Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 17. marz 1978 Flestum mun ljóst að órofa samband er milli verðbolgu- samninga um kjaramál. skakkrar stjórnar á öðrum þátt- um efnahagsmálanna, misréttis milli þegnanna, falsana og fjár- malaspillingar. 1 okkar litla kotriki virðast óteljandi dæmi sanna þetta órofa samband. Þá" mun og flestum ljóst að réttlát skipting á þjóðarkökunni ( Þjóðartek junum ) byggist á þessu: 1. Að afla sem mestra þjoðartekna án skaðlegrar rán- yrkju i lif riki lands og sjávar. 2. Að fjárfesta hóflega og raun- h.i'll og sem minnst vegna hagnaðar sem ekkí nær til heild- f arinnar. Skipta þjóðartekjun- Íum viturlega og raunhæf! milli s-ainney/Ui og einkaneyzlu -l Tryggja he11 brigða atvmnu- starisenu til aö loröast hið ef na- hagslega og siðteröislega böl sem fylgír miklu atvinnuleysi. l'm nokkra þætti þessara malu verður spjallað hér a eftir Ira sjonarmiði leíkmanns sem alla sina startstið hefir verið launþegi. Nokkrar grundvallar- staftrevndir Fl þjoðartekjur vaxa og skapa möguleika til að auka kaupmátt launa t.d. um 6% til 7% a akveðnu timabili þá er það vitanlega ekkert annað en skemmdarstarfsemi að haga malum þannig að sliku fylgi 60% til 70% verðbólga enda slik- ir verðbólguleikir i fullri and- stöðu við réttlæti og raungi’di óðaverðbólgu fylgir af eðli- legum ástæðum stöðugar gengisfellingar. Nefna má ein- falt dæmi þessu til staðfesting- ar: llækki t.d. laun eða annar tilkostnaður á skömmum tima um 60% við að framleiða einn balla af ullarteppum eða einn pakka af fiski hvort tveggja til útflutmngs. þá getur framleið- andi vörunnar vitanlega ekki annazt framleiðsluna og út- flutninginn ef hann fær söluand- virði vörunnar aðeins greitt meðsömu krónutölu i isl. krón- um og hann fékk fyrir fram- leiðsluhækkunina. Af þessu er augljóst aö um leið og samið er um óðaverðbólgu er samið um fengisfellingu þótt slikt sé ekki tekið fram i samningum. Að viðurkenna ekki slikt, tilheyrir lalræði eða visvitandi blekking- uni K t verðbólgusam ningar i kjaramálum eru gerðir þá tylgir sliku. að öll framleiðsla og þjónusta hækkar i krónutölu. Hækkunin kemur þó ekki að tullu lram fyrr en siðar sam- kvæmt gildandi reglum um verðlagsmál. Þessi biðtimi getur þvi orskað rangar tölur um kaupmáttaráhrifin.séu þau madd á of skömmum tima. Kaupmáttaráhrifin i krónutölu- fjölgun launa verður þvi ávallt að miðast við að áhrifin af krónutöluf jölguninni séu komin til skila i verðlaginu. Sé þessa ekki gætt er orsakavaldurinn slitinn úr tengslum viö áhrif sin. Hið úrelta visitölukerfi okkar getur aldrei trvggt né aukið kaupmátt launa. Það getur máskehaldið honum óbreyttum i bili ef þjóðartekjur á mann hvorki hækka né lækka. Lækki þjóðartekjur á mann skapar vfsitöluskrúfan samdrátt og at- vinnuleysi , sem þyðir kaup- máttarskerðingu á rauntekjum manna. Hækki innflutt vara og þjónusta meira en útflutt vara og þjónusta þá er enginn annar aðili til i landinu til að greiða mismuninn en þjóðin i heild. Visitöluhækkun launa getur þvi aldrei bætt einstaklingnum skaðann af óhagstæðum við- skiptakjörum. Visitölukerfið eins og það er nú er þvi skaðleg verðbólguskrúfa. Væri það hins vegar grundvallað á viðskipta- kjörum og þjóðartekjum, gæti það á raunhæfan hátt ýmist skert eða aukið kaupmátt launa i samræmi við það sem til skipta er. Raunhæfir möguleikar til aö auka kaupmátt launa eru I rik- um mæli háðir því að stjórn og fjárfesting atvinnurekenda og hins opinbera sé i þvi ráðdeildarformi að slik mál hindri ekki eðlilegan og sann- gjarnan kaupmátt launatekna. Þessi