Tíminn - 12.03.1978, Side 12
12
Sunnudagur 12. marz 1978
Byggingavörudeild
Sambandsins
auglýsir byggingaref ni
smíðaviður
75x150 fúavarið Kr. 782.-prm
75x125 fúavarið Kr. 653.-pr m
75x125 Kr. 582,-pr m
63x150 Kr. 998,-prm
50x150 Kr. 572.-prm
50x125 Kr. 661.-pr m
50x100 Kr. 352,-prm
38x125 Kr. 502,-pr m
32x175 Kr. 394.-pr m
25x150 Kr. 397.-pr m
2 1/2x5” Óregonpine Kr. 1.339.- pr m
unnið timbur
Vatnskiæðning 25x125 Kr. 264,- pr m
Panel 22x135 Kr. 4.030,- pr ferm
Panel Parana pine 14x143 Kr. 2.720.-pr ferm
Glerlistar 22 m/m Kr. 121.- pr m
Grindarefni & listar
Húsþurrt 45x90 Kr. 380.-prm
Do 30x70 Kr. 282.-pr m
Do 35x80 Kr. 311.- pr m
Húsþurrt/Óhefi. 25x25 Kr. 50.- pr m
Þakbrúnalistar 12x58 Kr. 108.- pr m
Múrréttskeiðar 12x58 Kr. 108.- pr m
Do 12x95 Kr. 114.- pr m
Bilskúrshurða panill Kr. 3.276.-prfm
” rammaefni Kr. 997.-pr m
” miliistoðir Kr. 392,- pr m
” karmar Kr. 1.210.- Dr m
spónaplötur Enso Gutzeit
3.2 m/m 122x255 sm Kr. 683.-
parket
Panga Panga 23 m/m Kr. 7.098,- pr. ferm
zacaplötur
27 m/m 500x1500 Kr. 1.505.-
27 m/m 500x2000 Kr. 2.008.-
27 m/m 500x2500 Kr. 2.509.-
27 m/m 500x3000 Kr. 3.011,-
27 m/m 500x6000 Kr. 6.023.-
22 m/m 500x1500 Kr. 1.666,-
22 m/m 500x2000 Kr. 2.221,-
22 m/m 500x2500 Kr. 2.802,-
spónaplötur SOK
9 m/m 120x260 sm Kr. 2.371,-
12 m/m 120x260 sm Kr. 2.576.-
16 m/m 183x260 sm Kr. 4.612,-
19 m/m 183x260 sm Kr. 5.296,-
22 m/m 183x260 sm Kr. 6.634.-
25 m/m 183x260 sm Kr. 5.016,-
hampplötur
10 m/m 122x244 sm Kr. 1.544.-
12 m/m 122x244 sm Kr. 1.770.-
16 m/m 122x244 sm Kr. 2.134,-
Enso Gutzeit BWG-vatnsiímdur
krossviður
4 m/m 1220x2745 Kr. 2.801.-
amerískur krossviður FIR
, 6.5 m/m 12.5 m/m 1220x2440 1220x2440 strikaður Kr. Kr. 2.633.- 6.200,-
spónlagðar viðarþiljur
Hnota finline 30x247 sm Kr. 3.362.- pr ferm
Álmur finline 30x247 sm Kr. 3.672.- pr ferm
Cota finline 24x247 sm Kr. 2.662,-pr ferm
Antik eik 30x247 sm Kr. 3.672.-pr ferm
Rósaviður 28x247 sm Kr. 3.728.- pr ferm
GuIIálmur 24x247 sm Kr. 3.728.-pr ferm
Fjaðrir Kr. 85.-prstk
Söluskattur er inni-
falinn í verðunum
Byggingavörur
Sambandsins
Ármúla 29 Sími 82242
„Óvenjuleg
og athyglis-
verð lausn”
— Umsögn í þýzku blaði um
elliheimili á íslandi
Það er kannski ekki oft sem Is-
land eða íslenzk málefni verða
vettvangur umræðu i erlendum
löndum. Þegar slikt gerist er
yfirleitt greintfrá þvi hérheima
og fer ekki hjá þvi að það kitli
einhverjar taugar i einstaka
mönnum. 1 fyrsta tölublaði
þessa árs af timaritinu „Alten-
heim”, sem gefið er út i Þýzka-
landi, birtist grein um elli-
heimili á Islandi. Málefni
aldraðra hafa verið i brenni-
depli hér á landi um tima og
miklar umræður orðið um þau
mál. Að vanda eru skiptar skoð-
anir i þessum efnum og
skemmtilegt að fá tillegg i um-
ræðurnar frá Þýzkalandi. En i
umræddri grein er miklu lofs-
orði lokið á elliheimili á íslandi
og aðbúnaður aldraðra þar tal-
inn til fyrirmyndar.
Húsin fjörutiu, sem mynda elliheimilið As I Hveragerði, falla mjög
vel inn i umhverfið, en þau eru mismunandi i útliti.
