Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. marz 1978 3 Séö inn eftir verksmiöjusal hinnar nvju verksmiöju. Bökurnarofninn til hægrier engin smásmíöi. Kexverksminjan Holt: Ný verksmiðja * Hlj ómplötusala tífölduð á sex árum HKI — Fyrsti samningafundur okkar i.F.Í.H. með Félagi hljóm- plötuframleiðenda er ákveðinn i dag. 15 mánuðum eftir uppsögn sex ára gamalla samninga. sagöi Sverrir Garðarsson, formaður Félags tslenzkra Hljómlistar- manna i gærdag. Gangur málsins er sá að i janú- ar 1977 sendi F.i H. Islandsdeild Alþjóðasambands hljómplötu- framleiðenda bréf, þar sem itrekuð var ályktun aðalfundar félagsins um uppsögn samninga. t október var sent annað bréf. þar sem farið var fram á samninga- viðræður. Þvi var ekki sinnt og var þvi boðað til verkfalls frá 10. marz. sem nú stendur yfir. Sverrir sagði að þegar samn- ingur þessi um greiðslur til hljóð- færaleikara fyrir undirleik á hljómplötum var gerður fyrir sex árum, hafi hljómplötuútgáfa hér verið smá i sniðum. Plötur seld- ust þá i 1000 til 1500 eintökum og hljóðfæraleikarar hafi þvi samið um lágar greiðslur til að gera þessa útgáfu mögulega. Xúer þetta allt brevtt. Plötuút- gáfa er orðin atvinnugrein og sal- an nær tifölduð. bætti þvi F.t.H. ékki nema sanngjarnt að hljóð- færaleikarar nytu einhvers af þessari fjölföldun. Við förum fram á að greiðsla hækki um u.þ.b. -helming. Hljóðfæraleikar- ar fá greitt fyrir hverja upptöku, en siðan ekki meir, þó að platan veröi sigild og pressuð kannski i 1000 nýjum eintökum árlega i fjölda ára. Að lokum vildi Sverrir taka það fram. að hljómpiötuútgáfan Ið- unn hefði nú þegar skrifað undir nýja samninga. 1 Holtagörðum KSE— Um þessar mundir er Samband tslenzkra Samvinnu- félaga að hefja dreifingu á nýju islenzku kexi, út nýrri kexverk- smiðju Sambandsins. Þessi nýja kexverksmiðja heitir Kexverk- smiðjan Holt og er til húsa i nýbyggingu sambandsins i Holta- görðum. Enn sem komið er framlei* ir verksmiðjan aöeins 3 tegundir af kexi. þ.e.a.s. Mjólkurkex, Van- dlukex og Kornkex, en fvrir hug- að er að i framtiðinni verði teg- undum fjölgaö og þá verður einn- ig lögð áherzla á vandaðri teg- undir. Verksmiðjan er til húsa i rúm- góðum sal i Holtagörðum og er allt hreinlæti og aðbúnaður til fyrir myndar. Til þess að koma starfseminni á rekspöl var fenginn danskur sér- fræðingur frá dönsku samvinnu- hreyfingunni Georg Engstrup, en hann hefur unnið i um 40 ár sem kexverksmiðjustjóri i sinu heimalandi. Engstrup var Sam- bandinu til ráðgjafar um kaup og uppsetningu á vélabúnaöi, en hann er fenginn frá trlandi og er hann keyptur notaður. Vélabún- aðurinn samanstendur af geysi- stórum bökunarofni, en hann er 56 metra langur og gerast bokun- arofnar i Evrópu ekki lengri og hrærivélum og færiböndum, auk pökkunarvélar, en hún er frönsk og mjög afkastamikil. t.'stuttu máli er framleiðslu þannig háttað að um 400 kg af deigi eru hrærð i stórri hrærivél, en úr hrærivelinni er deiginu lyft upp og hvolft ofan i sjálfa bökun- arvélina. Þar rennur það fyrst á milli nokkurra valsa, sem jafna ur þvi og gera það aö sléttri sam- anhangandi lengju. Þessi lengja fer siðan inn i serstaka vél, sem heggur úr henni hráar kexkökur. en það sem afgangs verður af deiginu rennur til baka og er nvtt aftur. Kökurnar renna siðan inn i bakaraofninn. 1 gegnum bakaraofninn renna kökurnar siðan á hægri ferð á færibandi. Að þvi loknu koma þær fullbakaöar út úr hinum endanum á ofninn. og þá er þeim lyft upp á færiband. þar setn þær leggjast á hvolf og renna til baka eftir þvi, sömuleiðis á hægri ferð. og kólna þá á bakhliðinni. Þaðan fara þær á annað færiband þar sem þeim er aftur snúið við, og kólnar þá hin hliðin en alls eru þessi færi- bönd um 75 metrar á lengd. Af færiböndunum koma kökurnar siðan að pökkunarvélinni. Það er eina stigið á framleiðslunni, sem ekki er sjálfvirkt, allt frá þvi að deigið er sett inn i vélina. Þar taka starfsmenn verksmiðjunnar við kexinu, raða þvi inn i pökkun- arvélina, sem siðan vefur sell- ofanbréfi utan um hvern pakka og lokar honum. Þar með er fram- leiðslunni lokiö og ekkert eftir annað en að