Tíminn - 12.03.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 12.03.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 12. marz 1978 15 Wimkm Hugvitssamir menn á ísafirði Ýmsar tilraunir í gangi í Pólnum hf. Hugvitssamir menn vinna i Pólnum hf. á Isafirði og eru þeir sifellt að vinna þar að tilraunum með ný tæki, jafnfram þvi, sem fyrirtækið sinnir almennri þjón- ustustarfssemi við ísfirð- inga á sviði raflagna og margs konar rafviðgerða. Sem dæmi má nefna að i fyrirtækinu hafa verið hönnuð og smiðuð tæki til að gera aðvart, komi leki i vélarrúm skipa, timatökutæki fyrir skfðakeppni og fjölmörg önnur tæki hafa þar verið fund- in upp. NU er í fyrirtækinu unnið að gerð rafeindavogar fyrir fiskmóttöku, eins og sagt var frá i Timanum nýlega. Þessi vog á að vega allan fisk , sem fer inn i flökunarvélarnar og sömuleiðis hve mikið kemur Ur flökunarvólunum. Á þann hátt á stöðugt að vera unnt að fylgjast nákvæmlega með hver nýtingin er og hvort vélarnar séu eitt- hvað vanstilltar. — Við höfum lagt milljónir króna i tilraunakostnað við þessa vog, sagði Asgeir Erline Gunnarsson fjármála legur framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins i samtali við Timann. Við höfum sótt um styrki til þessara tilrauna, og vonumst eftir að fá jákvætt svar. Verkinu hefur nU miðað það vel áfram að loka- prófun á að geta farið fram á næstu vikum. Við teljum að þessi tæki geti bjargað stórkostlegum verð- mætum. Séu flökunarvélar van- stilltar fer mikið af hréefni i súginn, en hjá þvi verður unnt að komast með notkun rafeindavogarinnar, sem nU er verið að leggja siðustu hönd á. Timatökutækin voru smiðuð fyrir skiðaráð Isafjarðar. bau vinna þannig að þegar keppandi er ræstur i rásmarki, fer hann i gegnum hlið, en i þvi er rástæki, sem sendir merki nið- ur i endamark, og setur klukk- urnar þar i gagn. Þegar kepp- andinn fer siðan gegnum enda- mark, ryfur hann ljósgeisla og stöðvar klukkurnar. Jafnframt þvi að vera timatökutæki eru þetta fullkomnar talstöðvar og að rúmmáli og þyngd eru tækin ekki meiri en svo að einn maður getur auðveldlega haldið á þeim þangað, sem koma á þeim fyrir. Asgeir sagði að lekaaðvörun- artækin sem fyrirtækið smiðar og setur i vélarrúm skipa, hefðu upphaflega verið smiðuð i sam- ráði við og vegna óska báta- ábyrgðartryggingarfélaga. Þau gefa til kynna með hljóð- merkjum ef sjór fer upp fyrir ákveðið mark i vélarrúmi skips- ins, en dæmi eru um að skip hafi sokkið vegna þess að sjór hafi komizt i vélarrúm þegar þar voru engir menn á vakt. Af öðrum tækjum, sem smiðuð hafa verið hjá Pólnum hf., má t.d. getaum spennistilli- tæki, sem notað er tíl að stilla spennu i rafkerfi bila, báta og vinnuvéla. Þa eru þar smiðuð sjálfvirk hleðslutæki i báta og skip, og fyrirtækið framleiðir baujuljósablikkara. Þá eru þar smiðuð álagsstýritæki fyrir raf- orkunotkun i fyrirtækjum og á sveitabæjum. Algengt er að þar sé raforka keypt á föstu verði upp að einhverju ákveðnu há- marki, en fari notkunin ein- hvern tima dagsins yfir þetta mark, þarf að gréiða verulega hærra verð. Alagsstýritækið slær sjálfkrafa einhverjum tækj um út þegar að þessu hámarki er komið, en setur þau siöan inn á ný, þegar slökkt