Tíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. apríl 1978 17 Þórshöfn: /#Þar er gott fólk.og allir vissu hver ég var." Körfuball ^ —Þú hef ur væntanlega farið á Þorrablot? Britt: Jú, og mér f innst það mjög skemmti- legur siður og maturinn var mjög góður. Svo var einnig annar skemmtilegur siður, sem ég komst í kynni við á Þórshöfn, og ég held að hann tíðkist ekki annars staðar á landinu, en það er Körfuballið. Kvenfélags- konurnar búa til fallegar körfur og setja kökur og kaff i í þær. Siðan er haldið Körf u- ball og karlmennirnijr bjóða í körf urnar og gæða sér síðan á kaffi og kökum með kon- unni sem útbjó körf una. Að þessu sinni rann ágóðinn til leikfangakaupa handa börnum, sem eru heima, þegar foreldrarnir vinna úti. Sjúkleiki og fiskur. —Hafðir þú aldrei tíma aflögu, þennan tíma sem þú varst á Þórshöfn? Britt: Ég get ekki sagt það. Ég vann bæði á laugardögum og sunnudaögum. Á fimmtudögum keyrði lögreglumaður mig til Raufarhafnar, þ.e.a.s. þegar ekki var ófært, þar sem ég tók á móti sjúklingum. Og mikiðaf tíma mínum fór í húsvitjanir. Ég tók eftir þvi, að þegar vinna var í f rystihús- inu, leitaði nánast enginn til mín. Þegar ekki var vinna í f rystihúsinu komu um 15-20 sjúklingar til min á dag, og þessa tvo mán- uði komu um 400 manns til mín, og er það næstum allir þorpsbúarnir. Kannski komu sumir eingöngu til að sjá nýja lækninn eða til þess að hittast í biðstofunni. Ég kem aftur. —Það er alveg ábyggilegt að ég kem aft- ur til íslands, og þá sérstaklega langar mig til að sjá landið að sumarlagi. Og hver veit nema að ég komi aftur til að vinna við lækn- ingar. Ég kann mjög vel viðfólkið á íslandi, og það er mjög auðvelt að kynnast Islend- ingum, segir Britt að lokum. Ég þakka henni fyrir ánægjulega samræðu og hugsa með mér, að ég lái ekki Þórshafnarbúum, þó að þeir hafi jafnvel gert sér upp sjúk- leika til að hitta þessa hressu stúlku f rá Sví- þjóð. | KVERNELAND (jte Gnýblás arar T. KVEHNEIAND B. SfiNNf R AS Bjóðum nú sem áður hina landsþekktu gnýblásara, sem hafa að baki áratuga sig- urför i islenzkum landbúnaði. Þar sem erfiðleikar hafa verið á útvegun þessara blásara undanfarin ár vegna mik- illar eftirspurnar hvetjum við bændur tii að panta blásara sem allra fyrst til að tryggja afgreiðslu i sumar.. Skrifstofustjóri Varnariiðið óskar að ráða skrifstofustjóra á aðalskrifstofu varnarliðsins. Reynsla við skrifstofustjórn og bókhalds- rekstur áskilin, mjög góð enskukunnátta nauðsynleg, verzlunarmenntun æskileg, viðskiptafræðingur án starfsreynslu kem- ur til greina. Umsóknir. sendist til ráðningarskrifstofu varnarliðsins Keflavikurflugvelli, simi (92)1793, fyrir 14. april n.k. ÍRUND / Þórskaffi sunnudaginn 2.apríl kl. 19-1.00. Matur Kvikmynd Ásadans Randver _jnssýning Bingó Uppákoma Þeir matargestir sem koma fyrir kl. 20.00 verða sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrætti og fá ókeypis lystauka. Borðapantanir í síma 2 33 33 kl. 16-19 daglega. Pantið snemma þvi síðast var húsfyilir! TSamvinnu- 9 LAMDSÝH feróir m SKOLAVORÐUSTIG 16 SÍMI 28899 AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.