Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 1
I METRATALI LANDVÉLAR HF. Smiöjuvegi 66.Sími:766(X) Vestmanna- eyjar: Mál- ið er leyst HEI — Málið er leyst á far- sælan hátt, Rafveita Vest- mannaeyja er búin að greiða sínar skuldir, svo ekki þarf að koma til lok- unar sagði Kistján Jóns- son, rafveitustjóri RARIK i gær. Eins og sagt var frá í blaðinu i fyrradag átti að loka fyrir rafmagn til Eyja í gærdag hef ðu skuldir ekki verið greiddar fyrir þann tíma. Garðar Sigurjónsson, rafveitustjóri Vestmanna- eyja, sagði að frystihúsin hefðu staðið skil á sínum skuldum til Rafveitunnar í Eyjum. Þar með hefði hún getað greitt Rafmagns- veitum ríkisins og hnútirnn var leystur. Fjaran hefur ávallt haft mikið aödráttarafl fyrir menn unga sem aldna. Þeir kannast við það sem notað hafa hana sem leikvang i æsku, hve margvislega möguleika hún hefur upp á að bjóða, og vfst er að þau eru ófá rannsóknarverkefnin, sem hið fjölbreytta lifriki fjörunnar hefur fyrir forvitin barnsaugu og smáar hendur. Það má tina skeljar og kuðunga og kannski spriklandi marflær undan stein- um i fjöruborðinu eða þá bara elta ölduna, auk annars, sem þar má finna sér til dundurs. Og liklega hafa þeir ekki látið sér ieiöast þess- ir hressilegu strákpattar, sem Hóbert hitti við leik niðri i fjöru um daginn, þvi eftir svipnum að dæma skemmta þeir sér konunglega. Verðlagsnefnd kærð — fyrir lækkun á verzlunarálagningu ESE — Verslunarráð islands, Kaupmannasamtök islands og Félag islenzkra stórkaupmanna hafa kært verðlagsnefnd fyrirmeint brot á lögúm um verðlagsmál nr. 54 frá 1960, en þau lög kveða á um starfsemi nefndarinnar. Jafnframt er þess krafizt af hálfu fyrrgreindra samtaka að siðasta tilkynning Verðlagsnefndar um lækkun verzlunarálagningar verði dæmd dauð eða ómerk. Jafnframt segir I tilkynningu frá þessum samtökum að þau geti ekki fyrr en dæmt verður i þessu máli hjá Verðlagsdómi, sagt til um hvort að seljendur vöru eigi að fara eftir hinum nýju véfengdu ákvæðum, eða eldri tilkynningu um hámarksálagningu nr, 33 frá 24 nóvember 1977, Með þessari tilkynningu skora fyrrgreind samtök á vöruseljend- ur að halda fast við ákvæðin um hámarksálagninguna og fara þess á leit við þá að þeir tilkynni tafarlaust allar tilraunir verð- lagsyfirvalda til að lækka álagninguna. Einnig er farið fram á það við verðlagsdóm, að hann taki ekki fyrir mál sem verðlagsstjóri kunni hugsanlega að visa þangað, vegna meintra brota á hinum véfengdu verðlags- ávkæðum, fyrr en dæmt hefi verið um það hvor lögin skuli gilda. Vegna þessa máls sneri Timinn sér til fulltrúa Verzlunarráðs Islands og fulltrúa verðlagsstjóra og bað þá að segja álit sitt á þessu máli Þorvarður Eliasson fram.- kvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands hafði það að segja um þetta mál að það væri til komið vegna þess að fulltrúar Verzlun- arráðs Islands, Kaupmannasam- taka Islands og Félags Stórkaup- manna teldu að þau nýju álagningarákvæði sem gilda ættu samkvæmt ákvörðun Verðlags- nefndar, væru ólögleg.Fyrst og fremst væru, þau ólögleg vegna þess að enginn rökstuðningur hefði verið færður fyrir þvi af hálfu Verðlagsnefndar, að lækka þyrfti verzlunarálagninguna, en þann rökstuðning þyrfti fram að færa lögum samkvæmt. Engin könnun hefði verið gerð af hálfu Verðlagsnefndar á stöðu fyrir- tækja áður en álagningin hefði verið lækkuð, en i nóvember s.l., hefði það verið álit verðlagsstjóra og meirihluta Verðlagsnefndar, þegar álagningin var hækkuð um 10% að sú álagning sem þá hefði gilt væri sú lægsta sem möguleg væri. Þorvarður Eliasson sagði ennfremur að fyrrgreind samtök mótmæltu harðlega á hvern hátt viðskiptaráðumeytið heföi haft áhrif á þessi mál og töldu afskipti viðskiptaráðherra af þessu máli brjóta i bága við lög. Rikisstjórn- in hefði getað farið löglega leið til þessaðlækka verzlunarálagning- una, t.d. með frumvarpi þess efn- is á Alþingi, en það hefði ekki ver- ið gert. Hjá fulltrúa verðlagsstjóra Kristjáni Andréssyni, fengust þær upplýsingar að sá háttur sem hafður hefði verið á i sam- bandi við verzlunarálagningu, vegna gengisfellingar, hefði verið tekinn upp eftir 1960, þvi að óeðlilegt hefði verið talið að kaupmenn fengju að nota sömu álagningu eftir gengisfell- ingar og þeir hefðu notað fyrir þær. Þeirri reglu hefði verið fylgt frá 1960 að kaupmenn hefðu feng- ið að taka 30% af hækkun inn i verð til að byrja með, en þegar launahækkanir hefðu komið til hjá þeim sem unnið hefðu hjá kaupmönnum en þegar launa- hækkanir hefðu komið til hjá þeim sem unnið hefðu hjá kaup- mönnum, hefðu kaupmenn fengið að nota fulla álagningu. Þessi regla sem nefnd hefur verið 30% reglan hefði verið eins og áður segir i gildi frá 1960 og hefði henni einnig verið beitt nú. Aðeins einu sinni áður, þ.e.a.s. 1961 hefði not- kun þessarar reglu verið kærð þar til nú, þrátt fyrir að henni hafi oft verið beitt áður. Ingvar Gislason um verksmiðjuna á Þórshöfn: Grófar missagnir í greinargerð Stefáns Jónssonar KEJ — I gær var útbýtt á Al- þingi frumvarpi til laga um kaup rikisins á södarverksmiðj- unni á Þórshöfn. Flutningsmaö- ur frumvarps þessa er Stefán Jónsson og segir hann m.a. i greinargerð með frumvarpinu að þingmenn stjórnarflokkanna i Norðurlandskjördæmi eystra hafi ekki „treyst sér tii” að verða við áskorun forsvars- manna Þórshafnar um að flytja á þingi frumvarpþess efnis að Sildarverksmiðjur ríkisins kaupi sildarverksmiðjuna á Þórshöfn og komi henni i starf- hæft ástand sem loðnubræðslu. Ingvar Gislason alþingismað- ur sagði i tilefni af þessu i sam- tali við Timann að i ummælum Stefáns fælust grófar missagnir og ósannindi. Það er ósatt, sagði Ingvar, að þingmenn kjör- dæmisins hafi neitað að flytja frumvarpið á þingi. Þetta mál var til meðferðar hjá þing- mannahópnum þegar Stefán Jónsson klauf sig þar út og f lutti málið á eigin spýtur, i sýndar- mennskuskyni, vil ég segja, sagði Ingvar Gislason ennfrem- ur. Ingvar Gislason. Þá sagði Ingvar að atvinnu- mál Þórshafnar hafi hvilt á herðum stjórnarþingmanna um langt skeið og hefðu þeir unnið ötullega að lausn fjárhagsvand- mála staðarins. Við berum eng- an kinnroða fyrir afskipti okkar af þessum málum, sagði Ingvar og kvaðst ekki mundu trúa að Framhald á bls. 19. Ef nahagsmálaályktunin er á 6. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.