Tilurð þessarar greinar er
tveggja vikna skoðunarferð sem
útgefendur „Altenheims”
skipulögðu til Bandarikjanna i
nóvember á fyrra ári i því skyni
að skoða þar elliheimili. Þátt-
takendur i þessari ferð, 60 tals-
ins voru frá Þýzkalandi og Sviss
ogvoruþað eigendureða stjórn-
endur dvalarheimila aldraðra,
læknar og hjúkrunarfólk. Er
þetta fjölmennasta ferð af þessu
tagi, sem farin hefur verið á
vegum blaðsins til þessa. A leið-
inni vestur um haf var stoppað
þrjá daga á Islandi þar sem tvö
elliheimili voru skoðuð og rætt
um.
í greininni segir, að það veki
undrun að á íslandi, smáeyju
norður á hjara veraldar skuli
vera fyrir hendi mjög góð að-
stoð viðgamaltfólk. Af þeim tvö
hundruð og tuttugu þúsund
manns, sem eyjuna byggi, séu
tæp tiu prósent á aldrinum sex-
tiu og fimm ára og eldri, og sem
stendur séu eitthvað um 1600
rúm fyrir fólk á elli og
hjúkrunarheimilum, þar með
talin rúm á langlegudeildum
sjúkrahúsanna.
Eins og fyrr segir er miklu
lofsorði lokið á elliheimilismál á
íslandi. Litillega er drepið á
Hrafnistu, D valarheimili
aldraðra sjómanna, og i sam-
bandi við hana segir m.a.:
— í framhaldi af þessu ber að
athuga það, að sjómenn eru
helztu gjaldeyrisaflendur eyj-
unnar. Sjötiu prósent af gjald-
eyrinum skapast af sjávarút-
vegi. Með hliðsjón af þvi er
ljóst, að menn vilja búa þessum
mikilvægumönnum sérstaklega
þægilegt og fagurt ævikvöld.
Siðasta heimili sérhvers manns
ætti lika að verða það bezt.
Annars er aðallega rætt um og
lýst heimsóknum hópsins á tvö
elliheimili, Grund i Reykjavik
og As i Hveragerði. Dvalar-
kostnaður á elliheimilinu Grund
er nú kr. 3600 á venjulegum vist-
um en 5100 á sjúkradeildum fýr-
ir einstaklinga. Innifalið i þessu
er algjör aðhlynning og umsjá
hvort heldur eri einbýli eða fjöl-
býlisstofum, lyf og læknisþjón-
usta, og að auki margvisleg
œinur þjónusta.
Meðalaldur fólks á Islandi er
sjötiu og eitt ár og sex mánuðir
fyrir karla, en sjötiu og sjö ár og
fimm mánuðir fyrir konur.
Meðalaldur þeirra er létust á
Grund árið 1976 var tæp áttatiu
og fjögur ár og meðaldvalartimi
þeirra á heimilinu fimm ár og
fimmti'u ogsjö dagar.Þaraf sex
ár og áttatiu og einn dagur fyrir
konur, en þrjú ár og tuttugu og
fjórir dagar fyrir karla.
Af þeim þrjú hundruð og
fimmtíu manns sem dvelja á
Grund eru eitt hundrað og
fimmtiu sjúklingar, en meiri-
hluti þeirra fer þó á fætur á
hverjum degi og sinnir ein-
hverjum störfum. Aðeins ti'u
prósent sjúklinganna eru
stöðugt rúmliggjandi. A Islandi
eins og á hinum Norðurlöndun-
um fær sérhver, sem náð hefur
67 ára aldri, ellilifeyri. Nemur
hann kr. 38.609 á mánuði fyrir
einstakling og 69.496 kr. fyrir
hjón. Þessa upphæð fá allir al-
veg óháð þvi hvaða störf eða
hverjar tekjur þeir hafa haft áð-
ur en þeir komast á ellilauna-
aldurinn. En auk þessa er um
fjölda mismunandi lifeyrissjóði
að ræða, t.d. fyrir embættis-
menn, rikisstarfsmenn og at-
vinnurekendur. Hver sem ekki
getur greitt dvöl sina á elli-
heimilinu fær hana greidda af
rikinu.
Elliheimilið Grund hefur frá
því það var stofnað árið 1921
verið rekið sem sjálfstætt
einkafyrirtæki og aldrei fengið
opinberan fjárstuðning. For-
stöðumenn heimilisins álíta það
lika grundvallaratriði, að svo
verði áfram. Allar endurbætur
og nýbyggingar hafa verið og
eru enn fjármagnaðar án rikis-
styrks, jafnvel þótt það hafi
seinkað framkvæmdum nokkuð.
Gisli Sigurbjörnsson er for-
stöðumaður Grundar, en faðir
hans var einn af stofnendum
heimilisins. Fyrst var litið hús
keypt undir starfsemina árið
1922, en árið 1930 var ný og stór
bygging reist og hefur uppbygg-
ingu verið haldið áfram siðan.
Til að fjármagna DAS, hefur
Sjómannahreyfingin sett á
laggirnar happdrætti og af þvi
Elliheimilið Grund i Reykjavik.