Tíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2. apríl 1978
13
Ljósmyndasýning í Klausturhólum
Fólk og kirkj LLgarðar
— höfuðviðfangsefni dansks-
íslenzks ljósmyndara
Dagana 1.-14. april sýnir
dansk-islenzki ljósmyndarinn
Nanna Buchert um 60 myndir i
húsnæði Guðmundar Axelssonar,
Klausturhólum. Sýningin verður
opin alla daga frá 2-6.
Nanna Buchert fæddist árið
1937 i Kaupmannahöfn, en ölst
upp við Laugaveginn. Hún átti is-
lenzka móður, en danskan fóður.
Þau dóu bæði þegar hún var litil,
svo ni'u ára gömul kom hún i fóst-
ur til ömmu sinnar i Reykjavik,
Herdisar Jónsdóttir. Hún tók stú-
dentspróf frá menntaskólanum
hér, en giftist siðan til Danmerk-
ur aftur.
Um skeið las hún fornleifafræði
við háskólann i Höfn en 1969 fór
hún að taka ljósmyndir. Fyrst
voru það aðallega fréttamyndir
og þess háttar fyrir dagblöð og
timarit. Það gerir hún enn, en
smátt og smátt fóru augu hennar
að opnast fyrir þvi hvað mynda-
vélin er sniðugur kassi til að
skálda með. Árangurinn af til-
raunum hennar i þvi efni hefur
verið hengdur upp á ýmsum sýn-
ingum i opinberum stofnunum og
galleri'um i Kaupmannahöfn og út
um land og eins i Hamborg og
Stuttgart. 1977 var hún kynnt á
Kunstnernes Sommerudstilling
og þetta árið tekur hún þátt i
vorsýningunni á Charlottenborg.
Varðandi þessa fyrstu sýningu
sina hér á landi segir Nanna:
„Þegar ég var einu sinni farin að
hugsa i myndum, fór ég að sjá
alls konar efni beint fyrir framan
nefið á mér, t.d. á heimilinu. Dæt-
ur minarog vinkonur þeirra voru
um tima með dellu að safna
gömlu sparitaui með blúndum og
pifum og búa sig út. Þá gat ég
myndað þær eins og þær dreymdi
um að vera — eins og spariútgáf-
ur af sjálfum sér. Það er svo
gaman að vinna með börnum, þvi
þau kunna þetta: að leika sér svo-
leiðis að það verður alveg eins og
i alvörunni...”
Dagstofan i húsinu okkar i AU-
eröd er stór og björt, og með þvi
að innrétta hana mjög einfalt og
hafa litið á veggjunum, get ég
notaðhana til að ljósmynda i. Ég
gripalla gesti, hvort sem þeir eru
danskir eða islenzkir, og nota þá
sem fyrirsætur til að prófa hug-
myndir sem ég fæ. En ef mér
dettur eitthvað i hug, þegar ég er
ein, verð ég að notast við mina
eigin persónu, þess vegna allar
þessar sjálfsmyndir.
Áhugi minn fyrir ljósmyndinni
sem tjáningartæki óx um allan
helming eftir að ég kynntist
gömlu meisturunum i greininni,
til dæmis ljósmyndurum
Viktóriutimabilsins i Englandi
(Cameron, Lewis Carrol og Lady
Waywarden) og lærisveinum
Stieglitz i New York (Paul
Strand, Edward Weston, Walker
Evans, Claence White). Ég lenti
svo i slagtogi með ljósmyndurum
i Kaupmannahöfn, sem dáðu
þessa menn og ennfremur Ansen
Adams, föður ,,zone”-kerfisins.
(Það er allflókið upptöku- og
framköllunarkerfi). Viðkomum á
fót gallerii fyrir listræna ljós-
myndun og settum upp fjölda
sýninga með verkum erlendra og
innlendra manna og kvenna.
Sjálf fór ég nokkuð aðra leið en
hinir i hópnum i kringum galler-
iið með þvi að ég hafði meiri
áhuga fyrir tilfinningunni eða ár-
unni i myndinni heldur en tækni-
legri fúllkomnun. Ég var eini
kvenmaðurinn i' hópnum. Og
smátt og smátt, eftir þvi sem ég
grúskaði meira i ljósmyndasög-
unni, fór það að renna upp fyrir
mer að oft er hægt að sjá hvort
mynd er tekin af karli eða konu.
Myndir karlmannanna eru tækni-
lega frábærar, oftmargslungnar i
uppbyggingu, yfirleitt sneyddar
hlýju en merking ótviræð. Aftur-
ámóti reynir kvenfólkið að nota
linsuna til að veiða tilfinningar,
óljósar kenndir. Myndir þeirra
vekja grun fremur en veita vissu.
Þetta reyni ég að gera lika i min-
um myndum af fólki og kirkju-
görðum.’ ’
Kirkjugaröur. Ein mynda Nönnu Buchert.
Nýtt nafn á
gamla
stofnun
Vegna endurskipulagningar á
ýmsum bandariskum stofnunum,
sem snerta menningar- og
upplýsingastarfsemi, og felst i
þviað fella starfsemiþeirra undir
einn hatt, mun Upplýsingaþjón-
usta Bandarikjanna hér á landi
ganga undir nafninu „Inter-
national Communication Agency
of The United Státes, frá og meö
deginum i dag, 1. april. Útleggst
það sem „Alþjóða menningar-
tengslastofnun Bandarikjanna”.
I frétt frá stofnun þessari kem-
ur fram, að sú þjónusta, sem hún
veitir, muni ekki breytast við
þessa nýju nafngift, né heldur
skrifstofu- og bókasafnstimi
hennar.
Málverka-
sýning’ á
Heykjalundi
1 dymbilviku opnaði Benedikt
Gunnarsson listmálari, mál-
verkasýningu i sölum Vinnu-
heimilisins að Reykjalundi. Sýnir
hann þar 21 mynd, flestar málað-
ar á s.l. ári. Myndirnar eru til
sölu. Sýningin verður opin til 8.
aprilíAformað er að halda þessari
nýbreytni áfram á Reykjalundi
og hvetja listamenn til sýninga-
halds i vistlegum salarkynnum
stofnunarinnar.
Hefur þessi nýbreytni verið
vistfólki, starfsfolki og gestum til
mikillar ánægju.
Danski
utanrikisráð-
herrann kemur
Utanríkisráðherra Danmerkur,
K.B. Andersen, og frú koma í
opinbera heimsókn til Islands
dagana 13.-15. aprfl n.k.
Utanrikisráöuneytið,
Reykjavík, 31. marz 1978.
Sambyggt ferðaútvarps-
tæki er lausnin
Verð kr. 19.980
Verð kr. 98.115
Verð kr. 38.500