Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. marz 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglvsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar bíaðamanna: 86562, 86495. Eiftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. t Blaðaprent h.f. Stj órnmálaályktunin í stjórnmálaályktun seytjánda flokksþings Fram- sóknarmanna er margt sem vekja mun stórmikla eftirtekt og móta mjög þá stjórnmálaumræðu,er fram fer næstu mánuði og misseri.ekki sizt þau at- riði hennar, sem fjalla um efnahagsmálin. Flokksþingið lét i ljós sérstaka ánægju sina með þá alhliða framfarasókn til sjávar og sveita;sem hófst við valdatöku rikisstjórnar ólafs Jóhannes- sonar eftir þingkosningarnar 1971 og hina þrótt- miklu byggðastefnu;sem þá var tekin upp og siðan hefur verið haldið fram. Einnig fagnaði flokks- þingið sérstaklega, hversu einörð og óhvikul forysta Framsóknarflokksins hefði verið i landhelgismál- inu.og samþykkti,að öðrum þjóðum skylduekki veittar heimildir til veiða innan fiskveiðilögsögunn- ar; svo fremi sem Islendingar gætu sjálfir nytjað miðin. Um efnahagsmálin segir, að viðureignin við verð- bólguna hljóti að verða meginviðfangsefni næstu rikisstjórnar. Þar lagði flokksþingið áherzlu á nokkur meginatriði og það fyrst,að fylgt skuli ein- dreginni framleiðslustefnu, sem miði að aukningu þjóðartekna og islenzkum atvinnuvegum veitt sam- bærileg rekstrarskilyrði og tiðkanleg eru i viðskiptalöndum okkar. Við ákvarðanir i efnahags- málum verði tekið fullt tillit til afkomu þjóðarbús- ins.og þó að peningaveltu og útlánum verði að halda innan hæfilegra marka,sé atvinnuvegunum tryggt eðlilegt starfsfé með viðráðanlegum kjörum. Sam- hliða breyttri efnahagsstefnu skuli þvi vextir lækkaðir þótt jafnframt verði tekið tillit til hags- muna sparifjáreigenda. Þá var samþykkt að jöfnunarsjóðir skuli efldir og fé lagt i þá,þegar markaðsverð er hagstætt og afla- horfur góðar,og áhrif rikisvalds á stjórn þeirra auk- ið til þess að tryggja að þessari reglu sé fylgt. Lögð er áherzla á hallalausan rekstur rikissjóðs,vandaðri gerð fjárlaga og gleggra eftirlit með útgjöldum rikissjóðs. Nauðsynlegt var talið að hægja á fjár- festingu, bæði opinberra aðila og einstaklinga og mat lagt á arðsemi framkvæmda, þótt slikt mat megi ekki eitt ráða þvi um hvað hafizt skal handa, heldur skuli við stjórn á fjárfestingu jafnan haft i huga hvað eykur framleiðslu og framleiðni atvinnu- veganna,sem eru undirstaða allrar afkomu. Samþykkt var að hverfaað staðgreiðslu skatta, og lýst fylgi við,að allir kjarasamningar verði gerðir samtimis og visitölukerfið endurskoðað og verðbæt- ur miðaðar við afkomu þjóðarbúsins, þó svo að kaupmáttur lægstu launa sé tryggður. Verðlagslög- gjöf skal færð i frjálslegra horf án þess að slakað sé á verðlagseftirliti. Samhliða breyttri efnahags- stefnu verði gildi krónunnar breytt i það horf að ein króna samsvari einu hundraði nú. Loks var i þessum málaflokki samþykkt, að á skuli lagður sérstakur verðbólguskattur og skattur á söluhagnað til jöfnunar eignaskiptingu i þjóð- félaginu og ákvæðum um tekjuskatt og framkvæmd skattalaga breytt á þann veg.að meira stuðli að tekjujöfnun en verið hefur. Enn fremur að neyzlu- skattar verði hærri á munaðarvöru en nauðsynjum. Áréttuð var sú stefna að allir landsmenn nytu jafnréttis og jafnræðis án tillits til búsetu, efnahags eða þjóðfélagsstöðu og bent á að enn byggi fólk á landsbyggðinni við misrétti á mörgum sviðum. Á þeim málefnagrundvelli,sem hér er stuttlega rakinn,lýsti Framsóknarflokkurinn sig reiðubúinn til samstarfs við aðra flokka. —JH Bók eins fremsta manns Titós um árin 1956-1958*• Lýsing á kunningsskap Mieunovic og Krúsévs Aðdragandinn að innrásinni i Ungverjalandi frá júgóslavneskum sjónarhóli Krúsév og Malenkov komu til Júgóslaviu i tveggja hreyfla