Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 17. marz 1978 17. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA: Ályktun um efnahagsmál Halldór Asgrímsson, alþingis maftur, ræöir efnahagsmála ályktun 17. flokksþingsins. Flokksþingsfulltrúar niöursokkn ir i ályktun um efnahagsmál. Miklu varöar aö þau séu tekin föstum tökum. I. Undirstaða sóknar islenzku þjóðarinnar til efnahagslegra framfara og vaxandi almennrar velferðar er heilbrigt efnahagslif án verðbólgu og sóunar. Þvi ber að halda i öndvegi þeirri stefnu i efnahagsmálum, sem tryggir jafnvægi i þjóðarbúskapnum. Stefnan verður jafnframt að tryggja réttláta tekju- og eigna- skiptingu og rétt sérhvers þjóðfé- lagsborgara til tryggrar atvinnu við hans hæfi. II. Á undanförnum árum hafa orð- ið verulegar framfarir á ýmsum sviðum þjóðlifsins. Með útfærslu landhelginnar, uppbyggingu at- vinnutækja og félagslegra þjón- ustustofnana og með auknum jöfnuði i byggð landsins hefur verið lagður traustur grundvöll- ur, sem nýtzt getur til öflugrar farfarasóknar. Nær einni þjóða i okkar heimshluta hefur Islendingum enn tekizt að sneiða hjá atvinnuleysi. Þann skugga berá þróun undanfarinna ára, að verðbólga hefur verið það mikill að árangur annarra aðgerða hefur ekki orðið eins og vonir stóðu til. III. Hin mikla verðbólga hefur leitt af sér margvislegt misrétti i þjóð- félaginu og önnur óæskileg áhrif. Stórkostlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað og efna- hagslegt misrétti aukizt. Launamisræmi hefur aukizt, þrátt fyrir tilraunir tii jafn- launastefnu. Mat á arösemi fjárfestingar hefur brenglazt, þannig að að fjármagni er oft sóaö, en þaö leiðir til minni framleiðni og minni þjóðartekna. Ahugi á sparnaði fer minnk- andi, en sparnaður þjóöfé- lagsþegnanna er ein af und- irstöðum framfara. IV. Við þetta ástand verður ekki lengur unað og snúast verður af afefli gegn þvi. Slikt gerist ekki án átaka eða snertingar við hag og lif hins almenna borgara. Við erum hins vegar vel I stakk búin til slikra átaka og frestun þess mun aðeins auka vanda okkar og komandi kynslóða. Viðskiptakjör þjóöarinnar eru góð og hagvöxtur getur aukizt á næstu árum. I þvi sambandi má m.a. benda á eftir- farandi: Arðsemi þjóðarauðsins er of lítil. Framleiðni atvinnuvega okkar er mjög misjöfn og of litil á mörgum sviðum. Aukning framleiöni með skipulagningu, hagræðingu og hnitmiðaðri fjárfestingu skapar mikla möguleika til framfara. 200 milna fiskveiðilögsagan gerir vaxandi arösemi fiski- miðanna mögulega, ef stjórn fiskveiða verður skynsam- leg. llækkandi orkuverð og orku- skortur i nágrannalöndum okkar skapar möguleika á hagkvæmri nýtingu inn- lendrar orku. V. Til þess að ná efna- hagslegu jafnvægi og tryggja að möguleikar til hagvaxtar nýtist þarf að gripa til margvislegra að- gerða til umsköpunar efnahags- lifsins. A næstunni þarf að leggja áherzlu á eftirfarandi megin- atriði: 1. Samræmd efnahags- stefna / Nauðsynlegter að ákvarðanir á sviði efnahagsmála taki fullt tillit til þeirrar umgerðar sem afkoma þjóðarbúsins setur, en miði einnig að þvi að efla framleiðslu og auka þjóðartekjur. Allar ákvarðanir sem varða efnahagsmál tengjast innbyrðis og eru hluti af afmark- aðri heild. Skipuleg samráð og samvinna stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins eru þvi nauðsynleg. 2. Stjórn peningamála Meginmarkmið á sviði pen- ingamála er að halda aukningu peningamagns og útlána innan þeirra marka er efnahagsaðgerð- ir setja þróun þjóðarbúskaparins hverju sinni. Að öðrum kosti er árangri efnahagsaðgerða stefnt i hættu, en slikt leiðir til of mikillar eftirspurnar eftir vörum og þjón- ustu og eykur viðskiptahallann við útlönd. Þessu markmiði verður m.a. náð með þvi að veita innlánsstofnunum aðhald og beita vöxtum, verðtryggingu, bindi- skyldu, gengisskráningu og jöfn- unarsjóðum á samræmdan hátt. Fylgt verði sveigjanlegri vaxta- og verðtryggingar- stefnu, þannig að samhliða breyttri efnahagsstefnu verði vextir lækkaðir, en jafnframt tekið tillit til hags- muna sparifjáreigenda. Aukinn sparnaður minnkar, erlendar lántökur, dregur úr þenslu og tryggir atvinnu- vegunum aukið lánsfjár- magn. Með tilliti til þeirra miklu áhrifa, sem sveiflur I útflutn- ingstekjum okkar hafa á efnahagslifið er nauðsynlegt að efla jöfnunarsjóði. Leggja verður i jöfnunarsjóöi þegar markaðsverö er hagstætt og aflahorfum góðar og greiöa úr þeim þegar verr gengur. Jöfnunarsjóðum verður að beita i þágu hagstjórnar og þvi ber að auka áhrif rikis- valdsins á stjórn þeirra. Tryggður verði hallalaus rikisbúskapur, og staða rikissjóðs styrkt meö lækkun skulda við Seðlabankann. 