atriði tilhevra þvi með réttu hinum raunverulega og efnislega grundvelli kjaramál- anna. Samningur um aukinn kaupmátt launa snerta þvi efna- hagskerfið i heild sem þýðir að úrelt og gömul samningsákvæði og samningavinna um krónu- tölufjölgun án raungildis getur tilhevrt forngripum. Fvlgir þar meði mörgum tilfellum verkfóll og verkbönn.sem bvggð eru á úreltri valdbeitingu og valda þvi tjóni fyrir alla i þjóðfélagi eins og okkar. Launaskrið og verð- bólga fiðaverðbólgu hér hefir oftast fylgt mikil eftirspurn eftir vinnuafli enda þyðingarmikill þáttur óðaverðbólgunnar oftast verið rikulega studdur af hinu opinbera meö innflutningi á er- lendum peningum. eyðslu ríkis- sjóðsumfram tekjur og óhófleg- um erlendum lántökum i eyðslu og vafasamar fjárfestingar. Þegar þannig erhaldið á málum að vinnuaflið er á uppboði, geta yfirgreiðslur á samningskaup orðið varanlegar i krónutölu og hundraðahlutum og einnig al- mennar hjá heilum stéttum. Slikum vfirgreiðslum er ekki auðvelt að breyta hafi þær fest rætur á alllöngum tima. Slikt getur skapaö vanda ef breytt er um stefnu, en þarf þó ekki að gera það, þvi eðlilegt er að viðurkenna fastar vfirgreiðslur i samningskaupinu þar sem þær eru fyrir löngu komnar út i verðlagið og hafa engin áhrif á það nú. Su f jármálastjórn, sem hefir vinnuaflið á uppboði skapar og áhuga á verðbólgusamningum, þvi flestir þiggja mikla eftir- spurn eftir vinnu sinni. Stöðugar stefnuyfirlýsingar rikisstjórnar um, að hún hafi og ætli að skaffa vinnu handa öllum getur i reynd þýtt of mikla eftirspurn, og þar með þau áhrif að menn óttast ekki atvinnuleysi er þeir gera sinar kjarakröfur. Það er þvi hætt við að erfitt verði að brey ta núgildandi hugsunarhætti i þessum efnum nema að lofa at- vinnuleysisvofunni að sýna á sér t.d. litla fingurinn. Samningsbundnir kaupliðir á hinum almenna vinnumarkaði miðast ávallt við lágmarkslaun en i reynd hefir það verið svo að allt launaskrið hefir farið út i verðlagið á sama hátt og um- sömdu launin. Slikir möguleikar launagreiðandans gera hann áby rgðarlítinn um verð- hækkanir af völdum launa og launaskriðs. Væri hins vegar þeirri reglu fylgt að umsömdu lágmarkslaunin færu út i verð- lagið en atvinnurekendur yrðu sjáliir að greiða yfirgreiðslurn- ar. þá myndi afstaða launa- greiðandans vera önnur en hun er nu i sambandi við kjara- samninga launaskrið og verð- lagsmal. Slikt skapaði ábyrgð i stað ábyrgðarleysis og útilokaði álagningarhagnað af litt tak- mörkuðum y firgreiðslum i verðbolgu krónum. Akvörðun rikisstjórnar og annarra verðlagsyfirvalda um breytta stefnu i þessum etnum. þart að liggja tyrir áður en kjarakröfur eru gerðar Slikt gæti haft margþætt og mikil ahril a gerð kjarasamninga og einnig a undirbuning kröfu- gerðanna ■ Það á að sjálfsögðu að vera skylda hverrar rikisstjórnar að leggja a borðið i tæka tið glögg- araætlanir um möguleikana til aö auka kaupmátt launa. Einnig að láta fylgja slikum áætlunum yfirlýsingu um hvort óðaverð- bólgusamningum verði mætt með samdrætti eða ofþenslu. Ef samningsaðilarnir þurfa ekki að velja á milli þessa I samninga- gerðinni. þá halda verðbólgu- leikirnir i samningagerðinni áfram i svipuðu formi og tiðkazt hefir um margra ára skeið. Þaðer vitanlega overjandi að rikisvaldið startræki fjölmenn- ar. dyrar og tölvuvæddar sér- fræðingastofnanir til að sanna staðreyndir og gera áætlanir um efnahagsmál þjoðarinnar ef ekki liggja fvrir i tæka tið upp- lýsingarum möguleikana til að auka kaupmátt launa og þær af- leiðingar sem verði látnar fvlgja óðaverðbólgusamningum