Iljúsinflugvél i hræði- legu óveðri 2. nóvember 1956 og lentu siðdegis á flugvellin- um á ströndinni við Púla. Malenkov var fárveikur eftir harla óskemmtilega flugferð. Frá Púla fóru þeir i báti til eyjarinnar Brióni. Vonzku- veður var á Adriahafi,hvass- viðri og sjórót og báðir urðu gestirnir sjóveikir. Samt sem áður hófust viðræður svo aö segja jafnskjótt og þeir voru , stignir á land. Erindi þeirra Krúsévs og Malenkovs var að ræða við Titó og þrjá trúnaðarmenn hans, Kardelj, Rankovic og Veljko Micunovic, sem tvi- vegis var ambassador Júgóslava i Moskvu, um uppreisnina i Ungverjalandi. Engir voru á ráðstefnunni nema þessir þrir menn. Þar var ekki neinn túlkur, díkert af þvi sem þar fór fram, var skráð og ekkert tekið upp á segulband. Frá þessu segir Veljko Micunovic i endurminningum sinum.sem komu út siðast lið- ið haust og einkum fjalla um Moskvuár hans 1956-1958. Hann er nú kominn á eftirlaun ' og býr i Belgrad og er talinn einn hinn fremsti maður, sem gegnt hefur utanrikisþjónustu i þágu Júgóslavi'u. Hann var nákunnugur Nikita Krúsév. Þessi ár eru ekki aðeins minnisstæð vegna uppreisnar- innar i Ungverjalandi, sem brotin var á bak aftur einum sólarhring eftir fundinn á Brióni, heldur komst þá Gómúlka aftur til valda i Pól- landi. Malenkov, Kaganovitj og Mólótov misstu völd sin og marskálknum Sjúkov var þokað til hliðar. Loks var hið sögufræga flokksþing kommúnista haldið i Moskvu með þátttöku Maó Tse-tungs árið 1957. A þessum árum var einnig komið festu á sambúð Júgóslava og Sovétmanna eft- ir árekstra milli Titós og Stalins 1948, þótt einnig skærist i odda þessi sömu misseri vegna þess, hve ein- beittlega Júgóslavar héldu á málum sinum. Krúsév byrjaði fundinn á Brióni með þvi að segja, að hann hefði ráðfært sig við Maó Tse-tung og eftir þau samráð væru Sovétmenn á einu máli um að ekki yröi hjá þvi komizt að senda her til Ungverja- lands. Nagy væri gamall auðvaldssinni og Rússar teldu óviðunandi ef auðvaldsþjóð- félagrisiáný i Ungverjalandi. Hann kvað Búlganin hafa sagt sér i' simtali frá Moskvu, að Janos Kadar og Ferenc Munnich væru flúnir frá Búdapest og hyggðust leita til Moskvu. A hipn bóginn væru Vesturveldin með alian hug- ann við Súezdeiluna og hefði hvorki málefni né aðstöðu tii þess að láta til sin taka þótt Sovétrikin skökkuðu leikinn i Ungverjalandi. Júgóslövunum var ekki sagt hvenær Sovétrikin ætluðu að láta til skarar skriða en þeir voru gestum sinum sammála um það að ekki yrði hjá þvi komizt að gripa i taumana, ef það væri gagnbylting sem hafizt hefði i Ungverjalandi. En það væri áhættusamt að treysta einvörðungu á herlið og bæri nauðsyn til að undir- búa jarðveginn á stjórnmála- sviðinu. Micunovic segir að Júgóslavarnir hafi stutt það að Janos Kadar tæki við völd- um i Ungverjalandi. Hann var andsnúinn Stalin og hafði ver.ið fangi i valdatið hans. Rússarnir kusu frekar Ferenc Munnich en sættust þó á það Riðandi af sjóveiki hóf Kriisév viðræðurnar á Brióni um upp- reisnina i Ungverjalandi. eftir langar viðræður að Kadar hreppti völdin. Þegar Rússar héldu inn i Búdapest 4. nóvember flúðu Imre Nagy og fjörutiu aðrir stjórnmálaleiðtogar og em- bættismenn i júgöslavneska sendiráðið og báðu um vernd. Þetta kom Júgóslövum mjög illa. Nagy var sakaður um að hafa svikið sósialismann og þegar Micunovic, fór til Moskvu nokkrum dögum siðar, vildu Rússar ekki einungis fá Nagy framseldan, heldur einnig að Júgóslavar styddu þá af alhug. Þeir Krusév og Micunovic hittust 7. nóvember og þá sagði Krúsév: Nú er komin stund Júgóslava að sýna hvar þeir standa. Það skiptir sköpum um samband þeirra og Sovétrikjanna,hvernig þeir bregðast nú við. Annað hvort urðum við að reka Nagy ogfylgismenn hans á dyr og fyrirgera áliti okkar i veröldinni, eða eiga það á hættuað lenda i úústöðum við Sovétrikin og önnur Aus tu r-E vrópurik i. 11. nóvember hélt Titó at- hyglisverða ræðu um Ung- verjaland i Púla og þar gagn- rýndi hann gerðir Sovét- manna. Hafi innrásin verið eina ráðið til þess að bjapga sósialismanum þar, þá var hún nauðsynleg sagði hann. En Sovétrikin létu undir höfuð leggjast að gera þær ráðstafanir sem gátu gert hana ónauðsynlega. 