Tíminn - 12.03.1978, Qupperneq 30

Tíminn - 12.03.1978, Qupperneq 30
30 Sunnudagur 12. marz 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku dýr i Suður-Ameriku. Strax og.ég hafði lesið frásögnina i Alpatiðind- um, skrifaði ég þessum kunningjum minum og spurði, hvort þeir vildu vera gestir minir i skemmtilegri fjall- gönguför. Ég sagði þeim, að ég myndi koma til Callao um 20. mai. Jafnframt bað ég þá að undirbúa ferðina, út- vega burðarmenn, múl- dýr, matar-forða o.fl. Mér hefur ekki borizt neitt svar frá þeim ennþá, en ég vona, að allt sé i lagi”. Fram að þessu hafði Grainger talið i ræðutón, eins og hann væri að tala til mannfjölda, en i þessu leit hann beint framan i Árna og hélt áfram: ,,Nú langar mig til að spyrja þig, hvort þið systkinin gætuð ekki komið með okkur upp i fjöllin. Þið verðið vitan- lega gestir minir, og ferðin kostar ykkur ekk- ert. Ég vona að þessi ferð verði rik af ævintýrum og reyni á þolrifin. Vel gæti svo farið, að hún yrði ykkur ólgleyman- leg”. Áður en Árni gat svar- að nokkru, hélt Grainger áfram og sagði: ,,Ég get alveg getið mér þess til, hverju þú ætlar að svara. Þú munt ætla að segja, að þið haf- ið nú verið um þrjú ár á ferðalagi og hafið þegar fengið nóg af sliku, og nú óskið þið einskis fremur en komast sem fyrst til Hawaii. Ég veit þetta vel, og ég skil tilfinning- ar ykkar cg ber fulla virðingu fyrir þeim, en ég vil jafnframt láta ykkur vita það, að þið gerið mér og dóttur minni Lindu ómetanleg- an greiða, ef þið gætuð farið þessa ferð með okkur. Vitanlega taka þær Linda og Berit ekki þátt i háfjallagöngum eða klifra á fjallatinda”, bætti hann við að sið- ustu, er hann sá, hve Árni var undrandi á svipinn. ,,Ég hafði hugsað mér að Linda og kennslukon- an yrðu i Cuzco, gömlu höfuðborg Inkanna, meðan ég færi með vin- um minum á háfjöllin, en þar sem ég sé að Linda unir sér svo vel með Berit, þá kviði ég fyrir að skilja hana eina eftir hjá kennslukon- unni. Ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá óttast ég að Linda taki svo nærri sér að skilja við Berit, að sjúkdómur hennar taki sig upp að nýju. Ef Berit getur komið með i ferðina, þá er ég ekkert hræddur um að skilja Lindu eftir hjá henni, á meðan við göngum á háfjöllin. Og úr þvi að þið hafið nú ferðast i þrjú ár sam- fleytt, þá ætti ekki að vera svo mjög erfitt fyr- ir ykkur að bæta nokkr- um vikum við, til að þóknastokkur Lindu. Þú mátt ekki gleyma þvi Árni, að ef til vill sætuð þið enn innilokið á eyj- unni Tongarewa, ef mig hefði ekki borið þar að landi”. 6. Árni varð að viður- kenna það með sjálfum sér, að þetta væri rétt. Prestarnir höfðu sagt honum það, að oft liðu svo eitt til tvö ár, að ekk- ert milliferðaskip kæmi þar við. Árni fann það vel, að i raun og veru langaði hann i þessa ferð. Hann hafði aldrei áður átt þess kost að klifa háa fjallatinda. Það vakti lika metnað hans að vera einn af þeim, er fyrstir gengu á einn af hæstu fjallatindum heimsins. En skyldi hann vera fær um það? Vel gæti farið svo, að hann yrði lofthræddur eða fengi svima, er hann kæmi i þverhnipta kletta. Á það yrði að hætta. Ekki hefði Grainger farið að bjóða honum með, ef hann treysti honum ekki. En hvað skyldi Berit segja. Henni þætti kannske leiðinlegt að verða eftir með Lindu og kennslukonunni. Þegar Berit frétti fyrst um þessa ferða- áætlun, ákvað hún með sjálfri sér að segja hreint nei. Hana langaði ekkert til að kynnast gömlum Inkabústöðum eða snæþöktum háfjöll- um. Hennar eina ósk var sú að komast sem fyrst i hinn þráða áfangastað og hvilast þar eftir þessi löngu, erfiðu ferðaár. Hana langaði heldur ekkert til að taka að sér að gæta Lindu. Vist þótti henni vænt um hana, og vafalaust myndi hún sakna hennar. Þessar vikur, sem þær höfðu verið saman, . hafði Linda elt hana aftur og fram um skipið, og helzt vildi hún ekki sleppa hendi hennar allan dag- inn. En þrátt fyrir þetta dálæti var eitthvað i framkomu litlu stúlk- unnar, sem Berit kunni ekki við — sem hún var jafnvel hálfhrædd við. Nei, hún þorði ekki að taka að sér umsjá henn- ar. Herra Grainger ætti bara að hætta við þessar fjallaferðir og sigla beint heim til Hawaii. Þar var hans heimili og þar átti Linda sér vin- stúlkur. Þannig tók Berit fyrst i málið, en þegar Árni minnti hana á það, að ef til vill væru þau ennþá á eyjunni Tongarewa, ef „Sunbeam” hefði ekki rekizt þangað, þá gat Berit ekki neitað þvi, og þess vegna bæri þeim að vera honum þakklát og sýna honum það, að þau kynnu að meta rausn hans og höfðingsskap. Ef til vill gátu þau bezt sýnt honum þakklæti sitt með þvi að láta að ósk- um hans. Liklega tefði þessi fjallgönguför þau ekki nema nokkrar vik- ur. Liklega gætu þau ekki þverneitað sliku rausnarboði. Það fór þvi svo að lok- um, að Berit samþykkti tilboðið. Linda varð alveg tryllt af gleði, er hún vissi þetta, og herra Grainger var lika mjög ánægður. Hann hafði kviðið þvi að skilja Lindu eftir óánægða hjá kennslu konunni. Berit hafði ekki ldcað bréfinu til Alexej, þegar þessi breyting varð á ferðaáætlun þeirra syst- kina, og nú tók hún bréf- ið og bætti neðan á það með tárvot augun, að enn breyttist ferðaáætl- un þeirra, þvi að nú væri ákveðið að þau tækju þátt i að ganga á háf jöll og tinda i Andesfjöllum, áður en þau tækju skips- ferð til Hawaii. flriftf 5u 1/nA /<LÁÆ.HÉL5Tl3ú fíD Éb T£KÍ Ekki ím'R

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.