Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. marz 1978
9
á víðavangi
Bræðraþel á 1. apríl
tslenzkum „jafnaðarmönn-
um” er mikill fögnuður
boðaður um þessar mundir og
er þess að vænta að fagurt ljós
lýsi yfir dimma dali flokks-
starfsins þegar stundin mikla
rennur upp. Helgina 31. marz
til 3. april næstkomandi koma
hingað i heimsókn rúmlega
tuttugu sænskir krataritstjór-
ar til að lita á útgáfu „flokks-
bræðranna” á tslandi. Á
lærðra manna máli heitir
þetta „ett 20-tal redaktörer
frán den svenska A-pressen
d.v.s. den socialdemokratiska
pressgruppen”.
Svo sem vænta má hefur
þessi kurteisisheimsókn vakið
mikla eftirvæntingu i Alþýðu-
flokknum, og er viðbúnaður
mikill að veita gestunum
varmar móttökur. Einkum er
talið fyrir miklu að vinna sig
nú rækilega I álit hjá hinum
virðulegu skandinavisku gest-
um.
Hinir sósialdemókratisku
samlandar okkar hafa ærnar
ástæður til þess að reyna að
koma sér i mjúkinn hjá
skandinaviskum „baráttu-
félögum” sinum. Eitt er það
að islenzkir kratar njóta litill-
ar tiltrúar i Skandinaviu
vegna fylgisspektar þeirra við
hægrimenn allt frá „Viðreisn-
arárunum” sælu. Annað er
það að fylgishrun Alþýðu-
flokksins á umliðnum árum
hefur fengið krata i Skandi-
naviu til að hugieiða hvort is-
ienzki „iitli bróðirinn” er ekki
kominn út á einhverja refil-
stigu. Og „stora broder” á
Skandinavíuskaga viil ekki
neina vitleysu,og „litli bróðir-
inn” verður auðvitað að muna
að „stóri bróðir” veit allt og
fylgist með öllu.
Þriðja ástæðan og sú sem
mestu skiptir I öngþveiti Al-
þýðuflokksins er auðvitað
pyngjan. Hinir sænsku rit-
stjórar koma hingað með út-
troðin seðlaveski og fullir kær-
leikshug og umhyggjusemi.
Seðlana fá þeir ýmist með
þeim hentuga hætti að láta
félagsmenn I verkalýðsfélög-
um í Sviþjóö borga I flokks-
sjóðina eöa með þeim hætti að
láta skattborgaranum blæöa.
Augu islenzkra „jafnaðar-
manna” munu mjög hvila á
myndarlegum brjóstum Svi-
anna sem gúlpa undan
veskjunum.
Og Sviarnir kunna llka
gamansemi og þeir koma
hingaö i léttum hug hins örláta
vinar. Þeir eru svo fyndnir að
þeir ætla meira aö segja að
vera islenzkum blaðamönnum
til sýnis með hinum islenzku
„bræðrum I baráttunni”, en
ekki er þó vitað hvort þeir
munu reiða fram sjóöinn I
viöurvist ljósmyndara aö
hætti Lionsmanna og fleiri og
til þess, væntanlega ,aö auka
enn á sjálfsálit „litla bróöur-
ins” islenzka.
Sviunum hefur þótt fyrir
miklu að velja þessari
hátiðarstundu táknræna dag-
setningu og það tókst þeim.
Hádepill þess heiðurs sem þeir
ætla islenzkum „jafnaðar-
bræðrum” sinum á sem sé að
bera upp á 1. aprll. Þá ætla
Sviarnir að hafa „einfalda og
óformlega móttöku”, svo hóg-
værlega sem þeir orða það eða
„en enkel och informell mot-
tagning”. Þaö verða islenzkir
kratablaðamenn sem fá að
veita „heiðrinum” móttöku.
JS
Lehárs öðlaðist fyrst verulega frægð með „Kátu ekkjunni”. Allir dansar I sýningu Þjóöleikhússins eru
eftir Yuri Chatal. Tfmamynd Gunnar.
Þjóðleikhúsið:
,,Káta ekkjan”
frumsýnd
FI — Hin vinsæla Vinaróperetta
„Káta ekkjan" verður frumsýnd i
Þjóðleikhúsinu nk. miðvikudags-
k\öld. Leikstjóri sýningarinnar
er Benedikt Árnason og leikmynd
og búninga geri Alistair Powell,
skozkur leikmyndateiknari, sem
nú er öðru sinni gestur Þjóðleik-
hússins. „Káta ekkjan” hefur
farið sigurför um allan heim allt
frá þvl að hún var fyrst sýnd I
Vfnarborg árið 1905, og fyrstu
HEI—A siðasta þingi Alþjóðasigl
ingamálastofnunarinnar, IMCO,
var samþykkt að framvegis
skyldi dagurinn 17. marz vera al-
þjóðlegur siglingadagur, en þann
dag árið 1958 tók stofnskrá IMCO
gildi.
Dagur þessi skyldi framvegis
helgaður þeim málum, er varða
öryggi á sjó, alþjóðlegar sigling-
ar, samskipti þjóða um flutninga
á sjó, og varnir gegn mengun
sjávar.
fimm árin var hún sýnd 18 þúsund
sinnum i tiu löndum. I fyrra kom-
ust sýningar á þessari óperettu i
Stokkhólmi upp í 275 og hver veit
nema nýtt met .verði slegið I Þjóð-
leikhúsinu.
Aðalhlutverkin eru i höndum
hjónanna Sieglinde Kahmann og
Sigurðar Björnssonar. I öðrum
helztu hlutverkum eru Guðmund-
ur Jónsson, ólöf Harðardóttir,
Magnús Jónsson og Árni
Fyrsti alþjóðlegi siglingadag-
urinn er i dag 17. marz og verður
helgaður IMCO, sem hefur þessi
verkefni með höndum á alþjóða-
vettvangi.
