur um álagningu, sem bæði kaupfélög og aðrir nota. Þess vegna getur þessi mismunur ekki staðizt. Engu að síður er hann staðreynd. Álagning hér á landi er ákaflega undarleg. Hún er mjög misjöfn og fer ekkert eftir verzlunar- kostnaði. Álagning getur verið 8% og hún getur verið 30%, án þess að nokkur eðlileg kostnaðarrök valdi þeim mismuni. Rökin eru eingöngu þau hvaða álagning fer bezt í vísitölu. Nú verða kaupmenn að sjálfsögðu að búa við þessi álagningarákvæði á sama hátt og kaupfélögin, en á því er samt nokk- ingin hefur að undanförnu verið gagnrýnd fyrir að verða ekki fyrst til í stofnun stór- markaða hér á landi. Stórmarkaðirnir Um það leyti sem stórmarkaðir fóru að ryðja sér til rúms erlendis fóru íslenzkir samvinnumenn að huga að,á hvaða hátt þetta verzlunarform mætti koma að gagni hér á landi. Það eru nálega 20 ár síðan ég heyrði forstjóra Sambands isl. samvinnu- félaga fyrst lýsa þessum verzlunum, kost- um þeirra og göllum, og möguleikum okkar til þess að taka upp þessa verzlunarhætti al- menningi til ávinnings. En satt bezt að segja, það eru verulegir annmarkar á því að stórmarkaðir geti orðið öllum til góðs við íslenzkar aðstæður. Og það er ekki hlutverk samvinnuhreyf ingarinnar að beita sér f yrir nýjungum, sem eru tiltölulega fáum til góðs. Stórmarkaðir kref jast f jölmennis. Hér á landi er óvíða það fjölmenni að kostir stórmarkaða njóti sín til f ulls Stórmarkaðir mega ekki vera viðbót við aðra verzlun, Dufgús: Leiðari Alþýðumannsins standa sig betur en önnur útgerðarf yrirtæki til þess að eiga rétt á sér? Á ekki að leggja þær niður af því að þær hafa hvorki staðið jafnfætis einkarekstri né samvinnurekstri? Hefur Alþýðuflokkurinn alfarið hafnað opinberum rekstri vegna þess að hann hef- ur langoftast staðið sig illa gagnvart einka- rekstri og samvinnurekstri? Ég spurði hver væri skoðun Alþýðu- f lokksins. Sennilega er þarf laust að spyrja. Sennilega hefur hann ennþá þá skoðun að nafninu til að stuðla beri að opinberum rekstri, þó að í hjarta sínu styðji hann einkarekstur, eins og leiðari Alþýðumanns- ins bendir til. Ég minntist á bæjarútgerðir sérstaklega vegna þess að Alþýðuf lokkurinn er drjúgur við að bera fram tillögur um stuðning við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Samkvæmt til- löguflutningi þeirra finnst þeim aldrei nóg aðgert um stuðning við hana af almannafé. Þó gerir f járhagsáætlun Reykjavíkur ráð fyrir 250 milljón króna stuðningi við hana á þessu ári. Það er stuðningur, sem hvorki einkarekstur né samvinnurekstur nýtur. En Alþýðuflokknum finnst ekki nóg að gert. Hann ber fram tillögur um meiri stuðning. Svona geta menn orðið gjörsamlega rugl- aðir i riminu og skoðanalausir: Eitt á að styrkja sérstaklega, vegna þess að það stendur öðru ekki jaf nfætis í árangri annað á ekki rétt á sér, vegna þess að það skarar ekki fram úr. Samvinnufélögin selja á I ægra veröi En er það nú rétt að samvinnufélögin greiði ekki hærra kaup eða selji vörur ekki á lægra verði en önnur fyrirtæki? Laun sam- vinnustarfsmanna eru sjálfsagt ekki hærri en starfsmanna í þjónustu annarra. í lang- flestum tilfellum fara laun samvinnu- starfsmanna alveg saman við laun ann- arra. Þó hef ur það lengi verið alkunnugt að forystumenn samvinnuhreyf ingarinnar hafa löngum verið á lægri launum en þeir hefðu getað fengið á öðrum vettvangi. Hitt er rangt að samvinnufélögin selji vörur ekki á lægra verði en önnur fyrirtæki. Sam- kvæmt skýrslum Þjóðhagsstofnunar um verzlun nú á síðustu árum er sá flokkur ur mismunur. Það er hlutverk kaupfélag- anna að sjá félagsmönnum sínum fyrir þeim nauðsynjum, sem þeir þarfnast, án tillits til þess hver álagningin er. Kaupmenn eru aftur á móti sjálf ráðir að því hvaða svið verzlunar þeir velja sér og það er vissulega tilhneiging til þessað velja þær greinar, þar sem álagningarreglur eru hagstæðari. Þar með er ekki sagt að f jöldi kaupmanna selji ekki vörur í lægri álagningarf lokkunum, en engu að siður er það staðreynd að þessi munur á eðli og tilgangi veldur því að meðalálagning kaupfélaganna er verulega lægri en annarrar verzlunar í landinu. Tímarnir breytast Þegar samvinnuhreyfingin kom fram á sjónarsviðið með breytingar á verzlunar- háttum hér á landi, hafði hún mikið verk að vinna Ég ætla ekki að rekja hér