er á einhverj- um öðrum tækjum. T.d. er al- gengt að tækið sé látið slökkva um tima á miðstöðvarkyndingu. Fyrirtækið Póllinn hf. var stofnað á Isafirði 1966 og siðan hafa umsvif þess vaxið jafnt og þétt. Fyrirtækið sinnir þjónustu við flotann, fiskvinnslustöðv- arnar, önnur fyrirtæki og ein- staklinga. Hjá fyrirtækinu Feðgarnir Örn Ingólfsson og Ingólfur Eggertsson i tilrauna- stofunni að huga að smiði nýju rafeindavogarinnar. Ingólfur er einn af stofnendum fyrirtækis- ins og á flestar hugmyndirnar að þeim nýjungum, sem fyrir- tækið hefur farið út i að fram leiða. Sonur hans Örn, er raf- tæknifræðingur og vinnur aðal- lega að tilraununum. starfa nú 20 manns. Þar af er einn raftæknifræðingur, sem vinnur aðallega að tilrauna- starfsemi, 10 rafvirkjar, 3 útvarpsvirkjar auk starfsliðs i verzlun fyrirtækisins og á skrif- stofu. Sigurgeir Bóasson — rætt við kaupfélagsstjórann Sigurgeir Bóasson Að undanförnu hefur verið gerð athugun á hvernig unnt sé að bæta rekstrarstöðu Kaup- félags ísfirðinga. m.a. eru uppi ráðagerðir um að byggja vöru- rnarkað á ísafirði, en nú fer starfsemi félagsins fram á mörgum stöðum i bænum. Jafn- framt er verið að gera tilraunir til þess að auka vöruúrvalið, t.d. með þvi að koma upp byggingarvöruverzlun og skó- verzlun svo eitthvað sé nefnt. Þetta m.a. kom fram þegar blaðamaður hitti Sigurgeir Bóasson kaupfélagsstjóra á dögunum. Sigurgeir sagði að þessi vörumarkaðsmál væru á algeru undirbúningsstigi. Verið væri að teikna húsið og búið væri að fá lóð undir verzlunar- húsið. Hins vegar væri á engan hátt séð hvernig væri unnt að fjármagna þessa framkvæmd. — Það er mjög erfitt að fá lánsfé til þess að bæta og auka verzlunarrekstur, sagði Sigur- geir. T.d. lánar byggðasjóður ekki fé i slikar framkvæmdir. Þvi er það svo,að á stað sem Isafirði standa undirstöðuat- vinnuvegirnir með miklum blóma. Hins vegar hefur verzlunarreksturinn ekkert þróazt um árabil. Isafjörður er þvi likastur nýtízku vinnu- búðum. Hér er vinnuaðstaða mjög góð, en vantar hins vegar mikið af nauðsynlegri þjónustu. Fólkið fer því i hópum til Reykjavikur i verzlunarferðir, og mikið er um að fólk panti vörur með pósti frá Reykjavik. Það er þvi mikið hagsmunamál byggðarlaga út um land að auðveldara verði að fá lánsfé til þess að byggja þar upp góðar verzlanir. Sigurgeir sagði að Kaupfélag- ið á Isafirði væri með um 70% af allri matvöruverzlun i bænum, en auk kaupfélagsins væru þar tvær minni verzlanir. Kauðfélagið á Isafirði rekur útibú f Hnifsdal, Bolungarvik og Súðavik, og nýlega opnaði félagið útibú á Suðureyri við Súgandaf jörð. Verzlunar- reksturinn er stærsti þátturinn i starfi félagsins, en einnig rekur kaupfélagið sláturhús og mjólkursamlag. Erfiðar sam- göngureru um félagssvæðið, og algengt er að bændur komi ekki i kaupstað nema einu sinni til tvisvar á ári. Meginhlutann af nauðsynjavörum panta þeir þvi i gegnum sima, og eru þeim siðan sendar vörurnar. Kaupfélagið á tsafirði. Timamyndir Mó. Bygging vörumarkaðar er í athugun á ísafirði Litið inn í Ishúsfélag Isfirðinga: Jöfn og góð hráefnisöflun — tryggir reksturinn, segir Jó- hannes G. Jónsson framkvæmdastj, Skuttogararnir sjá tshúsfélaginu fyrir miklu