Tíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 12
12
Sunnudagur 2. apríl 1978
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM
Esra S. Pétursson læknir:
Sálarlífið
Sjöunda grein
DAH/UI/iKI
BAUNIR
ítómatsósu
Frumstæðar sállækningar
hafa veriö notaðar frá þvi áður
en sögur hófust. Stöku sinnum
meö góðum og jafnvel ágætum
árangri. Máttur sefjunarinnar
er töluverður enda er hann einn
þáttur trúarinnar. Sumir
að áhrif sefjunar nemi einum
þriðja af heiidarútkomu nær
allra lækninga.
Tökum sem dæmi tiu ósjóaða
einstaklinga i stormi úti á rúm-
sjó. Láti að likum verða niu sjó-
veikir en einn sleppur. Ef við
gefum öllum óvirka töflur áður
en lagt er á sjóinn en segjum
þeim að þær séu nýjar og sterk-
ar sjóveikipillur, sleppa þrir i
viðbót við sjóveiki. Segja mætti
að trú þeirra hefði hjálpað
þeim. Séu þeim gefnar aspirin
töflur með sama formála sleppa
einneða tveir i viðbót. Væntan-
lega stafar það af þvi að aspirin
er ekki óvirkt lyf heldur hefur
róandi áhrif á borð við valium
og svipuð kviðastillandi meðul.
Gefum við hins vegar öllum
dramamine eða önnur nýrri sjó-
veikilyf, veikjast sjö eða átta
litið sem ekkert þar eð iyfið er
virkt umfram sefjunargildi
þess. Lyfið hefur áhrif á jafh-
vægisskynjun i miðeyra og við-
ar i taugakerfinu. A þessu sést
hvað trúarstyrkurinn einn
megnar, en einnig má sjá að
vísindin og þekkingin á sjúk-
dómum hefurlika töluvert mikil
áhrif á sinn hátt.
t sállækningum varð ör fram-
þróun og stökkbreyting við til-
komu sálkönnunar visinda-
manna um siðastliðin aldamót.
Ollu þauslikum aldahvörfum að
annað eins hafði ekki skeö i
heimi mannsandans oftar en á
fimm hundruð til þúsund ára
fresti. Upp frá þvi jókst nötkun
sállækninga og sálgreininga
jafnt og þétt. Ot frá þeim frjó-
sama meiði, sem breitt hefur
lim sitt um allan heim, hafa
vaxið sterkar greinar sem fyrr
eru nefndar, heildarlækningar
(Gestalt), hóplækningar og
margt fleira.
Jerome D. Frank, 1. prófessor
emerítus við John Hopkins há-
skólann i geðlækningum, telur
að sállækningar verði hér eftir
sem hingað til helzta lækninga-
aðferð okkar i sálarlifsflækjum
og i sálsýki. Bendir hann svo á
nýlega rannsókn (1977), er
leiddi i ljós að mjög þunglynd-
um sjúklingum batnar eins vel
af sállækningum, sem miöa að
aukinni sjálfsþekkingu, einum
samaneins og af þunglyndislyf-
inu imipramine. Einnig visar
hann til þess að reynsla eins
fremsta rannsóknarmanns geð-
klofa sýni að sállækningar eru
nauðsynlegar þeim sjúklingum
til viðbótar við geðlyfin, þó að
nytsemi þeirra sé hafin upp yfir
allan vafa.
I öllum nágrannalöndum okk-
ar, og i flestum öðrum menn-
ingarlöndum, hafa sállækninga
og sálkönnunar aðferðir verið
metnar mikils og að verðleikum'
og hefur vegur þeirra farið vax-
andi. Eru þær taldar heppilegri,
mannúðlegri og liklegri til
árangurs en sjúkrahúsmeðferð,
nema fyrir þá sjúklinga sem
verst eru staddir og þá aðeins
um stuttan tima. Sjúkrahúsdvöl
er tifalt og þaðan af meira
kostnaðarsamari. Skiptir það
nokkrumáli fyrir sjúkrasamlög
ogaðrar tryggingar, svo og fyr-
ir skattþegnana. Aukþess hljóta
sjúklingar i sállækningu oft, og
stundum fljótt, það mikinn
félagsbata að þeim er kleift aö
stunda atvinnu og greiða skatt, i
stað þess að sjúkrahúsdvölin
sviptir þá jafnan allri fram-
leiðni.
Fyrst nú, á siðustu mánuðum,
örlar á skilningi tslendinga á
nauðsynog nytsemi sállæknina.
Ekki sjást þó enn nokkur merki
þess að rétt mat né viðurkenn-
ing á sálkönnun hafi komið i ljós
hjá heilbrigðisyfirvöldunum.
Erum viö hér alllangt á eftir
grannþjóðum okkar, og verðum
við að vona að úr þvi rætist á
næstunni.
Samt er nokkuð langt siðan
fyrstu greinarnar um sálkönnun
voru birtar og gefnir voru út
bæklingar og kver um hana hér
á landi. Fyrstur manna, að þvi
er ég bezt veit, þýddi prófessor
Agúst H. Bjarnason bókumsál-
könnun sem rituð var árið 1912.
Þýöingin var gefin úr 1920 sem
Alþýðlegt fræðirit númer I af
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar i Reykiavik
Sálkönnun
1 stuttum formála þýðanda
segir svo:
„Kver þetta, sem á ensku
nefnist Psychology of Insanity,
ræðir um nýjustu og merkustu
uppgötvanir manna á sviði
sálarfræðinnar, einkum þó þær
sem gerðar hafa verið með svo-
nefndri sálargrennslan
(psychö-ánalysis). ... Auk þess
varpar það alveg nýju ljósi á
sum af hipum dularfullu fyrir-
brigðum sálarlífsins og sýnir,
hversu visindin leitast við að
skýra þau.” Prófessor Guð-
mundur Magnússon fór yfir
þýðinguna og Guðmundur
Björnsson landlæknir las próf-
örk. Bókin er löngú uppseld en
hefur til skamms tima sézt á
fornbókasölum.