1 boði 17. nóvember vildu sovézkir leiðtogar ékki taka i höndina á Micunovic. Samt tókust langar samræður sem ekki enduðu fyrr en um mið- nætti i bil Krúsévs.sem endi- lega hafði viljað aka honum heim. Þar mun hafa verið tal- að af fullri hreinskilni á báða bóga. 21. nóvember undirritaði JanosKadar skjalþar sem þvi var heitið að Imre Nagy og menn hans gætu snúið heim til sin i friði og yrði þeim ekki mein gert. Eigi að siður hand- tóku rússneskir hermenn þá. Það fannst mér heimskulega gert, segir Micunovic, þvi að það spillti áliti beggja Ráðstjórna rrikjanna og Kadars. Júgóslövum sárnaði mjög. t júnimánuöi 1957 trúði Krúsév Micunovic fyrir þvi, hvað gerzt hafði þegar þeim Malenkov, Kaganovitj og Mólotov var vikið til hliðar. Þeir ætluðu að taka öll völd i sinar hendur, og Krúsév stóð fyrst einn uppi nema hvað Mikojan var hlutlaus. En Krúsév tókst að fá ákvörðun frestað. A stormasömum fundi miðnefndarinnar næsta dag lentu þeir, sem hliðhollir voru stefnu Stalins i minni- hluta. Þá urðu þremenning- arnir að vikja úr stöðum sin- um, en Búlganin, sem Krúsév sagði engan hyggindamannog Vórósjilov voru látnir óáreitt- ir. Það sem þarna gerðist,segir Micunovic,er sögulegur stór- viðburður þvi að i fyrsta skipti voru þeir sem lutu i lægra haldi ekki beittir harðræðum, heldursettirtilnýrrastarfa. A dögum Stalins hefðu slikir menn týnt lifinu. Molótov var geröur að am- bassador i Mongóliu og þar hitti Micunovic hann seinna. Þeiráttuþá langar samræður, Mólótov bað gest sinn hvaö eftir annað að vera lengur hjá sér.Hann kvartaði yfir striðri veðráttu i Mongóliu og kona hans var veik. Á þingum mongólskra kommúnista veittist sendinefnd Sovétrikj- anna að Molótov og sakaöi hann um baktjaldamakk. 1. mai 1958 sendi Mólótov Micunovic heillaóskaskeyti, þó að harla kalt væri milli Júgóslava og Sovétmanna um það leyti. Haustið 1957 losaði Krúsév sig við Sjúkov-varnarmála- ráðherrann,sem hótaðhafði að beita hernum til þess að skipa málum i sviptingum Krúsévs og Mólótovs. Krúsév kvaðst hafa óttazt að Sjúkov kynni enn að detta eitthvað svipað i hug og þess vegna hefði hann talið vissara að minnka völd hans. Þá var Sjúkov á ferða- lagi i Albaniu og Júgóslaviu. — Ég viidi ekki eiga það yfir höfði mér, að hershöfðingjar kynnu að brjótast til valda, hefur Micunovic eftir Krúsév. Það hefði leitt til nýrrar styrj- aldar,. þvi að hershöfðingjar eru sjaldnast menn friðarins og auk þess sýndi ég.hve tök flokksins voru sterk — að hon- um var ekki um rnegh að standa gegn öðrum,sem lika voru sterkir. Nagy-málið olli þvi að grunnt varð á hinu góða á milli Sovétrikjanna og Júgóslaviu og ekki skánaði þegar Júgóslavar neituðu i nóvem- bermánuöi 1957 aö undirrita sameiginlega yfirlýsingu tólf kommúnistaflokka i þar á meðal kinverska^ ítalska og franska kommúnistaflokksins Af þvi hlauzt að hvorki Rússar né nelnir hinna flokkanna sendu fulltrúa á sjöunda flokksþing júgóslavneskra kommúnista i aprilmánuði 1958. í maimánuði 1958 réðust kinverskir kommúnistar i fyrsta skipi á Júgóslava og i júnimánuði 1958 var Micunovic tjáð að hann ætti að snúa heim til Belgrad. Eigi að siður héldu þeir Krúsév og Micunovic uppi nánu sam- bandi sin á milii og raunar hafði hinum rússneska þjóðar- leiðtoga tekizt að fá þvi frestað um stund aö hann færi frá Moskvu með skirskotun til þess trausts sem Rússar bæru til hans og hversu vel honum hefði tekizt að gegna skyldum sinum við erfiðar kringum- stæður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.