raða pökkunum er kexið siðan sent út til verzlana. Að sögn forráðamanna hjá Sambandinu mun aðalmarkmiðið með stofnun þessarar nýju verk- smiðju. er það að keppa við inn- flutt kex. auk þess sem að eðlileg samkeppni mun skapast á milli verksmiðja innanlands. Arlega larahérá landi um 2000 tonn á markað og þar af er helmingur innflutt. Kexverksmiðjan Holt mun framleiða um 400 tonn ár- lega. en dagleg afköst verksmiöj- unnar eru i kring um 2 tonn. Mjög litið starfslið þarf yið verksmiöj- una. en nú vinna þar 12 manns og þar af vinna flestir við pökkun. Stjórnandi verksmiðjunnar er örnólfur Ornólfsson bakara- meistari. Eins og áður segir er unnið að dreifingu kesinx i verzlanir um þessar mundir en mjög hag- kvæmt er fyrir Sambandið, hversu góð dreifingarþjónusta þess er góð og var áformað að kexið yrði jafn vel komið á mark- að um allt land i dag. 1 vélinni fremst á myndinni eru kexkörurnar þynntar niður i eðlilega stærö og eru þær um 39 stiga heitar þegar þær eru mótaðar. Timamyndir Itobert. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs á æfingu. Timamynd G.E. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs i tónleikaferð til Akureyrar Akureyringar fá skemmtilega heimsókn nú um helgina, en þá munu 28 nemendur Tónlistar- skóla Kópavogs halda tónleika i Akurevrarkrikju Er þetta jafn- framt i fyrsta sinn sem nemendur skólans fara i tónleikaferð til Akurevrar, en þeirhafa einu sinni áður farið i tónleikaferð til Sel- foss. Hljómsveit Tónlistarskóla Kópavogs varstofnuð árið 1970 og var Fáll Gröndal fyrsti stjórnandi hennar og allt til ársins 1976. en þá tók Ingi B. Gröndal við stjórn og hefur verið stjórnandi siðan. Hljómsveitin kom fyrst fram opinberlega áprQ 1973, og hafa slikir tónleikar verið árlegur við- burður i starfsemi hennar. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikum Tón 1 is ta r sk ól a Kópavogs i Akureyrarkirkju á laugardag er Berglind Bjarna- dóttir, en hún mun væntanlega Ijúka einsöngsprófi i vor. Tónleik- arnir hefjast kl. 17. SST—. Safna efni í bók um ísland IIEI — 1 kvöld er væntanlegur hingað til lands 110 manna hópur nemenda og kennara frá Lýðhá- skólanum i Kungálv i Sviþjóð og mun hann dvelja hér i 10 daga. Fararstjóri er dr. Magnús Gisla- son rektor skólans. I vetur hefur skólinn haft ísland sem aðalnámsefni fyrir nemend- ur. Hafa þeir viðað að sér marg- háttuðum fróðleik um land og þjóð. Með dvöl sinni hér um pásk- ana vill hópurinn enn auka við þekkingu sina. Til þess mun hann m.a. ferðast nokkuð t.d. til Vest- mannaeyja, Akraness, Gullfoss og Geysis. Þingvalla og Hvera- gerðis. Hugmyndin er að safna efni i bok um tsland, sem námshóparn- ir hafa viðað að sér vetrarlangt og reka smiðshöggið a hana með dvöl sinni hér á landi. Mun þessi hópur frá Lýðháskól- anum í Kungálv hafa bækistöð i Miðbæjarskólanum i Reykjavik yfir páskana. Nær 150 nemendur frá is'.andi hafa stundað nám i Kungalv og er þeim bent á að hafa samband við hópinn i' Mið- bæjarskólanum. Innbrot í Fossvogsskóla — 70 þúsund krónum stolið ESK — t gær var brotizt inn i Fossvogsskóla og barnaheimili þar igrenndinni. t Fossvogsskóla vorubrotnar tvær hurðir og tvær rúður og alls var stolið úr skólan- um 70 þúsund krónum i pening- um. Þegar haft var samband við Njörð Snæhólm i gærkvöldi, sagði hann að trúlega heföu þeir hjá rannsóknarlögreglunni fundið þann sem að innbrotinu stóð. þó að hann hefði ekki viðurkennt innbrotið ennþá. Málefni islenzkra sérleyfis- hafa á dagskrá i sænsku timariti Blaðinu hefur nýlega borizt i hendur sænskt bilatimarit, Svensk Omnibustidning, 2. tbl. þessa árs, og er það að verulegu leyti helgað málefnum sérleyfis- hafa á íslandi. Vandamá! sérleyfishafa hér á landi eru rædd og þeim gerð góð skil. Sagt er frá helztu fyrirtækj- um, sem hér stunda langferða- akstur, og einnig fljóta meö nokkrar giðer sögur af gamal- reyndum köppum sem hafa veriö lengi í þessum „bransa", eins og Guðmundi Jónassyni og ólafi Ketilssyni. Fjölmargar Ijós- myndir prýða greinarnar, sem greinarhöfundur, Göran Werner, hefur tekið. —sst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.