Annaö kver, i rauninni eldra,
er eftir Sigmund Freud, sjálfan
upphafsmann sálkönnunarinn-
ar. t þvi eru fimm erindi um
sjálfvalið efni sem Freud var
boðið að flytja árið 1909, fýrir
atbeina sálfraéðingsins Stanley
Hall rektors við Clark háskól-
ann i' Bandarikjunum. Var það
gefið út sem Lærdómsrit bók-
menntafélagsjns árið 1970, og
var það fyrsta rit Sigmundar '
Freud sem út hafði komið á is- '
lenzku. Þýðinguna, sem er
ágæt, gerði Maja Sigurðardóttir
sálfræðingur, en dr. Simon Jóh.
Agústsson ritaði góðan inngang
með æviágripi um Freud og
kenningar hans og viðamikil og
frábær ritstörf hans. Telur hann
erindin vera aðgengileg og
greinarbezta yfirlitið um sál-
könnun hér á landi fram til
þessa. Bókin er að mati hans,
„eitt bezta dæmi þess, hve al-
þýðlega og skilmerkilega Freud
gat ritað, ef vel er lesið, er þar
að finna kjarnann i kenningu
hans til ársins 1909.” Bendir dr.
Simon siðan á, og það ekki að
óíyrirsynju, að betra sé að lesa
rit mikils hugsuðar sjálfs en
jafnvel beztu framsetningu ann-
arra á kenningu hans.
í erindum þessum skýrir
Freud frá helztu kenningum
sinum á ljóslifandi hátt, kenn-
ingum varðandi dulvitund,
varnarhætti sjálfsins, bælingu,
viðnám, meinvæn áföll, frjáls
hugrenningatengsl, draumvit-
und, gagnúð og fleira. Skemmti-
legust finnst mér dæmisaga
hans um bælingu hvata i dul-
vitundinniog þannusla sem þær
halda áfram að valda þar, nema
til komi heppilegar sállækning-
ar eða unnt reynist aö draga úr
óþægindunum með öðru móti.
Freud sagði:
„Gerum ráð fyrir þvi að hér i
þessum kennslusal sæti á meðal
yöar maður, sem væri til
ónæðis, ruddalegur hlátur hans,
mas og spark drægi athygli ykk-
ar hinna frá orðum minum. Ég
neyddist til að lýsa þvi yfir, aö
mér væri ókleift að halda fyrir-
lestrinum áfram. Þá stæðu
nokkrir menn með krafta i
kögglum á fætur og kæmu óróa-
seggnum út eftir stutt átök.
Hann er „bældur”, og ég get
haldið fyrirlestrinum áfram. en
nú gæti verið, að karl vildi kom-
ast inn aftur, og til þess að viö
yrðum ekki fyrir frekara ónæði,
myndu þeir ágætu menn, sem
settu hann út að ósk minni, etja
stóla fyrir dyrnar og veita þann-
ig viðnám eftir að bæling hefði
tekizt. Ef þér nú skirið kennslu-
salinn og ganginn frammi sál-
fræðilegum nöfnum, „meðvit-
und” og „dulvitund", þá hafið
þér fyrir yður allglögga mynd
þess, hvernig bæling fer fram ...
Vel gæti verið að hinn brott-
rekni náungi, sem orðinn er bit-
ur og ófyrirleitinn, ætti eftir að
valda okkur frekari vandræð-
um. Að visu er hann ekki lengur
á meöal okkar. Við erum laus
viðhann, við hæðnishlátrana og
eiliftathugasemdapiskur. En að
sumu leyti hefur bælingin þrátt
fyrir allt ekki tekizt, þvi að nú
upphefur hann óþolandi gaura-
gang úti fyrir, og hróp hans og
barsmiðar trufla fyrirlestur
minn jafnvel meira en ósiðir
hans hér inni gerðu áður. Undir
þessum kringumstæðum færi
ekki hjá þvi, að viö fögnuðum
þvi mjög, ef virðulegur rektor
okkar, dr. Stanley Hall, féllist á
að gerast milligöngumaöur og
sáttasemjari. Hann myndi ræða
við ólátabelginn frammi og
koma siðan inn aftur og beiðast
þess, að manninum yrði hleypt
inn á nýjan leik. Dr. Halí myndi
sjálfur taka ábyrgð á þvi', að ná-
unginn bætti ráð sitt. Slikur er
myndugleiki dr. Halls, að við
ákvaíðum aðafnema bælinguna
og nú rikti hér aftur friður cg
spekt. Þetta er ekki slæm sam-
liking við hlutverk læknisins i
sálgreiningu taugaveiklaðs
fólks.”
I næsta þætti á fýrsta sunnu-
degi aprilmánaðar má vænta
áframhalds á lýsingu fleiri að-
gengilegra þýöinga um sálkönn-
un á islenzku.
1. Jerome D. Frank, M.D.
Psychiatry, the Healthy In-
valid. The American Journal of
Psychiatry. December 1977.
PANTIÐ
kartöfluupptökuvélarnar
TÍMANLEGA
Getum tryggt vélar til afgreiðslu í
ágúst ef pantað er fyrir 30. apríl
Sambana isienzkra samvmnufelaga
VÉLADEILD
Ármuia 3 Reykiavík simi 38900
Bændur — Athugið