Tíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 14
14
Sunnudagur 2. apríl 1978
t Egllsstaftaþorpi 16. ágúst 1969.
Bergflétta I Gar&astræti 42 (10/3 1978)
gróður og garðar
/ > '4 J
„Skógur hlifðarlaust höggv-
inn, haglendið beitt i rðt,
vindurinn sverfur svörðinn,
sópar niður i grjót”. Oft koma
ferðalangi þessi visuorð I hug
þegar bert og blásið land blasir
við sjónum hans. Fleira kemur
auðvitað tilsem orsök uppblást-
urs, t.a.m. skemmdir af eld-
fjallaösku, ágangur vatns og
jökulhlaupa. Og eldfjallaösku-
mengaður jarðvegur er laus og
hætt við uppblæstri. Gróður fá-
breyttari og viðkvæmari en i
hlýjum rökum löndum.
Sumar jurtir seiglast þó
furðanlega i sandinum og urö-
inni. Mun melgrasið frægast,
enda ræktað til að binda fok-
jaröveg — og græða sanda. Tek-
izt hefur og meö ágætum að
gera moldarblandinn sand að
túni, t.d. aö Gunnarsholti og á
Skógasandi.
Mér kom þetta i hug, er ég leit
á tvær myndir frá Guðrúnu
Tómasdóttur i Skógum undir
Eyjafjöllum. önnur myndin
sýnir stórgrýtta urð undir klett-
um á Holtsheiði V-Eyjafjöllum.
Þarna bólar á reynihrlslu úti i
urðinni. Þessi hrisla er talin
aldagömul og var fyrir vist
þarna um aldamótin 1800.
Hvildi mikil helgi á henni fyrr á
árum. A hinni myndinni, sem
tekin var nær sést reyniviðurinn
alblómgaður, ásamt léttklæddu
ungviði i góða veðrinu. Mjög
stórgrýtt og laus skriða er allt i
kringum hrisluna. Hafa urðin og
helgin eflaust hlift henni öldum
saman. Sliks eru dæmi viðar um
landið.
Sums staðar áttu álfarnir i
klettunum trén, samkvæmt
þjóðtrúnni. Mér væri kært að fá
fleiri myndir og frásagnir af
hrislum i uröum og klettum.
Nú nálgast vorið og ræktunar-
hugur bærir á sér. Hér er mynd,
sem Jón Arnfinnsson garð-
yrkjumaður tók af bústað
Bjarna Jónssonar verkstjóra i
Kópavogi fyrir nokkrum árum.
Þarna gefur m.a. að lita stein-
beð, gertúrsæbörðu grjóti, en á
þvi er viða völ á Islandi. Sumir
nota hraungrjót, (svart eða
rautt), aðrir mosavaxið holta-
grjót, eða hellur o.s.frv. Einnig
einstaka sérkennilega steina,
t.d. í topp steinhæðarinnar.
Barrtrjáa gætir viðar og viðar
i görðum hér á landi, og auka
fjölbreytnina. A mynd sem
undirritaður tók austur i Egils-
staðaþorpi á Héraði 16. ágúst
1969 sjást tvö vöxtuleg lerki til
vinstri og nokkrar grenihrislur
til hægri. Blóm i forgrunni.
Fyrrum var „Gálgaás” ber
og blásinn! Mikiil er munurinn.
Snertispöl héðan skrjáfar lauf
blæaspa inni i Egilsstaðaskógi.
Það var skrjáfið sem kom upp
um þær, áður grunaði menn
ekki að aspir leyndust i skógin-
um. Aður hafði ég séð aspir
austanlands i Gestsstaðahlið i
Fáskrúðsfirði. Siðar hafa þær
fundizt i Jórvik i Breiðdal og
sunnan við Stöð I Stöðvarfirði.
En allra fyrst fundust aspir að
Garði i Fnjóskadal. Sennilega
hafa aspir vaxið viðar fyrrum.
t.d. á Espihóli i Eyjafiröi. Land-
námsmenn þekktu öspina vel
frá Noregi og Bretlandseyjum.
„Fifill undir fögrum hól,
faðminn breiðir móti sól”, kvað
séra Valdimar Briem fyrir
löngu. Og 19. febrúar — á sjálf-
an konudaginn — sást útsprung-
inn fifill, að visu ekki undirhól,
heldur sunnan undir hitaveitu-
stokknum milli Bústaðahasðar
og öskjuhliðar i Reykjavik.
Vetrargosar voru byrjaðir að
bera sin snjóhvitu lútandi blóm
fyrstu viku i marz, t.d. sunnan
undir Atvinnudeild Háskólans.
Laufgaðar birki-, ribs- eða viði-
greinar sjást i stöku stofú. Þeg-
ar vöxtur trjánna er lagaður
með klippingu á vorin eða seinni
hluta vetrar, er tilvalið að setja
nokkrar greinar i vatn og láta
standa inni i hlýju, t.d. i stofu-
horni eða frammi á gangi. Þær
laufgastþá von bráðar og reklar
geta komið i ljós á viðinum eða
blóm á ribsinu.
Laufgaðar greinar eru
skemmtileg tilbreyting núna á
góunni! Fleiri blóm bæra nú á
sér i miðjum marz. Sums staðar
sunnan undir veggjum gefur að
lita fagurgul „sóleyjarblóm”
sitja á lágri blaðhvirfingu alveg
niður við jörð. Þetta eru vorboð-
ar (Eranthis), skyldir sóley, en
vaxa upp af lauk eða hnúð, er
gróðursettur var að haustlagi.
