Tíminn - 31.03.1978, Page 9

Tíminn - 31.03.1978, Page 9
Föstudagur 31. marz 1978 9 OPIÐ BRÉF TIL EYMUNDAR MAGNÚSSONAR Á FLÖGU Viö höfum aldrei sézt, þó rétti ég þér hugarhönd mina og segi: Eymundur Magniísson. Grein þin i dagbl. Timanum 3. febrúar i ár (1978) vakti athygli mina. „Landbúnaöur og öfgastefn- ur” vakti athygli mina, ekki af þvi að öfgamenn og hópar eöa stefnur séu nýtt i heiminum — Island ekki undanskiliö. Skoöanir manna eru oft byggöar á mismunandi aðstæö- um, ég nefni þrennt —þó þaö sé ekki nema brot þess sem skoöunum skipti: Fyrsta: Það sem lesiö hefur verið. Annaö: Þaö sem hlustaö hefur verið á. Þriöja^ Þaö sem séö hefur verið á ólikum stöö- um. Slíkt getur breytt skilningi og ákvöröunum einstaklingsins, sem svo teymir margt annaö á eftir sér, misjafnlega hugsaö og framkvæmt. Lestur minn strandaöi, þegar byrjaö var á sjöundu málsgrein (ef þaö telst rétt). Hún byrjar svona: „Hvernig stendur á þvi, aö mysu, sem fellur til viö osta og skyrgerö, er veitt i sjóinn, þessu úrvals fóöri, bæöi fyrir menn og skepnur? Viða er- lendis, og þá sérstaklega í Noregi, eru kálfar og kýr alin á mysu. Þetta er næringarrikt fóöur, en athuga veöur, að kýrin verð- ur aö hafa fengið mysu strax sem kálfur” — tilvitnun lýkur. Mér fór likt og manni, sem strandaö hefur bát sinum, hann lituri kringum sig og rifjarupp fyrir sér, hvað hann hefur séö og heyrt gert. Mysa, hollt fóður Égheld aö rétt sé að segja þér smáþátt úr búskaparsögu minni, er ég flutti frá Krossi aö Þormóösdal, ogafturaö Krossi., Það var áriö 1935. Kindur minar voru illa séöar vegna ótta við, að meö þeim kynni aö berast fjárpest, sem kölluö var Deildartungupest. Á tiu ára timabili missti ég margt vegna manna tilskipana, en af Deildartungupestinni eina á, tveggja vetra, vorið 1939. Haustið 1945 rak ég allar kind- ur minar úr fyrstu Hafravatns- rétt i sláturhúsið f Reykjavik. Baö ég um aö gát væri höfö á, hvort veiki væri I lungum eöa 'görnum, — og ekki duliö ef um grun væri aö ræða. Vorið 1946 keypti ég 160 fjár á Grfmsstööum. Um haustið vantaöi 20 ær, öll lömb, gamalt og grunsamlegt fé drepið i Borgarnesi (nokkrar seldar til lifs) — rak heim 70, missti eina vorið 1947, önnur heimtist ekki né lömb hennar. Allar hinar liföu til haustsins 1950 (fjár- skipti á stóru svæöi). Fóöurkinda minnavarbeit og hey, sildarmél, ef til var, siöari hluta vetrar. Þá var annað ódýrara búið — þaö var mysa, slátursýra (ekki edik) og slátur- soö. Heytuggu, gegnbleyttri i þessusulli,dreiftyfir þurrheyiö i jötunni. Byrjaöi um jólaleytiö, ef ég taldi þess þörf, og voru flestar kindur sólgnar i þaö. Éger þér innilega þakklátur, Eymundur, fyrir ábendinguna um mysuna og notkun hennar i Noregi, (ég varö aldrei var viö neitt sllkt á árunum 1916-1921). Ef við viröum gengnar kyn- slóöir feðra okkar og mæöra, ættum við að skilja lifsafkomu- skilyröi þeirra. Búféö.Mjólk og ket. Matur, ull, fatnaöur. Skinn, skór og vosverjur. Þetta gilti jafnt fyrir alla, við vinnu sem viö hvlld. Sjómenn drýgöu mat- föng meö fiski, miöluöu bænd- um og fengu i staöinn nauöþurft sina. Þessum, þeirra fénaöi, eigum viö aö unna. Hann er þess viröi. Heilsuþol og afuröasæld fer saman, ef rétt er unniö. tltlend- ur fóöurbætir skapar ekki kyn- bætur. Afuröasæld? Vafasamt. Ahrif lofts og láðs á lif er áhrifarikt hvar sem er. Hvernig er skinnheilsu sumra hösta islenzkra variö i útlöndum? Fluttist hún meö þeim? Nei, en ég er þér sammála um margt, ekki þó minkarækt, nema við viljum útrýma ýmsum fúgla- tegundum, sem hér hafa veriö um aldir. Glapræöisverk má ekki rækta á kostnaö tryggöar. Nóg nm þaö. Fyrirgefðu mér, Eymundur, margyrðin. Heilladrjúgt sumar, farsæl framtiö óskast þér og þinum. Svo mælir Guðmundur P. Asmundsson frá Krossi. DAIHATSU japanskur gæðingur mmmrnm ■ DAIHATSU 'Vv/fiií DAIHATSU ÁRMÚLA 23 simi 81733

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.