Tíminn - 31.03.1978, Síða 12

Tíminn - 31.03.1978, Síða 12
12 Föstudagur 31. marz 1978 sem aö kristalsstraumar saumi smaragögræna hliö silfurgliti og ægisband Eyjafjaröar væri silkimjúkt og himinblátt. Þetta hefur eflaust átt sinn þátt i þvi að o pna augu fyrir þvi að grænu og bláu litirnir á Islandi voru ósviknir og þurftu enga afsökun. Það var undirbúningur þess að seinni skáldum nægði að segja : Landið er grænt og sjórinn blár. En svp segir Davið: En borgin er svört af sóti. Þá voru Islend- ingar að vakna til skilnings á mengunarmálum eins og nú er sagt. Og náttúrudýrkunin efldist vegna þess. Davið Stefánsson var mál- svari frjálsrar og glaðrar lifs- nautnar. Hann kvað um nautn- anna helgustu höll og konunnar nöktustu dýrð, og spurði hvað þá varðaði um vatnið sem vinið rauða teyga. En hann vissi lika aðhætterviðaðgleðinbreytist i grát og ekka þar sem djarft er leikið. Hann kom svo viða við að ætti úrval að vera nokkurn veg- inn tæmandi um viðhorf hans og túlkun þyrfti það viðtækt að vera. Mérhefði fundizt að kvæð- ið Dýonýnas hefði mátt vera með i úrvalinu. Nú veit ég ... hefði lika sómt sér þar vel. Og kannski hefði mátt gera fyllri skil vantrú og ógeði Daviðs á skriffinnsku samtimans eins og hún birtist t.d. i kvæðinu um póstinn og skrifstofubáknið — „að allt þetta blekiðjubákn sé bænahús — krjúpandi þræla”. Svona má lengi telja. En það er ekki þetta sem máli skiptir. Hitt er meira vertað þetta úrval meðsinum ágæta inngangi á að kynna Davið- Stefánsson og stöðu hans i bókmenntasögunni svo aðfleirilesiljóðabækur han. Þeir, sem voru ungir á þriðja tug þessarar aldar, muna vel hvernig þeir, sem þá voru byrj- endur i þvi að reyna að yrkja, reyndu almennt að likja eftir Davið sjálfrátt og ósjálfrátt. Sumir urðu aldrei nema byrj- endur og aðrir uxu frá sinum æskuljóðum. Þegar kom fram á fjórða tuginn fannst mörgum ungum manni að penni Daviðs væriekki nógur rauður. Að visu gerði engin ákveðnari og djarf- ari kröfur um frelsi mannsins til aö njóta sin en hann tók aldrei þá trú sem ýmsir töldu þá eina sanna og sáluhjálplega. Hann hafði ótrú á lögreglurikjum og fann glöggt annmarkana á flóknu kerfi velferðarþjóð- félagsins. Sr. Sigurður Einars- sonsagði þá, að Davið væri dill- andi ljóðrænn alþýðusinni sem klappaði á kollinn á öreigabarni og segði, að það væri ekkert verra en önnur börn. Það þótti þeim ekki nóg, sem trúði þvi að fundið væri það stjórnskipulag sem leysti menn sjálfkrafa frá öllu illu. Nú er slik skipulagstrú ekki lengur i tizku og menn vita að allt verður að byggja á grundvelli þeirrar mannúðar- kenndar sem einkennir skáld- skap Daviðs. Þvi er boðskapur hans varanlegri en timabundin trúarbrögð þeirra, sem sárast fundu til þess sem þeir kölluðu takmarkanir hans og skilnings- leysi á þjóðfélagsleg rök. Ragnar Kvaran sagði ein- hvern tima, að Davið Stefáns- son væri mikill töframaður en fremdi meinlæti á sjálfum sér með þvi að gera alls konar duttlunga að ástriðum. Þetta eru karlmannleg orð og vist skiptir það töluverðu hvort við litum á tilhneigingarokkar sem duttlunga eða ástriður. Það hef- ur kannski vafasamar hliðar að umgangast slikan töframann, þegar svo hittist á að sálfræðin telur það mikinn háska að bæla tilhneigingar sinar og hafa stjórn á þeim. Vist getur það orðið mönnum ofraun, en oftrú á stjórnleysið er ekki góð heldur og ýmis ráð eru til að slaka á spennu og komast hjá tilfinn- ingalegum þrýstingi. Það ætti hagnýtt sálarfræði að kenna