og öruggu hráefni árið um kring. En rækjubátarnir færa einnig mikil verðmæti á land á tsafirði og við rækjuveiðarnar og vinnslu aflans hafa margir tsfirð- ingar atvinnu. Hér má sjá hluta af rækjubátaflota tsfirðinga við flotbryggjuna á ísafirði. — Timamynd MÓ. A siðasta ári var útflutnings verðmæti frystra fiskafurða sem unnar voru hjá íshúsfélagi Isfirðinga um 1,5 milljarður kr. Auk þess var saltfiskur seldur fyrir um 90 milljónir kr. og skreið fyrir 35 milljónir kr. Hjá fyrirtækinu vinna 180-230 manns, en allstor hluti þess er fólk sem vinnur aðeins Muta úr degi. A siðasta ári voru launa- greiðslurfyrirtækisins 325 millj. kr., Þar er unnið eftir bónus- kerfi og er að jafnaði unnið frá kl. átta á morgnana til kl. fimm siðdegis. Ef mikill afli berst á land er stundum unnið á laugar- dögum en reynt að forðast að vinna á sunnudögum. Afkoma frystihússins hefur verið góð undanfarin ár eftir þvi sem heimildir okkar herma og þvi lék blaðamanni forvitni á að frétta meira af rekstrinum og leit þvi við hjá Jóhannesi G. Jónssyniframkvæmdastjóra fé- lagsins og spurði hann fyrst hvers vegna rekstur íshúsfé- lagsins gengi betur en margra annarra frystihúsa. — LDdega má rekja aðal- ástæðuna til þess, að við höfum búið við stöðuga hráefnisöflun og mjög gott hráefni, sagði Jó- hannes. Hinar eiginlegu vertiðir lögðust snemma af hér um slóð- ir og útgerðarmenn hér á ísa- firði lögðu ekki mikið upp úr kapphlaupinu um sildina á sin- um Sma, eða loðnuveiðunum nú. Þeir hafa hins vegar lagt áherzlu á bolfiskveiðarnar og að afli berist á land árið um kring. Við vorum mjög heppnir með Jóhannes G. Jónsson það að fyrstu togararnir af minni gerð komu hingað til tsa- fjarðar og hafa þau skip reynzt sérlega vel og býst ég við að það séu ein farsælustu skipakaup, sem gerð hafa verið. Þá hefur það lika áhrif á afkomuna hér aðhéðan er stutt á miðin og þvi koma skipin inn þegar bræla er og leggja þvi alltaf nýjan fisk á land, 1 stað þess að liggja i vari og biða unz búið er að fá meiri afla. — Nú halda sumir þvi fram að hér út af Vestfjörðum sé mikið smáfiskadráp. Hvað er hæft i þvi? — Þetta með smáfiskadrápið er nú mjög orðum aukið. Við höfum undir höndum skýrslur um stærö á fiski, sem hér berst á land allt frá árinu 1963. Þær skýrslur sýna að fiskstærð er nú mjög svipuð og hún var þá og hefur alltaf verið — hér út af Vestfjörðum. Hins vegar hafa óviða stærri svæði verið friðuð en einmitt hér úti fyrir og ætti þvi friðunaraðgerðum að vera allvel borgið. Auk þessa hefur svo komið i ljós að ekki er allt einhlitt, sem sagt hefur verið um stærð á hrygningarfiski. T.d. hefur nú verið sannað að fiskur hrygnir niður i 50 cm. stærð, en áður var talið að hann þyrfti að vera nokkru stærri. Erlshúsfélag isfirðinga gamalt fyrirtæki? — Það er stofnað árið 1912 og hefur verið starfrækt siöan. En nú hefur tækjakostur verið endurbættur i frystihúsinu og enn er verið að stækka húsnæð- ið. Aðaleigendur Ishúsfélagsins eru Hrönn hf og Gunnvör hf., og eiga þau um 70% af hlutafé. Þessi fyrirtæki gera hvert sinn togarann út. Auk þessa á Isa- fjarðarbær i félaginu svo og nokkrir einstaklingar. , MÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.