1 IMCO, sem er stofnun innan
Sameinuðu þjóðanna, eiga nú
aðild rúmlega 100 lönd. Eiga
þau atkvæði á þingi IMCO
en það ákveður verkefnaval og
skipuleggur starf stofnunarinnar,
en þing er haldið annað hvert ár.
Tryggvason. Það kom fram á
blaðamannafundi með leikstjöra,
leikmyndateiknara og Þjóöleik-
hússtjóra, að mjög mikið hefur
verið lagt i uppfærslu óperettunn-
ar hér og ekkert til sparað. Tón-
listina flytja hljóðfæraleikarar úr
Sinfóniuhljómsveit Islands, ellefu
dansarar koma fram og 30 manna
kór Þjóðleikhússins. Páll P. Páls-
son er hljómsveitarstjóri, Yuri
Chatal hefur samið dansana og
Carl Billich annast söngstjórn,
æfði söngvara og kór.
Höfundar handrits „Kátu ekkj-
unnar” Victor Léon og Leo Stein
sækja söguþráðinn i franskan
gamanleik eftir Henri Meilhac.
óperettan gerist i Paris árið 1905 i
heimi diplómata og samkvæmis-
lifs. Aðalpersónan er auðug
ekkja, Hanna Glawari, sem allir
sækjast eftir vegna auðsins og
gerist óperettan i húsakynnum
hennar svo og i sendiráði Svart-
fjallalands i Paris. Þetta er I ann-
að skipti, sem Þjóðleikhúsið tekur
Kátu ekkjuna tilsýninga. Hún var
áður sýnd hér árið 1956 undir leik-
stjórn Sven Age Larsen og hljóm-
sveitarstjórn dr. Victors Ur-
bancic.
Frumsýning á Kátu ekkjunni
verður sem fyrr segir á miöviku-
dagskvöld kl. 20. önnur sýning á
skirdagskvöld og þriðja sýning að
kvöldi annars dags páska.
17. marz:
Alþjóðlegur Siglinga-
máladagur
Hið nýja safnaðarheimili Arbæjarsóknar.
Nýtt safnaðar-
heimili Ar-
bæjarsóknar
— vígt n.k. sunnudag
Safnaðarheimili Arbæjarsókn-
ar verður vlgt og tekið I notkun á
sunnudaginn kemur, pálma-
sunnudag. Biskup Islands, herra
Sigurbjörn Einarsson, fram-
kvæmir viglsuna og hefst athöfn-
in kl. 14.00. Gengið verður i skrúð-
göngu frá hátiðarsal Arbæjar-
skóla i safnaðarheimilið nýja.
Vigsluvottar veröa þeir Bjarni
Sigurðsson lektor, fyrsti prestur
Arbæjarsóknar, sr. Ólafur Skúla-
son dómprófastur, Geirlaugur
Árnason formaöur sóknarnefnd-
arinnar og Guðmundur Sigur-
jónsson meðhjálpari safnaðarins.
Núverandi prestur safnaðarins
sr. Guðmundur Þorsteinsson pré-
dikar. Skirn og altarisganga fara
fram i guðsþjónustunni. Krikju-
kor safnaðarins syngur undir
stjórn Hilmars Guðjónssonar og
Geirlaugs Arnasonar.
Safnaðarheimilið sem er fyrri
áfangi kirkjubyggingarinnar og
safnaðarheimilisins i Arbæjar-
prestakalli, er jarðhæð undir
kirkjuskipinu sjálfu, sem siðar er
áformað að reisa. Stærð þess er
um 370 fermetrar að flatarmáli. I
þvi er stór samkomusalur, tvö lit-
il herbergi fyrir sóknarfélög, eld-
hús, skrifstofa sóknarprests,
snyrtiherbergi og fatageymslur
og rúmgott anddyri.
Fyrsta skóflustungan að kirkju
og safnaðarheimili Árbæjar-
prestakalls var tekin 26. ágúst
1973, en framkvæmdir hófust ekki
fyrr en vorið 1974 og hefur bygg-
ing safnaðarheimilisins því raun-
verulega staðið i tæp 4 ár.
Með úlkomu hins nýja safn-
aðarheimilis batnar mjög að-
staða Árbæjrsafnaöar til safnaö-
arstarfs, en i rúm 7 ár hefur söfn-
uðurinn orðið að notast við láns-
húsnæði. Hefur hann fengið inni i
Arbæjarskóla með starfsemi sina
og einnig i Arbæjarkirkju á um-
ræddu timabili.
Aðalþunginn af byggingar-
framkvæmdum hefur hvilt á
söfnuðinum sjálfum, en nokkurn
styrk frá kirkjubyggingarsjóði
Reykjavikurborgar. Hafa safnað-
arfélög, kvenfélag, bræðrafélag
og kirkjukór lagt fram verulegt fé
til byggingarinnar og atorkusöm
fjáröflunarnefnd hefur verið
starfandi á vegum safnaðarins.
Arbæjarsöfnuðu hafa borist
miklar og verðmætar gjafir fyrr
og nú bæði i kirkjumunum og
fjárframlögum. Margir safn-
aðarmenn hafa laft fram mikil
sjálfboðastörf.
Talið er, að búið sé að leggja
fram um 40 milljónir i bygging-
una á vigsludegi.
Sr. Guðhiundur Þorsteinsson sóknarprestur og Geirlaugur Arnason
organisti og stjórnandikirkjukórsins. Timamyndir G.E.