við hvers konar öf I var að eiga, að öðru leyti en því, að segja má að þjónustulundin hafi ekki verið ríkasti þátturinn i verzlun. Gróða- hyggjan sat i fyrirrúmi. Hlutverk sam- vinnuhreyfingarinnar var að útvega þær vörur, sem fólkið þarf naðist, og selja þær á kostnaðarverði Það hefur aldrei verið hlut- verk samvinnuhreyfingarinnar að selja vörur undir kostnaðarverði eins og margir virðast gera kröf u til. Hins vegar hef ur það verið, er og verður hlutverk samvinnu- hreyf ingarinnar að f reista þess að draga úr kostnaði og lækka verzlunarkostnaðinn eins og frekaster kostur hverju sinni. Þvi verk- efni lýkur aldrei. Lækkun verzlunarkostnaðar var ör á fyrstu árum samvinnuhreyfingarinnar. Þeir tímar eru löngu liðnir. Verzlunar- kostnaður fer aldrei niður úr ákveðnu lág- marki. Eftir því sem nálgast það lágmark verður þróunin hægari og aðferðirnar breytast. Síðustu áratugina hafa komið fam tvær meginbreytingar á verzlun, sem áhrif hafa til lækkunar á verzlunarkostn- aði. Annars vegar kjörbúðaskipulagið, sem samvinnumenn reyndu fyrstir manna hér á landi og raunar áður en fólk var viðbúið að taka við þvi. Kjörbúðaskipulagið hefur nú algjörlega rutt sér til rúms hér. Hins vegar eru það stórmarkaðirnir. Samvinnuhreyf- þeir verða að koma í staðinn fyrir aðra verzlun. Annars minnka þeir ekki verzlun- arkostnaðinn, heldur auka hann. Það eru þessi vandamál sem samvinnuhreyfingin hefur að glíma við nú. Lausnin er ekki f undin, en svosannarlega er unnið að því að leysa þetta mál, og vonandi verður það leyst. Hvaða breytingar hafa stórmarkaðirnir í Reykjavík haft i för með sér? Verzlunar- hættir þess fólks sem skipta við stórmark- aðina eru í stórum dráttum á þessa leið: Það fer í stórmarkaðinn einu sinni í viku eða hálfs mánaðarlega og kaupir þar megn ið af þeirri vöru sem það þarf til ákveðins tíma. Á milli þess, sem fólkið fer í stór- markaðinn, kaupir það þá hluti, sem vantar inn í, hjá næsta kaupmanni. Þetta veldur því að stórmarkaðurinn selur í einu lagi vörur fyrir 10-40 þúsund krónur á meðan kaupmaðurinn á horninu þarf að selja, með litið minni kostnaði, vörur fyrir 1-2 þúsund krónur. Stórmarkaðurinn verður ekki að gagni til þess að lækka heildar verzlunar- kostnað, nema því aðeins að kaupmaðurinn á horninu hætti að verzla. Mundi það verða almenningi hagstætt að kaupmaðurinn á horninu hætti að verzla og við þyrftum að sækja allar vörur í stórmarkaðinn? Við það myndu kostir stórmarkaðarins minnka verulega og jafnvel hverfa með öllu. Eins og er á kaupmaðurinn á horninu í erf iðleikum. Hann hefur misst stóran hluta af verzluninni til stórmarkaðarins, en hann ber allan sama kostnað áfram. Afleiðingin verður annað hvort að hann verður að hætta að verzla eða að fá hærri álagnirigu. Hvort tveggja mundi bitna harðast á öldruðu fólki, sem ekki á þess kost að sækja verzlun i stórmarkaðina. Nákvæmlega það sama mundi gerast, ef samvinnuhreyfingin kæmi upp stórmark- aði, t.d. á Selfossi. Annað tveggja mundi gerast á Stokkseyri og Eyrarbakka að verzlun þar legðist niður, eða það yrði að hækka álagningu þar um það sem hún lækk- aði á Selfossi. Þetta er það vandamal sem samvinnuhreyf ingin hef ur nú við að glíma, og hún er einráðin í því að leysa það vanda mál ekki á þann hátt að hugsanlegur hagn- aður eins yrði öðrum til tjóns. Skilafresti í Ritgerðasamkeppni Líonshreyfingarinnar að ljúka Lionshreyfingin á lslandi efnir um þessar mundir til ritgeröa- samkeppni meöal unglinga um starfsemi þjónustuklúbbanna I landinu og lýkur henni frá og meö 13. marz n.k., aö þvi er segir I fréttatilkynningu frá Lions- hreyfingunni. — Forsaga þessa máls er sú, aö norrænar unglingabúöir fyrir unglinga á aldrinum 15-17 ára veröa starfræktar á Noröur-Jót- landi I grennd viö Álaborg, dag- ana 8.-29. júli n.k. Lionshreyfing- in á Islandi átti rétt til þess aö senda fimm unglinga I þessar búöir sem eru bæöi fyrir drengi og stúlkur og var ákveöiö aö láta fara fram ritgeröasamkeppni i skólum landsins til þess aö velja þátttakendur og hefur svo veriö gert, og eru ritgeröir þegar farn- ar aö berast. Sérstck nefnd Lionsmanna mun meta þær ritgeröir er berast, en verölaun eru feröir og dvöi I áöur- nefndum búöum, þátttakendum aö kostn&öarlausu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.