Tíminn - 12.03.1978, Page 24

Tíminn - 12.03.1978, Page 24
24 Sunnudagur 12. marz 1978 ?■- Þóra Borg í hlutverki móður- innar i Selurinn hefur manns- augu eftir Birgi Sigurðsson. LEIKFÉLAG BEYKJAVtKUH Refirnir eftir: LILLIAN HELLMAN Þýðandi: Sverrir Hólmarsson Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsmg: Daniel Williamsson I!’ Leikstjóri Steindór Hjörleifsson Þóra Borg Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi Refina eftir Lillian Hell- man siðastliðinn miðvikudag og á þeirri sýningu hélt Þóra Borg leikkona upp á 50 ára leikafmæli sitt og var hyllt af starfsbræðr- um og leikhúsfólki. Leikfélag Reykjavikur kynnir leikkonuna á þennan hátt i leik- skrá: „ÞóraBorgá 50 ára leikafmæli á þessu leikári. Það var haustið 1927 sem hún gekk endanlega i lið leikenda hjá Leikfélagi Reykjavikur og var þó engu og engum ókunnug fyrir. Hún er dóttir frú Stefaniu Guðmunds- dóttur og Borgþórs Jósefssonar sem voru meðal stofnenda Leik- félagsins og vörðu um árabil öll- um sinum fristundum i að byggja upp það leikhús sem við njótum i dag. Frú Stefania og einstök leikafrek hennar eru Refirnir Reyfari í viðhafnarklæðum jafnan nefnd fyrst til sögu þegar minnst er frumbýlingsáranna í Iðnó ogþað er ekki erfitt að geta sér til um að Borgar-börnin á Laufásveginum, þar sem fjöl- skyldan bjó hafi verið svo til daglegir gestir i leikhúsinu. Þóra Borg hafði reyndar stigið sin fyrstu spor á leiksviðinu löngu áðuren hún vill telja upp- haf leikferils sins þvi fimmtán árum áður hljóp hún i skarðið fyrir önnu Borg systur sina i forföllum hennar og lék Tótu i „Fjalla-Eyvindi”. Fyrsta leikhlutverk Þóru Borg sem henni var falið frá upphafi æfingartima var Wanda i „Gleðigosanum” eftir Kraatz og Hoffmann og strax þennan fyrsta vetur, 1927-1928 tók hún þátt i sex af sjö nýjum sýning- um i Iðnö. Hún hefur siðan leikið hér fjölda skemmtilegra hlut- K ? verka. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa var hún um tima hin- um megin við lækinn en snéri siðanafturtil gamla leikhússins og hér hélt hún haustið 1972 upp á 45 ára leikafmæli sitt i liflegu hlutverkifrúLovisu i „Dóminó” eftir Jökul Jakobsson.” Þóra Borg er heiðursfélagi Leikfélags Reykjavikur og mátti glögglega finna að frú Þóra Borg og hennar fólk á rik itök i reykviskum leiklistarunn- endum. Refirnir „Refirnir” (The little Foxes) eftir Lillian Hellman er verk sem sótt er i hina sagnfræðilegu uppsprettu bandariskra skálda sem sé Suðurriki Bandarikj- anna en þar hafði þróazt merki- legt þjóðfélag sem byggðist á plantekrum, svörtum ánauðug- um þrælum og yfirstétt sem dró lifsstil sinn upp eftir lifnaðar- háttum háaðalsins i Bretl. og á meginlandi Evrópu. Hin rika jörð og ódýrt vinnuaflið stóð undir ljúfu munaðarflullu lifi hvitu yfirstéttarinnar, en þetta leið undir lok — að mestu — i þrælastriðinu og ástandið sem á eftir kom hefur orðið skáldun- um uppspretta mikilla sagna og leikbókmennta. Refir Lillian Hellmans eru angi af þessari bergæð þótt verkið jafnist á engan hátt við það bezta sem gert hefur verið um Suðurriki Bandarikjanna. Leikurinn tengist i raun og veru ekki ákveðnu heimssvæði néma meðtveim negrum, ráðskonuog þjóni og tali um ódýrt vinnuafl. Upprifjanir um hina unaðslegu æskudaga á heimili Bridde Hubbard. Rökvísi skáldkonunnar er of slöpp til þess að siðfræðin sé tekin alvarlega. fslendingar sjá of litinn mun á þvi hvort menn græða á bómullarfabrikku sem byggist á ódýru vinnuafli eða þrælahaldi eða hvort menn eiga hlutabréf i járnbrautum. Þau hlutabréf eru lika góð af þvi að blóð og tár eru undirstaðan. Að ánafna svartri ráðskonu 1700dollara 1 stað þess að fýrir- lita hana er ef til vill nokkurn veginn sami hluturinn á fslandi eins og við spáum i stöðuna, þótt þetta sé i augum skáldkonunnar „góðverk’ ’ og beri vott um eftir- breytnisvert hugarfar. Þeir sem búast við skáldskap sem jafna má við verk O’Neill, Arthurs Miller, Tennessee Williams og Edward Albee verða fyrir von- brigðum. Refir Lillian Hellman eru aðeins laglegur reyfari en Valgerður Dan,Jón Sigurbjörnsson, Guðrún Asmundsdóttir og Sig- Frd æfingu