Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. marz 1978 5 „Jú. sjáðu til, maður sér þessi verk sin i allt öðru Ijósi, þegar þau eru komin manna á meðal og mér finnst alveg nauðsynlegt aö verkin min hleypi heimdraganum,” sagði Sigurjón ólafsson myndhöggvari, þegar við litum inn á samsýningu hans og Þorvaldar Skúlasonar listmálara i Bogasai Þjóðminjasafnsins i gær. Sigurjón sýnir þarna 17 verk, hiö elzta frá 1974, en Þorvaldur sýnir 15 myndir frá „geometriska” tíma- bili sinu, árunum 1952-1962. Sýningin verður opin til 28. marz frá kl. 14-19. Myndin sýnir Sigurjón og „Drauginn”. Ljósm. Timinn G.E. Páskaferð Utivistar Páskaferð Útivistar verður á Snæfellsnes. Lagt verður af stað á skirdagsmorgun kl. 9,00, og kom- ið aftur um kvöldið á annan i páskum. Hér er þvi um fimm daga ferð að ræða. Gist verður i Félagsheimili Staðarsveitar, stóru og glæsilegu húsi að Lýsuhóli. Þar er mjög góð eldunaraðstaða á rafmagnsvél- um i stóru eldhúsi, með borðum og bekkjum. Húsið er hitað upp með jarðhita. A staðnum er sund- laug. Gengið verður á Snæfells- jökul og skoðaðar hinar fornu hellaristur i Sönghelli. Komið verður að Arnarstapa og gjárnar og Gataklettur skoðaður. Þá verður komið að Hellnum og hinn fagri Baðstofuhellir skoðaður. Gengin verður hin forna þjóðleið milli Hellna og Stapa. Komið verður að Bárðarlaug og Búðum. Fram-Búðir veröa skoðaðar og hinn sérstæöi gullsandur við ströndina. Farin veröur hin forna þjóöleið um Búðahraun að Búöa- kletti, og gengið i hellinn. Gengið verður á Svalþúfubjarg og þaðan að Lóndröngum og Malarrifi. A þeirri leið verða tindar rótar- hnyðjur i fjörunni. Ekið verður að Djúpalónssandi og aflraunasteinarnir skoðaðir. Þá verður farið i Dritvik og hin stórfenglega Tröllakirkja skoðuð. Komið verður að hinu forna völdunarhúsi, sem er einstakt i sinni röð, og Dritur og Bárðarskip skoðað. Gengið verður um Blá- feldarhraun og á Helgrindur með útsýn yfir Breiöafjörð. Alla dagana veröa gönguferðir og ökuferðir við hvers manns hæfi Ek'ið'verður fýrir Jökul og komið að Hellissandi, Rifi, og Olafsvik. 1 Rifi veröur steinninn, sem Björn á Skarði var höggv- inn á, skoðaður, en sagt er að þar sé jafnan blóð i axarfarinu. öll kvöld verða kvöldvökur með söng, sögum, myndasýningum og músik og dans. Farseðlar eru seldir á skrifstofu Útivistar i Lækjargötu 6. Þaulkunnugir far- arstjórar verða með i ferðinni og fara i allar ferðir, sem farnar verða. * Islandsmeistaramóti i fimleikum frestað Stjórn F.S.l. hefur ákveðið að islandsmeistaramóti i fimleikum skuli frestað vegna ýmissa ófyr- irsjáanlegra annmarka á þvi a halda það dagana 18. og 19. marz. Hefur þvi stjórnin ákveðið að halda það laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. april 1978 i iþróttahúsi Kennaraháskóla Is- lands og hefst keppni kl. 15 báða dagana. Fyrri daginn verður keppt i skylduæfingum karla og kvenna, en siðari daginn i frjáls- um æfingum. Þátttökutilkynning- ar berist til stjórnar F.S.l. i sið- asta lagi laugardaginn 25. marz. Dagana 4.-7. april verður dóm- aranámskeið karla og kvenna. Tveir norskir kennarar koma hingað til lands og kenna á þessu námskeiði. Kennsla fer fram i iþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 18.15-22.00. Kennt verður samkvæmt keppnisreglum Alþjóðafimleika- sambandsins. golfteppi Úrval af Rya-teppum Einlitum og munstruðum — Ensk úrvalsvara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR Teppadeild SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI 82033 ÆZ^fjölnotavagninn ER MEIRI EN HANN SÝNIST! Með aukabúnaði má nota hann sem almennan flutningavagn, sem votheysvagn, sem baggavagn og sem mykjudreifara. Sá bóndi, sem hugleiðir kaup á tækjum til ofangreindra nota, þarf því ekki annað en kaupa JF-vagninn til að leysa sínar þarfir. Vagnarnir eru á belgmiklum dekkjum og með drifbúnaðí og færibandi í botni. Áætlað verð frá kr. 560.000 LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.