Blómgast ár eftir ár á sama
stað. Brátt fer likaað bóla á hin-
um stóru bláu, gulu eða hvitu
blómum dvergalilju (crocus).
Þau virðast koma beint upp úr
jörðinni án stönguls og springa
út í sólskini.
Himinbláar stjörnuliljur eru
að vakna. „Það er dökkt yfir
lauftrjánum dimman vetur, þá
dái ég grenið og furutetur”. Vist
lifga hin sigrænu barrtré mjög
umhverfið á veturna, enda eru
þau að verða vinsæl i görðum.
Myndin úr Garðastræti 42
Reykjavik, tekin 10. marz, sýnir
að fleira er grænt úti um hávet-
urinn en greni og fura. Þetta er
bergflétta sem klæðir veggina á
húshorninu, en báðum megin
standa lauftré ber og nakin.
Þessi bergflétta er afkomandi
bergfléttunnar miklu gegnt
Umferðarmiðstöðinni, en hún
mun ættuð frá Bergen i Noregi.
Séra Jón Auðufts fékk græðling
og gróðursetti við þá verandi hús
sitt, Garðastræti 42. Og sá litli
græðlingur hefur sannarlega
dafnað, er kominn alveg upp að
þakskeggi. Villt bergflétta klifr-
ar bæði berg og tré getur um-
vafið trjástofna alveg upp að
laufkrónu. Þið getið lika látið
hana vaxa út á steina og gera
gráa urð græna. Græni liturinn
dofnar stundum dálitið á vetr-
um, en skýrist aftur þegar vor-
ar. Bergflétta er lika vinsæl
innijurt, ýmis afbrigði með
breytilega blaðgerð, sum af-
brigði blaðsmá, en hin stórblöð-
óttu duga bezt úti. Allmargar
bergfléttur eru nú i uppvexti i
görðum. Taliö er að bergfléttu
hæfi bezt eyja- eða stranda-
veðrátta. Venjulega er hægt að
laga talsvert vaxtarlag garð-
trjáa með klippingu. Það er
hægt að beina vextinum að viss-
um greinum, eða draga úr
þroska annarra, eftir ástæðum.
Oft er hentugt aö grisja þéttar
greinar og bezt að gera það
smám saman, en ekki klippa
Aldagömul reyniviðarhrisla I Holtsheiði
ósköpin öll i einu. Verður hrisl-
unni minna um aðgerðirnar ef
ekki er farið of geyst I sakirnar.
Heppilegast er að jafnaði að
klippa og grisja á vorin áður en
vöxtur byrjar. En t.d. birki er
alltaf lagað á haustin. Er mikið
safastreymi úr sárum þess ef
skorið er eða klippt af þvi eftir
að það vaknar af dvala á vorin.
ögn má lika klippa að sumrinu
ef sérstök þörf krefur.
Ribs og sólber þarf oft að
grisja, einkum nema burtu
gamlar, mosavaxnar greinar og
grisja þannig runnana. Einnig
klippa burt greinar sem nuddast
saman og krosslægjur. Runninn
verður þá opinnfyrir birtu og yl
og ber meira af berjum en ella.
Hanner sem sé smáyngdur upp
með hæfilegri klippingu.
Gott að bera oliumálningu I
stór sár, þó ekki út á börkinn.
Skemmdum af reyniátu, er
sveppur veldur, skal gefa gaum
Blómga&ur reynir I urð á
Holtsheiði
að á vorin. Sýktar greinar má
skera af eða skera sárin hrein
með beittum hnif, eða bursta
þau með stálbursta og bera
siðan málningu eða sérstök lyf i
sárin. Sementssteypu má hella i
mjög stór sár á trjábol til að
loka þeim. Rifurkoma stundum
i tré af veðrum o.fl. orsökum.
Er oft hægt að negla rifurnar
saman, eins og hverja aðra
klofna spýtu. Dugar slik negling
oft vel og bjargar greininni og
trénu.
Jörð faldaði hvitu á jafndægr-
um hér syðra en fljótt hvarf þab
föl aftur. Ekkert varð úr páska-
hreti i byggð að þessu sinni, en
illviðrasamt gerðist uppi á há-
lendi, svo ferðamenn urðu veð-
urtepptir dögum saman.
Inni i stofu hafa hin afarstóru,
rauðu trektlaga blóm riddara-
stjörnu skartað i hálfan mánuð.
Þetta er laukjurt, stundum
ranglega kölluð Amaryllis, en
það er önnur skyld tegund. For-
lagajurtin (Clerodendron)
stendur lika i blómi. Blóm henn-
ar eru hin sérkennilegustu, þ.e.
allstórir snjóhvitir bikarbelgir,
með litilli blóðrauðri krónu-
stjörnu ofan á.
Nú i páskavikunni fjölgar
dvergliljum í blómi og snæ-
klukka, öðru nafni Dóroteulilja.
ber sin hvitu lútandi blóm. Þau
eru mun stærri en blóm vetrar-
gosand og opnari, með grænum
oddi. Tulipana- og páskalilju-
blög byrja að gægjast upp úr
moldinni.
Ingólfur Davíðsson:
Litið
út í
urð og
Bústaður Bjarna Jónssonar verkstjóra I Kópavogi