eða kjarasamningum, sem hvorki miðast við kaupmátt né raungiidi. Slikar upplýsingar eiga að sjálfsögðu að vera i það glöggu og einföldu formiað hinn almenni launamaður skilji þær. Form á sliku sem aðeins er ætlað sérfræðingum er innan- stéttarmál þeirra.en geti þeir ekki einnig formað aðalatriðin fyrir hinn almenna borgara, þá eru þeir ekki starfi sinu vaxnir. A þetta er bent að gefnu tilefni. Eltingaleikur við toppa gefur ekki launajöfnuð t öll þau ár.sem ég hefi komið nærri launasamningum, hefir ávallt verið efst á blaöi i kröfu- gerðinni um krónutölufjölgun launa eltingaleikur við ein- hverja toppa. Hefir þetta stund- um gengið það langt, að sömu hóparnir hafa skipzt á um að elta toppa hvers annars með fölsuðum og/eða óraunhæfum samanburði. Slíkt er táknrænt dæmi um óraunhæfar og ómál- efnalegar vinnuaðferðir I kjara- malum. Til að levsa slikan vanda þarf að gera kröfuhafana ábyrgari, Þaðþarfað skapa að- stöðu og/eða skyldu, sennilega með lögum til að framkalla sameiginlegar tillögur samningsaðila um eðlilegan launamismun t.d. i formi launa- flokka við hin mörgu og marg- þættu störf i þjóðfélaginu. Allstaðar er viðurkenndur launamismunur á grundvelli starfa sérmenntunar,ábyrgðar i starfi og af fleiri ástæðum. Hér er þetta t.d. viðurkennt i hinum opinberu samningum. Þar hefir slik launaflokkaskipting verið i rikum mæli i höndum launa- mannasam takanna sjálfra. Slikt hið sama vantar á öðrum sviðum launamarkaðarins. A þeim markaði hafa þvi launa- jöfnunarþættirnir oftast beinzt i þá átt að auka bilið milli hinna betur settu og þeirra,sem lakar eru settir. Hér er þvi um óleyst- an vanda, að ræða,sem tæpast verður levstur með öðrum hætti en almennu launaflokkakerfi fyrir alla. Það er þvi mikið verkelm fyrir hendi a þessu sviðifyrir hin margþættu launa- mannasamtök. Eg tel mig hafa ástæðu til að ætla.að hið fjölmenna starfslið launamannasamtakanna, sem nu mun skipta hundruðum, myndi fremur beina störfum sinum að þessum þyðingar- mikla þætti. að forma launa- llokkakerti. ei hin ot mikla eftirspurn á vinnumarkaðinum skapaði starfsliðinu ekki viðlangselni i tormi verbolgu- leikja Gott dæmi um slikt eru siðustu k jarasamningar og kem ég að þvi siðar. Yerkfallsrétturinn get- ur reynzt óréttur Oll réttindi má misnota.en sé löglegum rétti snúið i órétt fyrir þá sem eiga réttinn,þá er alvara á ferð. Verkfallsrétturinn hér var fyrir mörgum áratugum viðurkenndur og lögfestur til að bæta aðstöðu verkamanna i baráttunni um arð og gróða af atvinnurekstri. Langt er siðan að þessi baráttugrundvöllur breyttist i reynd. Það \ irðist þvi longu timabært að endurskoða ákvæðin um þennan rétt. Ekki lil að afnema hann eða gera hann áhrilaminni heldur til að samræma hann breyttum viðhorfum. Þaðer vitanlega nokkuð mikil ihaldssemi að vilja ekki endur- skoða lög um þýðingarmikil réttindi þegar breyttar að- stæður gera það eðlilegt. Verk- fallsréttinn á vitanlega ekki að nota til að viðhalda og auka óða- verðbólgu því slikt er gagnstætt tilgangi hans og skaðar þann mest.sem hefir réttinn. Verk- fallsréttinum á að beita í sam- bandi við kaupmátt launa,jafn- réttiskröfur og margþætt mann- réttindi en ekki i krónuíjölg- unarleik.sem aðeins eykur skaðlega verðbólgu. 