og gott félagslif að gera. Þessi bók sýnir hver Davið var og samband hans við sögu, fortið og samtið skýrir hvers vegna hann varð sá sem hann var. Ég held að þetta úrval og inngangsritgerðin sýni þetta vel þó að ekki komi þar öll kurl til grafar. Þaðergottaðhinir ungu sem landið erfa eigi aðgang að höfuðskáldum okkar á svipaðan hátt og þessi bók veitir. H. Kr. llavið Stefánsson Hitt er svo það að Ólafur Briem færir sönnur á það, að Davið hafi fram á siðustu ár verið vaxandi skáld að þvi leyti að hann hafði öruggari tök á myndrænni ljóðrænu. Sú iþrótt var honum aldrei tamari en á siðustu árum. Nú er það vitanlega bundið smekk manna hvernig valið er i svona bók. Ekki treysti ég mér til að benda á nokkurt ljóð sem þar er og segja, að það hefði ekki átterindimeð isafnið. Hins vegar sakna ég ýmissa. Hér skal ekki fara langt út i það, að endurtaka einstiSc atriði úr inngangsritgerðinni um skáldskap Daviðs. Hann segir: Landið er grænt og sjórinn blár. Hann lætur sér nægja að nefna litina án þess að tengja þá gim- steinum eða annarri viðhöfn i likingum. Rómantisku skáldin á hinni öldinni notuðu likingu svo Skáldið frá TAKTU ÁKVÖRÐUN Ætlar þú að vera með í áskrifendagetraun Vísis ? Akkúrat núna er rétti tíminn til að freista gœfunnar og það aðeins með einu símtalL Davið Stefánsson: Ljóð. Úrval. Ólafur Briem bjó til prentunar. R a n n s ó k n a s t o f n u n i bókmenntafræði og Menningarsjóður. Það var mjög timabært að gefa út vandað úrval úr ljóðum Daviðs Stefánssonar. Kannski hefði verið réttara að segja að Ólafur Briem hefði valið ljóðin en búið þau til prentunar, þvi að kvæðin eru birt eins og skáldið gekk frá þeim. En hann hefur búið bókina til prentunar, og tekið saman skýringar við ljóð- in. Auk þess eru i bókinni skrár um útgáfur og heimildir um þýðingar á skáldskap Daviðs, sem ólafur Pálmason hefur tek- ið saman, ritgerðir um skáldið og verk hans. Þetta tekur sam- tals fullar 50 siður, svo ljóst má vera að hér hefur rannsókna- stofnun i bókmenntafræði komið við sögu. Og þó að það verði að sjálfsögðu misjafnt hvað les- endur nota þessar skrár er á það að li'ta, að þær gefa þeim sem bókmenntir vilja tækifæri og skemma ekki neitt fyrir hinum. En svo hefur Ólafur Briem skrifað inngangsritgerð sem prentuð er á 45 blaðsiðum fram- an við ljóðin. Það er vönduð rit- gerð og samboðin útgáfunni. Slik yfirlitsritgerð um skáld- skap Daviðs var engin til. Hér skal nefna tvennt sem ég man ekki eftir að bent hafi verið á með sama hætti áður. Annað er það, sem flestir aðdáendur Daviðs munu þó kannast við, — hve oft hann orti ástaljóð fyrir munn kvenna, byrjaði það strax með kvæðinu Komdu i Svörtum fjöðrum. Ólafur minn- ir á að i Eddukvæðum er meiri rækt lögð við að lýsa sálarlifi kvenna en karla. Ætli nukkur, sem ort hefur á islenzku, hafi ástundað eins og Davið að lýsa ástum kvenna siðan Eddukvæö-1 in voru samin? Annars liggur nærri að minn- ast hér á annað skáld og sam- tiðarmann Daviðs þar sem er Guðmundur Kamban. Hann stundaði meirannan skáldskap en ljóðagerð en birti þó nokkur kvæði ungur. I leikritum sinum fjallaði hann siðar um ósjálf- ræöi einstaklingsins og ábyrgðarleysi hans á eigin verkum og lifi og mætti margt segja um skyldleika þessara skálda og það sem skilur á milli. itJk „ 'PæWm íBÍÍ ymstfá Hver af asknfendum Visis ■>' ‘^'J I* ‘ ' V , , & Áskrifendagetraun visis Síminn er 86611 •i « : WMi-W- Fagraskógi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.