á Refunum eftir Lillian Hellman: Gisli Halldórsson, riður Hagalin. Valgerður Dan, Hjalti Rögnvaldsson, Sigríður Hagaiin, Þorsteinn Gunnarsson og Guðmundur Pálsson. I kyrrum punkti veraldar sem snýst Listdanssýning i Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSID LISTDANSSÝNING 5 ballettar Stjórnendur: Sveinbjörg Alexanders og Yuri Chatal. Dansahöfundur: Yuri Chatal og Jochen Ulrich. Tónlist: Ravel, Schumann, Hindemith og Jóhann Strauss, yngri. Þjóðleikhúsið og fslenski dansflokkurinn frumsýndu sið- astliðinn miðvikudag nýtt við- fangsefni, 5 balletta eftir þá Yuri Chatal og Jochen Ulrich, aðeins. tveim. mánuðum eftir stóra jólasýningu á Hnotu- brjótnum. og ef til vill fleira. Að þessu sinni er valin sú leið að styðjast ekki við fræga, klassiska dansa innan um nýrri atriði. Það er munaðarfullt fyr- ir áhorfendur leikhússins að halla sér svona útaf um há ver- tiðina, og þurfa ekki að passa nein net, eða gá til veðurs. Svona er fsland að breytast, en hafa verður,i huga að listin er enn veikt spil á íslandi.þá ekki sizt danslistin, sem sækir til lifs á erfiðum timum. Það verður að leggja hart að sér, þvi annars veit enginn, nema „endirinn fariá undan upphafinu”, eins og segir i kvæði Eliots. Það er þvi sérleg ánægja að sjá framfarir fslenska dans- flokksins, nú eftir fremur slaka sýningu á Hnotubrjótnum, a.m.k. eftir að Helgi Tómasson og dansmey hans voru farin. Annars er ballettsýning svo flókin i einfaldleik sinum, að örðugt er að draga fram einstök atriði sem valda þvi að herzlu- muninn vantar. i kyrrum punkti... Viðfangsefni dansflokksins voru að þessu sinni fimm dans- atriði, en voru i reynd ekki nema fjögur, þvi tónlist við Meteliza, rússneskt þjóðlag, var ekki komin til landsins, og er það reyndar furðulegt. Sýningin hefst á Sumarleikj- um við tónlist Maurice Ravel. Dansahöfundur og stjórnandi Yuri Chatal. Það verður að segjast eins og er, Yuri Chatal er ekki sérlega góður dansahöfundur. Dans hans eru sundurlausar raðir at- riða. Bolti er vel hugsanlegur sem tákn sumarleikja, en kven- fólki er ekki mjög lagið að kasta bolta og kasthreyfingar fara illa að tónlist. Boltann mátti nota sem tákn en ekki svo mikið að jaðraði við handknattleik. Leik- munir eru ávallt fremur til tjóns en gagns i danssýningum, þvi þeir tala oft annað mál en dans og tónlist gjöra. Annað atriðið féll niður. Þá tóku við Sinfóniskar etýð- ur.en dansahöfundur er Jochen Ulrich. Stjórnandi Sveinbjörg Alexanders. Þetta var mjög vel heppnað atriði, liklega það bezta, ef frá er talið sóló Sveinbjargar Alex- anders i Angistarópi næturinn- ar.Jochen Ulrich er bæði frum- legur og snjall dansahöfundur og hann heldur persónulegum stil, eða höfundareinkennum alla dansana út. Tvö siðustu at- riðin voru þó hápunktur sýning- arinnar. Höfundur blandar saman klassiskum ballett og nútima- ballett á finlegan sjálfráðan hátt. Höfundur dansanna skýrir sjónarmið sin, kveður kveikj- una að dansinum vera að finna i ljóðabálki T.S. Eliot, en þar seg- ir m:a. þetta-r............ „I kyrrum punkti veraldar sem snýst. Hvorki hold né hold- laust, hvorki frá né til móts, i kyrrum punktinum, þar er dansinn, en hvorki’ er það stans né hreyf- ing. Og kallaðu’ ekki kyrrstöðu, þar sem fortið mætir framtið, hvorki hreyfing frá né til móts, hvorki ris það né hnigur. Ef væri’ ekki punkturinn, kyrri punkturinn, þá væri’ enginn dans, og þó er allt dans.” Yfirlýsingar af þessu tagi eru yfirleitt torskildar almenningi, en ég hygg þó að þeir sem bæði sjá etýður Jochen Ulrich og kvæðisbrotin, geti raðað þeim heillega saman. Sveinbjörg Alexanders Þriðja sýningaratriðið var Angistaróp næturinnar, en ballettinn samdi Jochen Ulrich, við tónlist Hindemith, sérstak- lega fyrir þessa sýningu, og er þessi stórkostlegi dans þvi frumfluttur á fslandi. Við grein- um idansinum hinn sama stil og birtjst. .1 etýðunum .áður og Sveinbjörg dansaði af frábæru öryggi. Sveinbjörg Alexanders hefur hlotið mikinn frama i ballett er- lendis og siðustu árin hefur hún verið aðalsólódansari við Tanz I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.