1 okkar þjóðfélagi i dag eru al- menn og löng verkföll til að knýja fram krónutölufjölgun launa skaðleg fyrir alla.ef slikt áorkar þvi einu að auka óða- verðbólguna. Slíkt atriði i kerf- inu á þvi enga samleið með raunhæfum kjarabótum laun- þega. Fremur tilheyrir það nú aðferðum til að auka misrétti, kjaraskerðingu og framköllun á atvinnuleysi. Hér virðist því þörf fyrir, að hið fjölmenna starfslið launamannasamtak- anna i landinu hugleiði i alvöru breytingar á vinnuaðferðum sinum. Þáttur falsana í siðustu kjarasamningum. Þing Alþýðusambands ls- lands hið 33. i röðinni,var háð i desember 1976. A þvi þingi var samþykkt stefnuyfirlýsing i kjaramálum og skyldi henni fylgt i þeim samningum.er voru fyrir dyrum i ársbyrjun 1977. Stefnuyfirlýsingin var að mati margra talsvert athyglisverð. Hún fól i sér ákvörðun um auk- inn launajöfnuð.en hann hafði á árabili gengið i öfuga átt. Á þessu þingi voru skoðanir skiptar um stefnuyfirlýsinguna enda sumir fulltrúanna raun- verulegir atvinnurekendur og hátekjumenn. Þeir voru litið hrifnir af auknum launajöínuði en urðu i minnihluta og stefnu- yfirlýsingin þvi samþykkt. Þessi stef nuyfirlýsing sveif vfir samningaborðunum i bvrjun s.l. árs en þeim samningum lauk sem kunnugt er 22. júni 1977. 1 samningunum var fylgt þeirrigömlu og vafasömu reglu aðljúka fyrst samningum við þa lægst launuðu en fást siðar við hina betur settu. Þessari úreltu reglu hefir ávallt fylgt.að þeir sem siðar koma taka gerðan hlut sem sjálfsagðan fyrir sigog velta svo fyrir sér leiðum til að fa meira. 1 þessu tilfelli voru það kaupin á hinum svo kölluðu serkröfum, sem þottu likleg til árangurs,en sáttanefnd rikisins hafði gert tillögu um að þær yrðukeyptar fyrir 2 1 2% kaup- hækkun og það höfðu himr lakar settu vfirleitt fallizt a. Alþýðusamband Islands og Vinnuveitendasamband Islands vildu ekki opinberlega taka þátt i neinu braski i sambandi við serkröfukaupin af hinum betur settu. Sáttanefnd rikisins, sem var skipuð mjög færum og ágætum mönnum, neitaði öllu braski i sambandi við sér- kröfurnar og krafðist þess að formið á kaupunum væri skrif- legt og mætti þar engu skakka i hundraðshlutum. Hins vegar hefði hún ekkert við það aö at- huga, að einstakir samninga- hópar levstu þetta málsin i milli án beinnar aðildar Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam bandsins. Niðurstaðan af þófi samningahópanna um sérkröfu- kaupin varð sú. að þcir ákváðu að falsa tillögu sáttanefndar þannig að hún sýndi á pappfrn- um 2 1/2% kauphækkun en yrði i reynd fjórfaldur eða fimm- íaldur sá hundraðshluti er lólst i tillögu sáttanefndarinnar. Þetta tók langan tima og fengu hóparnir sérfræðinga sér til að- stoðar til að forma fölsunina. Til viðbótar þessu ætla ég að i leiðinni hafi i sumum tilfellum veriö samið um að fyrri yfir- greiðslur til hinna launahærri skyldu fá prósentuálag þótt slikt samræmdist ekki launajöfnun- arstefnu ASl. Sérkröfukaupin rök- studd Mér þykir rétt aö rökstyðja umrædd sérkröfukaup með upp- lýsingum sem eru skjalfestar. 1 þremur dagblöðum i desember s.l. upplýsir framkvæmdastjóri launamannasamtakanna i málmiðnaðinum hr. Guðjón Jónsson að formið á sérkröfu- kaupunum i sinni iðngrein hafi verið þannig að allt andvirði sérkrafnanna færitil 20% svein- anna en 80% þeirra fengi ekki neitt. Við Guðjón vitum auðvitað báðir að þetta er rangt, enda hefðu 80% mannanna aldrei afsalað sér sinum hlut til annarra að fullu. Þessar upp- lýsingar Guðjóns takmarkast ekki við málmiðnaðinn einan heldur var framkvæmdin á þessu svipuð hjá mörgum iðn- greinum. Að loknum umræddum samningum þurftu þeir at- vinnurekendur,sem fallizt höfðu á sérkröfukaupin fyrir margfalt verð að fá þau viðurkennd i verði sinnar seldu þjónustu. Kröfurnar um slikt komu til Stefán Jónsson: V erðbólgusamningar tryggja ekki kaupmátt launa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.