3. Rikisbúskapurinn Ahrif rikisbúskaparins hafa farið vaxandi með auknum opin- berum umsvifum. Hallarekstur rikissjóös á árunum 1974-1977 er samtals 17 milljarðar, en á sama tima var stefnt að 2,5 milljarða tekjuafgangi með afgreiðslu fjár- laga. Gerð fjárlaga verður að vanda betur og auka eftirlit með útgjöldum, m.a. með þvi að meta á kerfisbundinn bátt þau afköst og árangur með útgjöldunum tengjast. Sveigjanleik skattheimtunn- ar þarf að auka, m.a. með þvi að taka upp staðgreiöslu- kcrfi skatta. 4. Stjórn fjárfestingar- mála Fjárfesting hefur á undanförn- um árum verið vaxandi hluti þjóðarútgjalda. Sparnaður lands- manna hefur ekki staðið undir fjárfestingunni og erlend lána- taka vaxið að sama skapi. Slikt stenzt ekki til lengdar og þvi verður að hægja á fjár- festingu um sinn, búa betur að þvi sem fyrir er og vanda mjög val þess, sem i er ráö- izt. Samræmt mat á arðsemi framkvæmda á vegum hins opinbera og einkaaðila verður að fara fram, þótt arðsemi ein ráði ekki úrslit- um i öllum tilvikum. Breyta þarf vélrænum út- lánareglum, þannig að mat sé lagt á hagnýtingu fjárfest- ingar i einstökum tilfellum. 5. Launaákvarðanir og tekjustefna. Markmið tekjuþróunar er að laun geti hækkað i samræmi við aukningu þjóðartekna og skipting milli launþega sé jöfnust. Við gerð kjarasamninga hefur ár- angurslaust verið reynt að bæta hlut þeirra, sem lægstar hafa tekjur. Gildandi visitölukerfi hefur reynzt verðbólguhvetjandi og launamunur aukizt. Brýn nauðsyn er að endur- skoða visitölukerfiö, þannig að verðbætur miðist fyrst og fremst við afkomu þjóðar- búsins hverju sinni, en tryggi þó jafnan kaupmátt lægstu launa. Allir kjarasamningar veröi gerðir á sama tima, þannig að þeir byggi á sömu for- sendum. Aðalvandamál tekjuskipting- ar i landinu er að hópur fjöl- skyidna og einstaklinga hefur ekki tekjur, sem nægja til tryggrar afkomu. Nauð- synlegt er að bæta úr þessu ástandi með einföldu til- færslukerfi, t.d. með auknum persónuafslætti i hlutfalli við fjölskyldustærð. Stuðlað verði að bættum kjör- um lífeyrisþega með verö- tryggingu lifeyris. 6. Verðlagsmál Starfsemi verðlagsyfirvalda henur um langt árabil einkennzt af beinum verðákvörðunum opin- berra stjórnvalda. Slikt leiðir ekki til eðlilegrar verðmyndunar. Breyta ber verðlagslöggjöf i frjálslegra horf, þannig að meira verði treyst á athug- anir á innkaupum og eftirlit með samkeppnisháttum en verið hefur. Sú breyting á að verða til þess þegar til lengd- ar lætur að tryggja eðlilega verðmyndun og þar með stuðla að verðfestu. t fyrstu er hætt við að breyt- ing af þessu tagi leiði til verðhækkunar og þvi mikil- vægt að slaka ekki á verð- lagseftirliti. 7. Myntbreyting. Samhliða breyttri efnahags- stefnu verði gildi krónunnar breytt þannig að 1 kr. svari til 100 kr. i dag. Sllk- breyting mun stuðla að hugarfarsbreytingu á sviði pen- ingamála og auka virðingu manna fyrir gjaldmiðlinum. 8. Jöfnun eigna- og tekjuskiptingar Umsköpun efnahagslifsins krefst einnig aðgerða i skatta- málum, sem jafnar tekjuskipt- ingu og þá miklu eignatilfærslu, sem verðbólgan hefur haft i för með sér. A. Jöfnun eignaskiptingar Mikil verðbólga á undanförnum árum hefur fært miklar eignir til þeirra sem hafa haft aðstöðu til að skulda. Þegar verðbólga minnkar er hætt við að kynslóða- bil myndist. Ný kynslóð ungs fólks þarf allt I einu að greiða raunvirði fyrir fjármagn, sem fyrri kynslóð þyrfti ekki. Þessa umbreytingu þarf að milda með hækkun lána og lengingu lánstima hjá ungu fólki. 1 þessu skyni er nauðsynlegt að leggja á: Verðbólguskatt, sem miðar að þvi að draga úr verð- bólgugróða undanfarinna ára. Þetta má m.a. gera meö stighækkandi eignaskatti, eða sérstökum skatti sem taki tillit til skuldastööu ein- stakra aðila á undanförnum árum. Skatt á söluhagnaö fyrnan- legra eigna og húsnæðis sem ekki er til eigin nota. Ef sam- bærileg eign er keypt i stað- inn lækki fyrningargrunnur sem nemur söluhagnaöi. B. Jöfnun tekjuskiptingar Tekjujöfnunaráhrif tekju- skattsins eru ófullnægjandi. Ekki má dragast lengur að endurbæta tekjuskattskerfið meö aukinn fé- lagslegan jöfnuð að meginmark- miði. Framkvæmd skattalaga þarf að stórbæta og endurskipu- leggja. Ófullnægjandi fram- kvæmd, sem m.a. kemur fram I skattsvikum, mis- munar þegnunum. óhóflegur frádráttur frá tekj- um mismunar fólki, þannig að þeir sem búa við sam- bærilegar tekjur og aðstæður greiða oft mismunandi skatta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.